Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Treglega gengnr að leysa vanda Atlantsflugs Eigendur vélanna bjóða 30 milljónir í hlutafj árframlag BRESK-franski Baii-bankinn og kaupleigufyrirtækið IAS hafa heit- ið 30 milljóna kr. framlagi vegna hlutafjáraukningar Atlantsflugs hf. að því tilskyldu að íslenskir aðilar leggi einnig fram hlutafé. Atlantsflug hefur framleigt Boeing 737 flugvél sem félagið hefur verið með á leigu til annars flugfélags, og Boeing 727 vél félags- ins, sem er í eigu erlendu lánastofnananna, verður væntanlega flog- ið til Bretlands eða Bandaríkjanna í dag, þar sem henni verður lagt. Þar með hefur flugfélagið enga flugvél í rekstri. Fulltrúar erlendu fyrirtækjanna eru á landinu og áttu fund með forsvars- mönnum Atlantsflugs í gær. Halldór Sigurðsson, stjómar- formaður Atlantsflugs, kvaðst hafa rætt við fulltrúa erlendu aðilanna um stöðu mála. Þeir hefðu viljað fá skýringar á því hvers vegna Atlantsflug ætlaði að leggja 727-vélinni. Frekari fundir eru fyrirhugaðir í dag. Hann sagði að Atlantsflug væri ekki í vanskilum við eigendur vélanna. „Við borgum aðeins fyr- ir floginn tíma, en eðlilega vilja þeir ekki að vélin sé ekki hreyfð í langan tíma en þeir hafa ekki sett nein tímamörk í því sam- bandi,“ sagði Halldór. Halldór sagði að viðræður væm enn í gangi við fjársterka aðila um að þeir legðu fram Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Boeing 727 flugvél Atlantsflugs á Keflavíkurflugvelli í gær. Vélinni verður flogið utan í dag. hlutafé í félagið en tíminn væri naumur og kvaðst hann ekki trú- aður á að nægilegt hlutafé, 130-200 milljónir kr., safnist. „Við náum aldrei þessari upphæð þótt við höfum reynt það frá því í júlí,“ sagði Halldór. Hann sagði að Baii-bankinn og kaupleigufyr- irtækið IAS, sem eru með 60 aðrar flugvélar á sínum snærum, væra reiðubúin að leggja fram 30 milljónir kr. í hlutafé, en það dygði skammt. Erlendur aðili má ekki eiga meira en 49% í íslensku flutningafyrirtæki og sagði Hall- dór að það setti félaginu einnig skorður hvað varðar hlutafjár- söfnun. Halldór sagði að félagið væri að missa af fjölmörgum samning- um um þessar mundir því það gæti ekki skrifað undir samninga án þess að áframhaldandi flug- rekstrarleyfi þess væri tryggt. Félagið sótti um endumýjun á flugrekstrarleyfi 30. september en leyfið rennur út um næstu áramót. Til að það náist í gegn þarf félagið að sýna fram á eig- infjárstöðu sem dugar til þriggja mánaða reksturs án tillits til tekna. Atlántsflug hefur farið þess á leit við samgönguráðuneytið að horft verði fram hjá þessum regl- um og félaginu veitt flug- rekstrarleyfi á ný þar sem kröfur um eiginfjárstöðu væra óbil- gjamar. Um áttatíu manns störfuðu hjá Atlantsflugi meðan mest var. Núna starfa þar 26 manns. Hall- dór sagði að ekki kæmi til upp- sagna. Ef til þess kæmi að félag- ið fengi ekki endumýjað flug- rekstrarleyfi misstu starfsmenn félagsins sjálfkrafa vinnuna. VEÐUR / DAG kl. 12.00 Helmild: Veöurstofa (slands (Byggt é veðurepá kl. 16.15 í gær) m VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veöur Akureyri +1 alskýjað Reykjavfk 2 alskýjað Bergen 3 rigning/súld Helsinki 2 alskýjað Kaupmannahöfn 5 léttskýjað Narssarssuaq +0 snjókoma Nuuk +7 skýjað Ósló 2 skýjað Stokkhólmur 3 rignlng Þórshöfn 2 léttskýjað Algarve 14 heiðskirt Amsterdam 6 skýjað Barcelona 7 skýjað Berlín 4 skýjað Chicago 0 heiðskírt Feneyjar 3 heiðskírt Frankfurt 3 skýjað Glasgow 0 léttskýjað Hamborg 3 skúr London 1 léttskýjað Los Angeles 16 heiðskírt Lúxemborg 2 skúr Madríd 4 heiðskírt Malaga 15 heiðskfrt Mallorca 7 léttskýjað Montreal 12 þrumuveður NewYork 16 rigning Orlando 22 skúr Parfe 5 rignlng Madeira 16 skýjað Róm 5 léttskýjað Vfn 4 hálfskýjað Washington 18 skúr Winnfpeg +3 skýjað Thor Vilhjálmsson sendir frá sér nýja bók ÚT ER komin bókin Raddir í garðinum eftir Thor Vilhjálms- son. í kynningu útgefanda segir: „í bókinni bregður Thor upp sínum myndum af því fólki sem að honum stendur og stóð honum næst. Ann- ars vegar af bændum frá Brettings- stöðum í Flateyjardal þar sem háð var hetjuleg lífsbarátta íslensks hversdags; hins vegar af Thor Jen- sen og afkomendum hans sem stóðu í ljóma valda og ríkidæmis í vaxandi höfuðstað. Thor segir frá frændum sínum og foreldrum, systkinum og samferðamönnum, blátt áfram og ' skáldlega, hlýlega og þó með skýrri sjón. í bókarauka era ljósmyndir af helstu persónum sögunnar." Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 210 blaðsíður, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Bókin kostar 2.880 krónur. Thor Vilhjálmsson Skáldsaga eftír Vig- dísi Grímsdóttur STÚLKAN í skóginum heitir skáldsaga eftir Vigdísi Grímsdótt- ur, sem komin er út. í kynningu útgefanda segir: „Stúlkan í skóginum segir í upphafi frá konu einni sem þiggur í granda- leysi kaffiboð í eldhúsi grannkonu sinnar. En hvað býr að baki heimboð- inu? Og .hvaða *öfl leysast þar úr læðingi? Við þeim spumingum leyn- ast ýmis svör, og þau reyna á þolrif- in, því ekkert er eins og það sýnist. Höfundur beitir hér enn á ný fágæt- um hæfileikum sínum til að hrífa lesendur með sér inn á víðáttur hug- arheimsins og knýja þá til umhugs- unar, því að hér er á ferðinni hnitmið- uð og djúpstæð skáldsaga, margsl- ungið verk, gætt fegurð og miskunn- arléysi." Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. og er 259 bls. Verð 2.980 krónur. Vigdís Grímsdóttir Tófa við Sandgerði Garöi. ÞEGAR vetur gengur i garð birtist hann mannfólkinu í ýmsum mynd- um. Það er ekki það eitt að kólni og hvítu kornin falli til jarðar. Haga- mýsnar fara líka á sljá og sækja í byggð. Þessi tími gengur nú yfir og þeir milli Garðs og Sandgerðis í vikunni sem hreyfa sig milli byggðarlaga á kvöldin þegar ljósatími er kominn verða varir við þessi litlu kríli skjót- ast yfir veginn í ljósgeislanum. Und- irritaður verður oft var við þessa sýn bæði kvölds og morgna. A ferð sinni var hins vegar stærra dýr á ferð. Skammt frá Flankastöðum stökk fyr- ir bílinn tófa sem eflaust hefir verið í matarleit í nágrenni fiskhúsanna, Tófa hefir sést ár hvert á Suðumesj-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.