Morgunblaðið - 08.11.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
21
hefur verið heima síðan. Enda í
ýmsu að snúast. Eftir rúm tvö ár
lýkur mínum starfsferli hjá Samein-
uðu þjóðunum. Við erum búin að
kaupa aftur húsið okkar við Ránar-
grund 5 í Garðabæ, sem við seldum
þegar við fórum fyrir litla íbúð í
Asparpfelli í Reykjavík og nú erum
við að koma okkur þar fýrir aftur
til frambúðar." Ekki að undra þótt
siglingafólk hafi langað í húsið sitt
aftur. Það stendur alveg niðri á sjáv-
arbakkanum í Garðabænum.
í reyk olíulindanna í Kúveit
Nú höfðu stríðin á svæðinu fært
sig til, ef svo má að orði komast.
Saddam Hussein hafði ráðist inn í
Kúveit. Stríð írana og íraka ekki
lengur á dagskrá og friðargæslan
þar lögð niður. Hlynur var með í að
loka friðargæslustöð SÞ í Teheran
og flytja allt nýtilegt til Kúveit. Þar
var verið að koma upp friðargæslu-
stöðvum að loknum aðgerðum fjöl-
þjóðahersins sem kenndar voru við
Eyðimerkurstorminn. Og þangað var
Hlynur sendur. Hlýtur að hafa verið
erfitt?
„Starfíð sjálft var ekkert erfítt,
heldur aðstæðumar. Þama er gífur-
legur hiti í maí og júní, 750 olíulind-
ir loguðu í nágrenninu og þaðan lagði
reykinn, ef svo blés. Oftast lagði
hann ekki til okkar, en þegar það
gerðist var eins og svört nótt um
miðjan dag. Þama var loftið þá svo
þykkt að ljósið endurkastaðist ekk-
ert, bara hvarf. Ljós bílanna náðu
ekki að lýsa niður á götuna. Við
sváfum í bráðabirgðaverkstæðinu og
unnum við að dreifa rafstöðvum og
skipuleggja varahlutalager. Hemað-
araðgerðir voru afstaðnar. Við þetta
vomm við í tvo mánuði."
Enn vaknar spurningin: Hvemig
líður íslenskum manni í þessum
ósköpum? „Það fer eftir starfínu,"
svarar Hlynur. „Sé vinnan þannig
* að hún fullnægi manni fer allur
tíminn í hana. Enginn tími fyrir
vangaveltur. Þegar tími gefst svo til
er undir hælinn lagt hvemig menn
koma út úr því. Sálarró hefur aldrei
valdið mér vandræðum. Hefi verið
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa allt-
af haft ánægju af því sem ég er að
gera — allt frá barnæsku. Eg held
að það sé guðsgjöf sem seint verði
ofmetin."
Bæði hjónin siglingakappar
Samt sem áður fannst Hlyni eins
og að sleppa úr víti og koma til
himnaríkis er hann var sendur þaðan
til Sýrlands. Þar er að vísu mikið
vinnuálag, en engin sálræn ólga.
Hlynur segir fólkið í Damaskus ein-
staklega þægilegt í viðmóti. Þama
reiknar hann með að verði síðasta
verstöðin sem hann sækir til vinnu.
Sýrland býður ekki upp á framhald.
Svo er hann núna aleinn í Damaskus.
„í upphafi var allt svo nýtt og
gott, enda hafði fjölskyldan ekki fyrr
búið erlendis,“ segir Hlynur. Nú er
öll fjölskyldan á íslandi, konan, böm-
in Qögur og 11 bamaböm. Dóttirin
hafði lokið stúdentsprófi við amerísk-
an skóla í Herzelíu í ísrael og fór
svo heim til að halda áfram námi,
fylla upp í þau göt sem ávallt verða
þegar farið er á milli skólakerfa. Og
Kristín kona hans rekur snyrtivöm-
búð í Stigahlíðinni.
Hvað ætlar hann sjálfur að gera
þegar hann kemur heim eftir útivist-
ina? „Mig langar til að tengjast aftur
siglingunum. Þegar ég fór var ég
forseti Kjölbátasambands íslands,
sem er samband eigenda og áhuga-
manna um siglingar, að mestu leyti
seglbáta með föstum kili,“ svarar
Hlynur um hæl. Og það kemur í ljós
við eftirgrennslan að árið áður en
hann fór út var hann útnefndur
„Skipstjóri ársins á seglbáti". Hann
átti þá Skýjaborgina ásamt fleirum.
Þeir höfðu unnið flestar siglinga-
keppnir þess árs. Kristín kona hans
var á sama tíma kjörin „Sæfari árs-
ins“, hafði lagt að baki lengstu vega-
lengdina. Sigldi við annan mann frá
Vestmannaeyjum til Ermarsunds,
1.200 mílna sjóleið. Bæði hafa þau
siglt til annarra landa og fimmtugs-
afmælisgjöf Hlyns var sigling um
Miðjarðarhafið með konu og dótt-
ur.„Þetta er mitt yfirlýsta áhuga-
mál,“ segir Hlynur og kemur glampi
í augun á honum. „Draumurinn er
að vakna aftur og öðlast nýtt líf.“
Viðfangsefnið að spara
Texti og myndir/Elín Pálmadóttir
ÍSLENSKI fáninn og skjaldarmerki íslands undir mynd af Boutros Ghali,
aðalritara Sameinuðu þjóðanna, vekur athygli mina í einu horni skrif-
stofu framkvæmdastjóra friðargæsluliðs SÞ í Líbanon í Naqoura. íslend-
ingar leggja friðargæslunni ekki til herlið, en íslendingurinn Steinar
Berg Björnsson hefur þar mannaforráð. Meðan hann talar í síma, sem
ekki þagnar, gefst færi á að líta í kring um sig. Á annarri mynd á sama
vegg má þekkja með Steinari þann hin fræga Picco, aðalmann SÞ í gísla-
málinu, þann sem tókst að frelsa alla gíslana á síðasta ári. Og á annarri
sést að Steinar er yngstur í hópi framkvæmdastjóra friðargæsluliðanna
á svæðinu. Steinar hafnar viðtali á staðnum. Þó tekst áður en landið er
yfirgefið að fá nokkrar almennar upplýsingar um hann og þau erlendu
starfsmið sem hann rær á.
Itveimur áföngum hefur Steinar sótt störf
á mið Sameinuðu þjóðanna. í fyrra skiptið
að loknu prófi í viðskiptafræði við Há-
skóla íslands 1967 og eftir tveggja ára starf
í laga- og hagsýslustofnun og fjármálaráðu-
neytinu á íslandi. Þaðan flutti hann sig í fjár-
lagadeild SÞ í New York og var þar árin 1969
og 1970. Þá lá leiðin til Vínarborgar, þar sem
hann var í 3 ár deildarstjóri hjá Iðnþróunar-
stofnun SÞ. Nú voru þau hjónin, María Árelíus-
dóttir og Steinar Berg, komin með þrjá unga
drengi, sem þau vildu að gengju í skóla á Is-
landi. Og 12 árum seinna, þegar þeir voru orðn-
ir fullorðnir, héldu þau aftur á erlend mið, laus
og liðug, nú til aðalstöðva Sameinuðu þjóðanna
í New York. Á íslandsárunum var Steinar fjár-
málastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fram-
kvæmdastjóri Pharmacos og framkvæmdastjóri
Lýsis hf. og Hydrols. En María var kennári við
Langholtsskólann. Það var í ársbyijun 1986
að seinni utivistin hófst. Steinar hafði litið um
öxl, kominn á fimmtugsaldur. Sameinuðu þjóð-
irnar freistuðu og hann ákvað af rælni að prófa
hvort hann kæmist í nógu háan ráðningaflokk
þar. Reyndist svo vera.
í New York var hann svo fram til 1990 við
ýmis stjórnunarstörf í aðalstöðvunum, mestan
part ábyrgur fyrir 300 manna deild. Verið var
að setja upp nýtt símakerfi í byggingu Samein-
uðu þjóðanna, 9 milljón dollara verkefni. Sam-
einuðu þjóðirnar voru í fyrstu ekki nema 158
en eru nú orðnar 179 talsins, svo m.a. þurfti
að setja upp nýtt kerfi fyrir atkvæðagreiðslur
og endumýja rafeindakerfið í Allsherjarþinginu.
Nýja kerfið var haft vel við vöxt, því það getur
tekið atkvæði allt að 200 þjóða. Þá var farið
í endurskipulagningu á póstdreifmgu SÞ og
kerfi diplomatapóstsins. Með því að nýta hag-
kvæmari flutningaleiðir og tölvuvæða tókst að
fækka starfsmönnum úr 160 í 110. Með þessu
náðist beinn sparnaður upp á 4-6 milljón doll-
ara á ári (um 230-300 millj. ísl. kr.). Við þess-
ar upplýsingar sperrir fréttamaður eyrun, ný-
kominn úr spamaðarbaslinu á íslandi.
Um mitt sumar 1990 var Steinar svo sendur
til Bagdad, til að taka þar í landi við daglegri
stjóm á rekstri vopnahlésnefndarinnar UNI-
MOG við friðargæslu á landamærum írans og
íraks. Og þar var hann þegar Saddam Hussein
réðist inn í Kúveit. „Daginn sem innrásin var
gerð, 2. ágúst, var ég úti á flugvelli í Bagdad
með hershöfðingjanum okkar. Við ætluðum að
fljúga niður til Basra, en fengum aldrei flug-
taksheimild og enginn vildi segja okkur hvers
vegna. Við fréttum ekki fyrr en við komum
heim í aðalstöðvar aftur hvað gerst hafði þenn-
an dag,“ segir Steinar.
María hafði ráðgert að fara 4. ágúst frá ís-
landi áleiðis til Bagdad, en þá vom öll sund
lokuð. Svo hún hélt til Kýpur og beið þar.
Ekki var miklar fréttir að hafa, stöku sinnum
tókst Steinari þó að ná símasambandi við hana.
Búslóð þeirra, sem send hafði verið í gámi, var
2. ágúst komin á flugvöllinn í Kuwait og hefur
ekki sést tangur né tetur af henni síðan. „Ef
einhver skyldi rekast á íslendingasögur á þess-
um slóðum, þá mætti gá að því hvort þær beri
ekki bókamerkið okkar,“ segja þau. í lokin
tókst að fljúga með það fámenna liði Samein-
uðu þjóðanna sem eftir var í Bagdad til Amm-
an i Jórdaníu, en tveir liðsforingjar og nokkrir
tæknimenn fóm landleiðina til ‘Irans. Innrásin
í írak hófst 15. janúar en 13. janúar komst
Steinar úr landi.
Harmasaga Ræfils Björnssonar
Ekki heyrðist mikið á íslandi um þennan
landa okkar í írak. Ég spurði Steinar hvort
íslensk stjómvöld hefðu haft nokkrar áhyggjur
af honum. „Nei, eina var að íslensk stjómvöld
vom að reyna að drepa fyrir mér köttinn. Það
voru helstu hrakningarnir sem ég varð fyrir í
Persaflóastríðinu. “ Þetta þarfnast skýringar.
Ræfill Björnsson er uppmnninn á íslandi, en
fylgdi húsbændum sínum til New York. Þegar
í skrifstofu UNIFIL skartar framkvæmda-
stjórinn íslenskum fána, enda íslenskur,
Steinar Berg Björnsson.
Hjónin María Árelíusdóttir og Steinar Berg
Björnsson fyrir utan húsið sitt í Nahariyya
í lsrael.
þau fluttu og Maria kom við á íslandi, til að
hitta fjölskyldu þeirra, hafði hún Ræfil með
sér. Átti hann að vera í sóttkví í þijár vikur,
þar til þau héldu áfram til íraks. En nú upp-
hóf Saddam Hussein stríð og María bað um
framlengingu á dvalarleyfi og sóttkví kattarins
meðan séð væri hvað yrði. En ekki var við það
komandi, annað hvort færi kötturinn á réttum
degi eða hann yrði drepinn. Ræfli til bjargar
keypti María snarlega far fyrir Ræfil til Amer-
íku og bað þar vini fyrir hann þar til þau sumar-
ið 1991 komu til New York og tóku hann með
sér. Engin vandkvæði vom að fá fyrir hann
leyfi í flugvélum eða að viðra hann í þeim lönd-
um sem um var farið. Var nú Ræfill mikið
feginn, kominn til húsbænda sinna. Þegar þau
hjónin komu svo heim til íslands í jólafrí varð
að skilja köttinn einan eftir í Beirut. Bílstjórinn
gaf honum mat og hann hafði svalirnar til úti-
veru. Nú veiktist María og fór á sjúkrahús á
íslandi. Ræfill fagnaði Steinari, en hann gat
ekki afborið að María kom ekki líka. Nú var
nóg komið. Eftir að Steinar fór í vinnuna morg-
uninn eftir lagðist hann bara upp í rúmið henn-
ar Maríu og dó. Og nú á Ræfill Björnsson graf-
reit uppi í sveit í Sýrlandi, fjarri fóstuijörðinni
og húsbændum sínum, sem flutt em til ísrael.
Gíslamálið í stofunni
Eftir íraksvistina vissi Steinar ekki betur en
að hann væri á leið til starfa í Teheran þegar
honum var sagt að hans næsti vinnustaður
yrði Damaskus og til Sýrlands voru þau hjónin
komin í janúar 1991. Þar var hann skipaður
framkvæmdastjóri UNDOF, friðargæsluliðsins
í Gólanhæðum. Aðalviðfangsefnið það sama
sem fyrr, að leita spamaðarleiða. Sameinuðu
þjóðirnar þurfa sannarlega á því að halda nú.
„Við fengum fyrirmæli um að hagræða og
endurskipuleggja reksturinn. Ná 15% sparnaði.
Það var mjög áhugaverk verkefni og tókst.
Reksturinn hjá UNDOF fór úr 42 milljónum
dollara niður í 36 milljónir á ári,“ segir Stein-
ar. Og þegar hann er spurður hvemig sé farið
að slíku, svarar hann bara: „Um það má lesa
í öllum skólabókum. Þarf að leggja niður fyrir
sér hvað verkefnið er og hvað til þess þarf.
Breyta svo núverandi stöðu í þá æskilegu. En
það er andskoti mikil vinna!“
„Okkur líkaði ákaflega vel í Sýrlandi," segja
þau hjónin. „Þar er gott fólk og öll okkar sam-
skipti við það vom góð. En eins og annars stað-
ar verður að gera sér grein fyrir því að þetta
em ólíkar þjóðir með ólíka siði og menningu
og að okkar vestræni mælikvarði á hvað er
gott og hvað vont er ekki mjög brúklegur."
Þá liggur beint við að víkja talinu að Guan-
demenco Picco, sem einmitt þá vann að gísla-
málinu. Hvernig komu þau að því máli? „Frá
byijun apríl og fram í desember 1991 fór Picco
ófáar ferðir til Miðausturlanda þegar unnið var
að lausn gíslamálsins og allan þann tíma voru
höfuðstöðvar hans í Damaskus, á skrifstofu
minni eða heima hjá okkur. Ég fékk þar óneit-
anlega tækifæri til að vera þátttakandi þessum
ómetanlega kafla í sögu Sameinuðu þjóðanna
og væntanlega í sögu samskipta deiluaðila al-
mennt. Það var ómetanleg reynsla fyrir okkur
Maríu að fylgjast með þessu lið fyrir lið og
ógleymanlegur atburður þegar síðasti gíslinn,
Terry Anderson, var látinn laus í byijun desem-
ber. Og þegar talað er um diplomatískt átak,
þá var alveg ómetanleg reynsla að fá að vera
með Nonna, eins og við kölluðum hann. Picco
hafði ekkert nema sín eigin heilindi og heilindi
Sameinuðu þjóðanna fram að bjóða til þess að
sannfæra alla þá aðila, sem að gíslatökunum
stóðu, um að málin ætti að leysa,“ segir Stein-
ar og það er mikil aðdáun í röddinni.
Friðargæslufólk sent
milli staða
Nú er Steinar orðinn framkvæmdastjóri
UNIFIL, friðargæslusveitar SÞ í Líbanon, tók
við henni síðla sumars, en hafði jafnframt yfir-
umsjón með UNDOF fram í októberlok. Ók til
Damaskus í hverri viku. „Munurinn á friðar-
gæslusveitunum í Gólanhæðum og í Líbanon
er sá að UNIFIL er miklu stærri sveit. Rekstrar-
kostnaður er 150 milljón dollarar á ári. Her-
mennimir eru 6.000 talsins af mörgum þjóðem-
um og borgaralega starfsliðið 500 manns. Þetta
er stærri rekstur og verkefni þessa friðargæsl-
uliðs flóknara. UNDOF í Gólanhæðum er að
framfylgja samningum sem em nokkuð skýrir.
Hér er verkefnið flóknara, því umhverfið er
þess eðlis að framkvæmdin er erfið.“
Þau Steinar og María búa í notalegu húsi í
Nahariyya rétt sunnan landamæranna 5 ísrael
og Steinar ekur daglega til vinnu sinnar í Líb-
anon. Þau segja að þama hafi þau tækifæri
til að hitta og blanda geði við margt áhuga-
vert fólk. „Þetta er búinn að vera ákaflega
áhugaverður tími með ört aukinni friðargæslu
SÞ og átaki til að stilla til friðar í heiminum,"
segir Steinar. „En um leið hefur það aukið álag-
ið á þennan þátt starfseminnar og kröfumar
til þeirra sem í þessu em. Því verða þeir sem
þar em í störfum að vera tilbúnir til þess að
breyta eigin áætlunum og lifa í samræmi við
þær kröfur sem gerðar em á hverri stundu.
Þetta kemur m.a. fram í álagi á þær sveitir
sem fyrir em. Við höfum núna þurft að senda
okkar fólk með reynslu á nýja staði, sem hefur
aukið álagið gífurlega á þá sem eftir em við
að halda í horfinu. Frá Damaskus og héðan
höfum við sent allt okkar reynda fólk og orðið
að þjálfa nýtt. Það hefur ekki verið auðvellt,
en þarf samt að gera. Öll friðargæslan, hvar
sem hún er, er hluti af sama starfi."