Morgunblaðið - 11.11.1992, Side 1
64 SIÐUR B/C/D
258. tbl. 80. árg.
MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Reuter
Borís Jeltsín, forseti Rússlands, kannar heiðursvörð varðmanna við Buckingham-höll i fylgd Filippusar
prins, eiginmanns Elísabetar Bretadrottningar. Síðar snæddu forsetinn og eiginkona hans miðdegisverð
með Elísabetu drottningu og Filippusi.
Öll ráð notuð
gegn valda-
ránstílraunum
- segir Jeltsín Rússlandsforseti
London. Reuter, The Daily Telegraph.
TVEGGJA daga heimsókn Borísar Jeltsíns Rússlandsforseta í Bret-
landi lauk í gær og var hann fullvissaður um stuðning þarlendra
ráðamanna við umbótastefnu hans á heimaslóðum. Forsetinn ávarp-
aði sameiginlegan fund beggja þingdeilda og snæddi miðdegisverð
með Elísabetu drottningu í Buckingham-höII. Jeltsín notaði tæki-
færið og bauð drottningu í opinbera heimsókn til Rússlands og
þá hún boðið. I ræðu sinni í þinginu sagðist forsetinn ekki myndu
hika við að beita neyðarlögum ef það reyndist nauðsynlegt til að
brjóta á bak aftur nýja tilraun afturhaldsafla til valdaráns.
Jeltsín reyndi að slá á ótta
manna á Vesturlöndum við að
valdataka harðlínumanna væri yf-
irvofandi í Rússlandi. Hann sagði
að vissulega væru enn fyrir hendi
ýmis öfl sem vildu hverfa til gam-
Bretar og Frakkar deíla
um GATT og Maastricht
Mitterrand sagdur vilja draga athyglina frá einangrun frönsku sljórnarinnar
London, Haag, Bonn. Reuter.
JOHN Major, forsætisráðherra
Bretlands, sakaði í gær Francois
Mitterrand, forseta Frakklands,
raun um afskipti af breskum
innanríkismálum en i fyrradag
gagnrýndi franski forsetinn
bresku stjórnina harðlega og
sagði frestun á staðfestingu
Maastricht-sáttmálans „óafsak-
anlega". í Bretlandi er því haldið
fram, að með tali sínu um
Maastricht sé Mitterrand að
reyna að draga athyglina frá sér-
stöðu Frakka í GATT-deilunni en
þeir eru sakaðir um að standa
einir í vegi fyrir nýjum samningi
um aukin heimsviðskipti og hag-
vöxt. „Frökkum verður ekki látið
haldast þetta uppi. Málið snýst
um GATT og aftur GATT,“ sagði
breskur embættismaður.
„Það kemur aðeins í hlut breska
þingsins og stjórnarinnar að stað-
festa Maastricht-sáttmálann hér í
landi," sagði Major á þingi í gær
og bætti því við, að hann hefði skrif-
að Mitterrand lítið bréf vegna um-
mæla hans í fyrrakvöld um að frest-
un staðfestingarinnar væri „óafsak-
anleg“. í því minnti hann Mitterrand
á, að það, sem mestu máli skipti
fyrir Evrópu nú væri ekki Ma-
astricht, heldur að koma í veg fyrir
viðskiptastríð með nýjum GATT-
samningi.
Sir Peter Hordem, fórmaður Evr-
ópumálanefndar breska íhalds-
flokksins, sagði í gær, að Mitterrand
hefði kosið að þyrla upp moldviðri
um Maastricht til að beina athygl-
inni að einhveiju öðru en GATT-deil-
unni og einangrun Frakka í því
máli. „Mitterrand vill síst af öllu sjá
nýjan GATT-samning og þess vegna
reynir hann að hafa hátt um eitt-
hvað annað,“ sagði Sir Peter.
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópubandalags-
ins, EB, sagðist í gær vera vongóður
um, að nýr GATT-samningur liti
dagsins ljós fyrir áramót og gaf í
skyn, að EB væri nú samningsfús-
ara en áður í deilunni við Bandaríkja-
menn um niðurgreiðslur á fræolíu.
Taldi hann jafnvel, að samningar
gætu tekist fyrir leiðtogafund EB-
ríkjanna í Edinborg 11. og 12. des-
ember nk. Delors, sem sumir segja,
að hafi komið í veg fyrir GATT-
samning og gengið með því erinda
frönsku stjórnarinnar, fagnaði einn-
ig tilraunum Arthurs Dunkels, fram-
kvæmdastjóra GATT, til að koma
viðræðum aftur af stað.
Klaus Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, kvaðst í gær vera viss
um, að Frakkar féllust á málamiðlun
í GATT-deilunni. Hann lagði hins
vegar áherslu á, að frönsku stjórn-
inni yrði sýndur skilningur því að
það, sem hún óttaðist í sambandi
við nýjan GATT-samning, væri ekk-
ert annað en bændauppreisn. Giul-
iano Amato, forsætisráðherra Ítalíu,
lýsti í gær yfir skiiningi á afstöðu
Frakka. Hann sagði að allir, einnig
Bandaríkjamenn, yrðu að slá af kröf-
um sínum.
alla stjórnhátta kommúnismans.
Forsetinn nefndi til fyrrverandi
valdamenn í Sovétkerfinu, öfga-
fulla, rússneska þjóðernissinna,
ráðamenn í stórfyrirtækjum sem
ekki hefðu reynst færir um að laga
sig að breyttum aðstæðum og loks
hvers kyns ævintýramenn. „Póli-
tísku upphlaupin sem efnt er til
núna eru ekkert annað leikrænir
tilburðir þar sem draugar fortíðar-
innar bjóða til lokasýningar.“
Forsetinn bað fólk að sýna
Rússum skilning og sagðist viður-
kenna að enn væri unnið að því
að koma hemum og verksmiðjum
hans undir tryggilega stjórn kjör-
inna stjórnvalda. Enginn þyrfti þó
að óttast að snúið yrði af braut
umbóta þótt erfiðleikamir væru
miklir. „Það er engin önnur leið,“
sagði hann og vitnaði þar í Marg-
aret Thatcher, fyrrverandi forsæt-
isráðherra Bretlands, er hún varði
stefnu sína sem andstæðingar
sögðu of harkalega.
Forsetinn hvatti menn til forð-
ast að hreykja sér af sigri Vestur-
landa í kalda stríðinu; sigurvegar-
arnir hefðu verið andstæðingar
einræðis, jafnt í vestri sem austri.
Breska stjórnin sög*ð hafa með leynd heimilað vopnasölu til íraka
Heitið sjálfstæðri rannsókn
London. The Daily Telegraph, Reuter.
JOHN M<ajor, forsætisráðherra Bretlands,
sagði í gær að stjórn hans myndi láta sjálf-
stæðan rannsóknardómara kanna ásakanir
á hendur yfirvöldum um að þau hefðu leyft
sölu á vopnum til Iraka í lok síðasta áratug-
ar. Salan fór fram í trássi við einhliða bann
gegn slíkum viðskiptum sem Bretar settu
gagnvart innlendum fyrirtækjum. Major
sagði margt furðulegt hafa komið upp í
tengslum við mál sem höfðað var gegn
þrem mönnum fyrir vopnasölu. Málsókn
yfirvalda gegn þeim hrundi í gær er fyrr-
verandi ráðherra viðurkenndi að hafa hvatt
til sölunnar.
Mennirnir þrír eru stjórnendur fyrirtækisins
Churchill Matrix. Það var sakað um að blekkja
tollyfirvöld en einnig iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytið með því að fullyrða að verkfæri,
Major og Saddam
Leyfði stjórn Thatcher vopnasölu til íraka?
sem fara áttu til íraks, brytu ekki í bága við
bannið. í reynd átti að nota þau til að búa til
hvellhettur á sprengjur. Vitnisburður Alans
Clarks, fyrrverandi varnarmálaráðherra, var í
gær í mótsögn við fyrri vitnisburð hans að sögn
dómara sem ákvað því að sýkna mennina. Clark
sagðist hafa sagt fulltrúum Churchill Matrix
að besta leiðin til komast fram hjá „erfiðum
og smásmugulegum" reglum væri að leggja
áherslu á friðsamleg not sem hægt væri að
hafa af útflutningsvörunum. Fram kom fréttin-
um að einn hinna ákærðu hefði hætt lífi sínu
með því að njósna fyrir Breta í írak án þess
að þiggja laun fyrir vikið.
Leynileg skjöl sem birt hafa verið í réttar-
höldunum benda til þess að ríkisstjórn Margar-
et Thatcher hafí með leynd samþykkt stefnu-
breytingu varðandi vopnasöluna aðeins tveim
vikum áður en herir Saddams Husseins íraks-
forseta réðust inn í Kúveit í ágúst 1990.
Breskir fjölmiðlar segja að stjórn íhalds-
flokksins geti nú þurft að kljást við „Iraq-
gate“, hneykslismál er kunni að reynast jafn
erfitt viðureignar og íran-kontrahneykslið í
Bandaríkjunum.