Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 25

Morgunblaðið - 08.11.1992, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992 25 einu og öllu þá væri það þjóðfélag án glæpa, misréttis, atvinnuleysis og annars böls.“ Börn og frumspekingar — Geturðu sagt lítillega frá því sem helst hefur mótað þínar kenn- ingar? „Ég held að bandaríski heimspek- ingurinn John Dewey hafi haft mest áhrif á mig. Þó þróaði hann aldrei neinar hugmyndir um heimspeki fyr- ir börn. En hann beindi athyglinni að menntamálum og lagði áherslu á þroskun hugsunarinnar í menntun, benti á að ekki ætti bara að huga að þjálfun minnisins og hæfni til að innbyrða þekkingu. Forngrísk heim- speki hefur vitanlega haft mikil áhrif á mig líka og sérstaklega sá hugsun- arháttur að vilja færa heimspekina til fólksins og skrifa heimspeki á hverdagsmáli í stað fræðimáls. Franskur heimspekingur skrifaði grein sem ég las 20 árum áður en ég þróaði mínar hugmyndir og hafði mikil áhrif á mig, greinin fjallaði um hvað margt er líkt með börnum og frumspekingum. Hvorirtveggja hafa hæfileika til að undrast á lífinu og spyrja spurninga. Börn og frumspek- ingar glíma á sambærilegan hátt við ráðgátur lífsins án þess að fella vandamálin í sérhæfðar greinar eins og eðlisfræði eða líffræði. Börn hafa mjög takmarkaðan orðaforða en veiti maður orðfæri þeirra athygli kemur í ljós að þar er margt líkt með orðræðu frumspekingsins, ein- faldleikinn og hæfileikinn til að hitta naglann á höfuðið." — Hver er munurinn á hæfileik- um barna og fullorðinna til að læra heimspeki? „Ef maður ber saman fullorðinn einstakling og barn þá stendur sá fullorðni miklu betur að vígi. En annað kemur í ljós þegar maður ber saman fullorðinn einstakling og hóp af börnum. Þegar maður lætur nokk- ur börn rökræða þá fær maður að heyra ótrúlega skarpar og djúpar athugasemdir, vegna þess að hugur barnsins er svo opinn, ímyndunarafl- ið svo fijálst. Þau eru.svo óhrædd við að koma með hugmyndir, hugur þeirra svo óbundinn af vanahugsun." Heimspeki og lýðræði — Er ekki mikil von til þess að aðferðir þínar muni breiðast út í framtíðinni til komandi kynslóða vegna þess að þarna tileinka börn sér ákveðinn hugsunarhátt sem þau koma áleiðis til afkomenda? „Jú, það er rétt, þetta verður sam- hangandi ferli, þetta heldur áfram. “ — En hvernig gengur þá að breiða þetta út? „í Bandaríkjunum hefur það gengið mjög hægt. Við erum rétt farin að gára yfirborðið þó að heim- speki fyrir börn sé kennd víða sem sjálfstæð grein í skólum. En til þess að þetta breiðist nægjanlega út þurf- um við að koma aðferðum okkar að í kennaraskólum. Og heimspeki fyrir böm hefur mætt andstöðu í kennara- skólum í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að ef þeir ættu að taka þetta inn þar þyrftu þeir að kasta svo miklu fyrir róða af því sem þeir nota núna í kennaramenntun. Hins vegar er þetta farið að komast inn í kennaramenntunina í öðrum lönd- um, t.d. í Ástralíu og nýlega í Rúss- landi.“ — Hugsunarháttur barnaheim- spekinnar er mjög mikilvægur fyrir lýðræðið, ekki satt? „Jú, þetta er mjög mikilvægt fyr- ir lýðræði." — Trúirðu á lýðræði? „Já, ég geri það, ég hef mjög sterka trú á lýðræði. Eg hef ekki komið auga á neinn annan valkost sem kemur til greina fyrir okkur að lifa við. Þegar við leiðum hugann að þvi sem mannlegt frelsi veitir okkur og gerum okkar ljósa kosti þess þá viljum við ekki fórna því fyrir neitt annað. Við erum jafnvel reiðubúin að fórna lífinu fýrir það til þess að börnin okkar og börn þeirra njóti þess. Ég lít á heimspeki sem m.a. tæki til að styrkja fijálsa hugsun og tjáningarfrelsi. Við get- um ekki lifáð sem manneskjur án þessa frelsis. Höfundur er dagskrárgerðar- maður og heimspekinemi. Fra afhendmgu lyftunnar. Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Sjúkrahúsi Akra- ness færð stórgjöf Akranesi. ÖlP FÉLAGAR í Lionsklúbb Akraness komu færandi hendi á dögunum á Sjúkrahúsi Akraness og færðu því stórgjöf. Akranesi á ýmsan hátt og komið víða við í þeim efnum. Það var Ólafur Hallgrímsson, formaður klúbbsins, sem afhenti gjöfina og veitti Benedikt Jónmundsson, bæj- arfulltrúi og stjórnarmaður í sjúkrahússtjórn, henni viðtöku. - J.G. Um var að ræða fáeranlega lyftu, sem þegar hefur verið tekin í notkun, svo og tæki til að mæla súrefnismagn í blóði. Alls er verð- mæti þessara gjafar um 600 þús- und krónur. Lionsklúbburinn á Akranesi hefur um langan tíma lagt sig fram við að styrkja sjúkrahúsið á Verð IVá 151.905 kr. Í^rÚRVALÚTSÝN /Mjódd: sfmi 699 300; við Austurvöll: sími 2 69 00 f Hafnarfirði: sfmi 65 23 66; við Ráðbústorg á Akureyri: sfmi 2 50 00 - og bjá umboðsmönnum um land allt Florida, New York Lystireisa um og allt þar á milli Karíbahafíð 17. apríl - 3- maí. Ógleymanleg sigling á einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi heims, MS Dreamward, á Star Intemational þilfarinu. 13 daga ævintýraleg sigling m.a. með viðkomu á Bahama- og Bermúdaeyjum. Ótrúlegt verð. Aðeins 8 klefar í boði. 22. febrúar - 9- mars. Gefðu þig á vald töfrum Karíbahafsins. Bahama eyjar, Jamaica, Mexíkó, mikið af kalypsó og örlítið rúmóna gera ferðina ógleymanlega. Sex daga dvöl í Orlando. íslensk fararstjóm. Staðgreiðsluvcrð á mann í tveggja manna klefa. Innifalið í verði: Fullt fæði og öU afþreying um borð. Flug og akstur miUi staða erlendis. Gisting á Orlando Penta í eina nótt og aðra á hótel Lexington í New York. Ekki innifaUð: FlugvaUarskattar og forfaUagjald 3.610 kr., þjórfé um borð ca. 3-200 kr. og skoðunarferðir. Staðgreiðsluverð á mann í tveggja manna klefa. InnifaUð í verði: FuUt fæði og öU afþreying um borð. Flug og akstur miUi staða erlendis. Gisting á hótel Sheraton Plaza í átta nætur. Ekki innifaUð: FlugvaUarskattar og forfaUagjald 3.610 kr., þjórfé um borð ca. 3.200 kr. og skoðunarferðir. ÞAR SEM RAUNVERULEIKINN TEKUR DRAUMUNUM FRAM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.