Morgunblaðið - 08.11.1992, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
Hilmar Kristjánsson
rœóismaóur er f luttur
heim frá Suóur-Afriku
þar sem stiórnmálaleg
upplausn og efnahags-
kreppa ógnar framtió
landsins.
BRENNUR
eftir Guðna Einarsson
Hilmar Krisljánsson ræðismaður
er snúinn heim frá Suður-Afríku
eftir nærri þriggja áratuga fjar-
veru. Hann undi sér vel í þessu
umrædda og fordæmda landi,
þrátt fyrir aðskilnaðarstefnu og
ýmsar róstur. Hilmar hefur löng-
um verið ófeiminn við að lýsa
vafningalausum skoðunum sínum
á mönnum og málefnum. Því legg-
ur ræðismaður ísiands í Jóhannes-
arborg áherslu á að hér lýsi hann
sínum einkaviðhorfum.
Eg ákvað að flytja til útlanda
og eftir að hafa skoðað mig
um komst ég að því að ekki
væru nema sjö lýðræðisríki
í heiminum sem höfðu tiltölulega
fijálst efnahagskerfi. Mörg af lýð-
ræðisríkjunum voru ákaflega „sósíal-
iseruð". Valið stóð á endanum á
milli S-Afríku og Ástralíu. Ég vaidi
S-Afríku, ákaflega fallegt og þægi-
legt land. Þar buðust tækifæri og
að mörgu leyti frjálst efnahagskerfi,
þótt ríkið væri með puttana í ýmsu,
enda er ekkert land með öllu laust
við ríkisafskipti. Það vill svo
skemmtilega til að ég fór frá London
á skipi til Suður-Afríku 4. nóvember
1964 og kom aftur frá London 4.
nóvember 1992. Þessi útivist varaði
í nákvæmlega 28 ár.
Aðskilnaðarstefnan liðin
undir lok
Suður-Afríka hefur breyst mikið
frá því ég kom þangað fyrst. Þá
voru svertingjar bara vinnumenn,
hvergi í störfum sem skiptu ein-
hveiju máli. Þama bjó í sama landi
fólk úr gamla heiminum og fólk úr
þriðja heiminum, sem var vanhæfara
og kunni ekki til verka. Hinir hvítu
sátu í sérhæfðum störfum og stjóm-
uðu, með betri laun og lífshagi. Auð-
vitað hugsaði maður um aðskilnaðar-
stefnuna og mögulegar afleiðingar
hennar. Ég komst að þeirri niður-
stöðu að ekki væri nein hætta á ferð-
um meðan svertingjamir litu upp til
hvíta fólksins, líkt og böm til for-
eldra. Eins óttast ég ekki ástandið
eftir að svarta fólkið hefur náð full-
kominni jafnstöðu við þá hvítu. Það
er umbreytingarskeiðið sem ég ótt-
ast, þegar þeir halda að þeir geti án
þess að geta.
Þrátt fyrir aðskilnaðarstefnuna
streymdu svertingjar frá öðrum Afr-
íkuríkjum til vinnu í S-Afríku. Lífs-
kjör og möguleikar hafa verið svo
miklu betri þar en annars staðar. í
S-Afríku búa um 5% Afríkubúa en
þar em framleidd 70% af öllu raf-
magni í álfunni, 60% af járnbrautum
Afríku em í S-Afríku, sama hlutfall
gildir um bílaeign. Það er næstum
sama á hveiju þú tekur í álfunni,
þá em 60- 70% af því að finna í
S-Afríku. Ég hef ailtaf haft lúmskt
gaman af því þegar heimurinn tjáir
meðaumkvun sína með kjörum
svartra í S-Afríku að 60% af öllum
háskólamenntuðum svertingjum í
Afríku er að fínna þar í landi. Eng-
inn vorkennir hinum 95% sem búa
után S-Afríku við miklu verri kjör.
Utanríkisráðherra S-Afríku, P. Bot-
ha, hélt einu sinni fund með svertin-
gjaleiðtogum í Bandaríkjunum. Þá
kom fram að bandarískir blökku-
menn nutu ekki sömu opinbem hjálp-
ar til húsbygginga eða menntunar
og svartir í S- Afríku. Ekki var held-
ur sambærilegur stuðningur við
svarta sem vildu fara út í atvinnu-
rekstur og í S-Afríku. Heimurinn
hefur aldrei viðurkennt þetta. Fólk
sem ekki þekkir til heldur gjaman
að opinbert kynþáttahatur ríki milli
hvítra og svartra. Yfirleitt komast
flestir vel af við fólk af öðmm kyn-
þáttum. Aðskilnaðarstefnan skil-
greindi reglur um umgengni og
hvaða réttindi hver hafði. Svartir
máttu ekki sækja hvíta skóla, flytja
í hvit íbúðarhverfi og ýmislegt ann-
að. Nú er ekkert eftir opinberlega
af aðskilnaðarstefnunni (apartheit).
ÖIl lög sem takmörkuðu réttindi
svartra hafa verið numin úr gildi.
Jafnræði ríkir varðandi búsetu,
skólagöngu og viðskipti. Eitt af
helstu vandamálunum var að svert-
ingjar tóku ekki þátt í viðskiptalíf-
inu. Stjómvöld hafa varið miklu fé
í að styðja þá til að stofna smáfyrir-
tæki. Áður þurfti leyfí til að selja
vaming úti á götum, en nú er allt
fullt af svörtum götusölum, mörgum
kaupmönnum til sárrar armæðu.
Afrískur hugsunarháttur
Það er erfitt fyrir vesturlandabúa
að skilja hugsunarháttinn í Afríku.
Svertingjamir hafa búið við átthaga-
kerfi og ættarveldi. Höfðinginn hefur
alltaf rétt fyrir sér. Jafnvel í lýðræð-
islegum kosningum fylgja þeir ættar-
höfðingjanum, hans atkvæði ræður
í raun. Það eru 66 ríki í Afríku og
lýðræði hefur ekki komist almenni-
lega á í neinu þeirra, það er helst
að Botswana komist nálægt því að
vera lýðræðisríki. Það er ekki hægt
að breyta Afríku úr gamla átthaga-
og ættflokkakerflnu í vestræna lýð-
ræðishefð með einu pennastriki.
í Afríku, að undanskilinni S-Afr-
íku, gengur allt kerflð á mútum. Ég
var að selja glugga í stórhýsi í An-
gola. Þeir sem byggðu húsið sögðu
mér að þeir reiknuðu með því í fjár-
hagsáætlun að 20% af kostnaði færi
f mútur. Um leið og svertingjamir
komast til valda notfæra þeir sér
valdastöðuna sjálfum sér til fram-
dráttar. Oliver Tambu, forseti Af-
ríska þjóðarráðsins (ÁNC) meðan
Mandela sat í fangelsi, var að flytja
í villu sem kostar þrjú milljón rönd,
sem er um 60 milljónir króna. Hafa
ber í huga að húsnæði í S-Afríku
kostar fjórðung af því sem það kost-
ar hér.
Stjórmnálin eru flókin
Þarna er að fínna allt litrófíð í
pólitík, öfga til hægri og vinstri og
allt þar á milli. Auk þess blandast
ættflokkaátök og þjóðernisviðhorf
mjög inn í stjómmálaumræðu. Er-
lendína dóttir mín lærði lögfræði í
S-Afríku. Auk ríkislaganna þurfti
hún að læra ættbálkalög, því hver
Hilmar Kristjánsson segir vanda-
málin í S-Afríku svo flókin, að
lausn sem allir sætti sig við verði
vandfundin, ef hún þá finnst.
ættbálkur hefur eigin lög sem gilda
á yfírrráðasvæði þeirra. Zulumenn
em fjölmennasti ættbálkurinn með
sjö milljónir íbúa. Zulumenn leyfa
fjölkvæni og eiga upp í átta konur
hver. Buthelezi er pólitískur leiðtogi
þeirra, svo hafa þeir einnig kóng.
Nelson Mandela er aftur af Xhosa
ættbálki óg þeir eru mjög áberandi
í Afríska þjóðaráðinu. Reyndar eru
fleiri ættbálkar, Indveijar og hvítir
þar með í flokki. Það eru margir ólík-
ir aðilar í Afríska þjóðarráðinu, hóf-
samir og róttækir, skynsamir og
þröngsýnir. Zulumenn og Xhosar
hafa deilt í aldir, það deyja mörg
þúsund manna á hveiju ári í ætt-
fiokkaátökum. DeKlerk hefur reynt
að leysa þessi mál með samningum
en Mandela neitar að tala við Bhut-
elezi, forystumann Zulumanna. Enn
ein öfgahreyfíngin eru Vemdarsam-
tök afríkaana (AWB), hvítra manna
sem eru afkomendur gömlu Búanna,
þau segjast hafa 10 þúsund manna
lið velþjálfaðra manna undir vopnum.
Vemdarsamtökin hafa farið fram á
að fá heimaland fyrir hvíta menn í
mestu eyðimörk landsins. Þar ætla
þeir að rækta upp og stunda landbún-
að.
S-afrísk stjómvöld hafa stofnað
svonefnd heimalönd, þar sem svert-
ingjaættbálkar eiga búsetu. Sum
Morgunblaðið/Sverrir
heimalöndin hafa staðið sig mjög
vel, til dæmis Bophuthatswana, önn-
ur em ekki á setjandi. Það er ein-
kennandi fyrir íbúa heimalandanna
að íbúamir em yfirleitt hreyknir af
þeim. Margir ættarhöfðingjar vilja
að komið verði á kerfi, líkt og í
Bandaríkjunum, þar sem mikil sjálfs-
stjóm er á hveiju svæði. DeKlerk
er einnig sömu skoðunar og það er
sterk hreyfing í þessa átt. Mandela
vill það hins vegar ekki því fyrir
honum vakir það eitt að ná völdum.
Hann er kommúnisti sem hefur eng-
an áhuga á að koma á lýðræði. Flokk-
ur hans myrðir miskunnarlaust þá
sem em í andstöðu við Afríska þjóð-
arráðið, þeir hafa myrt um 1000 af
framámönnum Zulumánna undan-
farin tvö ár. Nú neitar Afríska þjóð-
arráðið að halda áfram samningavið-
ræðum nema Zulumenn verði af-
vopnaðir. Vopn Zulumanna eru spjót
og leðurskildir. Á sama tíma er
MK-hersveit Afríska þjóðarráðsins
vopnuð AK-47 hríðskotarifflum og
ófeimin við að nota þá. Xhosamir
hafa aðsetur í heimalöndunum Ciskei
og Transkei. Nýlega hafa verið gerð-
ar byltingar í þremur heimalöndum.
í Venda og Transkei náði Afríska
þjóðarráðið völdum, en í Ciskei er
við völd andstæðingur Afríska þjóð-
arráðsins. Um daginn fór Afríska
þjóðarráðið í mótmælagöngu í Ciskei,
og hún endaði með blóðbaði. Þama
fer fram miskunnarlaus valdabarátta
og skiptir engu hvar hún kostar.
Mandela talar mikið um lýðræði,