Morgunblaðið - 13.10.1992, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992
----------:-----|—j-------------i----:---l
Morgunblaðið/Róbert Schmidt
Rjúpnaskyttur eru ekki allar vongóðar um veiði vegna snjóleysis
og sumarhretsins. Á myndinni er Indriði Aðalsteinsson, bóndi og
rjúpnaskytta á Skjaldfönn í ísafjarðardjúpi.
Veiðimenn svartsýnir á
rj úpnaveiðitímabilið
Bíldudal.
Rjúpnaveiðitimabilið hefst
fimmtudaginn 15. október. Ekki
eru allir veiðimenn bjartsýnir á
veiði. I fyrsta lagi vegna snjóleys-
is og í öðru lagi vegna sumar-
hretsins. Gera má ráð fyrir að
rjúpuungar hafi drepist unn-
vörpum á þeim landssvæðum þar
sem kaldast var og snjóþyngst.
Fuglaáhugamenn og rjúpna-
skyttur hafa orðið töluvert varir við
ijúpur á einstökum svæðum en
bændur og smalamenn segjast ekki
hafa orðið varir við mikið af ijúpu
til heiða og hlíða. Jónsmessuhretið
lét mest að sér kveða á norðanverð-
um Vestfjörðum og á Norðurlandi
og má ætla að afföll unga hafi ver-
ið mest á þessum landssvæðum.
En ekkert bólar á snjókomunni og
verða ijúpnaveiðimenn bara að sýna
biðlund.
- R. Schmidt
Af hverju fer ég í kirkju?
I TILEFNI af Kirkjuviku í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnar-
nesi, verða haldnar kyrrðarstundir í Kringlunni 12.-17. október
kl. 12 og 17.30. Á nokkrum hádegiskyrrðarstunda munu nafnkunn-
ir Islendingar svara spurningunni: Af hverju fer ég í kirkju?
Þeir sem ætla að svara þessari maður, fimmtudaginn 15. okt.,
spurningu eru: Björn Bjamason, Tómas Tómasson, veitingamaður,
alþingismaður, þriðjudaginn 13. föstudaginn 16. okt. og Sigurður
okt., María Ingvadóttir, alþingis- Björnsson, söngvari laugardaginn
17. okt. í gær svaraði Gunnar
Kvaran sellóleikari spurningunni.
Þess má geta að kl. 17 flesta daga
verður tónlistarflutningur í Kringl-
unni. Þriðjudaginn 13. okt. syngur
Dómkórinn undir stjóm Marteins
H. Friðrikssonar.
ILMANDI
ÍUHÍN.
EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR
LÍKA NÝBAKAÐ
Stjórn SÁÁ
Skorað á stjórnvöld
að endurskoða ákvörð-
un um niðurskurð
STJÓRN SÁÁ skorar á stjórn-
völd að endurskoða fyrirætlun
þá, sem kemur fram í fjárlaga-
frumvarpi fyrir næsta ár, að
minnka framlög til áfengislækn-
inga um 30%, sem meðal annars
felur í sér að framlög til SÁÁ
eru skorin niður um 35 milljónir
króna.
í ályktun stjómar SÁÁ segir, að
þessi ákvörðun stjómvalda komi
algerlega i opna skjöldu og sé í
raun óskiljanleg, ekki síst í ljósi
þess að framlög til SÁÁ vora á fjár-
lögum 1992 skorin niður um 13%.
í ályktuninni kemur fram að
stjórn SÁÁ telji ljóst, að loka verði
annaðhvort meðferðarheimilinu að
Vík á Kjalarnesi eða Staðarfelli í
Dölum ef stjórnvöld haldi fast við
ákvörðun sína. Slíkt hefði mjög
slæm áhrif á alla meðferðarstarf-
semi SÁÁ.
Guðmundur higimundar
son fv. kaupmaður látinn
GUÐMUNDUR Ingimundarson
bakari og fyrrverandi kaupmað-
ur andaðist 9. október síðastlið-
inn.
Guðmundur fæddist í Reykjavík
3. júní 1909, sonur hjónanna Ingi-
mundar Einarssonar verkamanns,
sem var einn af stofnendum Verka-
mannafélagsins Dagsbrúnar, og
Jóhönnu Egilsdóttur, sem var for-
maður Verkakvennafélagsins
Framsóknar í 27 ár.
Guðmundur var einn af stofnend-
um Félags ungra jafnaðarmanna
árið 1927 og Alþýðuflokksfélags
Reykjavíkur árið 1938. Hann var
formaður Bakarasveinafélagsins og
Félags matvörukaupmanna til
margra ára auk fjölmargra annarra
trúnaðarstarfa. Guðmundur starf-
aði í Alþýðubrauðgerðinni að loknu
bakaranámi og síðar rak hann
verslunina Búrið á Hjallavegi 15 í
Reykjavík í ein 25 ár. Eftir það
starfaði hann hjá Matkaupum, en
hann var einn af stofnendum fyrir-
tækisins.
Eftirlifandi eiginkona Guðmund-
er Katrín Magnúsdóttir.
HATTING brauöið er fryst áður en það er fullbakað .
Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum
á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt
og ilmandi hvítlauksbrauð.
ÖRKIN 1012-