Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 1
64 SIÐUR B
233. tbl. 80. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Flokksþing kinverskra kommúnista
Vilja sósíalískt
markaðskerfi
Ollum lýðræðishugmyndum vísað á bug
Peking. The Daily Telegraph, Reuter.
KÍNVERSKIR kommúnistar hófu 14. flokksþing sitt í gær og er
talið að um tímamót verði að ræða því að gert er ráð fyrir að
markaðshyggjustefna Dengs Xiao Pings, helsta valdamanns lands-
ins, í efnahagsmálum sigri endanlega innan flokksins. Talsmenn
flokksins segja að „töfravopn" markaðsumbóta verði notað fram-
vegis. Lögð er áhersla á að ekki muni verða hróflað við valdaeinok-
un flokksins, marxisminn verður í orði kveðnu leiðarljósið eftir
sem áður og lýðræði er alls ekki á dagskrá.
Búist var við að Deng, sem er
88 ára að aldri, yrði viðstaddur
þingið en svo fór ekki; dóttir leiðtog-
ans fullyrti þó að hann væri við
ágæta heilsu.
Jiang Zemin, aðalritari flokksins,
flutti aðalræðuna í gær og sagði
efnahagsumbæturnar jafnast á við
„nýja byltingu". Aðalritarinn hældi
Deng á hvert reipi, sagði að hann
Síðasta flokksþing var árið 1987
en hrun Sovétríkjanna og kommún-
ismans í A-Evrópu var ekkert til
umræðu í gær. Jiang drap stuttlega
á stúdentamótmælin á Torgi hins
himneska friðar vorið 1989 sem
kæfð voru í blóði, sagði að „óeirðir
gagnbyltingarsinna" hefðu verið
brotnar á bak aftur.
Itcuter
Hamar og sigð markaðsstefnunnar
Jiang Zemin, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, flytur ræðu sína í gær. Nær 2.000 fulltrúar eru á þing-
inu sem haldið er í Alþýðuhöllinni í Peking, í nágrenni við Torg hins himneska friðar.
Mikið manntjón í Kaíró
af völdum landskjálfta
Kaíró. Reuter.
MESTI landskjálfti í sögu Egyptalands reið yfir í gær. Forsætis-
ráðherra landsins tilkynnti í gærkvöld að vitað væri að 340 hefðu
látið lífið í höfuðborginni Kaíró og fjögur þúsund slasast. Skjálft-
inn mældist 5,5 - 6 á Richter. Á meðal látinna eru börn sem tróð-
ust undir er örvæntingarfullt fólk flýði út úr skólabyggingum
er riðuðu til falls. Rykský myndaðist yfir borgarsvæðinu.
væri helsti höfundur umbótastefn-
unnar og sú niðurstaða hans að
markaðshyggja væri ekki andstæð
sósíalisma væri „snilldarleg". Hann
sagði að ekki væri ætlunin að gera
minni háttar breytingar á efnahags-
kerfínu heldur umbylta því. Mið-
stýrður áætlunarbúskapur hefði að
vísu borið árangur á ýmsum sviðum
en hefði með tímanum torveldað
umbætur. „Þróun sósíalísks mark-
aðsbúskapar er eina leiðin fyrir
Kínveija til að koma á nútímalegu
samfélagi," sagði Jiang. Hann var-
aði menn einnig við, sagði að stétta-
baráttan yrði áfram háð og myndi
jafnvel harðna. Steftit væri að sós-
íalísku lýðræði og „alls ekki vest-
rænu þingræðis- og fjölflokka-
kerfí".
Bretland
Sprengju-
tilræði í
London
London. Reuter.
ÍRSKI lýðveldisherinn (IRA)
særði fimm manns í sprengjutil-
ræði í gær í London, þar af einn
alvarlega. Sprengjunni var kom-
ið fyrir á salemi veitingastaðar-
ins Sussex í Covent Garden-
hverfinu sem er meðal hinna
dýmstu í borginni og sprakk á
mesta annatíma í hádeginu.
Þetta er áttunda tilræði hryðju-
verkasamtakanna á sex dögum.
Nýlega var MI5, þeirri deild
leyniþjónustunnar sem fæst við
verkefni innanlands, falin yfírum-
sjón með baráttunni gegn IRA sem
berst fyrir sameiningu Norður-
írlands við írland. í ágúst tókst
lögreglu og MI5 að klófesta birgðir
efna sem nægt hefðu í 15 tonn af
sprengjum. Talið er að með árásun-
um undanfama daga vilji samtökin
sýna MI5 fram á að þau geti auð-
veldlega látið til skarar skríða í
sjálfu hjarta ríkisins og séu ekki á
undanhaldi.
Skjálftinn reið yfír kl. 15.10 að
staðartíma í gær. Upptök hans
voru að sögn bandarískra jarð-
skjálftafræðinga 30 km suðvestur
af Kaíró. Stóð hann í eina mínútu.
Tveimur mínútum síðar varð ann-
ar j arðskj álfti á þessum slóðum,
sem mældist tæplega 5 á Richter,
og voru upptök hans undir Rauða-
hafinu norðanverðu.
Erfítt var að henda reiður á því
í gær hve mikið manntjón hafði
orðið í skjálftanum. Forsætisráð-
herrann, Átef Sedki, gaf til kynna
að óljóst væri hve margir hefðu
týnt lífi. „Þetta eru þær tölur sem
við höfum nú...Guð einn veit,“
sagði hann. Um tólf milljónir
manna búa í Kaíró, sem er eitt
þéttbýlasta svæði jarðar, og húsa-
kostur er víða ótraustur. Yfírvöld
sögðust í gærkvöld hafa fregnir
af því að 163 hús hefðu skemmst.
Þar á meðal var háhýsi í Helio-
polis, fátækrahverfí í austurhluta
borgarinnar, sem hrundi til
grunna. Að sögn Reuters-frétta-
stofunnar var ekki að sjá að
stærstu byggingamar í miðborg-
inni eins og útvarpshúsið og Rams-
is Hilton-hótelið hefðu skemmst.
Angistarfullir ættingjar slas-
aðra og látinna réðust í gær inn
í sjúkrahús í Shubra el-Khaimah-
hverfí. Læknar þar sögðu að 34
látnir hefðu komið á spítalann.
Óeirðalögreglu tókst að stilla til
friðar.
Hosni Mubarak forseti Egypta-
lands ákvað í gær að aflýsa því
sem eftir var af Kínaheimsókn
sinni og hraða sér heim vegna
skjálftans.
-----» ■■
Venezúela
Reyntað
myrða for-
setann
Caracas. Reuter.
ÓÞEKKTIR menn gerðu skot-
árás á bifreið Carlos Andres
Perez, forseta Venezúela, í gær
og felldu þrjá menn en forsetinn
slapp ósærður. Lífverðir hans
svöruðu skothríðinni og munu
alls sjö manns hafa særst, þar
af fjögur böm.
Atburðurinn varð í borginni
Paraguaipoa, rétt við landamærin
að Kólumbíu, og var forsetinn á
heimleið til Caracas eftir að hafa
tekið þátt í vígslu spítala í grennd-
inni. Ekki var ljóst í gær hvort
árásarmennimir hefðu náðst.
Samtök vinstrisinna er mótmælt
hafa spillingu og kenna sig við
frelsishetjuna Símon Bolivar sögð-
ust hafa staðið fyrir tilræðinu.
Shevardnadze hlaut yfir-
burðastuðning í leiðtogakjöri
Tbilisi. Reuter, The Daily Telegmph.
EDÚARD Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, var kjörinn leiðtogi Georgíu með miklum meirihluta
atkvæða á sunnudag, samkvæmt bráðabirgðatölum sem birtar
voru í gær. Shevardnadze var eini frambjóðandinn í kosningunum.
Talsmaður kjörstjórnarinnar
sagði að bráðabirgðatölurnar
sýndu að 75% þeirra sem vora á
kjörskrá hefðu neytt atkvæðis-
réttar síns á þeim svæðum þar
sem atkvæði hefðu verið talin.
Kjörstjórnin hafði ekki fengið
upplýsingar frá tíu kjördæmum
og ekki var kosið í níu af 84 kjör-
dæmum.
í þeim kjördæmum, þar sem
úrslit lágu fyrir, fékk She-
vardnadze 93-94% atkvæða.
Hann þurfti aðeins 30% atkvæða
til að ná kjöri.
Stuðningsmenn Zviads Gams-
akhurdia, fyrrverandi forseta
landsins, sem var steypt af stóli
í uppreisn í janúar, höfðu hvatt
kjósendur til að hunsa kosning-
arnar. Shevardnadze hefur verið
leiðtogi Ríkisráðsins, sem fer með
völdin í landinu, frá því í mars
og hann sagði fyrir kosningamar
að ef þær færa ekki fram blasti
ekkert annað en „dauði eða ein-
ræði“ við landinu. Margir kjósend-
ur sögðust þeirrar skoðunar að
Shevardnadze væri eini maðurinn
sem gæti komið í veg fyrir al-
gjört stjómleysi í landinu.
Kosningamar fóru ekki fram í
Shevardnadze
fjórum kjör-
dæmum í hér-
aðinu Abkh-
azíu, þar sem
hundrað
manna hafa
beðið bana í
hörðum átök-
um milli
stjórnarher-
manna og upp-
reisnarmanna sem njóta stuðn-
ings vopnaðra hópa frá suð-
urhluta Rússlands. Ekki var held-
ur kosið í þremur kjördæmum í
vesturhluta Georgíu, þar sem
Gamsakhurdia nýtur mikils
stuðnings, og í tveimur kjördæm-
um í héraðinu Suður-Ossetíu, þar
sem sjálfstæðisöflum hefur vaxið
ásmegin.