Morgunblaðið - 13.10.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 13.10.1992, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. OKTÓBER 1992 --------:------i-------------------------- Sigríður Sigurðar dóttir - Minning Fædd 23. apríl 1903 I)áin 4. október 1992 Ég hef augu mín til íjallanna: Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Hann mun eigi láta fót þinn skriðna, vörður þinn blundar ekki. • Þegar ég les þennan fyrri hluta sálmsins númer 121 í Sálmunum dettur mér í hug að vörður minn hafí eigi blundað þegar hún móðir mín, sem við kveðjum í dag, kom til mín til Svíþjóðar í nóvember 1968. Ég þurfti á hjálp hennar að halda til þess að hugsa um heimili mitt og ungan son minn vegna veik- inda minna. Sú hjálp var ómetanleg sem hún innti af höndum þessa mánuði sem hún var hjá okkur. Hún hafði alltaf hetja verið. Og þar sem mér fannst ég ekki geta heimsótt hana nógu oft eftir að hún kom á Sólvang og aldrei þakkað henni nógsamlega fyrir mig, get ég verið þakklát fyrir það að fyrst það vildi svo tii að ég var hjá henni þegar hún kvaddi þennan heim, fínnst mér ég hafa fengið að endurgjalda henni lítið brot af því sem hún gerði fyrir mig og bömin mín. Friður sé með henni. Blessuð sé minning hennar. Aldís. Hinn 4. þ.m. andaðist mágkona mín, Sigríður Sigurðardóttir, á elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Hún var fædd í Riftúni í Ölfusi 23. apríl 1903 og var því orðin tæplega níræð. Foreldrar hennar voru hjónin Pálína Guð- mundsdóttir og Sigurður Bjama- son, er,þar bjuggu allan sinn bú- skap og eignuðust fjölda bama. Sigríður ólst þar upp f stómm hópi systkina á smáu býli, þar sem lítil framtíð beið hennar. Fátækar al- þýðustúlkur áttu á þeim áram tak- markaðan kost á skólagöngu. Það varð því fangaráð Sigríðar eins og fleiri ungra kvenna að halda til Reylq'avíkur og læra fatasaum og afla sér þannig nokkurrar verk- menntunar. Nú vildi svo heppilega til, að föðursystir hennar rak saumastofu hér í bænum, og með t Faðir okkar, MAGNÚS ÞÓRÐARSON framkvæmdastjóri, Hávallagötu 42, lóst að morgni 12. október. Guðrún, Andrés og Kjartan Magnúsarbörn. t Ástkæreiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SÓLRÚN ANNA JÓNSDÓTTIR, Breiðagerði 15, lést í Landspítalanum 11. október. Ólafur H. Guðbjartsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Systir mín, HALLDÓRA HALLDÓRSDÓTTIR, frá Skálavík, lést 9. október á elliheimilinu Grund. Fyrir hönd ættingja. Björn Halldórsson. t Eiginkona mfn, móðir okkar, tengdamóðir og amma, STEFANtA ERLINGSDÓTTIR EYJÓLFSSON, lést 2. október 1992 í Vancouver, Kanada. Guðmundur Eyjólfsson, Soffia Gisladóttir Moore, Haukur Gislason, Hanna Samúelsdóttir og barnabörn. því að hjálpa henni við heimilisstörf- in létti nokkuð kostnað á náms- brautinni, þótt ekki yrði hún ýkja löng, og við tækjum vistir á heimil- um hér í bænum. Vinnukonustaðan þótt raunar enginn virðingarsess en á myndarheimilum sáu ungar stúlkur margt fyrir sér, sem kom þeim síðar að góðu haldi þegar þær gerðust sjálfar húsmæður. Á heimli frænkunnar, sem hafði matsölu sér til búdrýginda, kom haustið 1926 ungur kennaraskóla- nemi, Ragnar Þorsteinsson frá Eskifirði. Dró brátt saman með þeim Sigríði, og þegar hann hafði lokið námi gengu þau í hjónaband árið 1928 og fluttust til Eskifjarð- ar. Ragnar hóf þar kennslu við unglingaskóla, jafnframt því sem hann fékkst við einkakennslu. Árið 1929 fluttust þau hjón til Reyðar- fjarðar þar sem Ragnar kenndi næstu tvö árin. En 1931 var hann skipaður kennari við bama- og unglingaskóla Eskifjarðar, og áttu þau þar heima til 1967, er Ragnar lét af störfum og flutti til Reykja- víkur. Keyptu þau lítið hús við Sogaveg, þar sem þau nutu efri áranna í skjóli bama sinna, sem öll vora komin þangað á undan þeim. Þeim hjónum varð fímm bama auðið. Eitt þeirra, Pál Inga, misstu þau rúmlega eins árs gamlan. Önn- ur böm þeirra era: Baldur Sigþór menntaskólakennari, kvæntur Þór- eyju Kolbeins yfírkennara; Gyða Rannveig, leiklistarfulltrúi hjá Rík- isútvarpinu, gift Áma Steinssyni deildarstjóra hjá Eimskipafélagi ís- lands; Aldís, húsmóðir í Reykjavík; Nanna, hárgreiðslukona í Reykja- vík, gift Ragnari Aðalsteini Sig- urðssyni bakarameistara. Barna- bömin era 10 talsins og barna- bamabömin 6. Sigríður naut góðrar heilsu þar til fyrir fímm áram að hún þurfti að gangast undir fjórar skurðáð- gerðir á einu ári. Þær reyndust þreki hennar ofraun. Aldurinn var orðinn hár, hún var tæplega hálfní- ræð, og þrekið lét undan. Heilsunni hrakaði ört og síðustu tvö árin dvaldist hún í Hjúkranarheimilinu Sólvangi. Þar naut hún góðrar umönnunar starfsfólksins, meðan henni hvarf heimurinn og þoka óminnisins seig yfír, og þar lést hún södd lífdaga sunnudaginn 4. októ- ber. Æviferill Sigríðar markaðist ekki af neinum stórræðum. Hún var ein í hópi þeirra fjölmörgu kvenna sem vinna ævistarf sitt hljóðlátlega inn- an veggja heimilisins, hlúa að manni sínum og börnum og verja óskertu viti og orku þeim til velfam- aðar, en hverfa sjálfar inn í skugg- ann að baki. í gengi þeirra eða gengileysi birtist veralegur hluti af árangri ævistarfsins. Kynni mín af Sigríði vora aldrei mjög náin, en þannig kom hún mér fyrir sjónir þegar fundum okkar bar saman. Öldraðum eiginmanni hennar og bömum sendum við Sigrún innileg- ustu samúðarkveðjur. Haraldur Sigurðsson. Sumarið líður. Ævin eitt sinn dvín, þá enginn getur minnsta fingri bifað. Um eilífð varir æskugleði mín og ást. Eg fagna því að hafa lifað. (Þóroddur Guðmundsson) Hún amma er dáin. Alla tíð var hún sterk og þrautseig. Síðustu ár ævi hennar reyndu þó meira á þol hennar en nokkra sinni fyrr. Eftir langa og atorkusama ævi fór heilsu hennar að hraka. Hver sjúkdómur- inn rak annan og eftir langa legu t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengda faðir og afi, GUÐMUNDUR ÞÓR JÓNSSON, Melteig 20, Keflavík, lést á heimili sfnu að kvöldi 10. október. Elfn Ingólfsdóttir, Signý Guðmundsdóttir, Hólmar T ryggvason, Stefán Hólm Guðmundsson, Guðmunda R. Birgisdóttir, Ragnhildur L. Guömundsdóttir, Rögnvaldur H. Helgason, Guðný Guðmundsdóttir, Róbert Ingimundarson, Þóra O. Guðmundsdóttir, Ægir Ólafsson og barnabörn. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGIMUNDARSON fyrrverandi kaupmaður, Lynghaga 10, andaðist föstudaginn 9. október á öldr- unardeild Landspítalans. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni föstu- daginn 16. október kl. 15.00. Katrín R. Magnúsdóttir, Grétar Ó. Guðmundsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Inga H. Guðmundsdóttir, Magnús Guðmundsson, Jón M. Björgvinsson, Signý Guðmundsdóttir, Hannes Björgvinsson og barnabörn. GRÁSTEINN B L Á G R Ý T I , L I P A B I T GABBRÓ.MARMARI SS S.HELGASON HF STEINSMKUA SKEMMUVEGI 48 KÓPAVOGI SÍMI: 91 76677 hlaut hún loks hvíld hinn 4. október sl. á Sólvangi í Hafnarfirði. Þá var hún 89 ára gömul. Sigríður Sigurðardóttir fæddist 23. apríl 1903. Hún var dóttir hjón- anna Sigurðar Bjamasonar bónda í Riftúni í Ölfushreppi og Pálínu Guðmundsdóttur konu hans. Sem ung stúlka fór amma til Reykjavík- ur að læra fatasaum. Þar kynntist hún Ragnari Þorsteinssyni, afa okk- ar, sem þá stundaði nám í Kennara- skóla íslands. Frá Reykjavík lá leið afa og ömmu til Eskifjarðar. Þar var afí kennari í bama- og ungl- ingaskólanum en amma rak heimili þeirra af miklum skörangsskap. Þau eignuðust fímm böm og kom- ust fjögur þeirra til fullorðinsára, Baldur Sigþór, faðir okkar, Gyða Rannveig, Áldís Þuríður og Nanna. Við systkinin kynntumst ömmu eftir að þau fluttu frá Eskifírði til Reykjavíkur 1967. Við nutum þess að afi og amma fluttu í nágrenni okkar því að til þeirra var alltaf gaman að koma. Lestrarhestamir gátu rótast um á háaloftinu og fundið gamlar og spennandi bækur og ærslabelgirnir hömuðust í fót- bolta úi í garði eða hjóluðu á hlað- inu. Alltaf hafði amma upp á nóg að bjóða fyrir uppátektarsöm bamaböm. Hvar annars staðar var hægt að öðlast þá ógleymanlegu reynslu að gista í eldgömlu tjaldi með engum botni? Gott var þó að taka hlé á ærslunum með því að hola sér niður í litla eldhúsinu og þiggja veitingar sem enginn annar kunni að framreiða. Það er sér- kennilegt til þess að hugsa að aldrei framar eigum við eftir að bragða brúntertuna og vanilluhringina hennar ömmu — svo að ekki sé minnst á loftkökumar eða kleinum- ar sem kleinumar hennar mömmu okkar komust ekki í hálfkvisti við! Elsku afí. Hún amma lifði lífínu hnarreist, var mikiil skörangur og leit tilverana glettnum augum. Slíka ömmu eram við þakklát fyrir að hafa átt. Bömin okkar og lang- afabömin þín höfðu stutt kynni af ömmu en þau kynni vora sterk. Minningin um hana lifir í hugum okkar allra. Við vottum þér innilega samúð okkar. Ragnar, Heiður, Lára og Halldór. ERFIDRYKKJUR Perlan á Öskjuhlíð p e r l a n sími 620200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.