Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 43

Morgunblaðið - 13.10.1992, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 43 Magnús Snæbjörns son - Minning Fæddur 22. nóvember 1918 Dáinn 4. október 1992 Dyrabjallan hringir — lengi — en áður en nokkur nær að komast til dyra hringir hún aftur. „Maggi frændi er að koma,“ segir Lilja, kon- an mín. Hún hefur á réttu að standa. Maggi gengur léttstígur upp stigann, þrátt fyrir stálkúlu í mjöðm, heilsar, fer úr frakkanum og tekur af sér hattinn. Svo sest hann við eldhús- borðið og segir já takk þegar við bjóðum honum kaffi. „Hvar er ösku- bakkinn, kona?“ spyr hann og brosir skelmislega til mín þegar Lilja hefur upp hefðbundna ræðu sína gegn reykingum. Hann staldrar við um stund, spyr tíðinda en segir þó fleiri, því að Maggi Snæ er ættrækinn maður og fylgist vel með högum síns fólks. Eftir nokkra stund finnst honum umræðuefnin tæmd, hann stendur upp og segir: „Þetta dugir ekki“. Klæðir sig í frakkann, setur upp hattinn og fer. Hangs er honum ekki að skapi. Hann siglir hraðbyri gegn- um lífið og lækkar hvergi seglin. Maggi Snæ var í mínum huga ímynd íslenska sævíkingsins. Hann var sjómaður meginhluta ævinnar, harðduglegur til allra verka, sam- viskusamur og trúr. En hann var líka glettinn og gamansamur, ævinlega til í græskulausa stríðni, ölkær í góðu meðallagi og skemmtinn með víni. Ég ætla að leyfa mér að sækja stutta lýsingu á Magga í ævisögu Jóns Steingrímssonar skipstjóra. Hún segir okkur gjörla hvað skips- félögum hans gegnum tíðina þótti um hann, Jóni farast svo orð: „Magn- ús Snæbjörnsson bátsmaður kom af togurunum, verkmaður mikill og vel liðinn vegna mannkosta.“ Maggi sagði mér eitt sinn fyrir skömmu að það hefði verið sitt lán að kynnast nánast eingöngu ágæt- isfólki um ævina. Ég þakkaði þetta nú frekast þeim eiginleika í skapgerð hans að leita fyrst og fremst eftir því jákvæða í hveijum manni. Hins vegar gat ég engar brigður borið á það sem hann bætti við: „Sérstaklega hef ég nú kynnst góðum konurn," sagði hann. — Þegar ég kynntist Magga fyrir 23 árum átti hann að baki eitt hjónaband sem ég veit lítið um annað en það að í því urðu til góð böm sem urðu síðar að prýðilegu fullorðnu fólki. En þama um 1970 áttu þau heima uppi á Bergþóru- götu, hann og hún Rósa, Finnrós Guðmundsdóttir. Þau bjuggu hvort öðru notalegt heimili; hún var honum kjölfestan í lífssiglingunni og hann var henni nærgætinn og góður. En allnokkru eftir lát hennar 1987 gerðist ævintýrið í lífi Magga Snæ; ævintýri sem annars gerast bara í sögum. Hann fann æskuástina sína á ný. — Þegar hann var ungur mað- ur á vertíð í Grindavík varð hann ástfanginn af glæsilegri stúlku þar í plássinu, Laufeyju Ámadóttur, sem þá var bara 17 ára. En á lokadaginn skildi leiðir, og þær lágu ekki saman á ný fyrr en mörgum áratugum síðar. Eg man vel þegar Maggi sagði okkur þessi tíðindi. Hann var svo ástfanginn að við urðum nánast feimin. Hann minnti á skólastrák sem talar um fyrstu ástina sína, eða lítt lífsreyndan vertíðarpilt að vestan sem hrífst af glæstri mey í Grindavík. Þau áttu saman íjögur ár. Að vísu brá allt of fljótt yfir þau skugga baráttunnar við illvígan sjúkdóm. En ég veit að Laufey er mér sammála um það að betra er að hafa átt og misst en að hafa aldrei átt. Ég ætla ekki að hafa þessi kveðju- orð fleiri. Ég votta ástvinum Magga innilega samúð mína og minna. Það er huggun í harminum og eiga allar þær góðu minningar sem Maggi læt- ur okkur eftir. Guðni Kolbeinsson. í dag verður jarðsunginn frá Bú- staðakirkju móðurbróðir minn og vin- ur minn Magnús Snæbjömsson. Fyr- ir hönd móður minnar, Sólveigar Snæbjörnsdóttur og systkina, ætla ég að minnast þessa góða drengs með nokkrum fátæklegum orðum. Samband okkar við Magga frænda, eins og við kölluðum hann, var fast- ur liður í tilverunni og við mátum mikils hve mikinn tíma hann gaf sér til að rækta frændsemina. Ef Maggi gat ekki heimsótt okkur þá hringdi hann til að fá fregnir af fólkinu og þegar hann kom í heimsókn lífgaði hann upp á daginn þegar hann heils- aði með sinni glaðværu kveðju: „Komið þér sælir, herra minn.“ Nú er kveðjan hljóðnuð en minningin lif- ir. Magnús fæddist á Tannanesi í Táknafirði 22. nóvember 1918, sonur hjónanna Margrétar Guðbjartsdóttur og Snæbjöms Gíslasonar. Systkina- hópurinn var stór, ellefu böm, og komust níu þeirra til fullorðinsára og eru fjögur á lífi, Bergsteinn, tví- burðabróðir Magnúsar, býr á Pat- reksfirði, Sveinbjöm býr í Vest- mannaeyjum, Guðrún og Sólveig eru búsettar í Hafnarfírði. Látin eru Lilja, Gísli, Guðbjartur og Kristín. Magnús ólst upp í foreldrahúsum á Tannanesi og síðan á Lambeyri í Tálknafirði. Hann fór á sjóinn strax eftir fermingu og varð sjómennska og störf tengd sjómennsku hans ævistarf. Magnús stundaði sjó- mennsku á vélbátum frá Patreksfirði og víðar fram undir tvítugt, en þá flytur hann til Reykjavíkur og bjó þar ávallt síðan. Gerðist hann togara- sjómaður og sigldi meðal annars á stríðsárunum til Englands. Eftir stríð réðst hann til Eimskipafélags íslands og sigldi á skipum þess um árabil. Einnig sigldi hann með norskum skipafélögum. Á þessum árum eignaðist hann marga vini og félaga og á góðri stund var unun að hlusta á hann segja frá ævintýrum sínum og félaga sinna og fylgdu þá gjaman vísur með til áréttingar. Þó oft gæfi á bátinn og siglt djarft í lífsins ólgusjó þá náði hann alltaf góðri lendingu. Þegar Magnús hætti sjómennsku hóf hann störf hjá vinafólki sínu sem reka Seglagerðina Ægi í Reykjavík. Þar undir hann hag sínum vel og lauk sinni starfsævi. Fjölskylduhagir Magnúsar vom þannig að hann kvæntist Elínborgu Kristófersdóttur og eignuðust þau þijú böm: Kristin, kvæntan Auði Böðvarsdóttur og eiga þau þrjú böm; Helga, hann fórst af slysförum 17 ára gamall; Maríu Mörtu, gifta Tryggva Tryggvasyni og eiga þau þijú böm. Elínborg og Magnús slitu samvist- ir. Magnús bjó síðan með Finnrósu Guðmundsdóttur. Hún lést 1987. Síðustu árin bjó hann með Laufeyju Ámadóttur frá Grindavík. í þijú ár háði hann hetjulega baráttu við ill- vígan sjúkdóm, studdur af konunni sem hann dáði svo mjög. Að leiðar- lokum þökkum við allt sem Magnús gaf okkur og sendum Laufeyju, böm- um hans og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Grétar Ólafsson. Ég horfi yfir hafið um haust af auðri strönd, í skuggaskýjum grafið það skilur mikil lönd. Sú ströndin stijála’ og auða er stari’ ég héðan af, er ströndin stríðs og nauða, er ströndin hafs og dauða, og hafið dauðans haf. En fyrrir handan hafið þar hillir undir land, í gullnum geislum vafið það girðir skýjaband. Þar gróa i grænum hlíðum með gullslit blómin smá, í skógarbeltum blíðum, í blómsturlöndum fn'ðum, má allskyns aldin sjá. Er þetta hverful hilling og hugarburður manns? Nei, það er fögur fylling á fyrirheitum hans, er sýnir oss í anda guðs eilíft hjálparráð og stríðsmenn guðs þar standa, við stól hins allsvaldanda, þar allt er eilíf náð. (Vald. Briem) Þegar við kveðjum hann afa okkar og hugur reikar til liðinna ára finnst okkur þessar ljóðlínur passa svo vel við þar sem hans starf var mestan hluta ævinnar tengt sjónum. Það er bömum afar mikils virði að njóta þeirra forréttinda að eiga afa sem jafnframt er vinur þeirra. Við nutum samvistanna við afa okk- ar svo sannarlega. Afi var alltaf svo ungur í anda, ljúfur og lífsglaður. Sögurnar sem hann sagði okkur voru eins og hafsjór í huga hans. Alltaf var gaman að koma til afa og tekið vel á móti okkur. Þá mætti okkur alltaf sama góða viðmótið. Þrátt fyrir veikindi hans síðustu mánuðina var viðkvæðið eins og áður, hann sagði alltaf að allt væri í fínu lagi. Og okkur fannst það líka vegna þess að honum var gefin svo mikil lífsgleði. Við bamabömin og bamabama- börnin, sem hann sýndi sömu hlýj- una, munum sakna hans. Elsku Laufey, pabbi og mamma, að endingu viljum við segja við ykk- ur þetta vísubrot sem lýsir honum afa svo vel: Sérhvert vinarorð vermir sem vorsólarljós. Sérhver greiði og góðvild er gæfunnar rós. (Höf. ókunnur okkur) Guð blessi minningu afa okkar. Magnús, Dóra, Böðvar, Tryggvi, Helga og Hildur. Margar minningar koma upp í huga okkar frá æskuárunum er við nú í dag kveðjum Magga frænda. Heimsóknir til ömmu Sólveigar og afa Ólafs. Skemmtilegar stundir. Þar átti Maggi frændi hlut að máli. Hann var mjög oft hjá ömmu og afa og það var hann sem kom með hlátur og skemmtilegar sögur. Maggi frændi var gæddur einstökum frá- sagnarhæfíleikum og glaðværð og voru sögumar sem hann sagði ófáar og komu fólki alltaf í gott skap. Góðmennska og tryggð í garð frænd- fólks var eitt af hans aðalsmerkjum. Hann hélt ávallt mikilli tryggð við heimili okkar og það var alltaf gam- an að sjá vinskapinn sem ríkti milli föður okkar og hans. Maggi varð þeirrar gæfu aðnjótandi að_ kynnast yndislegri konu, Laufeyju Árnadótt- ur. Umhyggja þeirra og hlýja í garð hvors annars var einstök. Elsku Laufey, við systur sendum þér og öðrum aðstandendum sam- úðarkveðjur. Guð geymi góðan frænda og megi minningin um hann lýsa okkur öllum veginn fram á við. Sólveig, Hafdís og Snædís Baldursdætur. Vegna hagstæðra samningagetumvið nú boðið takmarkað Electrolux í s s k á p a r einstaklega hljóölátir - HUSASMIÐJAN Heimasmiðjan og sölustaðir um land allt. magn Macintosh Quadraásérlega hagstæðu verði, frá 281.125, Leitið tilboða i stærri kaup! Apple-umboðið Skipholti 21, Rvk. S: (91)624800

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.