Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 25 Morgunblaðið/Rúnar Þór ið á fundi í vikunni. Fundinum var Framboðsmálið Eitt þeirra mála sem bent hefur verið á að þeir Sigurður og Bjarni hafi tekist á um er uppstilling á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til síðustu Alþingiskosninga. Ekki ber þeim Bjarna og Sigurði saman um þetta mál. Venjan er sú að full- trúi Ólafsfjarðar er í einu af efstu sætum listans. Sigurður sóttist eftir sæti ofarlega á lista flokksins og við skipan listans varð hann í fjórða sæti. Segir Sigurður að Bjami hafi lýst yfir áhuga á að komast í fram- boð og reifað það mál við frammá- menn Sjálfstæðisfélagsins í Ólafs- firði og fleiri trúnaðarmenn flokks- ins, en Sigurður hafi þá verið fyrir honum. Við þetta hafi enn einn áreksturinn orðið þeirra í milli. Bjarni hafi síðan hætt við framboð en ekki gróið um heilt milli þeirra Sigurðar. Sigurður og fylgismenn hans telja samhengi milli þessa máls og fréttar er birtist í Degi skömmu fyrir kosn- ingar þar sem Sigurður er sakaður um að hafa svikið út ábyrgðir vegna Fiskmarsmálsins, en talað er við Bjarna vegna þessa máls í fréttinni. Telja þeir að valinn hafi verið við- kvæmur tími, skömmu fyrir kosning- ar til að gera Sigurð, einn af fram- bjóðendum, tortryggilegan og vinna honum skaða. Bjarni vísar því alfarið á bug, að hann hafi haft hug á að fara í fram- boð. Sagði hann að venjan væri sú að fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins kæmi saman fyrir Alþingiskosningar þar sem ákveðið væri hvaða fulltrúa Ólafsfirðinga ætti að styðja inn á lista flokksins. „Fyrir síðustu kosn- ingar var enginn fundur haldinn, Sigurður tilkynnti framboð sitt án þess að viðræður færu fram, en þetta er mál sem mér kemur ekki við, ég hafði engan áhuga á að fara fram,“ segir Bjarni. Hann segist þó ekki neita því að menn innan og utan flokksins hafi spurt sig álits á Sig- urði og hafi hann þá ekki legið á skoðunum sínum varðandi ákveðna þætti í fari hans. Það væri hins veg- ar ansi hart ef hann sem einstakling- ur gæti ekki haft sínar skoðanir án þess að þær væru túlkaðar og settar í annað samhengi. Sigurður segir það ekki rétt að ákveðið væri á fundi hver fulltrúi Ólafsfjarðar yrði, einstaklingar hafi jafnan lýst sjálfir yfir áhuga sínum á framboði en kjömefnd úr öllu kjör- dæminu tekið ákvörðun um hverjir sitji í hvaða sætum. Bjarni vísar líka á bug ásökunum um að það hafi verið að hans undir- lagi sem fréttir birtust um að ábyrgð félli á bæinn vegna Fiskmarsmáls- ins. Hann hafi margítrekað beðið forseta bæjarstjómar um að taka málið upp í meirihlutanum, eða allt frá því það lá ljóst fyrir við gjald- þrot Fiskmars í desember árið 1990 og því sé ekki við sig að sakast þó málið hafi komið upp á viðkvæmum tíma. Friðuriim úti Eftir þessi upphlaup var fullljóst orðið að slíkir brestir höfðu orðið á trúnaði milli Bjarna og Sigurðar að þeir gátu ekki starfað saman. Um- ræður um starfslok bæjarstjórans hafa staðið í rúmt ár, eða frá því eftir alþingiskosningar á síðasta ári. Sigurður tilkynnti þá að hann gæti ekki borið ábyrgð á störfum bæjar- stjórans eftir það sem á undan væri gengið. í kjölfarið var samþykkt í bæjarmálaráði með 7 atkvæðum gegn 1, að segja bæjarstjóranum upp störfum. Sú staða kom síðan upp í bæjarstjórn, að forseti bæjarstjórn- ar, Óskar Þór Sigurbjörnsson fór í leyfi til útlanda og Guðrún tók sæti hans á meðan. Guðrún hafði lýst yfir stuðningi við Bjarna og því var ekki hægt að afgreiða málið í bæjar- stjóm meðan hún sat þar. Er Óskar Þór kom heim hafði hann skipt um skoðun og greiddi atkvæði gegn til- lögu um brottvikningu bæjarstjóra og klauf þar með meirihlutann. Að tillögu Sigurðar var samkomu- lag gert um að þremenningarnir í meirihlutanum tækju leyfi frá störf- um í bæjarstjórn í 6 mánuði, en á meðan átti að ná samningum við Bjarna um starfslok. Engin niður- staða hafði fengist í málinu um ára- mót er félagarnir áttu að koma til starfa að nýju en að tilstuðlan Hall- dórs Blöndals ráðherra og Tómasar Inga Olrichs alþingismanns var sátt gerð í málinu, sem fólst í því að frest- að var fram á sumar að segja Bjarna upp, en á meðan átti að tryggja honum annað starf. Þetta hafði ekki gengið eftir í júní þannig að frestur- inn var aftur framlengdur fram á haustið og var málið rætt á nokkrum fundum meirihlutans um haustið. Bjarni var ekki sáttur við þessa lausn, en hann taldi innkomu þre- menninganna í bæjarstjórn ekki til þess fallna að skapa frið í bæjar- stjórninni. Þegar staða framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar losnaði í haust þótti meirihlutamönnum komið tækifæri fyrir Bjarna að skipta um starf með fullum sóma og hefði hann góða reynslu og þekk- ingu á þessu sviði. Ræddi forseti bæjarstjórnar um þetta við eigendur fyrirtækisins en þessi hugmynd meirihlutamanna gekk ekki eftir. Bjarni mun ekki hafa haft áhuga á starfinu, m.a vegna hins þráláta orðróms í Ólafsfirði að hann hafi verið að hygla frændum sínum er fyrirtækið var selt. Mikill pirringur varð innan meirihlutans í kjölfarið og var látið til skarar skríða fyrir réttri viku, þegar Bjarna var sagt upp störfum á lokuðum fundi bæjar- stjómar. Forseti bæjarstjómar segir að ástandið hefði verið orðið óviðunandi °g höggva hefði þurft á hnútinn, trúnaðarbrestur væri milli bæj- arstjóra og meirihlutans og við slíkt væri ekki hægt að una. Niðurstaðan er sú að bæði Sigurður og Bjarni víkja sæti en þrátt fyrir það er mál- inu ekki lokið. Ágreiningur er um starfslok bæjarsjtóra og ber mönn- um ekki saman um hvort greiða eigi honum þriggja mánaða uppsagna- frest og þriggja mánaða biðlaun eða hvort í gildi hafi verið samningur sem kveður á um 6 mánaða upp- sagnafrest og 6 mánaða biðlaun. Þá munu Ólafsfirðingar eflaust líka fylgjast grannt með framvindu mála varðandi þá ósk Sigurðar að ríkis- saksóknari rannsaki viðskipti Fi- smars og Ólafsfjarðarbæjar. FORRÆÐISMÁLIÐ í TYRKLANDI §|gE®f| Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Um 600 stuðningsmenn Halims Als voru á torginu fyrir framan dómshúsið á fimmtudaginn. Flest tyrknesku blöðin fjölluðu uin málið í gær Istanbúl, Tyrklandi. Frá Önnu G. Ólafsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. LANGFLEST dagblöð í Istanbúl birtu frásögn og myndir frá réttarhöld- unum í tyrkneska forræðismálinu í gær. Útbreiddustu blöðin greina hlutlaust frá réttarhöldunum og viðtöl eru birt við báða foreldra systr- anna. í blöðunum er m.a. vitnað í slagorð öfgatrúaðra múslima við dómshúsið. Sem dæmi má nefna: „Ef blóð okkar drýpur á jörðina þýð- ir það sigur lslam.“ „Öll helstu dagblöðin hér birtu frá- sagnir af málinu og mörg þeirra birtu myndir á forsíðu,“ sagði Gunnar Guð- mundsson, lögmaður Sophiu Hansen, m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann bætti við að málið væri greinilega orðið umtalað og þætti því afar fréttnæmt. „Svo virðist sem meirihluti almennings hafi einhveija hugmynd um málið,“ sagði Gunnar í þessu sambandi. Gunnar sagði að um leið og dag- blöðin gerðu grein fyrir niðurstöðu dómsins segðu þau frá því að búið væri að gera forræðismálið að trúar- bragðastríði. „í nokkrum blaðanna kemur fram að um 600 stuðnings- menn öfgatrúaðra í Tyrklandi hafi staðið fyrir utan dómshúsið og hrópað stuðningsyfírlýsingar eins og: „Hér er Tyrkland. Þetta er ekki Island," sagði Gunnar. I dagblöðunum stendur að meðal slagorða fólksins hafi verið „Tyrk- neskir blaðamenn eru kristnir, ekki múslimar. PKK, þ.e. skæruliðasveitir Kúrda, og ísland standa saman gegn Tyrklandi en Tyrkland bar sigur úr Morgunblaðið ræddi við Perihan á miðvikudag og sagði hún þá að yfir- leitt væru mál um 1 ár á hvequ dóms- stigi. í samtali við blaðamann í gær staðfesti hún svo orð Gunnars Guð- mundssonar lögfræðings Sophiu um að mögulegt væri að stytta tímann í býtum.“ Halim Al, faðir stúlknanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá um daginn hefði honum borist fjöldinn allur af heillaóskaskeytum og skilaboðum frá fólki sem óskaði honum til hamingju með sigur í for- ræðismálinu.„Ætli það ekki,“ sagði hann !þegar hann var spurður hvort hannværi orðinn þjóðarhetja. „Ég ætti kannski að bjóða mig fram til þings,“ sagði hann í glettnum tón. 2-3 mánuði. Hún tók hins vegar fram að til þess þyrfti fólk að hafa einhver sambönd í tyrkneska réttarkerfinu. Perkin sagði í gærmorgun að hún væri búin að lesa morgunblöðin og sér kæmi úrskurður dómarans ekki á óvart, ef miðað væri við aðstæður. Sambönd innan réttarkerf- isins gætu flýtt málarekstri PERIHAN Senses fulltrúi lögfræðingafélagsins í Istanbul segir að ef fólk hefði einhver sambönd í réttarkerfinu í Tyrklandi væri mögulegt að flýta málum svo að þau væru aðeins 2-3 mánuði á hveiju dómsstigi. Flestír tyrkneskir þing- menn bera byssu á sér Þingmaðurinn í réttarsainum er í maimréttindanefnd þingsins Frá blaðamanni Morgunblaðsins, Önnu Gunnhiidi Óiafsdóttur, i Istanbul. Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir Halim Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, ræðir við fjölmiðlá eft- ir dómsuppkvaðuinguna á fimmtudag. Hægra megin á myndinni er þingmaðurinn Ökkes Sendiller. „ÞAÐ stríðir ekki gegn neinum lögum að bera byssu í Tyrklandi,“ þýddi Halim Al, fyrrum eiginmað- ur Sophiu Hansen, eftir Ökkes Sendiller, þingmanni öfgasinn- aðra, þegar sá síðarnefndi var spurður af hverju hann hefði borið byssu við réttarhöld í tyrkneska forræðismálinu. Orðaskiptin áttu sér stað fyrir utan dómshúsið, þar sem stuttu áður hafði verið kveðinn upp dómur í forræðismálinu. Halim hafði líka eftir Ökkes að hann hefði komið til réttarins til að fylgjast með framgangi málsins vegna þess að hann væri fulltrúi í mannrétt- indanefnd þingsins. Kazim Munir Hamamcioglu, kons- úll íslendinga í Tyrklandi, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að leyfilegt væri að bera vopn í Tyrk- landi. Fólk þyrfti þó að sækja sérstak- lega um leyfi til þess annars vegar að eiga byssu og hins vegar að bera hana á sér. Hann sagði að flestir tyrk- neskir þingmenn bæru byssu. Al- mennt sagði hann að Tyrkir væru lítt hrifnir af vopnaburði. Kazim Munir sagðist ekki efast um, að það að Sophia fengi aðeins að sjá dætur sínar einu sinni á ári bryti gegn ákvæði í stjórnarskrá Tyrk- lands. Hún hlyti að mega vera með þeim a.m.k. einu sinni í mánuði. Að- spurður um ástæður þess að dómari bryti stjórnarskrá með þessum hætti, sagði hann að líklega hefði dómarinn ekki þorað að úrskurða á annan veg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.