Morgunblaðið - 11.11.1992, Side 44

Morgunblaðið - 11.11.1992, Side 44
oc ALFA-LAVAL SINDRI - sterkur í verki MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTl 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1566 / AKVREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 MIÐVIKUDAGUR 11. NOVEMBER 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Loðnuskipin eru með megnið af ^íldarkvótanum LOÐNUSKIP eru nú með um 80%, eða 95 þúsund tonn, af 120 þús- und tonna síldarkvóta á þessari vertíð. Fimmtán af 78 hefðbundn- um síldarbátum eru með 22 síld- arkvóta en hver kvóti er 1.220 Sauðburður Ber þrisvar á rúmu ári Blönduósi. SÁ merkileg’i atburður átti sér stað á bænum Bakka í Vatnsdal að tvær kindur báru í byijun nóvembermánaðar. Onnur kindin fær aftur í vet- ur og gæti því borið þrisvar á rúmu ári. Síðastliðinn miðvikudag bar gemlingur einu lambi sem drapst. Á sunnudag bar tvæ- vetla tveimur lömbum. Annað lambið drapst í fæðingu en hitt er við bestu heilsu. Féð á Bakka '*^ar í hólfi suður í brekku í vor. Hrútar voru í hópnum og er talið að kindurnar hafi haldið upp á þjóðhátíðardaginn 17. júní með þessum afleiðingum. Tvævetlan, sem heitir Grá- flekka, bar síðast 24. apríl í vor og var tvílembd. Kristín Lárus- dóttir húsfreyja á Bakka sagðist vera mjög spennt fyrir því að hleypa til hennar hrút á fengi- tímanum nú í desember og freysta þess að láta hana bera í vor. Ef það gengur eftir mun Gráflekka bera þrisvar sinnum á rúmu ári. Þessar umræddu kindur eru að sögn Kristínar sérstaklega ~/aldar og keyptar hjá Sigurði og Elsu á Stóra-íjarðarhomi á Ströndum. Þær em baugóttar af hinum fijósama Reykhóla- stofni. Jón Sig. tonn. Þessir 15 bátar eru allir tengdir vinnslunni, þ.e.a.s. fryst- ingu og söltun. Flest þeirra 25-30 loðnuskipa, sem stunda síldveiðar í vetur, eru hins vegar ekki tengd síldarvinnslunni en þau eru mun afkastameiri en hinir hefðbundnu síldarbátar. Vinnslan óttast því að fá ekki þá síld, sem hún þarf til að geta staðið við samninga um síldarsölu í vetur. Á mánudag höfðu verið veidd um 70.000 tonn af síldarkvótanum og af þeim 50.000 tonnum, sem eftir er að veiða, telja þeir, sem frysta og salta síld, sig þurfa 28.000 tonn, eða 56%, en um 12.000 tonn hafa farið til vinnslu á vertíðinni. Sjá nánar fréttaskýringu í Úr verinu bls. C6-7 Samningar Landsbanka íslands og SÍS verða undirritaðir í dag Hömlur kaupa Samskip og Regiim imdir nafnverði SAMKVÆMT þeim samningum sem Hömlur hf., eignarhaldsfélag Landsbankans og Samband íslenskra samvinnufélaga, hafa gert með sér um kaup Hamla á ákveðnum eignum Sambandsins liggur fyrir að Landsbankinn kaupir um 85% í Samskipum hf. á genginu 0,9 af nafnverði, en það jafngiidir því að eignarhluti Sambandsins sé seldur á um 720 milljónir króna. Þá kaupa Hömlur Reginn hf., sem Samband- ið á 100%, fyrir mun lægra verð en bókfært verð er, sem var í árs- reikningum Sambandsins fyrir árið 1991 tæpar 716 milljónir króna. Forsvarsmenn Landsbankans og Sambandsins munu undirrita samn- inga sín á milli kl. 11 fyrir hádegi í dag og bankaráð Landsbankans mun funda um þá á morgun og taka afstöðu til þeirra, svo og sljórn Sambands íslenskra samvinnufélaga. Sambandið átti um síðustu áramót 90% hlut í Samskipum, samkvæmt ársreikningi þess fyrir árið í fyrra. Bókfært verð þess eignarhlutar var um það bil 855 milljónir króna, en Sambandið seldi fyrir nokkm Vá- tryggingafélagi íslands nokkur pró- sent í skipafélaginu á genginu 1,12 og var þar um skuldajöfnun við VÍS að ræða, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Sé við það miðað að Landsbankinn kaupi 85% í Sam- skipum á genginu 0,9, yfirtekur Landsbankinn þannig þennan eign- arhlut Sambandsins í Samskipum, fyrir 720 milljónir króna. Landsbankinn mun samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins ætla að reka Samskip til að byija með, en stefnt verður að því að selja þessa eign, sem og aðrar sem samningar Atlantsflug stöðvar flugrekstur en reynir að afla aukins hlutafjár Flugfélagið Atlanta tekur að sér flug félagsins til Dublin STJÓRN Atlantsflugs hf. ákvað í gær að stöðva allan flugrekstur félagsins og var starfsmönnum kynnt þessi ákvörðun á fundi síðdeg- is. Halldór Sigurðsson, stjórnarformaður Atlantsflugs, segir að áfram verði látið reyna á hvort félagið fær flugrekstrarleyfi sitt endurnýjað og i vikunni muni reyna á hvort tveir stórir fjárfestar komi inn í félagið til að tryggja áframhaldandi starfsemi þess. Ástæða þess að flugreksturinn var stöðvaður sé að félagið treysti sér ekki til að full- nægja þeirri kröfu íslenskra stjómvalda að eigið fé nægi til að standa straum af þriggja mánaða rekstrarkostnaði. Flugrekstrarleyfi Atlants- flugs rennur út 31. desember nk. og átti félagið ólokið samningum vegna 14 ferða fyrir Samvinnuferðir-Landsýn til Dublin fram til 15. desember. í gær náðist samkomulag við flugfélagið Atlanta um að ^'’Ska þessum Ieiguflugsverkefnum svo engin röskun verði á auglýstri áætlun. Hefur verið fengin vél frá danska flugfélaginu Sterling sem mun annast þetta flug frá og með morgundeginum og verður hún staðsett hér á landi þar til verkefninu lýkur. Að sögn Þórhalls Jósefssonar, deildarstjóra í samgönguráðuneyt- inu, eru yfírlýsingar í fréttum um að félagið sé hætt starfsemi ekki í 'saniræmi við bréf sem það sendi ráðuneytinu í gær þar sem óskað sé eftir fresti til að fá endumýjað flugrekstrarleyfíð og að félagið sé í viðræðum við tvo aðila um aukið hlutafé. Sagði hann að endurnýjun flugrekstrarleyfis félagsins væri nú í athugun í ráðuneytinu. Halldór sagði að félagið hefði ekki getað skrifað undir neina nýja samninga á meðan staðan væri eins og hún er í dag og því verið talið óafsakanlegt að halda flugi áfram. Sagði hann að starfsmönnum hefði ekki verið sagt upp störfum en það yrði þó óhjákvæmilegt ef í ljós kæmi að félagið fengi flug- rekstrarleyfí sitt ekki endurnýjað. Af fréttatilkynningu sem félagið sendi út í gær mátti skilja að félag- ið væri hætt starfsemi þar sem full- reynt væri á undanfömum mánuð- um að ekki tækist að afla nægilegs hlutafjár. Halldór sagði að skýringin á því væri sú, að eftir að fréttatil- kynníngin hafí verið gerð hefði kom- ið í ljós að ákveðið fyrirtæki ætlaði að taka fyrir á stjómarfundi í dag hvort það væri tilbúið til að leggja fé í félagið. Helgi Jóhannsson, forstjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar, segir að stjórnendur Atlantsflugs hafi haft samband við ferðaskrifstofuna og aðvarað þá um yfírvofandi erfíðleika og lagt að þeim að búa sig undir að þurfa að gera ráðstafanir um flug vegna ólokinna samninga og hafí jafnframt komið með tillögur um lausn málsins. Samvinnuferðir hafi fyrst leitað til Flugleiða og þótt félagið hafí viljað taka verkefijið að sér hefði það ekki verið mögulegt nema með því að raska auglýstri áætlun ferða- skrifstofunnar og flytja til farþega. Því hefði verið gengið til samninga við Atlanta með aðstoð Atlants- flugs. hafa tekist um, jafnskjótt og bank- inn telur hagkvæmt. Landsbankinn hafði þegar sam- þykkt að Sambandið seldi Olíufélag- inu 33% eignarhlut sinn í ESSO á fimmföldu nafnverði, en gangverð hlutabréfa í ESSO er 4,5 falt nafn- verð. Landsbankinn og ESSO hafa ekki gengið frá samningum um með hvaða hætti eða á hversu löngum tíma ESSO gerir þau kaup upp við Landsbankann, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins, en þær 1.048 milljónir króna, sem ESSO þarf að greiða fyrir bréf Sambands- ins í ESSO, renna beint til Lands- bankans. Samþykki bankaráð Landsbank- ans og stjórn Sambandsins ofan- greinda samninga á fundum sínum á morgun verður það Landsbanki íslands sem fer með umboð fyrir hönd Regins hf. eftir morgundaginn, en ekki Guðjón B. Ólafsson, stjórnar- formaður Regins. Morgunblaðið hef- ur upplýsingar um að Landsbankinn vilji hið fyrsta selja Reginn hf., og þá mun einkum horft til þess hvort ríkið sé fáanlegt að kaupa félagið, en ríkið á eins og kunnugt er 52% í íslenskum aðalverktökum. Fólk slasað- ist í bílveltu BIFREIÐ valt á Reykjanes- braut við Hvassahraun um kl. 20 í gærkvöldi. Einhver meiðsli urðu á fólki, en þau munu ekki vera alvarleg. Bifreiðin fór út af veginum í hálku og valt. Bifreið björgunar- sveitarinnar í Sandgerði kom þar að og flutti fólkið á heilsugæslu- stöðina í Hafnarfírði. Lögreglan i Keflavík sagði að vegna þessa óumbeðna sjúkraflutnings björg- unarsveitarinnar hefði hún ekki fengið nákvæmar upplýsingar um málið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.