Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.10.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 ----------:-----|—j-------------i----:---l Morgunblaðið/Róbert Schmidt Rjúpnaskyttur eru ekki allar vongóðar um veiði vegna snjóleysis og sumarhretsins. Á myndinni er Indriði Aðalsteinsson, bóndi og rjúpnaskytta á Skjaldfönn í ísafjarðardjúpi. Veiðimenn svartsýnir á rj úpnaveiðitímabilið Bíldudal. Rjúpnaveiðitimabilið hefst fimmtudaginn 15. október. Ekki eru allir veiðimenn bjartsýnir á veiði. I fyrsta lagi vegna snjóleys- is og í öðru lagi vegna sumar- hretsins. Gera má ráð fyrir að rjúpuungar hafi drepist unn- vörpum á þeim landssvæðum þar sem kaldast var og snjóþyngst. Fuglaáhugamenn og rjúpna- skyttur hafa orðið töluvert varir við ijúpur á einstökum svæðum en bændur og smalamenn segjast ekki hafa orðið varir við mikið af ijúpu til heiða og hlíða. Jónsmessuhretið lét mest að sér kveða á norðanverð- um Vestfjörðum og á Norðurlandi og má ætla að afföll unga hafi ver- ið mest á þessum landssvæðum. En ekkert bólar á snjókomunni og verða ijúpnaveiðimenn bara að sýna biðlund. - R. Schmidt Af hverju fer ég í kirkju? I TILEFNI af Kirkjuviku í Reykjavík, Kópavogi og á Seltjarnar- nesi, verða haldnar kyrrðarstundir í Kringlunni 12.-17. október kl. 12 og 17.30. Á nokkrum hádegiskyrrðarstunda munu nafnkunn- ir Islendingar svara spurningunni: Af hverju fer ég í kirkju? Þeir sem ætla að svara þessari maður, fimmtudaginn 15. okt., spurningu eru: Björn Bjamason, Tómas Tómasson, veitingamaður, alþingismaður, þriðjudaginn 13. föstudaginn 16. okt. og Sigurður okt., María Ingvadóttir, alþingis- Björnsson, söngvari laugardaginn 17. okt. í gær svaraði Gunnar Kvaran sellóleikari spurningunni. Þess má geta að kl. 17 flesta daga verður tónlistarflutningur í Kringl- unni. Þriðjudaginn 13. okt. syngur Dómkórinn undir stjóm Marteins H. Friðrikssonar. ILMANDI ÍUHÍN. EKKI AÐEINS HEITT, HELDUR LÍKA NÝBAKAÐ Stjórn SÁÁ Skorað á stjórnvöld að endurskoða ákvörð- un um niðurskurð STJÓRN SÁÁ skorar á stjórn- völd að endurskoða fyrirætlun þá, sem kemur fram í fjárlaga- frumvarpi fyrir næsta ár, að minnka framlög til áfengislækn- inga um 30%, sem meðal annars felur í sér að framlög til SÁÁ eru skorin niður um 35 milljónir króna. í ályktun stjómar SÁÁ segir, að þessi ákvörðun stjómvalda komi algerlega i opna skjöldu og sé í raun óskiljanleg, ekki síst í ljósi þess að framlög til SÁÁ vora á fjár- lögum 1992 skorin niður um 13%. í ályktuninni kemur fram að stjórn SÁÁ telji ljóst, að loka verði annaðhvort meðferðarheimilinu að Vík á Kjalarnesi eða Staðarfelli í Dölum ef stjórnvöld haldi fast við ákvörðun sína. Slíkt hefði mjög slæm áhrif á alla meðferðarstarf- semi SÁÁ. Guðmundur higimundar son fv. kaupmaður látinn GUÐMUNDUR Ingimundarson bakari og fyrrverandi kaupmað- ur andaðist 9. október síðastlið- inn. Guðmundur fæddist í Reykjavík 3. júní 1909, sonur hjónanna Ingi- mundar Einarssonar verkamanns, sem var einn af stofnendum Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, og Jóhönnu Egilsdóttur, sem var for- maður Verkakvennafélagsins Framsóknar í 27 ár. Guðmundur var einn af stofnend- um Félags ungra jafnaðarmanna árið 1927 og Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur árið 1938. Hann var formaður Bakarasveinafélagsins og Félags matvörukaupmanna til margra ára auk fjölmargra annarra trúnaðarstarfa. Guðmundur starf- aði í Alþýðubrauðgerðinni að loknu bakaranámi og síðar rak hann verslunina Búrið á Hjallavegi 15 í Reykjavík í ein 25 ár. Eftir það starfaði hann hjá Matkaupum, en hann var einn af stofnendum fyrir- tækisins. Eftirlifandi eiginkona Guðmund- er Katrín Magnúsdóttir. HATTING brauöið er fryst áður en það er fullbakað . Þú setur frosið brauðið í bökunarpokanum í ofninn og lýkur bakstrinum á fimmtán mínútum. Afraksturinn er nýbakað, mjúkt og ilmandi hvítlauksbrauð. ÖRKIN 1012-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.