Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 10
■mm
* i
10
«Ö1
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
SPUDA
eftir Urði Gunnarsdóttur. Teikning: Halldór Baldursson
EKKERT kerfi er svo fullkomið að á því sé ekki að finna
neinar brotalamir. Kerfiskafarar hafa yfirleitt einhver ráð
með að finna leiðir til að leika á kerfið og oft renna svikin
í gegn án þess að nokkur taki eftir þeim. Kerfissvik við-
gangast nánast alls staðar og það eru ekki bara glæpamenn-
imir sem þau stunda, almenningur lætur ekki sitt eftir
liggja. í kjölfar þeirrar umræðu sem skapast hefur vegna
aðgerða heilbrigðisráðherra gegn foreldrum sem skráð
hafa sig einstæða til að verða sér úti um aukatekjur og
rétt til dagvistunar, má velta fyrir sér fleiri dæmum um
það þegar spilað er á kerfið.
Þeir sem stunda kerfissvik eru
langoftast að stela frá sjálf-
um sér, þar sem þeir svíkja
fé út úr sameiginlegum sjóðum
landsmanna. Sumir telja sig í fullum
rétti til þess, þar sem „kerfið“ hafi
brugðist þeim, aðrir gera það af
illri nauðsyn, enn aðrir eru í leit
að skjótfengnum gróða. Og hversu
einkennilega sem það kann að
hljóma, leggja sumir það á sig að
ljúga fyrir fáeinar krónur. Krónur,
sem skipta varla nokkurn mann
sköpum.
Þá má einnig velta því fyrir sér
hvort svik skipti máli? Ekki er nokk-
ur leið að gera sér grein fyrir því
hversu miklir fjármunir eru sviknir
út árlega en ljóst er að þeir eru
gríðarlegir ef allt er talið saman.
Slíkt hlýtur að leiða af sér að gjöld
í sameiginlega sjóði eru hærri en
ella eða að kerfíð hefur úr minnu
að spila. Og því kemur það öllum
við ef spilað er á kerfíð.
Röng skráning hjúskaparstöðu
Heilbrigðisráðherra hefur nú
skorið upp herör gegn þeim sem
skráð hafa sig einstæða foreldra
en eru í sambúð. Verður þeim sem
þetta hafa stundað gefinn frestur
til áramóta til að leiðrétta skrán-
ingu, að öðrum kosti verður þeim
gert að endurgreiða það sem of-
greitt var og auk þess tvöfalda þá
upphæð í sekt. Það er ljóst að þessi
aðgerð hefur mælst vel fyrir hjá
stórum hópi fólks, sem telur órétt-
mætt að aðrir séu að hafa fé úr
sameiginlegum sjóðum landsmanna
og hafi auk þess forgang, t.d. um
dagheimilispláss, ef þeir segja ekki
rétt til um hjúskaparstöðu sína.
Enda voru ábendingar fyrmefnda
hópsins kveikjan að aðgerðum ráð-
herra.
Enn er of skammur tími liðinn
frá tilkynningu heilbrigðisráðherra,
til að hægt sé að segja nokkuð til
um árangurinn. Dögg Pálsdóttir,
skrifstofustjóri í heilbrigðisráðu-
neytinu er formaður nefndar, sem
vann nefndarálit það sem heilbrigð-
isráðherra byggði tillögur sínar á.
Hún segir nefndina þegar hafa
fengið vísbendingar um að umræð-
an hafi ýtt við mörgum, bæði þeim
sem skráð hafa sig ranglega og
öðrum sem mótfallnir eru slíkum
aðferðum. „Við vinnum nú að full-
um krafti við að fylgja skýrslunni
eftir, m.a. munu skattayfirvöld,
Hagstofan og Tryggingastofnun
ræða hvérnig eftirlit verður hert.
En það er enn allt of snemmt að
segja til um árangurinn.“
„Sú umræða sem fór af stað í
sumar og haust, hefur stóríjölgað
tilkynningum um foreldra í sam-
búð,“ segir Ágúst Þór Sigurðsson,
lögfræðingur hjá Tryggingastofn-
un. Hann hefur þó ekki tölur hand-
bærar enda eru tilkynningarnar enn
að berast inn. „Það er ómögulegt
að segja til um umfang rangrar
skráningar eða hversu mikla fjár-
muni er um að ræða. Ég tel þó ljóst
að þeir sem slíkt stunda séu fjöl-
margir. Ef tekið er sem dæmi að
einn af hverjum átta- fái ranglega
mæðra- eða feðralaun, sem ég tel
ekki ofreiknað án þess að ég gefi
fullyrt nokkuð, nemur nú upphæð
um 100 milljónum en mæðra- og
feðralaun á síðasta ári námu tæpum
770 milljónum," segir Ágfúst.
Leikið á námslánakerfið
Meðal námsmanna leynist mis-
jafn sauður í mörgu fé, rétt eins
og annars staðar. Fyrir kerfisbreyt-
ingu á síðasta ári var talið nokkuð
um það að námsmenn létu skrá sig
sem leigjendur þótt þeir byggju í
heimahúsum, „skildu“ við maka
sína til að tekjur þeirra síðarnefndu
lækkuðu ekki lánið, að sumir náms-
menn áætluðu of lágar tekjur á sig
og að nokkrir þeirra skiluðu ekki
inn neinum gögnum um náms-
árangur, þrátt fyrir að þeir hefðu
fengið námslán. Með kerfisbreyt-
ingunni er talið að töluvert hafí
dregið úr slíku, þó erfítt sé að full-
yrða nokkuð.
Nú verða námsmenn á leigu-
markaðnum að skila inn vottorði
frá skattinum um að þeir séu leigj-
endur. Námslán eru greidd út eftir
á, þegar sýnt hefur verið fram á
námsárangur. Þeir sem áætla of
miklar tekjur á sig fá bónus; 5%
þess sem var ofáætlað en þeir sem
vanáætla tekjur, eru sektaðir um
5% þeirrar upphæðar sem munaði
á tekjuáætlun og tekjum.
Meðal þess sem bendir til þess
að einhverjir hafi skráð sig ranglega
hjá LÍN má nefna að á skólaárinu
1990/1991 voru um 20% einstat-
linga í námi skráð í foreldrahúsum
en eftir að reglur voru hertar og
lánshlutfall þeirra hækkað um 20%,
fjölgaði þeim í 34% á næsta skóla-
ári. Þá hafa undanfarin tvö ár um
60 milljónir farið í ofgreidd lán, sem
erfitt hefur reynst að innheimta. Á
Bamabætumar, mæðra- og
feðralaunin, dagvistunarrýmin,
námslánin, félagslega
aðstoðin, skatturinn og
tryggingakerfið em meðal þess sem
kerfiskafaramir svindla á
þessu hefur nú verið ráðin bragar-
bót. Að síðustu má nefna að hjá
lánasjóðinum er talið að alls hafi
nokkur hundruð manns fengið lán
án þess að skila inn neinum gögnum
um námsárangur.
Sviknar út atvinnuleysisbætur
Þeim sem vilja Ieika á kerfið er
ekkert heilagt og í öllum þeim fjölda
sem nú eru atvinnulausir, er að
finna einn og einn svartan sauð.
Á Ráðningarskrifstofu Reykja-
víkurborgar koma þeir sem atvinnu-
lausir eru til skráningar. Gunnar
Helgason, forstöðumaður, segir
skrifstofuna beita sér fyrir því að
ráða fólk í vinnu. Þeir sem ekki fá
vinnu, skrá sig til atvinnuleysisbóta
og í því felst að þeir verða að fá
upplýsingar frá atvinnuveitenda um
hvað þeir hafa unnið marga klukku-
tíma í dagvinnu sl. 12 mánuði, því
lágmarksbætur miðast við 425
vinnustundir en hámarksbætur við
1.700. Einnig er skylt að vera full-
gildur meðlimur í stéttarfélagi auk
annarra ákvæða varðandi aldur o.fl.
„Langstærstur hluti fólks er niður-
brotinn vegna þess að það hefur
misst vinnuna. I erfiðu árferði reyn-
ir fólk að bjarga sér á allan mögu-
lega hátt og ef til vill er ein leiðin
sú að ná sér í atvinnuleysisbætur
án þess að eiga á því rétt. Megin-
þorri fólks fagnar því að fá vinnu
en alltaf eru einhveijir sem geta
hugsað sér að vera á atvinnuleysis-
bótum. t.d. vegna aldurs, heilsu-
fars, heimilsástæðna ofl,“ segir
Gunnar.
114 úthlutunamefndir félaga og
félagasambanda úrskurða um um-
sóknir um atvinnuleysisbætur. Pét-
ur Sigurðsson, formaður stjórnar
„FÓLK REYNIR ævinlega að fá sem mest út úr
tryggingafélögunum, það hefur enga samúð með
þeim, finnst félögin jafnvel eiga það skilið að punga
sem mestu út. Ég er ekki frá því að afstaðan til
„kerfisins" sé ögn mildari.“ Svo fórust lögfræðingi
einum orð og víst er að tryggingafélögin taka
undir með honum. „Hugsunarhátturinn er sá að
try&gri^gafélögin hafi alveg efni á að borga, sama
hugsun og er gagnvart ríkinu," segir Ingvar Svein-
björnsson, lögfræðingur hjá Vátryggingafélagi ís-
lands. I sama streng tekur Arinbjörn Sigurgeirsson
son rannsóknarfulltrúi hjá Sjóvá-Almennum.
Ingvar segir þess fá dæmi að tryggingasvik sannist,
enda sé það í langflestum tilfellum erfítt. Yfirleitt
sé tjónþolinn einn til frásagnar og telji tryggingafélag-
ið að um svik sé að ræða, standi orð gegn orði. „Svik
þekkjast í öllum greinum trygginga en algengust eru
þau í farangurs- og bílatryggingum. Fyrir skömmu
féll t.d. dómur í máli tveggja manna sem höfðu falsað
tjónaskýrslur og hlutu þeir fangelsisdóm. Mál af svipuð-
um toga var nýlega kært til rannsóknarlögreglu.“
Þess eru dæmi að fólk hafi kveikt í að ásettu ráði;
í húsum, bátum og bílum. Einnig að fólk tryggi sig á
fleiri en einum stað en það er löglegt, ef ekki er hægt
er að meta það sem tryggt er til ijár, t.d. líf- eða slysa-
tryggingar. Skemmist eða eyðileggist hlutir sem metn-
ir verða til fjár, á fólk ekki rétt á hærri bótum en sem
nemur andvirðinu.
TRYGGINGASVIK
Arinbjöm segir að nú orðið sé meiri vinna lögð í
að skoða hvert tilvik áður en tjón séu greidd út, t.d.
dæmis séu engin brunatjón á bílum og fleiri verðmæt-
um gerð upp fyrr en sérstök rarinsókn hefur farið fram.
Þetta sé vegna þess að talið sé líklegra að óheiðarlegt
fólk reyni frekar að fórna bíl en t.d. heimili sínu í von
um tryggingabætur.
Nýtt að dómskerfið fjalli
um tryggingasvik
Arinbjörn segir tryggingasvik vera allt frá því að
fólk skáldi upp atburði, til þess að það nýti sér slys
til hins ýtrasta, fái meira en því beri. Þeir sem vinni
við rannsókn á tryggingasvikum reki sig á allt frá
smásvindli til umfangsmikilla svika.
Ef grunur vaknar hjá starfsfólki tryggingafélaga
um að verið sé að hafa af þeim fé, er eins víst að við-
komandi tjónþola sé sagt upp tryggingu. Slíkt er þó
ekki gert nema víst þyki að óheiðarlega sé staðið að
málum. Tryggingasvik eru ekki kærð til rannsóknarlög-
reglu nema fyrir liggi rökstuddur grunur um svik.
Arinbjörn segir það tiltölulega nýtt að dómskerfið
fjalli um tryggingasvik en það hefur færst í vöxt og
nokkrir refsidómar gengið á síðustu árum. Sjóvá- Al-
mennar óskar opinberrar rannsóknar á um tíu málum
á ari.
Slysatryggingar hafa löngum reynst tryggingafélög-
unum erfiður ljár í þúfu. Svo virðist sem meiðsli á fólki
í bílslysum hafi færst í vöxt, sér í lagi hvað varðar
J