Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 // ÆHaréu ab htastci eða ekkt ?" Já, ég hljóp á eftir þeim í gamla daga, en ég man ekki hvers vegna_____ Ast er.. fe-'2 ... stundum vandfundin TM Reg. U.S Pat Off.—all rights reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Ég verð að fá þær úr hreins- unin fyrir lokun í kvöld. BKEF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Breytingin til óþurftar Frá Ásmundi U. Guðmundssyni: LÍTIL fyrirspurn til veðurstofu- stjóra, Páls Bergþórssonar: Nú að undanförnu höfum við hlustendur Ríkisútvarpsins hlust- að á veðurfregnir í breyttu formi og á breyttum tíma frá því sem áður var. Ef sú breyting er gerð eingöngu breytinganna vegna er „betra heima setið en af stað farið“. Sú hefð sem skapast hefur og reynst vel í gegnum árin við lestur veðurfregna í útvarpi er sett í glat- kistuna að stórum hluta. .Þegar dagsumfjöllun Veðurstofu er at- huguð virðist flest, ef ekki allt, hníga í þá átt að einhæfa og af- marka veðurhorfur við sjávarsíð- una og sjávarleiðir skipa umhverf- is landið, víst eru slíkar upplýs- ingar af hinu góða. En hvaða gagn hafa til dæmis bændur af veðurfregnum þar sem aðeins er getið um hitastig og sjólag við einhveija vík, annað veðurfar er ekki til?! Tæpast fer nokkuð af búsýslu hinna raunveru- lega bænda fram á fjörukömbum okkar vogskorna lands, heldur í sveitunum sem hjúfra sig kyrrlátar í forgrunni hálendisins. Og hvaða gagn hafa þeir sem á ferðalög hyggja og eru jafnvel komnir af stað, hvenær sem er ársins, af veðurfregnalestri þar sem hitastig og sjólag er tíundað við einhveija vík, annað veðurfar ekki til? Það er alkunna að allt annað veðurlag getur verið í héruðum fjarri sjó en við sjó, að ekki sé talað um sjálft hálendið. Ef veður- spárlýsingar hér áður fyrr náðu því að vera helmingaskiptar, rétt á móti röngu, hefur slíkum spám stórlega hrakað á liðnum misser- um. Þær margra daga spár sem verið er að uppfæra og troða í landsmenn líkt og dúsu, ekki ósvipaðri þeim sem tíðkuðust hér fyrr á öldum handa ungbörnum er harðræðið gekk hvað harðast að fólkinu þá fæðuskortur var landlægur, passa mjög svo tak- markað, og alls ekki! Því veðurfar á okkar harðbýla en kæra landi breytir æði snöggt um svip yfir einn dag, hvað þá í marga daga. Ef veðurfræðingum tækist að draga landið á suðlægari slóðir stæðust margra daga spár þeirra miklu betur. Það er táknrænt að landsvæði fjarri sjó verða oft illa útundan í veðurspárlestri. Hvers eiga þau að gjalda? Þar geta geisað grenj- andi stórhríðar á meðan hið þokka- legasta veður er við sjóinn. Eða hin yndislega blíða, þegar andvaranepja strýkur þá sem við sjóinn búa æði fast. Að endingu vona ég og óska að gamla formið á veðurspár- og veðurskeytalestri í útvarpi verði aftur tekið upp. Allt eigum við landsmenn undir því komið að veðurspárþjónustan sé vel af hendi leyst, hvar sem við erum staddir á landinu. ÁSMUNDUR U. GUÐMUNDSSON Suðurgötu 124, Akranesi Sjómenn: Á neyðarstund er ekki tími til lesninga. Kynn- ið ykkur því í tíma hvar neyðarmerki og björgunartæki eru geymd. Lærið meðferð þeitta. HOGNI HREKKVISI Víkveiji skrifar Bágt er brðið ástandið í þjóðfé- laginu, þegar menn hætta að geta skemmt sér og gert sér glaðan dag. Nýlega rakst Víkveiji á tilkynningu í fréttabréfi Siglfirð- ingafélagsins í Reykjavík og ná- grenni, þar sem tilkynnt var að haustfagnaði félagsins yrði frestað um eitt ár. í fréttabréfinu segir: „Rökin fyrír frestun voru einkum þau, að almenn blankheit og barlómur drægi mikið úr því að hægt væri að halda haustfagnað með þeirri reisn sem félagið vill hafa á sínum skemmtunum. Aftur á móti heyrðust þær raddir að á barlómstímum gæti verið gott að lyfta sér upp og sletta úr klaufun- um. Auðvitað er þáð rétt, en þess- ir 10 bjartsýnu gætu þá bara hist í heimahúsi og SÍRON slyppi við peningaskrekkinn, sem fylgir því að leigja hús og fá of fáa gesti. En það vitum við öll að það kemur haust eftir þetta haust.“ Víkveiji var að velta því fyrir sér, hvers vegna ekki sé skráð í þjóðskrá, hver tengsl fólks eru hvert við annað. Foreldrar ein- staklings í skránni eru til dæmis ekki skráðir sérstaklega og þegar barn verður 16 ára slitna tengsl þess við foreldrana, þannig að það flyzt til t.d. í íbúaskrá og virðist ekki í fljótu bragði tengjast foreldr- um sínum á neinn hátt. í þjóðfélagi, þar sem ættfræði- áhugi er jafnmikill og raun ber vitni ættu slíkar upplýsingar að liggja fyrir. Raunar geta þær og verið mjög mikilvægar í sambandi við erfðafræðirannsóknir og arf- gengi alls konar. Upplýsingar um ættartengsl í þjóðskrá gætu og orðið söluvara Hagstofúnnar, sem gæti selt upplýsingar um ættfræði. xxx ikil og ör þróun hefur undan- farið verið í tölvumálum og nýlega hóf göngu sína nýtt tíma- rit, sem heitir Tölvublaðið og er gefið út á Hvammstanga. Þar eru upplýsingar um gagnabanka og kemur þar fram að innlendir gagnabankar eru nú orðnir 13 talsins, sem blaðið hefur vitneskju um. Níu þeirra eru staðsettir í Reykjavík, einn í Hveragerði, einn á Isafirði, einn á Hornafirði og einn á Hvammstanga og er hann einungis ætlaður kaupendum Tölvublaðsins. í þessum gagnabönkum geta menn náð í alls konar forrit — segir í Tölvublaðinu, svo sem eins og leiki, grafísk forrit, myndir, tónlist, windowstengslforrit, við- skiptaforrit, tölfureikna, fræðslu- forrit, samskiptaforrit, gagna- bankaforrit og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Sumir gagnabankar bjóða m.a. upp á leiki beint á skjá. Kostnaður við slík viðskipti við tölvubanka er mjög mismunandi, segir í Tölvublaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.