Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.11.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR il. NÓVEMBER 1992 Morgunblaðið/Gunnar Blöndal Utför Þórðar Þ. Þorbjarnarsonar Útför Þórðar Þ. Þorbjamarsonar borgarverkfræðings var gerð frá Hallgrímskirkju í gær að viðstöddu fjölmenni. Sr. Jón Bjarman jarðsöng. Utförin fór fram á vegum Reykjavíkurborgar í virðingarskyni við hinn látna. Kistuna bám Davíð Oddsson forsætisráðherra, Markús Öm Antonsson borgarstjóri, Ólafur B. Thors forstjóri, Birgir ísl. Gunnarsson bankastjóri, Tryggvi Ásmundsson læknir, Jón G. Tómasson borgar- ritari, Guðmundur Kr. Guðmundsson arkitekt og Björn Björnsson prófessor. VEÐUR VEÐURHORFUR / DAG, 11. NOVEMBER YFIRLIT: Fyrir sunnan land er all víðáttumikið lægðarsvæði sem þokast austur. 8PÁ: Norðanátt, sumstaðar allhvöss vestanlands en heldur hægari ann- ars staðar. Bjartviðri sunnanlands en él í öðrum landshlutum. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg eða suðvestlæg átt, víðast gola eða kaldi og fremur kalt. Él um suðvestan- og vestanvert landið. HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Breytileg átt, gola eða kaldi og fremur kalt. Sumstaðar él á annesjum en annars þurrt og víða létt- skýjað. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22.30. Svarsími Veðurstofu Islands — Veðurfregnir: 990600. ▼ Heiðskírt / / / / / / / / Rigning tik Gi A • Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað * / * * * * * / * * / * / * * * Slydda Snjókoma V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og f)aðrimar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V stig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl.17.30ígær) Hálka á vegum í nágrenni Reykjavíkur og austur um Árnessýslu en að öðru leyti greiðfært og er vel fært um Suðurland til Austfjarða, en hálka á fjallvegum. Ágæt færð er fyrir Hvalfjörð um allt Vesturiand, vestur fyrir Gilsfjörð en umtalsverð hálka er á þessu svæði. Klettsháls er ófær vegna veð- urs. Fært er milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar en Hálfdán og Hrafns- eyrarheiöi eru ófærar. Greiðfært er norður yfir Holtavörðuheiði. Þar er hálka og ti! Hólmavíkur og þaðan er stórum bílum og jeppum fært til ísafjarðar, skafrenningur er á Breiðadals- og Botnsheiðum en þær eru færar. Fært er um Norðurland og Norðausturland og allt til Austfjarða en hálka er é fjallvegum. Lágheiði og Axarfjarðarheiði eru ófærar vegna snjóa. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hitl +1 0 voöur alskýjað léttskýjað Bergen s rigning Helsinkl 3 skýjað Kaupmannahöfn 8 þokumóða Narssarssuaq +11 léttskýjað Nuuk snjókoma Ósló 1 skýjað Stokkhólmur s skýjað Þórshöfn 6 skúr Algarve 19 skýjað Amsterdam 10 skúr Barcelona vantar Berlín 8 rigning Chicago 8 alskýjað Feneyjar 11 alskýjað Frankfurt 10 skýjað Glasgow 8 skúr Hamborg 8 skúr London vantar Los Angeles vantar Lúxemborg 10 skýjað Madrfd 15 þokumóðá Malaga 20 mistur Mallorca 19 hálfskýjað Montreal +4 skýjað NewYork 2 léttskýjað Oriando 22 skýjað París 12 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 20 þokumóða Vín 6 hálfskýjað Washington 2 mistur Winnipcg +1 snjókoma Gripinn í Ceuta með 10,5 kíló af hassi Á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi ÍSLENDINGURINN sem var handtekinn í spænsku fríhafnarborg- inni Ceuta í Marokkó um síðustu mánaðamót með 10,5 kg af hassi, á yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi, að sögn Marin Guðrún- ar Briand de Crevecoeur, ræðismanns Islands í Malaga á Spáni. Hún segir að afgreiðsla sakamála á Spáni taki langan tíma. Maðurinn, sem er á þrítugs- aldri, er í varðhaldi í Ceuta, en ferðafélagi hans er laus úr haldi. Marin Guðrún kvaðst eiga von á því að maðurinn yrði sendur til Cadiz eða Santa Maria þegar yfir- heyrslum væri lokið í Ceuta, en það gæti tekið talsverðan tíma. Marin Guðrún kvaðst telja víst að maðurinn yrði látinn afplána dóm vegna hassinnflutningsins á meg- inlandi Spánar. „í augnablikinu gerist ekkert í málinu. Hann er í fangelsi og hef- ur viðurkennt að hafa átt það sem var í bílnum hans. Nú bíður hann þess að lokið verði við rannsókn málsins og þá verður hann fluttur yfir á meginland Spánar. Hann keypti hassið í Marokkó en hvar það var veit ég ekki. Hann fær langan dóm fyrir 10,5 kg,“ sagði Marin Guðrún. Hún kvaðst telja líklegt að refs- ingin yrði um 5 ár, ef miðað væri við sambærileg mál. „Hann getur ekki sagt að hann hafí keypt þetta handa sjálfum sér, hér er um of mikið magn að ræða,“ sagði Mar- in Guðrún. Um mánaðamótin september- október var þrítugum íslendingi sleppt úr fangelsi í Paris vegna innflutnings á hassi. Hann hafði búið á Suður-Spáni, en ekki er vitað hvort hér sé um sama mann- inn að ræða. Bjöm Halldórsson, yfírmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði mestur hluti þess hass sem er á markaði á íslandi sé keyptur í Afríku. Algengast sé að efnin fínnist við innflutning frá megin- landi Evrópu, einkum Hollandi. Annar íslendingur á þrítugs- aldri hefur setið í varðhaldi í Mala- ga á Spáni í fjóra mánuði vegna gruns um að hann hafí nauðgað og sfungið með hnífí 68 ára gamla þýska konu. Umræddur verknaður er talinn hafa átt sér stað á heim- ili konunnar, sem hefur búið í Malaga í um 20 ár. íslendingurinn hefur búið í Malaga undanfarið ár. Marin Guðrún sagði að miklð hefði verið unnið í máli mannsins. Búið væri að ráða þriðja lögfræð- inginn sem veijanda mannsins. „Fyrsti lögfræðingurinn var skipaður af ríkinu og fékk enga greiðslu og því gerðist ekki neitt. Nú höfum við fengið peninga til að greiða veijendalaun og fengið þriðja lögfræðinginn í því skyni. Nú vonum við það besta,“ sagði Marin Guðrún. Frystitogaramir gera það gott í Skeijadjúpi FRYSTITOGARARNIR hafa verið að gera það gott utarlega í Skerja- djúpi að undanförnu. Sjóli HF kom inn í síðustu viku með 325 tonn af hausskornum og slógdregnum karfa á markað í Japan. Verð- mæti farmsins er tæpar 50 milljónir króna. Aflann fékk Sjóli á um 18 dögum. Haraldur Kristjánsson HF, sem gerður er út af Sjólastöðinni eins og Sjóli, er væntanlegur inn í kvöld með nærri fullfermi, 280 tonn af karfa á Japansmarkað. Aflann fékk Haraldur á svipuðum tíma og Sjóli. Þessi tveir togarar hafa, ásamt mörgum öðrum, allt upp í 10 í senn, verið í Skeijadjúpinu i um tvo mánuði og eru þeir komnir með 1.200 til 1.300 tonn hvor upp úr sjó á þeim tíma. Frystitogararnir voru á svipuð- um slóðum í fyrra og yar þá einn- ig mjög góður afli, jafnvel betri en nú. Góður markaður hefur ver- ið fyrir karfann í Japan, en með fjölgun skipanna, hefur heldur þrengzt þar um, að sögn Helga Kristjánssonar, útgerðarstjóra Sjólastöðvarinnar. Sjá nánari fréttir af aflabrögð- um í Úr verinu bls. C4-5. Sólbaðsstofuræninginn í gæsluvarðhald Áður verið kærður fyr- ir nauðgun og líkamsárás MAÐUR sá sem rændi sólbaðsstofuna á Laugavegi 99 á mánudags- morguninn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 25. nóvem- ber nk. Þessi úrskurður var kveðinn upp að beiðni Rannsóknarlög- reglu ríkisins í héraðsdómi Reykjavíkur í gærdag. Áður hefur mað- ur þessi verið kærður fyrir nauðgun og líkamsárás. Þórir Oddsson vararannsóknar- lögreglustjóri segir að nauðgun sú sem maðurinn er kærður fyrir hafí átt sér stað í Hafnarfírði síðasta sumar. Rannsókn þess máls er að mestu lokið. Auk þess er maðurinn ákærður fyrir alvarlega líkamsárás og átti raunar að mæta hjá dómara vegna hennar morguninn sem hann framdi ránið á sólbaðstofunni. Mað- ur þessi hefur oft komið við sögu lögreglunnar áður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.