Morgunblaðið - 11.11.1992, Síða 14

Morgunblaðið - 11.11.1992, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Syndaselir eftir Einar Júlíusson Skýrslur Hafrannsóknarstofnun- ar um stofnstærðir fiska hér við land virðast yfirleitt mjög vel unnar og vafasamt að nokkrar þjóðir fylg- ist betur með sínum fiskistofnum. Þó eru þar undantekningar á, t.d. það sem skýrslur þessar hafa um seli að segja en selarannsóknir HAFRÓ á seinni árum virðast mér ekki mjög merkilegar. Er selurinn að éta okkur út á gaddinn? Um þverbak keyrir í sérblaði Morgunblaðsins „Ur verinu“ (9. sept.). Þar segir í stórri fyrirsögn: Selur át 300 þús. tonn af nytjafiski við ísland 1979. Tvennt er sláandi við þessa fyrirsögn. í fyrsta lagi úrvinnsluhraðinn. Að það skuli hafa tekið sérfræðingana 13 ár að reikna út hvað selurinn át mikið 1979. í öðru lagi hvað niðurstaðan eftir allan þennan tíma getur verið dæmalaust vitlaus. Ætli árleg refa- og selaveiði á íslandi sé svo ósam- bærileg í fjölda dýra talið. En refur- inn er ofveiddur og refastofninn e.t.v. ekki mikið meira en tíundi hluti af selastofninum og hver ref- ur 10 sinnum léttari svo þessi fyrir- sögn hljómar í mínum eyrum eins og ef Rannsóknarstofnun landbún- aðarins kæmi með stóra fyrirsögn í Morgunblaðinu: Dýrbítar átu 3 þús. tonn af lambakjöti á íslandi í fyrra. Hvað þarf selastofninn að éta? Selastofninn 1979 var áætlaður 45 þús. landselir og 10 þús. útsel- ir. Samkvæmt skrifum Erlings Haukssonar í Morgunblaðinu 24. júlí 1991 og blöðunum fyrir Náms- gagnastofnun 1992 er talið að meðallandselur þurfí 673 kg af sjávarfangi og útselur 1,57 tonn á ári. Samkvæmt þessu var heildar- fæðuþörfín 46 þús. tonn og sú tala er örugglega ekki ofmetin. En hversu stór hluti af þessu skyldi vera nytjafiskar? Aðeins lítill hluti af fískistofnum íslands er nytja- fískur og langflestir fískar við ís- land þjóna einungis þeim tilgangi að verða málsverður fyrir þá físka sem okkur þóknast að nytja. Hvað þurfa þorskfiskarnir að éta? Tökum þorskstofninn til dæmis. Lítið er eftir af honum og mun veiðistofninn á þessu ári, 1992, hafa verið um 450 þús. tonn. Talið er að hver þorskur þurfi að fá sex til sjöfalda þyngd sína í mat á ári svo að veiðistofn þorsks mun éta einar 3 milljónir tonn af öðru sjávarfangi 1992. Miðað við aðra aldurshópa er nú mikið af 8 og 9 ára þorski í sjónum og hafí Ólafur Karvel Pálsson ekki ofmetið hlut- deild þorsks í fæðu þorsks eru í þessari heildarsummu um 80 þús. tonn af þorski. Enda heyrast stöð- ugt háværar raddir að það verði að grisja veiðistofn þorsksins dug- lega svo að þeir sem eftir eru hafí nú nóg að éta og þurfí ekki að grisja þorsk. En át veiðistofnsins segir ekki alla söguna. Þó að nýlið- unin hafí snarminnkað á þessum síðustu og verstu tímum þá eru samt í sjónum hátt í 300 þús. tonn af 2-3 ára þroski sem þarf sinn mat eins og aðrir þorskar. Um stofnstærð yngri þorska skal ekki fjölyrt að sinni. Grisjunarsinnar gleyma því líka að árið 1955 var veiðistofn þorsksins yfir 2 milljónir tonna og heildarstofninn þá yfír 2,5 milljónir tónna. Sá þorskstofn þreifst vel svo hann hefur ekki verið í vandræðum með að fínna 15-20 milljónir tonna af fæðu sér til viðurværis það árið. Virðist mér ótrúlegt að hann hafí étið eins mik- inn þorsk og fæðumælingar Ólafs Karvel gefa til kynna. Fæðuþörf nytjafíska okkar ætti næstum að tvöfaldast í ein 30-35 millj. tonn á ári ef ýsan, ufsinn og karfínn eru taldir með, en karfínn er stærsti nytjafískstofninn á íslandsmiðum fyrir utan loðnuna. Hún er samt sennilega verðmætari sem fæðu- fískur a.m.k. á meðan hún fer í gúanóið. Samanburður á stofnstærð þorska og fæðudýra hans Ekki gengur fyrir þorskinn að éta upp alla fæðuna á einu ári. Svo vitlausir eru þorskamir í sjónum heldur ekki. Þeir stunda kjörveiðar á sínum fæðufiski svo stofn þeirra fari nú ekki minnkandi ár frá ári og lífskjör þorskanna síversnandi. Fæðudýr þorsksins em mörg hver skammlíf svo þorskarnir mega sækja grimmt en þó varla yfír 30-35% svo stofn fæðudýranna verður að vera a.m.k. hátt í 100 milljónir tonn til að þorskstofn í fuHri stærð og aðrir nytjafískar okkar hafí nóg að éta. Ætla mætti að stofn fæðudýranna hefði nú Einar Júlíusson „Ætli það verði því ekki í lok ársins talsvert minna en 285 þús. tonn eftir af þorskstofnin- um, þessari stærsta auðlind Islendinga, sem ætti að skipta milljón- um tonna ef eitthvert vit væri í fiskveiði- s1jórnuninni?“ stækkað verulega þar sem þorsk- stofninn hefur stórlega minnkað en það er samt óvíst og höldum okkur við þessa tölu. Berum svo þessi 100 milljón tonn saman við leifar veiðistofns þorsksins í ár, sem er aðeins 450 þús. tonn, þ.e. þorsk- stofninn var 636.120 tonn í byrjun ársins og verður 306.375 tonn núna í lok ársins 1992 samkvæmt þeim tölum og reikniaðferðum er notaðar eru í skýrslu HAFRÓ í ár um nytja- stofna og aflahorfur. Reikningarnir byggjast á ákveðnum forsendum og þorskstofninn í lok ársins verður auðvitað ekki nákvæmlega þau 306.375 tonn sem lesa má út úr skýrslu HAFRÓ. Það fæst ekki lok- aniðurstaða um stærð árganganna fyrr en búið er að veiða þá upp og þessar bráðabirgðatölur geta verið talsvert ónákvæmar. Öll framtíð- arspá byggist á fortíðarathugun og því má reyndar allt eins búast við því að á tímum versnandi ástands séu slíkar spátölur of háar, jafnvel stórlega ofmetnar. Þegar stofninn er á niðurleið hafa fyrstu tölur HAFRÓ og reyndar líka allar þeirra framtíðarspár alltaf reynst of háar og skýrslan í fyrra ofmat t.d. þorsk- stofninn í ársbyijun í fyrra um 210 þús. tonn. Eru þó alls ekki öll kurl komin til grafar enn varðandi stærð þorskstofnsins 1991, hvað þá 1992. Ætli það verði því ekki í lok ársins talsvert minna en 300 þús. tonn eftir af þorskstofninum, þessari stærsta auðlind íslendinga, sem ætti að skipta milljónum tonna og gefa af sér helmingi meiri afla með helmingi minni sókn ef eitthvert vit væri í fískveiðistjórnuninni? Þessi samanburður á stærð þorskstofnsins og fæðudýa í sjón- um ætti allavega að sýna mönnum hve lítill hluti af fískinum í sjónum er nytjafiskur. Ég hef ekki trú á því að selir sækist svo sérstaklega eftir nytjafiski. Það ber öllum sam- an um að selir éti það sem er kjafti næst, krossfísk, skelfísk, smokk- fisk, sandsíli hrognkelsi, marhnúta o.s.frv. Mér sýnist selurinn veija mestum tíma sinum við yfirborðið og við ströndina og hefði haldið að algengir uppsjávarfískar eins og loðna, síld og sandsíli væru meira á vegi hans en botnfískar eins og þorskar. Hélt reyndar líka að ungþorskarnir væru flestir fyrir norðan og selimir flestir fyrir sunn- an. Hvað étur selurinn þá af nytjafiski? í blöðunum sínum fyrir náms- gagnastofnun tilgreinir Erlingur Hauksson nákvæmlega fæðusam- setningu sela og hún er þar að lang- mestu leyti nytjafískar, næstum íjórðungur þorskur, fjórðungur ufsi og fimmtungur aðrir nytjabotnfisk- ar. Loðna og síld eru aðeins 5%, hrognkelsi svipað en sandsíli innan við 10% og aðrir ónytjafískar og hryggleysingjar svipað. í ljósi þess hve nytjafiskar eru örlítill hluti af heildarfisknum eða heildarfæðunni í sjónum kemur mér þetta mjög á óvart og hefði ég frekar áætlað að selurinn hafí étið 3-5 þús. þorsk- ígildistonn af nytjafíski árið 1979. Loðnan gæti þá verið um helming- urinn af þessum þorskígildistonn- um en þorskurinn sjálfur 1-2 þús. tonn. Ég hef ekki gert neinar rann- sóknir á fæðusamsetningu sela á íslandi, tel hæpið að styðjast ein- vörðungu við erlendar niðurstöður en veit ekki um neinar nákvæmar rannsóknarniðurstöður hér aðrar en þær sem Erlingur hefur gert og birti í Hafrannsóknum 1984 og í Ægi 1989. Ég get því ekkert fullyrt að það sé rángt hjá honum að íslenskir selir sæki sérstaklega í nytjastofnana, eltist.einkum við botnfisk og hafí ungþorsk í sér- stöku uppáhaldi. Ég get aðeins útskýrt af hverju ég trúi mjög var- lega þessum niðurstöðum. Varð- andi þá niðurstöðu Erlings að selir nærist að langmestu leyti á botn- físki af þorskfiskaætt má benda á að selir eru ekki algengur afli í botnvörpum togaranna. Hinsvegar munu 1.271 selur hafa drepist á kvalafullan hátt í hrognkelsanetum á grynningum við ísland árin . 1977-1978 eingöngu. Nýrri tölu hef ég ekki. Étur selurinn meira en sjómennirnir afla? Mótsagnakenndar niðurstöður geta heldur aldrei verið allar réttar en á mótsögnum ber talsvert í greinum Erlings. í fréttagrein merkt Hafrannsóknarstofnuninni (Mbl. 21. mars 1992) telur Erling- ur selina éta 3.658 tonn af ung- þorski á ári. Og jafnvel þó að ég taki nú stærstu tölur Erlings eða þessa hárnákvæmu tölu hans um 3.568 tonn af þorski af fullri al- vöru geta þær auðvitað aldrei orð- ið að 300 þús. tonnum af nytja- fiski á ári eða rýrt mögulegan þorskkvóta um tugi prósenta en hvort tveggja hefur Erlingur hald- ið fram árum saman. Nú er fyrir- sögnin umrædda að vísu eftir blaðamann Morgunblaðsins og Erl- ingur mun í fyrirlestri sínum ekki hafa talað um beint át selanna heldur að áhrif þess væru 300 þús. tonn. Hann fullyrti hinsvegar á öðrum stað í fyrirlestri sínum að selirnir ætu almennt á hveiju svæði álíka mikið og fiskimenn veiddu, og alls yfír 11 milljón tonn í norðurhöfum. Væntanlega eru þá að hans mati áhrif þessa áts margfalt (fertugfalt?) meiri svo það mætti á þessu skilja að fisk- veiðiþjóðir í Norðurhöfum gætu margfaldað (varla þó fertugfald- að??) afla sinn af nytjafiski með því að eyða selunum. Hvernig sem ég reyni að skilja orð hans finnst mér þau fjarstæðukennd. Miðað við þær fullyrðingar hans að nytja- botnfiskur sé um 70% af fískáti íslensku selanna er hann að segja að botnfískkvóti hér gæti verið meira en 200 þús. tonnum hærri ef selum væri útrýmt, eða að át selanna minnki mögulegan afla um hátt í 200 þús. þorskígildistonn. Það er reyndar í samræmi við fyrri fullyrðingar Erlings í Ægi að selur- inn minnki mögulegan afla af þorski.og ufsa einum um 256,2 tonn. Ég tel sem sagt að (skamm- tíma) áhrif selanna í þorskígildum talið séu um 50 sinnum minni en Erlingur fullyrti í þessum fyrir- lestri sem og í grein sinni í Ægi. Höfundur er eðlisfræðingur og varaformaður Lífs og lands. Sýnum öldruðum til- litssemi í umferðinni eftir Margréti Sæmundsdóttur Ekið var á sjötíu og sjö ára konu á gangbraut, ekið á sjötíu og átta ára karl á leið yfír akbraut, ekið á sjötíu og fímm ára karl á leið yfír akbraut, sextug kona varð fyrir bfl, fullorðin hjón létu lífíð í hörðum árekstri. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um umferðarslys í fréttum fjölmiðla síðustu mánuði. Það sem af er þessu ári (jan- úar/október) hafa 19 manns látið lífið í umferðarslysum og 7 þeirra sem létust voru 70 ára og eldri. í aldurshópnum 65 ára og eldri voru 4 gangandi vegfarendur. Þetta eru hörmuleg tíðindi og mál er að linni. Streita og óánægja fólks kemur fram í aksturslaginu. Það er lífs- hættulegt ef streitan nær tökum á ökumönnum. Ökumaður í uppnámi hefur ekki hugann við aksturinn og er hættulegur sjálfum sér og öðrum. Sú staðreynd að margir hafa látið lífið og slasast alvarlega í umferðinni að undanfömu sýnir að eitthvað mikið er bogið við hegð- un fólks í umferðinni. Líti nú hver í eigin barm. Gangandi vegfarendur í hættu Börn og aldraðir eru í meiri hættu í umferðinni en aðrir aldurshópar, og eru jafnframt fjölmennastir ineð- al gangandi vegfarenda. Talið er að það sé þrisvar sinnum hættu- legra að vera gangandi í umferð- inni en á bíl. Þegar aldurinn færist yfír minnk- ar viðbragðsflýtir, heyrn og sjón daprast og líkamlegt atgervi er annað en hjá ungu fólki. Þeir sem nú eru komnir á eftirlaunaaidur hafa ákveðna sérstöðu í umferð- inni. Aldraðir og jafnvel fólk á miðj- um aldri er alið upp við allt aðrar umferðaraðstæður en nú tíðkast. Margt aldrað fólk hefur ekki kynnst borgarumferð fyrr en á efri árum. Baldur Kristjánsson sálfræðingur segir í grein sem hann skrifar um umferðarslys. „Hröð umbylting hef- ur orðið á íslensku þjóðfélagi, úr hefðbundnu bænda- og veiðimanna- samfélagi í nútímalegt, hátækni- vætt og að mestu leyti þéttbýlis- samfélag. Eftir því sem næst verður komist hefur þéttbýlisþróun hvergi verið eins hröð í Evrópu á síðari árum.“ Baldur heldur því einnig fram að hinir miklu búferlaflutningar úf dreifbýli í þéttbýli ásamt örri fólks- fjölgun stuðli að því að gefa íslandi og þá sérstaklega þéttbýli, „yfír- bragð landnemaþjóðfélags". Aldraðir og börn eru ekki þrýstihópar Frá árinu 1982 til 1991 hefur bifreiðum fjölgað um 30.000 eða úr 107.000 í 137.000. Þessi mikla fjölgun setur mark sitt á allt um- hverfíð, og umferðarslys verða tíð- ari. Sumir segja að umhverfíð sé betur sniðið að þörfum ökumanna en gangandi fólks eða hjólreiða- manna, enda eru ökumenn marg- falt sterkari þrýstihópur en börn og gamalt fólk sem er flest gang- andi. Bíllinn hefur forgang, kröfum Margrét Sæmundsdóttir „Algengasta ástæða umferðarslysa er of hraður akstur miðað við aðstæður, þetta er staðreynd sem of marg- ir ökumenn vilja ekki viðurkenna.“ hans er betur sinnt en gangandi vegfarenda. Vegir og umhverfi þeirra Margir halda því fram að áhersla hafí fremur verið lögð á að fólk læri að lifa við umferðarhættu og bregðast við henni, en að ryðja hættunni úr vegi. Þetta er varhuga- verð stefna, markmiðið hlýtur að vera að laga umhverfið að þörfum fólks en ekki fólkið að umhverfinu. Þegar við veltum fyrir okkur við- horfum almennings til umferðar- mála, kemur í Ijós að oftast nær eru þau jákvæð og vilji til þess að bæta umferðarmenningu. Þó eru alltaf einhverjir sem ekki skilja mikilvægi umferðaröryggis og hafa ríka þörf fyrir að storka örlögunum. Því hefur einnig verið haldið fram að íslendingar beri minni virðingu fyrir lögum og reglum en þjóðir þar sem umferðarmenning hefur þróast lengur. Þannig verða vegfarendur vitni að vísvitandi umferðalagabrot- um án þess að finnast það tiltöku- mál. Algengasta ástæða umferðar- slysa er of hraður akstur miðað við aðstæður, þetta er staðreynd sem of margir ökumenn vilja ekki viður- kenna. Ef allir vegfarendur taka hönd- um saman, sýna aðgát og tillitsemi í umferðinni mun okkur farnast vel. Höfundur er fulltrúi hjá Umferðarráði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.