Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
ERLENT
INNLENT
víkuna1/11-7/11
Framtíð
Járnblendi-
verksmiðj-
unnar óviss
Ríkisstjómin ákvað að veita ís-
lenska jámblendifélaginu á
Grundartanga 50 milljóna króna
fyrirgreiðslu sem annaðhvort
verður fólgin í láni eða ábyrgð á
bankaláni. Fjármálaráðherra
sagði, að það fé dygði til að halda
rekstri verksmiðjunnar gangandi
í um það bil mánuð, eða þar til
ljóst yrði hvort meðeigendur ríkis-
ins í verksmiðjunni vilja taka þátt
í aðgerðum til að bjarga fyrirtæk-
inu með aukningu hlutafjár. Tals-
menn norska fyrirtækisins Elkem,
sem er hluthafi í verksmiðjunni,
segjast þurfa frekari upplýsingar
íslenskra stjómvalda um stöðu
Jámblendiverksmiðjunnar til að
ákveða hvort þeir auki hlutafé sitt.
Forráðamenn verksmiðjunnar
telja hana þurfa 560 milljónir
króna til að komast út úr kreppu
en iðnaðarráðherra segir að kann-
að verði hvort lægri upphæð dugi.
Starfsmönnum Sambandsins
sagt upp
Samband íslenskra samvinnufé-
laga hefur sagt upp átta starfs-
mönnum af 15 og fjórum yfir-
mönnm þess verður sagt upp um
næstu áramót. Þar með sér fyrir
endann á atvinnurekstri Sam-
bandsins.
Loðnukvóti aukinn
Hafrannsóknastofnun hefur lagt
til að loðnukvótinn verði aukinn
um 320.000 lestir, úr 500.000 lest-
ERLENT
Clinton kjör-
inn forseti
Bill Clinton,
frambjóðandi
Demókrata-
flokksins, vann
ömggan sigur í
forsetakosning-
unum, sem fram
fóru í Banda-
ríkjunum síðast-
liðinn þriðjudag,
og tekur við embætti af George
Bush í janúar. Hlaut hann 43%
atkvæða, Bush 38% og óháði
frambjóðandinn Ross Perot 19%.
Sigraði Clinton í 33 ríkjum og
fékk 370 kjörmenn af 538 eða
100 kjörmenn fleiri en hann þurfti
til að ná kjöri. Sigri Clintons hef-
ur verið fagnað víða, utan Banda-
ríkjanna sem innan, og augljóst,
að flestir telja fuila þörf á þeim
breytingum, sem Clinton og vænt-
anlegur varaforseti hans, A1 Gore,
boðaði í kosningabaráttunni. Ge-
orge Bush, fráfarandi forseti,
þótti taka ósigrinum vel og hann
og Ross Perot einnig skoraði á
þjóðina að fylkja sér um forsetann
væntanlega. Fyrstu og mikilvæg-
ustu verkefni Clintons í embætti
verða efnahagsmálin en um þau
snerust kosningamar fyrst og
fremst. Er hann þegar farinn að
leggja á ráðin um endurreisnina
og jafnvel Dan Quayle, fráfarandi
varaforseti, segir, að sýni Clinton
jafn mikinn dugnað í því efni og
í kosningabaráttunni sé líklegt,
að hpnum takist vei.
Viðskiptastríð yfirvofandi
BANDARÍSK stjórnvöld tilkynntu
á fimmtudag, að settur yrði 200%
refsitollur á ýmsa landbúnaðar-
vöru frá Evrópubandalaginu, EB,
frá og með 5. desember næstkom-
andi. Var gripið til þessa eftir að
viðræðumar um nýjan GATT-
samning fóru út um þúfur en sagt
er, að mjög lítið hafí borið á milli
undir lokin. Viðræðumar sprungu
samt á deilum um miklar niður-
um í 820.000 lestir. í hlut ís-
lenskra skipa koma 78% af heild-
araflakvóta eða tæp 640.000 tonn.
Á síðustu vertíð veiddu þau alls
um 670.000 tonn. Hafrannsókna-
stofnun fer í annan loðnuleiðangur
strax eftir áramót og þá verður
kvótinn aukinn enn frekar ef til-
efni gefst til.
Tillaga um þjóðaratkvæði
felld
Tillaga stjómarandstöðunnar um
þjóðaratkvæðagreiðslu um samn-
inginn um Evrópskt efnahags-
svæði var felld á Alþingi í vikunni
með 31 atkvæði gegn 28. Allir
viðstaddir þingmenn stjómarand-
stöðunnar greiddu atkvæði með
tillögunni og það gerðu einnig
Eyjólfur Konráð Jóhsson og Ingi
Bjöm Albertsson, þingmenn Sjálf-
stæðisflokksins. Eggert Haukdal,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins
sat hjá. Aðrir þingmenn stjómar-
flokkanna greiddu atkvæði gegn
tillögunni.
Loðdýrastofninn skorinn
Verði óvissu um aðgerðir stjóm-
valda til bjargar loðdýraræktinni
ekki eytt, er fyrirsjáanlegt að
stærstur hluti bústofnsins verði
skorinn niður í haust. Þá munu
þeir bændur sem bregða við það
búi bætast við þann fjölda fólks
sem gengur atvinnulaust. Þetta
var niðurstaða umfjöllunar
stjómar Stéttarsambands bænda
um íjárhagsvanda loðdýrarækt-
arinnar í vikunni.
Tvö tilboð í stálfélagið
Tvö innlend tilboð bámst í verk-
smiðju íslenska stálfélagsins í -vik-
unni. Er annað frá Furu hf. í
Garðabæ en ekki fékkst upplýst
um hver hinn aðilinn er. Hvomgt
fyrirtækið býður fram .fjármagn í
fyrirtækið, heldur bjóðast þau til
að yfirtaka veðskuldir og koma
fyrirtækinu í rekstur.
greiðslur EB á fræolíu en hún er
í beinni samkeppni við bandaríska
sojabaunaframleiðslu. Er afstöðu
Frakka og fulltrúa þeirra hjá EB,
Jacques Delors, forseta fram-
kvæmdastjómarinnar, aðallega
kennt um hvemig komið er.
Franskir bæhdur eða hluti þeirra
óttast afleiðingar GATT-samn-
ingsins fyrir afkomu * sína og
vegna þess, að þingkosningar
verða í mars nk. þorir stjómin
ekki að ganga gegn þeim. Málið
snýst því nú um hagsmuni
franskra smábænda í komrækt
eða aukin viðskipti og hagvöxt
um allan heim.
Major vann í
Maastricht-deilu
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, vann mikilvægan sigur
í breska þinginu á miðvikudag
þegar ályktunartillaga hans um
stuðning við Maastricht-samning
Evrópubandalagsríkjanna var
samþykkt. Munaði þó aðeins
þremur atkvæðum, 319 gegn 316,
en lengi leit út fyrir, að Maastric-
ht-andstæðingar í hans eigin
flokki yrðu til að fella tillöguna.
Þótt Verkamannaflokkurinn sé
hlynntur Maastricht ákvað hann
að greiða atkvæði gegn tillögunni
þar sem þingménn hans iitu svo
á, að um væri að ræða áiyktun
um traust eða vantraust á ríkis-
stjómina. Þingmenn Fijálslynda
demókrataflokksins studdu tillög-
una hins vegar og komu þannig
Major til hjálpar. Major hefur lýst
yfir, að Maastricht-samningurinn
verði ekki borinn upp til formlegr-
ar staðfestingar á þingi fyrr en
að lokinni nýrri þjóðaratkvæða-
greiðslu í Danmörku um samning-
inn og hafa Danir fagnað því.
Fischer sigraði í einvíginu
BOBBY Fischer, fyrrum heims-
meistari í skák, hlaut tíunda vi'nn-
inginn sinn í einvíginu við Borís
Spasskí í Belgrad í Júgóslavíu á
fimmtudag og bar þar með sigur
úr býtum í einvíginu. Hiaut hann
lárviðarsveig að launum og dálitla
peningaupphæð, 195 milljónir ísl.
kr., og Spasskí, sem tók ósigrinum
með karlmennsku, fékk nærri 100
miiljónir í sinn hlut.
Kornakur á Champs Élyséés og Sigurboginn í baksýn. Franskir bændur hafa mótmælt minni ríkis-
styrkjum með ýmsum hætti en nýr GATT-samningur mun kom sér iila fyrir smábændur í kornrækt-
inni.
Övissa ríkjandi um framhald GATT-samninganna
Viðskiptastríð í stað
gífurlegs ávinnings?
STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum tilkynntu síðastliðinn fimmtu-
dag, að frá og með 5. desember yrði settur 200% refsitollur á
ýmsa landbúnaðarvöru frá Evrópubandalagsrikjunum. Var þessi
ákvörðun tekin eftir að viðræður Bandaríkjamanna og Evrópu-
bandalagsins, EB, um nýjan GATT-samning fóru út um þúfur í
síðustu viku og eins og nú horfir stefnir í viðskiptastrið, sem
haft getur alvarleg áhrif um allan heim. Raunar vilja fáir trúa,
að svo hörmulega takist til því að talið er, að GATT-samningur-
inn, eins og hann liggur að mestu fyrir, muni auka heimsviðskipt-
in um ailt að 200 milþ'arða dollara á ári og binda liklega enda
á samdráttarskeiðið í efnahagslifinu. Þrátt fyrir þennan gífur-
lega ávinning strandaði samningurinn á ágreiningi um niður-
greiðslur EB á fræolíu.
GATT eða Almenna samkomu-
lagið um tolla og viðskipti (Gener-
al Agreement on Tariffs and
Trade) er frá árinu 1947 og mark-
miðið hefur frá upphafi verið að
stuðla að auknu viðskiptafrelsi og
viðskiptum landa í millum. Voru
aðildarþjóðirnar 23 í fyrstu en eru
nú 108 að tölu. í áranna rás hafa
óhjákvæmilega orðið ýmsar breyt-
ingar á samkomulaginu rás og
fyrir sex árum hófust viðræður,
Urúgvæ-lotan svokallaða, um nýj-
an GATT-samning. Hafði verið
stefnt að því að ljúka þeim fyrir
tveimur árum en ágreiningur um
landbúnaðarmál, einkum ósveigj-
anleg stefna
Frakka í þeim
efnum, virðist
nú ætla að
steypa þjóðun-
um út í við-
skiptastríð með
ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum
fyrir efnahagslífíð í heiminum.
íhaldsömustu útreikningar gera
ráð fyrir, að heimsviðskiptin muni
aukast til frambúðar um 100 millj-
arða dollara í kjölfar nýs GATT-
samnings en aðrir reikna með allt
að 200 milljörðum. Það er þó sama
við hvora töluna er miðað, nýr
samningur yki hagvöxt um allan
heim og sérstaklega í fátækustu
ríkjunum.
Hagsmunir fransks
landbúnaðar
Ágreiningurinn um landbúnað-
armálin hefur aðallega staðið milli
Evrópubandalagsins og Bandaríkj-
anna, sem krefjast þess, að EB
dragi verulega úr miklum niður-
greiðslum og útflutningsuppbót-
um. George Bush Bandaríkjafor-
seti batt lengi vonir við, að nýr
samningur yrði til að hjálpa upp á
í kosningabaráttunni og kannski
er það skýringin á miklum samn-
ingsvilja bandarísku fulltrúanna
undanfarið en hitt er svo aftur
annað mál, að Bandaríkjamenn
munu hagnast mest á nýju GATT-
samkomulagi. Það er því þeirra
hagur að komast að einhverri
málamiðlun. Evrópubandalagið
hefur hins vegar dregið fæturna í
þessu máli vegna Frakka. Fransk-
ir bændur eru æfareiðir vegna
þeirra umbóta, sem gerðar voru á
sameiginlegri landbúnaðarstefnu
EB-ríkjanna í maí sl., og þeir halda
því fram, að með nýjum GATT-
samningi yrðu kjör þeirra skert
enn meira.
Það er ekkert nýtt, að einstakar
stéttir eða sérhagsmunahópar taki
þrönga stundarhagsmuni fram yfir
almannaheill en það alvarlega er,
að franska stjórnin og raunar
stjórnarandstaðan líka virðast
sammála bændunum jafnvel þótt
franskt efnahagslíf muni hagnast
verulega á nýj-
um GATT-
samningi.
Bændur og þeir,
sem landbúnaði
tengjast, eru
hins vegar
öflugur þrýsti-
hópur í Frakk-
landi og það eru þingkosningar í
mars næstkomandi.
Féð sótt til neytenda
Landbúnaðarmálin hafa tafið
GATT-viðræðurnar frá upphafi og
kemur það ekki á óvart. Áratugum
saman hafa ríkisstjórnir viða um
heim haft lögmálið um framboð
og eftirspurn að háði og spotti
með niðurgreiðslum, vemdartoll-
um, kvótum ‘og alls konar einokun-
arstarfsemi í landbúnaði. Það er
ekki til sú atvinnugrein í heimin-
um, sem hefur verið losuð jafn
rækilega undan áhrifum markaðs-
aflanna.
Áætlað hefur verið, að neytend-
ur í iðnríkjunum verði að greiða á
ári hverju 300 milljarða dollara,
um 17.400 milljarða ÍSK., í skött-
um og óeðlilega háu verði til bænda
og þótt tekið sé tillit til þess hluta
af þessari upphæð, sem er beinar
tekjur bænda, þá standa samt eft-
ir 100 milljarðar dollara eða um
5.800 milljarðar ÍSK.
Deilur Bandaríkjastjómar og
EB hafa aðallega snúist um korn-
ræktina og þær umbótatillögur,
sem Arthur Dunkel, framkvæmda-
stjóri GATT, setti fram á síðasta
ári. Hann lagði til, að EB lækkaði
framleiðslustyrkina um 20% og
útflutningsbætur um 36% og flytti
auk þess út 24% minna magn af
niðurgreiddri kornvöru. Banda-
ríkjamenn féllust á þessar tillögur
en EB svaraði með því að leggja
til breytingar á sameiginlegri land-
búnaðarstefnu bandalagsins. Fól-
ust þær í því að breyta framleiðslu-
styrkjunum í beinar greiðslur til
bænda.
Bandaríkjamenn brugðust við
þessu með því að benda á, að þetta
væri bara orðaleikur, sem hefði
kannski einhver áhrif í þá átt að
draga úr framleiðslu en ekki sem
neinu næmi. Um þetta stóð í stappi
lengi en í síðasta mánuði var kom-
ist að samkomulagi um, að þessa
deilu mætti leysa. Koma þar til
greina nokkrar leiðir.
Niðurgreidd samkeppni
Annað mál og erfíðara viður-
eignar er deilan um olíufræjafram-
leiðsluna í EB-ríkjunum en úr fræj-
unum er meðal annars unnin
matarolía, smjörlíki og dýrafóður.
Er hún í beinni samkeppni við soja-
baunaframleiðsluna í Bandaríkjun-
um en að sjálfsögðu eingöngu
vegna mikilla niðurgreiðslna. Með
Úrúgvæ-lotunni voru komræktin
og ýmis önnur landbúnaðarfram-
leiðsla í fyrsta sinn færð undir lög-
sögu GATT en nokkuð er. um liðið
síðan hún var látin ná til olíufræj-
anna. Hefur Bandaríkjastjórn í
tvígang kært EB-ríkin fyrir að
bijóta GATT-samkomuIagið með
óhóflegum niðurgreiðslum á olíu-
fræin og í bæði skiptin var dæmt
gegn EB.
Bandaríkjamenn krefjast þess,
að EB minnki olíufræjaframleiðsl-
una um helming á sex árum en
EB vill ekki fallast á svo mikinn
niðurskurð. Það er hér sem hnífur-
inn stendur í kúnni og eins og stað-
an er nú skellur á viðskiptastríð
milli Bandaríkjanna og EB 5. des-
ember nk. verði ekki búið leysa
deiluna fyrir þann tíma.
Talsmenn EB segjast nú binda
vonir sínar við, að Bill Clinton,
verðandi Bandaríkjaforseti, geti
höggvið á hnútinn en mestu skipt-
ir þó, að vitinu verði komið fyrir
Frakka. Margir telja, að andstaðan
við nýjum GATT-samningi sé
miklu minni í Frakklandi en þar-
lendir stjómmálamenn hafa talið
sér trú um og sumir bændur von-
ast raunar eftir samningnum. Vín-
og ostaframleiðendur sjá fyrir sér
nýja markaði og svo er einnig um
nautakjöts- og kjúklingaframleið-
endur. Nýr GATT-samningur yrði
hins vegar „dauðadómur" yfír
skuldum vöfnum smábændum í
kronræktinni.
BflKSVIÐ
eftirSvein Sigurdsson