Morgunblaðið - 08.11.1992, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 8. NÓVEMBER 1992
35
Sigurður Ólafsson
vélsmiður — Minning
Hinn 4. nóvember var gerð utför
Sigurðar Ólafssonar, Austurvegi 44
Seyðisfírði.
Sigurður var fæddur 14. apríl
1932 í Vestmannaeyjum. Hann var
sonur hjónanna Ólafs Guðmunds-
sonar og Siggerðar Þorvaldsdóttur,
þriðji í röð fímm systkina.
Móður sína missti Sigurður er
hann var aðeins fímm ára, og ólst
eftir það að mestu upp hjá ættingj-
um í Vestmannaeyjum og í Landeyj-
um. Snemma þurfti hann að sjá sér
farborða upp á eigin spýtur.
Sigurður var iðnaðarmaður af
guðs náð. Hann byijaði feril sinn í
vélsmiðjunni Magna í Vestmanna-
eyjum og um tíma fékkst hann við
málmsteypu hjá Járnsteypunni í
Reykjavík.
Forlögin höguðu því þannig að
leið Sigga Óla, eins og við vinnufé-
lagarnir ávallt kölluðum hann, lá
austur á firði, fyrst til Norðijarðar,
og síðar hingað til Seyðisfjarðar í
ársbyijun 1941,, er hann settist hér
að með konu sinni og ungri dóttur.
Hann hóf þá strax störf í Vélsmiðj-
unni Stál, sem þá var ungt og lítið
fyrirtæki, og hér hefur verið hans
starfsvettvangur síðan.
Siggi var afburða góður starfs-
maður. Hann var smiður góður í
þess orðs fyllstu merkingu. Hann
var útsjónarsamur og samvisku-
samur. Hann bar virðingu fyrir
starfí sínu og fagi. Hann hafði allt
til að bera sem prýða má góðan
iðnaðarmann.
Fyrstu árin í Stál einkenndust
af ýmsum smáverkefnum, mið-
stöðvarlögnum í hús, ryðbætingum
í bíla, vélaviðgerðir, málmsteypu,
og þar kom hans fyrri kunnátta í
góðar þarfir. Við þessar aðstæður
komu fljótt í ljós hæfíleikar hans
og hversu fljótur hann var að til-
einka sér nýjungar.
Á þessum árum smíðuðu félag-
arnir í Stál marga olíugeyma víða
um Austurland. Hér var um erfíða
vinnu, sem unnin var við tæknilega
erfiðar aðstæður á þessum tíma.
Tankarnir voru rafsoðnir saman,
en á þessum árum var það ekki á
allra færi að rafsjóða.
Basarkven-
félags Bú-
staðasóknar
KVENFÉLAG Bóstaðasóknar
heldur sinn árlega basar í dag
sunnudag, 8. nóvember, ld. 15 í
safnaðarheimili Bústaðakirkju.
Á þessum vetri verður félagið
40 ára og hefur starf þess alla tíð
verið mjög öflugt. Kvenfélagið hef-
ur styrkt kirkjustarfið og einnig
látið margt gott af sér leiða á öðrum
sviðum. Á basamum á sunnudag
verður úrval af kökum, ávöxtum,
pijónavörum og einnig aðrir munir.
(Fréttatilkynning)
Siggi varð strax afburða góður
suðumaður, og var það raunar sama
í hvaða málm hann sauð, hann var
iíæmur á eiginleika efnanna og
fljótur að átta sig á því hvað var
hægt og hvemig.
Hin síðari ár smíðaði Siggi mikið
úr áli, efni sem orðið hefur algengt
í málmsmíði hin síðari ár. Það kom
eins og af sjálfum sér þegar Stál
tók fyrst að sér stærri verkefni úr
áli, að Siggi fengi það til úrlausnar.
Það var aðdáunarvert að sjá
hvemig hann gekk til verka. Hann
gaf sér góðan tíma í undirbúning,
athugaði vel hvort allt væri til stað-
ar sem nota átti, bjó í haginn og
skipulagði vandlega verktilhögun.
Hann gerði ekki vitleysur og aldrei
þurfti að lagfæra smíðisgrip eftir
hann. Hann lauk ávallt verki þann-
ig að óaðfinnanlegt var. Hand-
bragðið mátti þekkja úr, verkin lof-
uðu meistarann.
Á fyrstu ámm Sigga á Seyðis-
fírði stofnuðu iðnaðarmenn hér iðn-
skóla, Iðnskóla Seyðisfjarðar, sem
lengi starfaði sem kvöldskóli með
góðum árangri. Hann var í hópi
þeirra sem fyrst útskrifuðust frá
skólanum, og er mér í minni, ungum
drengnum, sveinstykkið hans, því-
líkt var handbragðið.
Sigurður var mikill gæfumaður
í einkalífí. Árið 1947 gekk hann
að eiga eftirlifandi eiginkonu sína
Rögnu Sigurðardóttur. Þeirra
fyrsta heimili var í Neskaupstað,
en á Seyðisfirði bjuggu þau lengst
af á Austurvegi 44.
Þau eignuðust þijú böm, elst er
Þóra gift Viðari Valdimarssyni,
búsett í Grindavík. Ólafur kvæntur
Sigríði Maríu Bjarnadóttur, búsett
á Neskaupstað, og Linda gift Halli
Viggóssyni búsett á Akureyri.
Barnabömin em orðin átta. Þau sjá
nú á bak ástkæmm eiginmanni,
föður og afa.
Við féiagarnir í Stál kveðjum nú
hinstu kveðju vinnufélaga sem var
okkur fyrirmynd, félagi og vinur í
nær 42 ár.
Megi góður guð blessa minningu
Sigurðar Ólafssonar.
Theodór Blöndal.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu
VALNÝJAR TÓMASDÓTTUR,
Kvísthaga 21.
Nína Hjaltadóttir, Pálmi Arason,
Þorsteinn Hjaltason, Elín Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðar-
för elskulegrar móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu,
GUÐRÚNAR LOVÍSU HANNESDÓTTUR,
Heiðmörk 9,
Hveragerði,
Hannes Sigurgeirsson, Guðrún Magnúsdóttir,
Valgerður Magnúsdóttir, Guðmundur Kr. Jónsson,
Emma Magnúsdóttir, Hörður Diego Arnórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra,
sem auðsýndu okkur samúð og vináttu
við fráfall og útför sonar okkar,
GUÐMUNDAR ÓLA HAUKSSONAR,
sem lést 30. septemþer sl. Við þökkum
einnig öllum þeim sem minntust hans
með framlögum í minningar og líknar-
sjóði sem og með framlögum í fræðslu-
og minningarsjóð sem ber hans nafn.
Birna Bjarnadóttir,
Haukur Ingibergsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúö og vinarhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
INGA GUÐMONSSONAR
bátasmiðs,
Hlíðargerði 2,
Reykjavík.
Sigurhna Ingadóttir, Garðar Svavarsson,
Guðlaugur Ingason, Guðrún Eiriksdóttir,
Bragi Ingason, Erla Óskarsdóttir,
Pétur Ingason, Sigrún Jónsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
THEÓDÓRU GUÐLAUGSDÓTTUR
frá Hóli i' Hvammssveit,
Dalasýslu,
Snorrabraut 40,
Reykjavík.
Hulda J. Óskarsdóttir,
Marinó Óskarsson,
Áslaug Gréta Óskarsdóttir,
Agnar B. Kristjánsson,
María Kristjánsdóttir.
Guðmundur Örn Ingólfsson,
Ingileif Örnólfsdóttir,
Lísa Trenka,
Guðrún Ingólfsdóttir,
t
Eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir,
ÞÓRÐUR Þ. ÞORBJARNARSON,
borgarverkfræðingur,
Fornastekk 9,
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 10. nóvember
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hins látna er vinsamlegast bent á líknar-
stofnanir.
Sigríður Jónatansdóttir,
Sigrfður Þ. Þórðardóttir,
Jónatan Þórðarson, Brynja Gunnlaugsdóttir,
Þórður Þórðarson, Gerður Gröndal.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir mín, systir mín og
mágkona.
JÓNBJÖRG GÍSLADÓTTIR LASSEN,
Folehavevej,
Horsholm,
Danmörku,
lést aðfaranótt 5. nóvember sl.
Útförin hefur farið fram.
Erik Lassen,
Nanna Lassen,
Margrét Lassen,
Oddný Gísladóttir,
Klaus Fischer,
Logi Einarsson.
t
Ástkær móðir okkar og amma,
ÞÓRUNN MARTA EYJÓLFSDÓTTIR
kaupkona,
Hvammabraut 10,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðar-
kirkju þriðjudaginn 10. nóvember kl.
13.30.
Hafdfs Hafliðadóttir,
Guðrún Hafliðadóttir,
Hrund Guðmundsdóttir
og barnabörn hinnar látnu.
t
Þökkum innilega fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför,
RAFNS SIGURÐSSONAR,
Bröttugötu 6,
Borgarnesi.
Sigrún Rafnsdóttir,
Signý Birna Rafnsdóttir,
Ævar Andri Rafnsson
og barnabörn.
Einar Guðleifsson,
Völundur Sigurbjörnsson,
t
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarþel, við andlát og út-
för eiginkonu, móður, tengdamóður, mágkonu og ömmu,
STEFANÍU SIGURGEIRSDÓTTUR
frá Granastöðum,
Espigerði 10,
Reykjavfk.
Þorgeír Pálsson,
Páll Þorgeirsson, Helga Þorkelsdóttir,
Sigurgeir Þorgeirsson, Málfrfður Þórarinsdóttir,
Hólmfrfður Þorgeirsdóttir, Árni Vésteinsson,
Droplaug Pálsdóttir
og barnabörn.
t
Innilegustu þakkir færum við öllum vinum okkar og velunnurum
fyrir samúðarkveðjur og vináttu, sem okkur var sýnd, við andlát
og útför okkar ástsælu dóttur, systur, móður, ömmu og sambýlis-
konu,
LÍNU KRAGH.
Sigrfður Kragh,
Þorsteinn I. Kragh,
Sveinn Kragh,
Þorsteinn Kragh,
Kjartan Guðbrandsson,
Eydfs Gréta Guðbrandsdóttir,
barnabörn,
Sveinn Gfslason.
Sveinn G.Á. Kragh,
Ellen Ingvadóttir,