Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 13.10.1992, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 -<—-------------1; . >'■ • i ,■ i íí u.iu/'f 'i.n't Par Stenbáck nýr forstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar Evrópuhrifningin má ekki verða til að menn gleymi Norðurlöndunum Morgunblaðið/Kristinn Par Stenback forstjóri Norrænu ráðherranefndarinnar ásamt Eiði Guðnasyni samstarfsráðherra Norðurlanda. PAR Stenbáck, sem tók við stöðu forstjóra Norrænu ráð- herranefndarinnar þann 1. september sl., er nú staddur hér á landi. Hann átti í gær fundi með ýmsum íslenskum ráðamönnum eins og Vigdísi Finnbogadóttur, forseta ís- lands, Davíð Oddssyni forsæt- isráðherra, Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráð- herra og Eiði Guðnasyni, sam- starfsráðherra Norðurlanda. Stenbáck, sem tók við stöðunni af Norðmanninum Fridtjov Clemet, er einn af reyndustu stjórnmála- mönnum Finnlands. Hann sat á þingi fyrir sænska þjóðarflokkinn árin 1970-1985, var menntamála- ráðherra 1979-1982 og utanríkis- ráðherra 1982-1983. Hann var síð- an framkvæmdastjóri fínnska Rauða krossins í nokkur ár og aðal- ritari Alþjóða Rauða krossins í • • Oryggisráðstaf- anir í Angólu HERMENN og lögregla unnu að því að setja upp umferðartálmanir í höfuðborg Angóla, Luanda, í gær, en borgarbúar héldu sig flestir innandyra af ótta við að skærumar á sunnudag breyttust í blóðuga borgarastyijöld. Luanda-flugvöllur, sem lokað var á sunnudag af öryggisástæðum, var opnaður aftur í gær. Allt var þá með kyrrum kjörum í borginni, en mikil spenna ríkjandi. Dubcek þungt haldinn Alexander Dubcek fyrrverandi leiðtogi Tékkóslóvakíu er þungt haldinn í kjölfar þess að hann slasaðist alvarlega í bílslysi í byijun septembermánaðar. Að sögn tékknesa heilbrigðisráðuneytisins hefur ekki orið vart neinnar framfarar hjá Dubcek þrátt fyrir umfangsmiklar læknisaðgerðir. Genf frá 1988 til þessa árs. Stenbáck sagði á blaðamanna- fundi, sem hann hélt í gær, að hann tæki við starfí forstjóra No- rænu ráðherranefndarinnar á mikl- um umrótstímum. Forsætisráð- herrar Norðurlanda hefðu á fundi sínum á Borgundarhólmi í ágúst ákveðið mjög róttækar breytingar á norrænni samvinnu í ljósi breyt- inganna í Evrópu. Væri hann nú á hringferð um Norðurlöndin til að kynna sér stöðu norræns samstarfs í hugum stjómmálamanna í hverju landi. Hann sagði það enn vera mjög opna spurningu hvað yrði um fram- tíð samstarfsins og mikið svigrúm til umræðu um þau mál. Líklega væri það mesta hagsmunamálið fyrir litlu Norðurlöndin, s.s. ísland, að samvinnunni yrði framhaldið. íslendingar hefðu ávallt fengið mjög mikið út úr norrænu samvinn- unni fyrir mjög lítið. „Ég hef orðið var við að margir íslendingar ótt- ast að þeim verði ýtt til hliðar þeg- ar flest hin Norðurlöndin verða komin inn í EB. Það er vissulega mikill vilji til staðar að hafa íslend- inga áfram með í samstarfi Norður- landanna en það sem ég óttast eru hugmyndir um að menn hafi með sér samstarf án þess að stofnana- binda það formlega. Ef slíkar stofn- anir eru ekki til staðar er hætta á að einhver verði stundum skilinn útundan. Þá hefur norrænt sam- starf tekið skref aftur á bak en ekki fram á við,“ sagði Stenbáck. Búkarcst. Reuter, The Daily Telegraph. ION Iliescu vann sigur í síðari umferð forsetakosninganna í Rúmeníu á sunnudag, sam- Hann sagði að nú væri alls stað- ar fyrst og fremst rætt um Evrópu- mál sem væri í sjálfu sér ekkert slæmt. Samningurinn um EES væri dæmi um að mönnum hefði tekist að framkvæma eitthvað á evrópskum vettvangi sem mistekist hefði að gera á norrænum vett- vangi. Hins vegar væri ákveðin hætta fólgin í þeirri hrifningu sem menn sýndu Evrópusamstarfínu - hún mætti ekki verða til að menn gleymdu að halda Norðurlöndunum saman líka, einnig þeim sem ekki gerðust aðilar að EB. Væri fyrst og fremst rætt um ísland og hugs- anlega einnig Noreg í því sam- bandi. „Norræni valkosturinn er enn lifandi valkostur," sagði Stenbáck. Stenbáck bætti við að þegar litið væri til framtíðar væru flestir sam- mála um að skera yrði niður í nor- ræna samstarfskerfínu. Það væri aftur á móti nauðsynlegt að menn reyndu samtímis að greina þau framtíðarmarkmið sem þeir teldu rétt að setja sér. Á hvað ber að leggja áherslu? „Þetta hefur því miður ekki verið gert nema að tak- mörkuðu leyti en án slíkrar grein- ingar er hætta á að niðurskurður- inn missi marks." kvæmt bráðabirgðatölum sem birtar voru í gær. Hiescu fékk 60,5% atkvæða en frambjóðandi stjórnarandstæðinga, Emil Constantinescu, aðeins 39,5% þegar atkvæði höfðu verið talin í 88% iqörstaðanna. Lokaúrslit liggja fyrir í dag. Iliescu er 62 ára að aldri og var einn af forystumönnum rúmenska kommúnistaflokksins í 36 ár, þar til Nicolae Ceausescu einræðis- herra var steypt af stóli í desem- ber 1989. Iliescu var kjörinn for- seti með 85% atkvæða í fyrstu kosningunum eftir fall kommún- istastjómarinnar árið 1990, sex mánuðum eftir að hann hafði náð völdum í byltingunni. Kjörsóknin nú var áætluð um 73%, litlu minni en í þingkosning- unum og fyrri umferð forsetakosn- inganna 27. september. Flokkur Iliescus, Þjóðfrelsisfylkingin, varð þá stærsti flokkurinn á þinginu en náði þó ekki meirihluta. Emile Constantinescu boðaði róttækar umbætur í efnahagsmál- um í kosningabaráttunni en Iliescu vill fara hægar í sakimar. Talið er að ótti Rúmena við atvinnuleysi og verðbólgu hafí verið forsetanum til framdráttar. Einnig segja heim- ildarmenn að stjómarandstæðing- asr hafí látið hjá líða að reka áróð- ur í sveitahéruðunum, þar sem hartnær helmingur fólksins býr. Þar hafí Iliescu því fengið yfír- burðafylgi. Franskir þingmenn, sem fylgd- ust með kosningunum, sögðu að þær hefðu „almennt" verið „lýð- ræðislegar og frjálsar“. Talning atkvæða hefði farið heiðarlega fram en verið illa skipulögð og það hefði hugsanlega getað leitt til kosningasvindls. Tveir bandarískir lífefnafræðingar fá Nóbelsverðlaun í læknisfræði Uppgötvuðu hvernig fosfórleiðing fer fram Stokkhólmi. Reuter. TILKYNNT var í gær að tveir bandarískir llfefnafræðingar hlytu Nóbeisverðlaunin í læknisfræði í ár. Verðlaunahafarnir hafa einkum rannsakað starfsemi lífhvata, eða ensíma, og eru þeir kunnastir fyrir að hafa á sjötta áratugnum skýrt hvernig svokölluð fosfórleiðing fer fram. í henni felst að virkni ensíma er breytt með því að setja á þau fosfathóp eða nema hann brott. Verðlaunahafamir, Edwin Krebs, 74 ára, og Edmond Fisch- er, 72 ára, starfa báðir við Wash- ington-háskóla í Seattle. Morg- unblaðið sneri sér til Baldurs Símonarsonar dósents á lífefna- fræðistofu Háskóla íslands til að fá upplýsingar um rannsóknir þeirra Krebs og Fischers. „Þeir hafa starfað lengi við rannsóknir á ensímum, svonefndum pró- teinkínösum, sem hvetja ábót fosfats á önnur prótein og ens- ím,“ segir Baldur. „Landi þeirra, Earl W. Sutherland, hlaut Nób- elsverðlaun í lífeðlis- og læknis- fræði 1971 fyrir rannsóknir sínar á verkan hormóna. Hormón eins og adrenalín kemst ekki í gegn- um frumuhimnur, en tengist hins vegar viðtaka á ytra borði himn- unnar. Viðtakinn breytir um lög- un og miðlar um leið boði inn í frumuna sjálfa. Sett er af stað keðja flókinna efnabreyt- inga, en eitt fyrsta skrefíð er myndun efnis, hringaðs AMP, sem virkjar próteinkínasa. Próteinkínasi gerir síðan ann- að ensím virkt með því að hvetja ábót fosfats á ensímið. Það ensím getur síðan virkjað enn annað ensím með sama hætti, og þannig er sett af stað stigmögnunarferli, sem að lok- um stuðlar að losun glúkósa úr forðafjölsykrunni glýkóg- eni í vöðvafrumum. Vöðva- frumur nota síðan glúkósa til að fá hreyfíorku, og þannig getur dýr sem verður hrætt og fram- leiðir um leið adrenalín, lagt á flótta." Það kom fram í máli tals- manns Nóbelsnefndarinnar í gær að vonir stæðu til að rannsókn- ir þeirra Krebs og Fischers nýttust við leitina að lyfi gegn krabbameini. Um það efni seg- ir Baldur: „Á undanfömum árum hefur komið í ljós að próteinkínasar koma mjög víða við sögu í frumustarfsemi af margvíslegu tagi. Svonefnd G-prótein gegna lykilhlutverk- um í ferlum sem leiða til þess að virkni próteinkínasa örvast. Einnig virkjar insúlín sérstaka tegund af próteinkínasa, týr- osínkínasa. Margir vaxtarþættir hafa týrosínkínasavirkni, en Stanley Cohen og Rita Levi- Montalcini fengu Nóbelsverðlaun árið 1986 fyrir uppgötvun þeirra. Svokölluð æxlisgen skrá mörg hver prótein sem hafa týrósínkín- asavirkni og ef þessi gen virkj- ast, geta þau valdið æxlisvexti. Efni sem hindra virkni hinna ýmsu próteinkínasa geta hugsan- lega komið að notum sem lyf. Rannsóknir Fischers og Krebs á eðli próteinkínasa varpa þannig ljósi á fjölmargt í eðlilegu starfi frumunnar, en einnig ef eitthvað fer þar úrskeiðis." Rúmenía Iliescu nær endurkjöri ÖRYGGIS OG GÆSLUKERFI FRÁ ELBEX SPARIÐ TÍMA FÉ OG FYRIRHÖFN og skapið öruggari vinnu og rekstur með ELBEX sjónvarpskerfi. Svart hvítt eða í lit, úti og inni kerfi. Engin lausn er of flókin fyrir ELBEX. Kynnið ykkur möguleikana. Einar Farestveit & co M. Borgartúni 28, sími 91-622900 Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 671800 Ford Sierra 1800 CL Sedan ’88, brún- sans, 5 g., ek. 53 þ. Fallegur bíll. V. 570 þús. stgr. Plymouth Laser RS Twin Cam 16v '90, grásans, 5 g., ek. 33 þ. mílur, rafm. í öllu o.fl. Sportbíll í sérflokki. V. 1690 þús., sk. á góðum jeppa (ód). Mazda 323 1.5 GLX Sedan ’88, hvítur, sjálfsk., ek. 47 þ. V. 520 þús. £ Chevrolet Silverado 1500 EFI ’90, rauð- ur, 8 cyl., sjálfsk., ek. 29 þ., rafm. rúður, ABS o.fl. Bíll fyrir vandláta. V. 1900 þús., sk. á ód. MIKIÐ ÚRVAL JEPPA OG FÓLKSBÍLAÁ STAÐNUM. VERB OG KJÖR VIÐ ALLRA HÆFI. Chevrolet Suburban 20 Silverado 6.2 diesel '85, ek. 94 þ., sjálfsk., mikið af aukahl. Gott eintak. V. 1980 þús., sk. á ód. BMW 518i '88, 5 g., ek. 43 þ. Toppein- tak. V. 1290 þús. sk. á ód. Toyota Corolla XL Touring 4x4 '89, g., ek. 53 þ. V. 950 þús., sk. á ód. Subaru 1800 DL Station 4 x 4 ’91, 5 g., ek. 42 þ. V. 1050 þús. Toyota Corolla XL '90, 5 dyra, sjálfsk. ek. 48 þ. V. 780 þús., sk. á ód. Nissan Terrano 2.4i 4x4 ’90, 5 g., ek. 60 þ. V. 1750 þús. Suzuki Vitara JLXi '91, mikið breyttur, ek. 40 þ. V. 1470 þús. Fiat XVe Bertone Spider '80, 5 g., ek. 55 þ., sjaldgæfur sportbíll. Gott eintak. Nýsk. '93. V. 430 þús. Honda Prelude EX '87, sjálfsk., ek. 68 þ., sóllúga, rafm. í öllu. Fallegur bfll. V, 890 þús., sk. á ód. Daihatsu Feroza EL-II ’89, 5 g., ek. 65 þ., mikið af aukahl. Mjög gott ástand. V. 930 þús. Isuzu Tropper LS '88, 5 g., ek. 109 þ km., 7 manna, rafm. í öllu o.fl. V. 1150 þús., skipti. Nissan Micra GL '89, 5 g., ek. 52 þ V. 375 þús. stgr. Nissan King Cap m/húsi '87, 6 cyl sjálfsk., ek. 74 þ. Fallegur bíll. V. 1080 þús. stgr. Nissan 200 SX turbo Interc. '89, rauöur, 5 g., ek. 48 þ., sóllúga, rafm. í öllu o.fl Vinsæll sportbíll. V. 1490 þús., sk. á ód M. Benz 190 '87, rauöur, 5 g., ek. 53 þ. V. 1550 þús. Nissan Micra GL '84, 3 dyra, ek. 55 þ. V. 190 þús. stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.