Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 32

Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992 Jóhann Hjálmtýs son - Minning í dag fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík útför Jóhanns Hjálm- týssonar, en hann lést 2. nóvember sl. Jóhann fæddist 15. júlí 1924 í Villingadal í Dalasýslu. Foreldar hans voru Sigurfljóð Jónsdóttir og Hjálmtýr Jóhannsson, bóndi. Þegar Jóhann var fjögurra ára að aldri flutti fjölskyldan að Saurstöðum í Haukadal og ólst þar upp ásamt fimm systkinum. Á úppvaxtarárum Jóhanns varð sveitin fyrir stóráföllum er sauðfjár- sjúkdómar hetjuðu á bústofninn og því fátt til bjargar og kjör kröpp. Jóhann þurfti ungur að taka til hendinni og létta undir með heimil- inu. Um tvítugt flutti hann úr föður- húsum til Reykjavíkur. Næstu fímm ár starfaði hann við þau störf sem til féllu, en 1949 hóf hann störf hjá Sambandi íslenskra samvinnufé- laga og starfaði lengst af hjá Kjöt- iðnaðarstöð sambandsins á Kirkju- sandi. Jóhann var ákaflega sam- viskusamur starfsmaður og hollur húsbændum sínum eins og íjörutíu ára starf á sama vinnustað sýnir. Um líkt leyti og Jóhann hóf störf hjá Sambandinu kynntist hann Ágústu Jónsdóttur Rafnar, og hófu þau fljótlega búskap. Þau giftust ekki en sambúð þeirra varaði svo lengi sem Ágústa lifði, en hún lést 9. febrúar 1985. Sambúð þeirra Jóhanns og Ágústu var farsæl og eignuðust þau soninn Stefán sem er trétæknir að mennt og kvæntur er Katrínu Ámadóttur og eiga þau þrjú börn. Ágústa sem var ekkja og hafði verið gift Stefáni Rafnar átti fýrir tvær dætur þær Þórunni Rafnar sem gift er undirrituðum og Hildi Rafnar sem gift er James Padgett og er búsett í Bandaríkjun- um. Jóhann ól upp dætur Ágústu sem sínar eigin og þegar bama- bömin komu til skjalanna var ávallt tilhlökkunarefni ef fyrir dymm stóð heimsókn til afa og ömmn á Bald- ursgötu. Þar áttu börnin víst hlýlegt viðmót húsráðenda enda bæði með afbrigðum bamgóð og rólegt and- rúmsloft ríkjandi á heimilinu. Jóhann helgaði heimilinu krafta sína en átti jafnframt ýmis áhuga- mál. Hann hafði mikinn áhuga á bókum, ekki síst bókum sem fjöll- uðu um ættfræði og kom sér upp góðu bókasafni. Einnig var hann áhugasamur mynt- og frímerkja- safnari. Jóhann var ákaflega póli- tískur og fylgdist vel með lands- málaumræðunni. Þar var hann trúr uppmna sínum og fylgdi jafnan Framsóknarflokknum að málum. Á árinu 1984 veiktist Ágústa af illkynja sjúkdómi. í erfiðu sjúk- dómsstríði hennar komu vel í ljós mannkostir Jóhanns. Umhyggja hans átti sér engin takmörk og vakti aðdáun þeirra sem til þekktu. Við andlát Ágústu hófst erfítt tímabil í ævi Jóhanns, en öll él stytt- ir upp um síðir og fyrir fjórum ámm kynntist Jóhann Herdísi Hauksdótt- ur. Hófu þau fljótlega búskap og giftust síðan í júní á þessu ári og höfðu þau því aðeins verið gift í tæpa sex mánuði er Jóhann andað- ist. Samband þeirra var traust og færði þeim hamingju. Að leiðarlokum vil ég þakka góða samfylgd. Blessuð sé minning hans. Hallgrímur Jónsson. Okkur systkinin langar til að minnast afa okkar, Jóhanns Hjálm- týssonar, sem lést I Landspítalanum að kvöldi 2. nóvember sl. Afí, eða afí á Baldó, eins og við kölluðum hann, var hjartahlýr og barngóður maður. Ekki munum við eftir því að hann hafí nokkum tíma skamm- að okkur, enda var alltaf komið fram við okkur eins og jafningja. Það var ávallt tilhlökkunarefni að vera nótt hjá ömmu og afa á Bald- ursgötunni, en þar bjuggu þau lengsf af. Okkur var þá alltaf leyft að vaka fram eftir og fengum gos og Macintosh, eins og við gátum í okkur látið þar til amma sagði stopp. Daginn eftir var oft farið niður að Tjörn, til að gefa öndunum brauð, eða gengið um miðbæinn og mannlífíð skoðað. Þegar við urðum eldri var iðulega komið við á Baldó eftir búðarráp og fengum við þá alltaf ristað brauð úr Bemhöftsbakaríi. Þar dvöldum við yfírleitt lengi og spjölluðum um heima og geima eða lásum bækur úr safninu hans afa. Afí átti nefni- lega stórt safn bóka, og allir gáfu fundið bækur við sjtt hæfí. Ymsar minningar rifjast upp fyr- ir manni eins og til dæmis þegar afí og Stebbi, þá ijögurra til fimm ára gamall, læstu sig inni á klós- etti þar sem fram fór kennsla í að pissa standandi í klósett. Eða þegar hann blés út á sér magann og ýtti gervitönnunum fram, en það fannst okkur óstjómlega fyndið. Amma okkar, Ágústa Jónsdóttir, lést í febrúar 1985. Reyndist frá- fall hennar afa mjög erfítt. Fyrir fjórum ámm kynntist afí mjög góðri konu, Herdísi Hauksdóttur, og síðastliðið sumar gengu þau í hjóna- band. Herdís hefur reynst afa frá- bærlega og stutt hann í veikindum hans. Með þessum fáum orðum kveðj- um við elsku afa okkar og biðjum algóðan Guð að styrkja ástvini hans. Blessuð sé minning hans. Helga, Hanna, Sigrún, Stebbi og Jói. Ég vil skrifa nokkur orð til minn- ingar um afa okkar, Jóhann Hjálm- týsson, eða afa í Breiðholti eins og við kölluðum hann. Að koma heim til afa var eins og að koma í nýjan heim, eins kon- ar ævintýraheim. Því afí var mikill safnari í sér og safnaði öllu milli himins og jarðar. Margt af því sem hann safnaði var mjög spennandi fyrir ungt fólk. Afí hafði gott lag á bömum enda sóttu þau til hans. Það voru ekki eingöngu við barna- bömin sem heimsóttum hann reglu- lega heldur vom flest börnin í blokkinni tíðir gestir hjá afa. Það var eins og hann hafí alltaf haft nægan tíma fyrir bömin og þegar hann var að gera eitthvað þá leyfði hann okkur að fylgjast með og koma með ef hann var að fara eitt- hvað. Ég man t.d. þegar ég fékk að fara með afa upp í búð. Þá leyfði hann mér oft að hafa einhver áhrif á innkaupin. Maður varð mjög upp með sér, setti upp spekingslegan svip og reyndi að stinga upp á ein- hveiju skynsamlegu í bland við allt nammið og hinar ýmsar tegundir af morgunkorni sem ég benti afa á að kaupa. Afi tók iðulega vel í ráð- leggingarnar enda var ávallt til full- ur skápur af hænsnabyggi eins og afí kallaði það. Það var alltaf nóg að gera þegar við vorum hjá afa. Það var hægt að lesa það sem manni datt í hug því afí átti mikið og merkilegt bókasafn þótt Tinna- bækurnar og Andrésblöðin hafi í fyrstu vakið mestan áhuga. Og ef við vorum á þeim buxunum að þurfa ekkert að hafa fyrir hlutunum þá horfðum við á myndbönd þar sem afí safnaði þeim einnig. Við það að fylgjast með afa raða + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURJÓN ÓLAFSSON bóndi, Stóru-Borg, Grímsneshreppi, andaðist í Borgarspítalanum að kvöldi sunnudagsins 8. nóvember. Útförin auglýst síðar. Svanlaug Auðunsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug viö andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR PÁLSDÓTTUR, fyrrum húsmóður, Stórubrekku, Fljótum, Gyðufelli 4, Reykjavfk. Guri Lív Stefánsdóttir, Óskar Hjaltason, Trausti Hjaltason, Lilja Sigurðardóttir, Ásta Hjaltadóttir, Kjartan Þorbergsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SIGURÐAR ÓLAFSSONAR, Austurvegi 44, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Vífilsstaðaspítaia, geisladeildar Landspítalans og Seyðisfjarðarspítala fyrir frábæra umönnun og hlýhug. Guð blessi ykkur öll. Ragna Sigurðardóttir, Þóra Sigurðardóttir, Viðar Valdimarsson, Ólafur Sigurðsson, Sigríður Bjarnadóttir, Linda Sigurðardóttir, Hallur Viggósson og barnabörn. frímerkjum og fyrstadagsumslög- um í möppur fylltist maður söfnun- aráhuga og byrjaði strax að safna einhveiju af áfergju. En það var eitthvað sem afi hefði en ekki ég, því ég náði aldrei að safna neinu nema drasli. Stundum fékk maður stór verkefni hjá afa, það var að hjálpa honum að skipuleggja eða endurraða einhveiju sem hann var að safna. En þegar við barnabörnin komumst á unglingsárin gáfum við okkur mun minni tíma til að vera hjá afa. En nú var ný kynslóð að taka við, yngsta bamabamið og langafabörnin voru farin að gista eina og eina nótt hjá afa og þau héldu mikið upp á hann. Það var alltaf stutt í bros hjá afa og sá hann oftast spaugilegu hliðina á öllu sem maður sagði. Með þessum orðum vil ég fyrir mína hönd og systkina minna þakka afa fyrir allan þann tíma sem hann gaf okkur. Imma Kata. „Jói er dáinn, hann lést í gær- kvöldi.“ Þannig voru hin látlausu orð Kristjáns verkstjóra þegar við félagamir komum til vinnu þriðju- daginn 3. nóvember síðastliðinn. Okkur setti hljóða nokkra stund. Maður er aldrei viðbúinn dauðan- um. Þó vissum við allir að Jóhann var alvarlega veikur. En daginn áður hafði vaknað hjá okkur nokkur von því borist hafði til okkar sú fregn að hann væri kominn heim af sjúkrahúsinu og liði sæmilega. En þetta var staðreynd. Hann var horfínn, góði félaginn sem hafði unnið með okkur svo lengi. Minn- ingarnar komu í hugann ein af annarri. Glöggt er í minni þegar ég sá Jóa fyrst. Þá átti ég sem þessar línur rita leið framhjá Af- urðasölu SÍS. Sá ég þá myndarleg- an og glaðlegan mann standa í dymm vöruafgreiðslunnar. Nokkmm dögum síðar, eða 4. janúar 1984, hóf ég svd störf á þessum vinnustað. Þekkti ég þá aftur þennan vörpulega mann. Nú stóð hann við vigtina og vó kjötið, en það var hans aðalstarf eftir að ég kom í Afurðasöluna. Fyrst í stað kynntist ég Jóhanni ekki mikið, en þegar tímar liðu urðu kynni okkar nánari. Mér varð ljóst að Jóhann var góður fulltrúi þess byggðarlags sem ól hann og um leið traustur íslendingur. Jóhann Hjálmtýsson fæddist í Dölum vestur 15. júlí 1924 og þar dvaldi hann öll sín bemsku- og unglingsár. En um tvítugsaldur hleypti hann heimadraganum og flutti til Reykjavíkur og hér fyrir sunnan var eftir það hans starfs- vettvangur. Fyrst var hann á ýms- um vinnustöðum hér í borginni, en árið 1948 hóf hann vinnu hjá Af- urðasölu SÍS og þar og hjá arftaka hennar, Goða hf., starfaði hann nær óslitið til dauðadags. Starfstími hans hjá því fyrirtæki var því orð- inn ærið langur. Þetta sýnir að Jó- hann var ekki mjög gefínn fyrir að ERFIDRYKKJUR frá kr. 850- ími620200 Erfidrykkjur (ilæsileg kaffi- hlaöborö lidlegir Sídirogmjög góð þjónusUL Upplýsingar ísíma22322 FLUGLEIDIR 1ÍTEL LOFTLEIIIK PERLAN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.