Morgunblaðið - 11.11.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 11.11.1992, Qupperneq 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Bæjarstjórn Ólafsfjarðar Brottvikning Bjarna Kr. Grímssonar úr embætti bæjarstjóra í Ólafs- firði var ti! umræðu á fundi bæjarsijómar þar í gærkvöldi. Umræðan stóð í um þrjá tíma og komu fram i máli minnihlutamanna harðar ásakanir á meirihluta Sjálfstæðisflokks. Tillögu minnihlutans um að bæjarstjórn hafi forgöngu um að fram fari opinber rannsókn á við- skiptum Fjskmars hf., sem einn bæjarfulltrúa var framkvæmdastjóri fyrir, og Ólafsfjarðarbæjar, var vísað til bæjarráðs. í tillögu minnihlutans um rann- slík rannsókn fari fram á vegum sókn á viðskiptum Fiskmars og 01- afsfjarðarbæjar segir að ekki verði lengur við það unað að málið sé óupplýst og því rétt að bæjarstjóm hafi forgöngu um að leiða það til lykta með opinberri rannsókn og að bæjarráði verði falið að kanna með hvaða hætti best verði staðið að slíkri rannsókn. Sigurður Björnsson for- -maður bæjarráðs og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskmars sagði að hann hefði þegar óskað eftir að Félag verksmiðjufólks Kostnaðar- lækkanir og tilfærslur í skattamálum í ÁLYKTUN sem samþykkt var á félagsfundi hjá Iðju, félagi verk- smiðjufólks, kemur fram stuðn; ingur við hugmyndir forseta ASI um kostnaðarlækkanir og skattat- ilfærslur, þ.e. hátekjuskatta og fjármagnsteknaskatt, til lausnar vanda í atvinnumálum. Meðal þess sem kemur fram í ályktuninni eru vaxandi áhyggjur af atvinnuleysi og versnandi kjörum. Fundurinn hafnar gengisfellingu og telur hana verri kost en kostnaðar- lækkanir þar sem gengisfelling myndi raska öllum áætlunum fólks, hækka lán og auka greiðslubyrðar heimilanna. -----»■■-»-«-- embættis ríkissaksóknara og á það hefði verið fallist þannig að hann myndi nú í dag, miðvikudag senda gögn varðandi það mál. „Ég vil vísa þessu máli sjálfur til saksóknara til að sýna að ég hef hreina samvisku í þessu máli,“ sagði Sigurður. Bjöm Valur Gíslason, oddviti minnihlutans í bæjarstjórn, gagn- rýndi framgang meirihlutans í þessu máli og sagði sjálfstæðismenn hafa leikið bæjarfélagið grátt, flokkurinn væri gegnsýrður af innanflokksátök- um og ófær um að stjóma bæjarfé- laginu. Þá sagði hann að ef farið yrði eftir samningum sem legið hefðu fyrir bæjarráði fyrir nokkru myndi uppsögn bæjarstjóra kosta bæjarsjóð tæpar 4 milljónir króna. Óskar Þór Sigurbjörnsson, forseti bæjarstjórnar, sagðist harma að svona hefði farið en röð misklíðar- mála hefði magnast upp í hatramm- ar deilur milli manna sem enduðu um þessum hætti. Norræn menningarkynning hafin í London Mesta lista- og menningarkynning, sem Norðurlönd- in hafa staðið að sameiginlega á Bretlandi, hófst í gær. Listahátíðin er haldin í Barbican menningar- miðstöðinni í London. Forseti íslands var viðstaddur setningarathöfnina í gær ásamt Margréti Dana- drottningu, Koivisto, fo^seta Finnlands, og konungs- hjónum Noregs og Svíþjóðar auk Elísabetar Bret- landsdrottningar. A myndinni heilsar Bretadrottning ljósmyndurunum Ragnari Axelssyni og Páli Stefáns- syni, sem sýna myndir sínar í menningarmiðstöðinni. íslandsbanki hækkar verðtryggða útlánsvexti um 0,25 prósentustig Fylgjum eftir vaxtahækkunum sem orðið hafa á markaðnum - segir Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri hjá íslandsbanka Ekkert lát áskjálftum við Kötlu EKKERT lát er á sþjálftavirkn- inni á Kötlusvæðinu og staðan þar óbreytt frá því að skjálftarn- ir hófust í sumar. Að sögn Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings hefur skjálftavirkni af þessum toga oft staðið lengi á árum áður og því ekki hægt að tejja skjálfta- virknina nú óeðlilega. Sem fyrr mælast um 10 skjálftar á viku, þeir stærstu í kringum 3 stig á Richter. Að sögn Páls hafa rannsóknir á skjálftavirkninni nú ekki getað leitt í ljós hvort um sam- drátt eða þenslu er að ræða undir jöklinum en þær rannsóknir halda áfram. ÍSLANDSBANKI hækkar vexti á verðtryggðum útlánum um 0,25 prósentustig á vaxtabreytingar- degi í dag, en vextir á óverð- tryggðum útlánum breytast ekki nema að víxilvextir lækka um 0,2 prósentustig í 11,60% og vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,1 prósentustig. Utlánsvextir á verðtryggðum lánum í algeng- asta flokki eru eftir breytinguna 9,5%. Þá hækkaði ávöxtunar- krafa á húsbréfum hjá Lands- bréfum, viðskiptavaka húsbréfa, 17,95% I gær og hefur ávöxtunar- krafan hækkað um fjórðung úr grósenti á tæplega mánuði. Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur ekki verið jafn há frá í febrúar- mánuði í ár. Ragnar Önundarson, fram- kvæmdastjóri hjá íslandsbanka, sagði aðspurður um ástæður vaxta- hækkunarinnar að þeir væru að fylgja eftir vaxtahækkunum sem orðið hefðu á markaðnum. Raun- ávöxtun á spariskírteinum á eftir- markaði á Verðbréfaþingi íslands hafi hækkað frá september til októ- ber og íslandsbanki hækki vextina í samræmi við það. Algengustu vextir á verðtryggðum útlánum hjá bankanum séu nákvæmlega 2% yfír vöxtum á eftirmarkaði eins og gengið hafí verið útfrá. Raunávöxtun á spariskírteinum á eftirmarkaði á Verðbréfaþingi íslands hækkaði í 7,54% í október samanborið við 7,28% í september eða um 0,26 prósentustig. Raun- ávöxtunin var 7,10% í ágúst og hafði þá sigið upp á við um 0,18 prósentustig frá því í maímánuði í kjölfar kjarasamninga, en í tengsl- um við þá voru vextir á spariskír- teinum lækkaðir um eitt prósentu- stig úr 7,5% í 6,5%. Þá gáfu innláns- stofnanir út yfírlýsingar sem aðilar vinnuinarkaðarins túlkuðu þannig að viðmiðun við ákvörðun á vöxtum algengustu flokka fasteigna- tryggðra skuldabréfa yrði með um það bil 2% vaxtaálagi á spariskír- teini ríkissjóðs í frumsölu eða á eftirmarkaði. Annað útboð af þremur í ár á spariskírteinum ríkissjóðs fer fram f dag. Verða boðnar út 100-400 milljónir króna til 5 og 10 ára. Aðrar innlánsstofnanir breyta ekki vöxtum í dag að öðru leyti en því að álag á kjörvexti í c-flokki hjá Búnaðarbanka hækkar úr 1,75% í 2%. Hagkvæmniathugun vegna sæstrengs samþykkt Hollensku fyrirtækin bíða eftír ákvörðun Reykjavíkurborgar SAMNINGUR um hagkvæmniat- hugun á framleiðslu, flutningi og dreifingu raforku frá íslandi um sæstreng til Hollands hefur nú verið samþykktur af hinum þremur hollensku fyrirtækjum, PGEM, EPON og NKF Kabel. Taka átti afstöðu til samningsins á fundi borgarsljórnar sl. fimmtudag en ákvörðun var frestað til næsta fundar. Verk- efnissljórinn, Jaap Sukkel, segir framkvæmd hagkvæmniathug- unarinnar bíða ákvörðunar borg- aryfirvalda. Harðar ásakanir vegna uppsagnar bæjarstjóra í dag Hassmálið i Marokkó íslendingurinn má búast við allt að 5 ára fangelsi. 4 Forræðismáliö í Tyrklandi Dómarí tekur ekki afstöðu til frá- vfsunarkröfu Sophiu. 18 Tvíburarnir á Akranesi Samningar náðust í gær milli Feyenoord og Skagamanna. 42 Leiðari Skuldastaða sjávarútvegsins 22 Bækur ► Ljóðahátíð í Lundi - Hvemig var Federico? Um García Lorea - Heimspekirit - Ljóðabækur - Smásögur - Allsherjargoðinn - Hundshjarta Búlgakovs Úr verinu ► Loðnuskipin með megnið af síldarkvótanum - Sjávarútvegs- ráðherra Mexlkó lýst vel á sam- vinnu við íslendinga - Ástand ís- lenzka þorskstofnsins Myndasögur ► Eldspýtnastokkaleikur - Hver fær bréfið? - Falin setning - Leikhúsin í landinu - Svör við þrautum. Nú eru staddir hér á landi 5 Hollendingar, þ. á m. yfirmenn yfir fjórum af þeim fimm vinnuhópum, sem hafa verið ákveðnir í tengslum við hagkvæmniathugunina. Reykja- vikurborg á eftir að skipa yfirmann yfir hópnum um virkjanir. Hollend- ingamir hafa verið að funda með aðilum innan borgarinnar, þ. á. m. rafmagnsstjóra, hafnarstjóra og borgarhagfræðingi og í dag munu þeir kynna verkefnið fyrir borgar- fulltrúum. „Vinnuhópamir sem hafa verið myndaðir eru nú tilbúnir að hefja vinnu við hagkvæmniathugun sem væntanlega mun standa yfír í 1 lh ár. Fyrsta stigið mun taka 6 mán- uði þar sem við munum m.a. rann- saka uppbyggingu kapalsins. Einn- ig þurfum við að rannsaka ná- kvæmlega þá leið sem strengurinn þarf að fara eftir sjávarbotninum, sérstaklega leiðina frá íslandi til Færeyja,“ segir Sukkel.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.