Morgunblaðið - 11.11.1992, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. NÓVEMBER 1992
33
breyta til og að yfirmenn hans hafa
verið ánægðir með störf hans.
Það var gott að starfa með Jó-
hanni. Hann var dugnaðarmaður
sem vann öll sín störf af lipurð og
samviskusemi, viðmótsþýður í um-
gengni og hafði græskúlaust skop-
skyn. Það var skemmtilegt að ræða
. við Jóa. Hann var glettinn og kjarn-
' yrtur og kryddaði oft mál sitt með
gamansögum. Margir gerðu sér
, ferð að vigtinni til að spjalla við Jóa
' og það var sjaldgæft ef menn komu
ekki glaðir á svip af hans fundi.
Þó að glaðværðin væri ríkur þáttur
’ í fari Jóhanns var hann öðrum þræði
dulur alvörumaður sem bar ekki
vandamál sín á torg. Ég veit líka
að hann velti stundum fyrir sér
dýpstu ráðgátum lífsins, en í þann
hugarheim sinn leyfði hann fáum
að skyggnast.
Þegar Jói var ungur hefur hann
vafalaust ætlað að höndla hamingj-
una eins og aðrir æskumenn. Það
hefur honum víst ekki tekist að
fullu frekar en öðrum, því í lífi
manns skiptast á skin og skúrir.
En á lífsgöngunni tókst honum
óvenjulega vel að varpa birtu og
hlýju til samferðamannanna.
Við félagarnir í Goða kveðjum
| þennan látna vin okkar með sökn-
uði og trega og sendum konu hans
og syni, svo og öðrum vandamönn-
| um, dýpstu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Jóhanns
Hjálmtýssonar.
g Ólafur Þórhallsson.
í dag er elskulegur vinur okkar
jarðsunginn. Við undirrituð setjum
hér niður nokkrar línur til að kveðja
okkar góða og trygga vin og þakka
honum samfylgdina undanfarin
átta ár.
Við Birkir (þá rétt tveggja ára)
kynntumst Jóhanni Hjálmtýssyni
eða Jóa eins og við kölluðum hann
er við fluttumst í sama fjölbýlishús
og hann 1984. Jói hafði þá átt um
sárt að binda vegna fráfalls konu
sinnar sem var nýlega látin eftir
mikil og löng veikindi. Strax dróst
, maður að honum vegna þeirrar
góðvildar sem hann sýndi í við-
móti. Börnin í húsinu kölluðu hann
j öll afa sem hann var þeim með
I sanni. Hann bauð þeim alltaf inn
þegar þau bönkuðu hjá honum og
. þá fengu þau alltaf eitthvað gott í
munninn og léku sér að Legó-kubb-
unum sem hann átti eða spjölluðu
við hann um lífið og tilveruna. Birk-
ir sonur minn var eitt af þessum
bömum sem fékk að njóta þessarar
samvistar við hann. í gegnum Birki
og hin börnin kynntist ég Jóa og
með tímanum tókst með okkur mik-
il og góð vinátta sem helst má líkja
við sambandi milli föður og dóttur.
Hann vildi alltaf hjálpa upp á hlut-
ina við okkur ef hann mögulega
gat og var umhyggja hans alltaf
mikil í okkar garð.
Á nýársdag 1988 var Herdís '
Hauksdóttir þá kunningjakona mín
stödd hjá mér þegar Jói kom yfír
til mín og æxluðust hlutirnir þannig
eftir þennan dag að með þeim tókst
mikil og innileg vinátta sem endaði
með giftingu þann sjötta júní síðast-
liðinn. Með Herdísi og Jóa þróaðist
yndisiegt samband sem gaf þeim
báðum mikið og kunningsskapur
okkar Herdísar breyttist í gegnum
þeirra samband í innilega vináttu
sem stendur enn í dag.
I janúar síðastliðnum brá skugga
í líf þeirra er Jói veiktist skyndilega
af alvarlegum sjúkdómi og þurfti
að gangast undir mikinn uppskurð.
Aðgerðin tókst vel og þau litu björt-
um augum á framtíðina. En Drott-
inn kallar þegar okkar tími er á
enda runninn í jarðnesku lífí. 22.
október segir sjúkdómurinn skyndi-
lega til sín með þessum endalokum.
Okkur sem þótti svo vænt um
Jóa okkar eigum eftir að sakna
hans mikið og stórt skarð er höggv-
Iið í líf okkar allra sem þekktu hann,
en í hjörtum okkar geymum við
minninguna um hann og þökkum
Ifyrir samverustundirnar sem við
áttum saman bæði í gleði og sorg.
Elsku Herdís okkar, við vottum
_ þér og fjölskyldu hans okkar dýpstu
I samúð. Megi Guð styrkja þig og
fjölskyldu hans í gegnum þessa erf-
iðu tíma.
Svana og Birkir Már.
Ásgeir Pétur Sigur
Fæddur 30. desember 1905
Dáinn 2. september 1992
jonsson
Minning
Fram að 1932 hafði aðeins einn
fastur kennari verið við Bama-
skóla Dalvíkur. En þá var ákveðið
að bæta öðrum við. Þessa nýju
stöðu hlaut Ásgeir Pétur Sigur-
jónsson. Ég hafði kennt við skólann
í nokkur ár. Sannarlega var ég
ánægður með breytinguna, hennar
var mikil þörf. Um haustið, þegar
leið að skólasetningu, beið ég með
óþreyju eftir að sjá nýja kennar-
ann. Hvemig skyldi hann líta út?
Og hvernig ætli samstarf okkar
verði? Svo hittumst við og ég
mætti lágum og grannvöxnum
manni, fríðum og glaðlegum, sem
vakti strax traust mitt, ekki síst
vegna prúðmannlegrar framkomu.
Asgeir Pétur Sigjónsson, sem
breytist í Sigurjónsson hér fyrir
norðan, að hans eigin vilja, var
fæddur 30. desember 1905 að
bænum Fornustekkum í Horna-
firði. Hjónin Sigjón Pétursson og
Ingibjörg Gísladóttir vom foreldrar
hans. Börn þeirra voru átta. Ás-
geir var yngstur. Öll eru þau látin.
Tvær systur Ásgeirs fluttust til
Eyjafjarðar, Ástríður húsfreyja á
Akureyri og Sólveig húsmóðir á
Þrastarhóli í Möðruvallasókn.
Henni kynntist ég lítillega og tel
að þar hafi farið mæt kona.
Ekkert_ veit ég um æsku og
uppvöxt Ásgeirs. Tel að hann hafí
átt glaða ungdómsdaga og uppeld-
ið verið gott og hollt hjá foreldrun-
um.
Rúmlega tvítugur sest Ásgeir í
Gagnfræðaskóla Akureyrar og
tekur gagnfræðapróf 1929. Vorið
1932 lýkur hann námi í Kennara-
skóla Islands og um haustið hlaut
hann kennarastöðu á Dalvík, eins
og fyrr er sagt. Þar vann hann
sitt merka ævistarf. í 43 ár var
hann fræðari og félagi barnanna
á Dalvík, einnig kenndi hann í
unglingaskólanum mörg ár að
hluta.
Á milli veru okkar Ásgeirs í
Kennaraskólanum voru níu ár.
Ásgeir kom því með smávegis nýj-
ungar, sem skólanum kom að haldi.
Samvinna okkar Ásgeirs varð
strax með ágætum og hélst svo
þau ellefu ár, sem við vorum sam-
kennarar. Það var ekki síst lipurð,
góðvild og samhug Ásgeirs að
þakka. Það bar aldrei skugga á
okkar samstarf. Ef til vill hjálpaði
það, að ekki var langt bil á milli
skoðana og hugsunarháttar okkar
í skólamálum.
Ásgeir var góður kennari, býsna
fjölhæfur, söngvinn og handlaginn.
Þá var hann smekkvís og vandvirk-
ur. Allur frágangur nemanda hans
á störfum þeirra var með snyrti-
brag. Þó að Ásgeiri tækist kennsla
vel hjá öllum aldursflokkum, þá
held ég að honum hafi tekist best
að kenna yngri börnum. Hjá þeim
var hann í essinu sínu. Hugsað var
um það eitt að veita leiðbeiningar
og hjálp. Hann var félagi þeirra,
glaður og ljúfur og börnin höfðu
miklar mætur á honum. Ásgeir var
slyngur að fá nemendur til að vinna
ýmis störf í þágu skólans. Kom
það best í ljós í sambandi við aðal-
skemmtun skólans. Þar sýndu
bömin leikþætti, skrautsýningar,
lásu upp og fleira. Þetta hafði
Ásgeir undirbúið. Og mikinn tíma
hefur hann lagt þarna fram. En
hann var líka fús til hjálpar, hve-
nær sem skólinn þurfti einhvers
með og það yar á valdi Ásgeirs
að bæta úr. Ásgeir var sérstakur
vinur æskunnar og vann ýmislegt
á hennar vegum utan skólans.
Sannarlega var Ásgeir æskulýðs-
leiðtogi Dalvíkinga langa tíð.
Ásgeir gegndi margskonar
störfum auk kennslunnar.
Snemma gekk hann í Ungmenna-
félag Svarfdæla. Varð hann þar
ágætur liðsmaður og um skeið rit-
ari félagsins. Hann sat lengi í
skattanefnd og síðar umboðsmað-
ur skattstjóra. Þá sat hann í stjórn
Sjúkrasamlags Svarfdæla og
Byggingarfélags verkamanna á
Dalvík. Á sumrum vann Ásgeir við
síldarsöltun á meðan hún var við
lýði. Þá var byggingarvinna og
margt annað, sem lagt var hönd á.
Ásgeir var maður gróðurs og
lifandi náttúru. Hann hafði næmt
auga fyrir fegurð landsins og dá-
semdum þess, enda hafði hann al-
ist upp á svæði, sem á yfir að ráða
stórbrotnara og fegurra landslagi
en víða annars staðar og þangað
leitaði hugurinn víst oft.
Ásgeir var alla tíð hógvær og
hæverskur. Hann ýtti sér aldrei
fram fyrir aðra. Þá var snyrti-
mennska hans áberandi. Hýrleiki
hans og geðgæði voru ljós. Hann
skipti örsjaldan skapi. En kæmi
það fyrir stóð af honum talsverður
gustur, en fljótt lygndi og allt féll
í ljúfa löð. Þó að Asgeir væri al-
vörumaður fór hið broslega ekki
fram hjá honum. Hann ræddi um
það og skemmti sér konunglega.
Ásgeir kvæntist 1938 Þórgunni
Loftsdóttur frá Böggvisstöðum,
mikilhæfri konu. Hún lifir mann
sinn. Börn þeirra eru tvö, Ingi-
björg, gift Stefáni Jónssyni, skrif-
stofumanni á Dalvík, þau eiga fjóra
drengi, og Ásgeir Pétur, héraðs-
dómari á Akureyri.
Ásgeir andaðist á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri 2.
september, eftir skamma legu.
Þá er hann horfinn, þessi iðju-
sami, ljúfi og heiðarlegi drengur.
En minningin lifir. Ég þakka hon-
um af öllu hjarta aðstoð og sam-
starf þau ár, sem við vorum sam-
kennarar og fyrir vináttu, sem
ekki brást.
Ég votta ástvinum hans samúð
mína.
„Þar sem góðir menn fara eru
guðs vegir.“
Helgi Símonarsou.
Haukur Morthens
söngvari - Kveðja
Fæddur 17. maí 1924
Dáinn 13. október 1992
Ég vil minnast vinar míns Hauks
í frekar stuttu máli vegna þess að
öll þjóðin þekkir þennan ljúfa og
góða dreng. Ég kynntist honum
1976 þegar ég ásamt Garðari Guð-
mundssyni og Kristínu Lillendal
vorum að syngja með hljómsveit
hans á Hótel Borg. Ég fann fljótt
hve hann var áhugaverður söngv-
ari. Hann var nú reyndar maður
sem var búinn að syngja frá því
að maður mundi eftir sér. Ég er
sennilega ekki sá eini sem man
þegar lögin Hvar ertu vina og Til
eru fræ komu svífandi á vængjum
söngsins til allra sem unnu falleg-
um melódíum á þessu fallega landi
okkar til sjávar og sveita. Ef fólk
ann góðum söng hljómaði rödd
Hauks allt frá litlu útvarpi í smátr-
illu úti á sjó til skemmtistaða vítt
og breitt um landið.
Mér hefur aldrei dulist hve ég
var heppinn að kynnast Hauki. Ég
gat alltaf leitað til hans með mín
mál í sambandi við söngferil minn
og þar fékk ég alltaf gott vega-
nesti, sem sannaði það fyrir mér
að maður ætti alltaf að reyna að
gera sitt besta og vera um leið
trúr sjálfum sér og þá líka um leið
var maður trúr þeim sem á mann
hlýða hveiju sinni. Ég var alltaf
fastagestur hjá þeim hjónum þegar
ég kom til Reykjavíkur, var þá
stundum að vinna hjá þeim við
húsamálningu þegar þau áttu
heima í Heiðargerðinu. Þar voru
alltaf góðar stundir og fann ég það
alltaf með sjálfum mér þegar ég
hélt heim hveiju sinni hve þau hjón
höfðu miðlað mér góðu veganesti.
Ragnheiður og Haukur voru bæði
gersemar. Ég verð að geta þess
hér að 1986 söng ég inn á hljóm-
plötu með Hauki og fímm öðrum
söngvurum. Þessa plötu gaf Hótel
Borg út á vegum Ólafs Laufdals
og að henni vann mikið vinur minn
og hljómsveitarstjóri, Jón Sigurðs-
son, en með honum vann ég mik-
ið. Hann er nú líka horfinn, sá
góði drengur, megi Guð blessa
minningu hans. Svo þegar þessi
góða danslagakeppnisplata kom
út sþurði ég strax vin minn Hauk
hvernig ég hefði staðið mig. Hann
svaraði því strax á þann veg að
ég var alsæll með þá útkomu.
Ragnheiður mín, þakka þér allt
liðið og góðu drengjunum þínum,
móður þinni og tengdafólki öllu,
sem ég þekki.
Ég kveð svo minn góða lista-
mann með þessum orðum:
Sofðu vært hinn síðsta blund,
unz hinn dýri dagur ljómar,
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
Verði, Drottinn, vilji þinn,
vér oss fyrir honum hneigjum,
hvort vér lifum eða deyjum,
veri hann oss velkominn.
(V. Briem.)
Mjúk skal sængin lífs við ystu ósa
unaðs njóttu bjartra meðal rósa.
Jón Kr. Ólafsson söngvari,
Bíldudal.
Fyrirlestur um sorg
Samtökin Ný dögun, samtök um
sorg og sorgarviðbrögð í Reykjavík,
standa fyrir fyrirlestri í Safnaðar-
heimili Grensáskirkju fimmtudag-
inn 12. nóvember nk. um efnið:
Sorg foreldra og barna. Fyrirlesari
er Bragi Skúlason, sjúkrahúsprest-
ur Ríkisspítala. Fyrirlesturinn hefst
kl. 20.30.
_____________Brids________________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélagið Muninn
Sandgerði
Önnur umferð í haustsveitakeppni
fégsins var spiluð sl. miðvikudag en 9
sveitir taka þátt í keppninni.
Sveit Karls G. Karlssonar er efst
með 46 stig af 50 mögulegum. Sveit'
Arneyjar er í öðru sæti með 41 stig
og sveit Sigurðar Davíðssonar í því
jriðja með 28 stig.
Þriðjaumferðin verður spiluð í kvöld
kl. 20. Áhorfendur eru velkomnir.
Bridsfélag Suðurnesja
Lokið er fjörum umferðum af sjö í
minningarmótinu um Guðmund Ing-
ólfsson. Átta sveitir spila og eru spilað-
ir tveir 16 spila leikir á kvöldi.
Sveit Torfa Gíslasonar leiðir mótið
með 88 stig af 100 mögulegum en
„Uppreisn" fylgir þeim sem skugginn
með 80 stig.
Aðalfundur félagsins var haldinn
sl. laugardag og kosin ný stjórn. Arn-
ór Ragnarsson var kosinn formaður
og með honum í stjórn eru Arnar
Arngrímsson, Gunnar Siguijónsson,
Hafsteinn Ögmundsson og Karl Her-
mannsson.
Að loknu stjómarkjöri var spilaður
10 para tvímenningur. _ Hann unnu
Þórður Kristjánsson og Óli Þór Kjart-
ansson. Birgir Scheving og Gunnar
Guðbjömsson urðu í öðm sæti.
Fimmta og sjötta umferð í sveita-
keppninni verða spilaðar nk. mánu-
dagskvöld í Hótel Kristínu í Njarðvík-
um og hefst spilamennskan stundvís-
lega kl. 19.45.
Reyðfirðingar
Austurlandsmeistarar í
tvímenningi
Austurlandsmót í tvímenningi fór
fram í Neskaupstað 7. og 8. nóvem-
ber. Úrslit urðu þessi: Austurlands-
meistarar urðu Kristján Kristjánsson
og ísak Ólafsson, Reyðarfirði, með
370 stig. Næstu fjögur sæti skipuðu:
Ólafur Sigmarsson og Stefán Guðmundsson,
Vopnafirði 262 stig
Sigurþór Sigurðsson og Þorsteinn Bergsson,
Egilsstöðum 242 stig
Elvar Hjaltason og Jón Aðall,
Borgarfirði 231 stig
Óttar Ármannsson og Magnús Valgeirsson,
Fáskrúðsfirði 215 stig
Alla tóku 40 pör þátt í mótinu úr
átta félögum. Keppnisstjóri var Krist-
ján Hauksson.
Á mótinu fór fram verðlaunaaf-
hending fyrir bikarkeppni BSA sem
staðið hefur frá ágúst til október með
þátttöku 17 sveita. Hlutskarpastir
urðu Malarvinnslan hf., Egilsstöðum,
sem vann Herði hf., Egilsstöðum, í
úrslitaleik. í sveitinni spiluðu: Sigurð-
ur Stefánsson, Sveinn Heijólfsson,
Sigurþór Sigurðsson og Þorsteinn
Bergsson.
Á mótinu afhenti Lífeyrissjóður
Austurlands sambandinu stórgjöf til
kaupa á gjafara, spilum og spilabökk-
um. Ef heldur sem horfír munu Aust-
firðingar gefa sfn eigin spil jafnvel á
næsta stórmóti sem Bridsfélag Suður-
fjarða stendur fyrir 27. desember.
Gjafarinn verður staðsettur miðvæðis
og mun örugglega eiga eftir að verða
Austfirðingum til mikilla þæginda og
auka til muna mót með forgefnum
spilum.
Reykjanesmót í sveitakeppni
Reykjanesmótið í sveitakeppni verður
haldið í samkomuhúsinu í Sandgerði
helgina 21.-22. nóvember. Spila-
mennskan hefst kl. 10 á laugardegin-
um. Keppnisstjóri verður Einar Sig-
urðsson
Skráning er hafín hjá Jóni Steinar
Ingólfssyni í síma 91-12952, Einari
Sigurðssyni í síma 91-31249, Gísla
R. ísleifssyni í síma 92-13345 eða hjá
Eyþóri Jónssyni í síma 92-37660.
Skráningu lýkur þriðjudaginn 17. nóv-
ember.
„Ve! heppnoð mynd-
band um bridge"
(Guðmundur Sv. Hermannsson Mbl.)
Sölustaðir: Penninn, Mól og menning,
Skífon, Skókhúsið, Frímerkja- og
myntverslun Magna, Ljósmyndavörur,
Bókval, Akureyri.
Dreifing:
Nýja Bíó hf.
Sími 677577.