Morgunblaðið - 08.11.1992, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 08.11.1992, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 ii4' VERMENN ISLANDS: ViótaLvið Hlyn Ingimarsson í Damaskus Þarna á svölum sundurskotins húss SÞ í Beirút var franskur fyrirliði hópsins skotinn. Á stærri- myndinni sitja félagarnir hnípnir fyrir utan. Mike frá írlandi lengst til hægri og í miðið er Þórarinn Eyjólfsson. Hlynur Ingimarsson tók myndirnar. Hlynur Ingimars- son. eftir Elínu Púlmadóttur Hlynur Ingimarsson er einn þeirra íslendinga sem síðastliðinn áratug hefur gert heiminn að sinni verstöð. Tækifærið til starfa erlendis sá Hlynur hjá Sameinuðu þjóðunum. Það bar hann vegna heimsmálanna til Austurlanda nær, þar sem alltaf er verið að striða og „ævintýra- mennskan" tók á sig nýja mynd. Nú starfar Hlynur Ingimarsson í Damaskus í Sýrlandi. Lengst af voru kona hans og dóttir með honum, en nú er fjölskyldan á íslandi, enda eru þau að búa sig undir að úti- vistinni fari að ljúka. Hlynur hyggst ekki þreyja mikið fleiri vertíðir á framandi slóðum. Draumur þeirra er að búa á íslandi og eiga skútu til að sigla á Miðjarðarhafinu, enda bæði hjónin verðlaunaðir siglar- ar. Og enn eiga þau litla íbúð á Kýpur. Það er forvitnilegt að heyra hvað drifið hefur á daga íslendings, sem í áratug hefur sótt á erlend mið í vinnu. Því var forvitnast hjá Hlyni um hvað á dagana hefur drifíð í útivistinni. 1ÍUAR í HMGIÐU HERNAÐMTMA Hlynur er vélfræðingur að mennt og valdi rafmagns- deildina í náminu. Síðustu 11 árin áður en hann fór utan 1982 vann hann hjá Berki hf. í Hafnar- firði. „Ég hafði fengið skeyti frá ís- lendingi hjá friðargæslu SÞ í Suður- Líbanon um að þar vantaði menn. Ég hafði lengi gengið með það í maganum að fara utan og þama opnaðist tækifæri. Ég fékk því leyfi frá starfí í. 2 ár, sem lengdist upp í 10 árin sem ég er búinn að vera erlendis," segir Hlynur. Fyrstu árin var hann hjá UNIFIL með aðsetur í ísrael. Þegar ákveðið var að taka reksturinn á gæslustöðvunum í Gól- anhæðum úr höndum kanadíska hersins og færa undir almenna þjón- ustu 1985, var Hlynur sendur til Damaskus í Sýrlandi til þess að koma upp viðhaldsþjónustu fyrir þessar 150 rafstöðvar á svæðinu milli Sýr- lands og ísrael. Verkefnið var að kaupa inn vélar og setja þær upp. 1989 var hann svo sendur í 20 mán- uði til írans. Var 1991 í Teheran og tók þátt í að pakka friðargæslustöð- inni þar saman og flytja allt nýtilegt til Kúveit í lok Eyðimerkurstormsins, innrásar fjölþjóðahersins í írak. Var svo þar við að koma í gang fyrstu rafstöðvunum á landamærunum. Þá staðsettur skammt frá Basra í tvo mánuði meðan verið var að koma hinum níu gæslustöðvum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu milli Kúveits og Iraks í gang. Eftir það var hann svo aftur sendur til Damaskus, þar sem hann er nú. Hlyni hefur líklega ekki dottið í hug þegar hann ákvað að blaka svo- lftið vængjunum og starfa stuttan tíma erlendis að hann ætti eftir að lenda í stríðum á öllum þessum stöð- um. „Nei, það voni óskapleg við- brigði að koma frá íslandi í hringiðu hemaðarátaka. Við komum til Isra- els viku fyrir innrás ísraela í Líbanon 1982 og vorum að koma okkur fyrir í Nahariya, rétt sunnan Við landa- mærin. Höfðum ekki hugmynd um neitt. ísraelar létu Sameinuðu þjóð- imar ekki vita fyrr en nokkrum klukkustundum áður en þeir fóru inn í Líbanon að kvöldi 3. júní 1982 að friðargæslusveitin yrði að fastsetja þann mannskap sem hún þyrfti á að halda í höfuðstöðvum sínum, um 10 km frá landamærunum. Og að ekki yrði hægt að skipta þar um fólk. Sögðu að nú væri nóg komið, þeir gætu ekki tekið meiru, á einhvem hátt yrði að bregðast við. Sameinuðu þjóðirnar óskuðu eftir sjálfboðalið- um. Ég var nýr og gat ekkert annað gert en að gefa mig fram. Þarna var fullmannað, því við urðum að sjá um að gæslustöðvamar væm starfhæf- ar. Ekki var skotið á okkur heldur nánast yfír okkur. Við fylgdumst bara með. Þungaárásarherinn fór um túnfótinn hjá okkur. Mitt starf var að sjá til þess að rafmagn til rekst- urs stöðvarinnar væri alltaf fyrir hendi. Við höfðum eigin rafstöð, sem er þar enn.“ Hlynur var kominn út með konu sína og dóttur, Kristínu Magnúsdótt- ur snyrtisérfræðing og Kristínu Ósk, sem þá var 14 ára gömul. „Þetta var mikið áfall," viðurkennir hann. „Við komum þama í lok maí, til þess eins að reyna eitthvað nýtt. Eftir viku ókum við hjónin til Jerúsalem til að sækja einkennisbúning á mig. í baka- leiðinni norðureftir mætti okkur straumur af fólki að flýja suður á bóginn. Dóttir okkar var heima í Nahariya, í góðu yfirlæti hjá Þórami Eyjólfssyni og fjölskyldu hans. Gegn- um miðjan bæinn er skurður með aðalgötunni á báðar hliðar. Okkur hafði verið sagt að byssurnar frá Líbanon drægju ekki suður fyrir þennan skurð. Við urðum þess þó vör að allir ísraelar voru í loftvamar- byrgjum. Palestínumenn höfðu verið að skjóta úr flóttamannabúðunum í Líbanon suður yfír til að hrella ísra- ela. En þeir voru ekki enn lagðir af stað norður yfir landamærin. Þetta var það sem velti steininum. Við trúð- um því að húsið okkar, sem var sunn- an við skurðinn, væri utan seilingar og stelpan kom heim á reiðhjóli. Við ætluðum svo bara að skila af okkur pakka og lögðum af stað fótgang- andi í þessum friðsamlega bæ. En ekki höfðum við gengið nema nokkra metra þegar heyrðist hvinur í spreng- ikúlum. Virtist óhugnanlega nærri. Ekki þó meira en svo að við fórum bara að sofa. Vissum ekkert meira. Við vorum svo óvön öllu slíku og þetta leit allt öðru vísi út þama í rökkrinu um kvöldið. Það næsta sem gerðist var að ísrelsherinn fór yfir landamærin og ég var einn af sjálf- boðaliðunum í aðalstöðvum friðar- gæsluliðsins í Naqoura í Líbanon. Var þar í vikutíma án þess að kom- ast heim. En við höfðum samband og gátum látið vita af okkur. Naqo- ura er á ströndinni við Miðjarðarhaf- ið. Skriðdrekarnir streymdu framhjá stöðinni og flugvélarnar yfír okkur. Við biðum bara og fylgdumst með aðgerðum fallbyssubátanna og flug- vélanna á leið til loftárása í Líbanon. Og í kjölfarið með flóttafólkinu á leið suður um. Það stóð í kös á flutn- ingabílum, eins og væm það gripa- flutningar." Misstu mann í Beirút „Stríðið þróaðist svo þannig að ísraelar komust alla leið til Beirút,“ heldur Hlynur áfram frásögninni af því hvernig hann, íslendingurinn, var þarna lentur í miðju stríði. „Þegar um hægðist var ákveðið að lið yrði sent frá Sameinuðu þjóðunum til Beirút til að taka aftur í notkun stöð- ina þar. Við Þórarinn Eyjólfsson vor- um í 14 manna hópi, sem sendur var til að skoða aðstæður og ástand húss Sameinuðu þjóðanna, sem reyndist allt sundurskotið. Þarna komumst við í sjálfu sér næst þeirri ógnar- spennu sem var á svæðinu, enda var þetta svo skömmu eftir fjöldamorðin í flóttamannabúðum Palestínumanna í Sabra og Shatila. Fyrst ókum við í fylgd Israelsmanna norður eftir strandveginum, en fyrir norðan Sy- don héldum við upp í fjöllin og þaðan eftir græna svæðinu þar sem fjöl- þjóðaherinn hafði tekið að sér gæslu. Israelar voru þá að búa sig til brott- farar. Þegar við komum til Beirút ókum við gegnum varðstöðvar allra heijanna niðri við ströndina. Á leið- inni þaðan og inn í bæ mættum við vopnuðum, ungum líbönskum her- mönnum, sem vöruðu okkur við að halda áfram inn í borgina, þar væru bölvaðir ísraelar. En við þóttumst vita betur og komumst að húsi Sam- einuðu þjóðanna. Þar hófum við út- tekt á húsinu og áætlun um viðgerð- ir. Vorum við þetta í nokkra klukku- tíma. Á meðan var yflrmaður hóps- ins, franskur herforingi, skotinn til bana af leyniskyttu úti á svölunum. Ég var nýgenginn inn frá því að taka myndir af þessum svölum. Við drógum Frakkann með okkur út í bílinn. Hörfuðum svo og hættum við verkefnið í bili. Það var ekki fyrr en um hálfu ári seinna að reynt var að komast aftur til Beirút og þá fengið annað hús, þar sem við settum upp fjarskiptastöð. Þá var skotið á okkur aftur af einhverri slysni. Herlögregla var höfð í götunni, en skotið kom upp og inn í gegn um glugga á 3. hæð. Kúlan lenti í loftinu á næsta herbergi við það sem við vorum í við að setja upp tækin. En þetta var sem sagt slysaskot og því héldum við áfram.“ Hvemig verður mönnum við að lenda í slíku? Hlynur segir að eitt- hvað sé um að hermenn friðargæsl- unnar verði hræddir og álagið verði þeim ofviða. Þetta séu ungir hermenn sem bila og kemur fyrir að þeir skjóta sig eða skaða aðra. Þetta er álag á geðheilsuna. Hvað Líbanina snertir beri lítt á því að lífið gangi ekki sinn vana gang, engu líkara en að þeir hafí vanist þessu. „Þetta er svo opið og viðkunnanlegt fólk, sem gengur að vinnu sinni, opnar búðirnar um leið og linnir og sinnir daglegum störfum. Hvað okkur snerti, fórum við að fá okkur að borða þegar skot- ið var á okkur í seinna skiptið. Það er ekki mikið talað um slík atvik. Bara sagt heima að við séum að skyidustörfum.“ í fangelsi í Teheran Hlynur var þarna hjá UNIFIL í 4 ár. Eftir að hafa verið í Sýrlandi var hann sendur í september 1989 til Teheran. Þá var komið á vopnahlé í átta ára löngu stríði mitli Irans og íraks. „Fyrir vestrænt fólk er mjög þrúgandi að vera í Teheran. Þá kynntist ég fangelsi í fyrsta skipti," segir hann kankvís. „Ég var gestur í nýársfagnaði 25. mars 1990 og öllum veislugestunum, 25 manns, var stungið inn. Ástæðan var sú að tón- listin hafði heyrst í 10 metra fjar- lægð frá útidyrum hússins. í Iran má ekkert. Ég sat þarna í fangelsi í 16 tíma. Öllum var smám saman sleppt gegn tryggingu. Það eina voðalega við þetta var að maður vissi ekkert hvað úr þessu kynni að verða. Ég hafði lánað mína íbúð undir ný- ársfagnaðinn. Þeir þurftu að réttlæta handtökurnar á einhvem hátt og tóku þar ýmsa muni, sem ég fékk ekki fyrr en sex mánuðum síðar. Auðvitað fundu þeir ekkert sem þeir gátu hengt hatt sinn á,“ segir Hlyn- ur og bætir við: „í svona landi stunda menn bara vinnu sína. Halda sig inn- anhúss og hafa eins lítið samband við fólk og unnt er. Konan var á Kýpur og beið eftir að ég gæti öðru hveiju komið þang- að í frí, sem ekki reyndist mögu- legt,“ segir Hlynur þegar spurt er hvort fjölskyldan hafi verið í íran. „í árslok 1990 gafst hún upp og | • I > I > I i ) ) 1 ♦ ) ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.