Morgunblaðið - 08.11.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 08.11.1992, Síða 14
\ n 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 NYKYNSLOD BREYTTIR TÍMAR? Eftir Karl Blöndal VINDAR breytinga blása nú um Washington. Verslanir höfuðborgar- innar hafa nú allt i einu lindarvatn á boðstólum og bækur uppáhalds- reyfarahöfunda Bills Clintons, verðandi Bandaríkjaforseta, eru skyndilega ómissandi í útstillingum bókaverslana. Væntanlegum for- seta er oftar líkt við John F. Kennedy en Jimmy Carter. Það er hugur i demókrötum, sem verið hafa í valdasvelti í 12 ár og sigur Clintons og Als Gores varaforseta boðar ekki aðeins valdaskipti heldur kyn- slóðaskipti. Kynslóð þeirra, sem af fylgispekt hlýðnuðust feðrunum og héldu til orrustu í heimsstyijöldinni síðari, víkur nú fyrir þeirri, sem óhlýðnaðist yfirvaldinu þegar átti að senda hana til Víetnams. Einnig virðast þær efasemdir, sem kjósendur höfðu um ágæti Clint- ons, nú vera að víkja fyrir bjartsýni og vilja til að leyfa honum að spreyta sig, hvort tveggja fylgifiskar hins nýja embættis sveitastráks- ins frá smáþorpinu, sem kenndur er við vonina. Fyrir sveitastráknum frá Arkansas liggur hins vegar að taka til hendinni í höfuðborg tregðulögmála og þrætubókar og ijúfa stífluna, sem þingheimur hefur reist þvert á veg umbota Clinton á þungan róður fyrir höndum og sennilega ræðst það á fyrstu sex mánuðunum eftir að hann sver embættiseiðinn hvort hann mun standa sig þar sem Bush brást og hrinda þeim álögum, sem hvílda á örvhentum forsetum, að tjalda aðeins til eins kjörtímabils. Clinton hefur 74 daga til að und- irbúa valdatöku sína. Fyrstu 100 dagar forseta í embætti eru venju- lega notaðir sem mælistika á það hvort dugur sé í honum. Clinton þarf að nota sína hveitibrauðsdaga til að hrinda sínum fyrirætlunum í framkvæmd og knýja þingið til samstarfs við sig. ÁÆTLUN TEKUR Á SIG MYND Lykilatriði er að dreifa kröftum sínum ekki um of. Vinur Clintons kveðst eitt sinn hafa spurt hann fordæmi hvors forvera sinna, Ron- alds Reagans eða Jimmys Carters, hann hygðist fylgja í fyrstu. Carter dreifði kröftum sínum og lagði áherslu á 15 atriði í einu. Reagan tók hins vegar eitt höfuðatriði og lagði allt á eitt um að knýja það breytmga. fram. Að sögn svaraði Clinton því til að hann hygðist feta í fótspor Reagans, en taldi því næst upp hvert forgangsatriðið af öðru. Haft er eftir aðstoðarmönnum Clintons að áætlun sé nú þegar farin að skríða saman. Samkvæmt dagblaðinu The New York Times hyggst Clinton í upphafi stjórna með reglugerðum og losa sig við nokkra erfðagripi frá George Bush, fráfarandi forseta. Meginmálið verður hins vegar aðeins afgreitt í samvinnu við þingið. Clinton hyggst láta efnahagasáætlun sína í hendur þingsins daginn eftir að hann sver embættiseiðinn og vill láta sam- þykkja hana á 100 fyrstu dögunum. Ákveða þarf hvaða aðgerðir eru brýnar og hveijar til langs tíma. Sennilega verður því reynt að flýta fyrir skattalækkun af fjárfestingum til iðnaðar, lækkun fjármagnstekju- skatts af fjárfestingum í nýjum fyr- irtækjum til minnst fimm ára og skattaívilnunum vegna rannsókna og starfsþjálfunar. Einnig verða vegagerð og framkvæmdir í þeim dúr ofarlega á listanum. Til að vega upp á móti þessum framkvæmdum verða peningar til hermála og skrifræðis skomir nið- ur, auk þess sem skattar af gróða erlendra fyrirtækja í Bandaríkjun- um og einstaklingstekjum, sem fara yfir 200 þúsund dollara, hækkaðir. Umbætur í heilbrigðisþjón- ustunni og glíman við fjárlagahall- ann teljast langtímaverkefni. Hvort tveggja era vandamál sem ekki verða leyst í einum grænum. HRIST UPP Í EFNAHAGNUM Skammtímapakkanum er ætlað að rífa efnahaginn upp úr þeim doða efnahagslífsins sem stóð kosn- ingabaráttu Bush forseta fyrir þrif- um og virðist nú vera að snúast upp í bata, þótt hægfara sé. Vin- sældir Clintons og velgengni í emb- ætti byggjast á því að þessar að- gerðir takist og hann sanni sig fyr- ir almenningi. Þær verða einnig að bera árangur ætli demókratar að ná taki á Hvíta húsinu. Clinton hefur það fram yfír Bush að flokkssystkin hans eru í meiri- hluta í báðum deildum þingsins. Það mun auðvelda Clinton störf að nú taka um eitt hundrað þingmenn, fullir áhuga og athafnaþrár, sæti fyrsta sinn. Margir þeirra fleyttu sér inn á þing á öldu óánægju kjós- enda með ástandið í bandarískum stjórnmálum, þar sem gúmmítékkar fylla hirslur banka fulltrúadeildar- innar og bréfberar þingsins höndla með kókaín í vinnutíma. Ósnortnir af hagsmunastríði þingsins verða þeir sennilega fúsir til samstarfs við Clinton. INN ÚR KULDANUM Hagsmuna- og þrýstihópar eiga hins vegar eftir að verða erfiðir viðureignar. Tryggingafélög eiga eftir að veijast heilsugæsluhug- myndum Clintons með oddi og egg. Einnig sjá ýmsir hópar, sem hafa mátt lepja dauðann úr skel frá því að Ronald Reagan varð forseti árið 1980, sér nú leik á borði. Þar má nefna homma og lesbíur, stéttarfé- lög, samtök umhverfisverndar- sinna, stuðningsmenn fóstureyð- inga, alnæmissjúklingar og kven- réttindasamtök. Þessir hópar áttu undir högg að sækja í tíð Reagans og Bush, en eygja bakhjarl í Clinton og eiga því eftir að þrýsta af hálfu meiri krafti en áður. Þá hafa þing- menn tilhneigingu til að veita fé í kjördæmi sín og friðþægja þannig umbjóðendur sína á kostnað skyn- semi. Clinton verður að koma í veg fyrir að hugmyndir hans verði út- þynntar og framkvæmd þeirra virð- ist ráðast af rótskotinni spillingu höfuðborgarinnar. Eftir að hafa boðað breytingar minnst 11 sinnum í hverri kosningaræðu má Clinton ekki virðast málaliði aflanna, sem hann kvaðst ætla að þjarma að. Clinton gæti hins vegar goldið fyrir það að hann er á hægri væng flokksins og hefur því aðrar hug- myndir um félagsmál en ýmsir valdamiklir demókratar á þingi. Sem dæmi má taka að Clinton hyggst setja tímamörk á ýmiss kon- ar bætur ætluðum fátækum og bágstöddum til að koma þeim á vinnumarkaðinn. Slíkar hugmyndir gætu mætt andstöðu. Einnig hyggst Clinton draga úr ýmiss kon- ar höftum í efnahagslífinu og einka- væða. Slíkar hugmyndir eru eitur í beinum Johns Dingells, sem er formaður orku- og viðskiptanefndar fulltrúadeildarinnar og gæti því staðið í vegi fyrir Clinton. FRÁ EFA TIL AÐDÁUNAR Hinn nýkjörni foseti þarf því að afla sér trausts þingsins vitandi það að þingmenn demókrata voru síður en svo á hans bandi í forkosningun- um. Efasemdir um það hvort tefla ætti Clinton fram úr röðum demó- krata áttu flestar upptök á þinginu og þar var það meira að segja rætt í alvöru eftir að hann hafði tryggt sér útnefninguna í forkosningunum hvort grípa ætti til þess óvenjulega bragðs að tefla fram öðram fram- bjóðanda og fysilegri. Undir lok kosningabaráttunnar voru frambjóðendur demókrata hins vegar orðnir mjög áfjáðir í að láta sjá sig í fylgd með Clinton, enda var hann þá kominn með forskot samkvæmt skoðanakönnunum. Það er því ógerningur að segja til um það hvemig samstarfið við þingið á eftir að ganga. Fyrstu daga eftir kosningarnar voru utanríkismál skyndilega á allra vöram, eftir að hafa legið í láginni í kosningabaráttunni. Bush Iofaði að tryggja það að valdaskiptin færu eðlilega fram og greiða fyrir valda- töku Clintons. Hann hefur hins veg- ar einu sinni beitt neitunarvaldi og skotið fyrsta skotinu í viðskipta- stríði við Evrópu frá því að hann laut í lægra haldi. Clinton kveðst ætla að fylgja stefnu Bush í utan- ríkismálum, en þó má búast við að hann munu líkjast Carter með þvi að leggja áherslu á mannréttindi. Gæti stefna Bandaríkjamanna gagnvart Kina og Suður-Afríku orðið harðari fyrir vikið. Það er kyndugt að demókratar hafa nú áhyggjur af því að Clinton gerist einmitt sekur um þá persónu- leikabresti, sem Bush vændi hann um í kosningabaráttunni. Þeir sjá fyrir sér að Clinton geti orðið mikil- virkur forseti, en til þess verði hann að yfirstíga tilhneigingu sína til að vera hvers manns viðhlæjandi. Þeir spyija hvernig maður, sem vilji öll- um þóknast, hyggist standa upp í hárinu á valdafíknum hópum, sem fjármögnuðu kosningabaráttu hans, eða hvort maður smáatriða sé þess umkominn að beita kröftum sínum til þess að tryggja framgang brýnustu verkefnanna í stað þess að hrinda öllu í framkvæmd í einu. BR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.