Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 35 Minning ------- > Guðmundur Ama- son, Þverhamri Fæddur 7. apríl 1908 Dáinn 8. nóvember 1992 í dag verður borinn til hinstu hvílu tengdafaðir minn, Guðmundur Arnason eða Mummi eins og hann var ætíð kallaður. Hann var fæddur á Þverhamri í Breiðdal 7. apríl 1908, sonur hjónanna Herdísar Jónsdóttur og Árna Guðmundssonar, sem lést aðeins 45 ára gamall. Þau eignuðust einnig eina dóttur, Þórdísi, sem sök- um veikinda dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Milli þeirra systkina var ætíð mjög kært. Það kom því snemma í hlut Mumma að taka við búsforráðum á Þverhamri, er faðir hans féll frá. Þar liggja öll hans ævispor og djúp- ar rætur, þar þekkti hann hvert ör- nefni og hvern stokk og stein. 25. september 1937-kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Kristínu Bentínu Sveinbjörnsdóttur frá Skriðustekk í Breiðdal, f. 6. september 1913. Milli þeirra ríkti mikið ástríki og hjóna- bandið einstaklega farsælt og gott. Sér hún nú á bak sínum lífsförunaut eftir 55 ára hjónaband. Þeirra heim- ili á Þverhamri stóð öllum opið og þar ríkti sönn gestrisni og góður andi. Stína og Mummi eignuðust fímm syni. Þeir eru í aldursröð: Árni, búsettur í Kópavogi, kvæntur undir- ritaðri, Bjöm Birgir, búsettur í Reykjavík, kvæntur Emu Hjartar- dóttur, Hörður, búsettur í Breiðdals- vík, kvæntur Geirlaugu Þorgríms- dóttur, Hermann^ bóndi á Þver- hamri, kvæntur Ölafíu Jónsdóttur, og Smári, búsettur í Reykjavík, kvæntur Áuði Hjaltadóttur. Barna- börnin eru níu og barnabarnabömin fímm. Hér á árum áður stundaði Mummi sjóróðra á smábátum frá Breiðdals- vík. Minntist hann oft þess tíma og félaganna með glampa í auga. Um 30 ára skeið gegndi hann starfi slát- urhússtjóra á Breiðdalsvík og segir það sína sögu um hversu gott hann átti með að lynda við sína samstarfs- menn. Búskapurinn var þó efstur í huga hans alla tíð, sauðféð skipaði þar stærstan sess. Fyrir fáum ámm þurfti að skera niður hans gamla fjárstofn, vegna sauðfárveiki. Þótti honum það heldur dapur tími, meðan fjárlaust var, en birti þeim mun meira þegar aftur var tekið fé og aftur farið að „fara í beitarhúsin“. Forsjónin hagaði því þannig til, að hann gat nú í haust tekið þátt í hauststörfunum og séð féð koma af fjalli. Var haft á orði við hann, hvort þetta væri nú ekki fullmikið fyrir hann, þetta fullorðinn, en svarað var skjótt: „Nei, þetta em svo dásamleg- ir dagar.“ Mummi bar ætíð hag fjölskyldu sinnar mjög fyrir bijósti og fylgdist vel með öllum. Vart leið sá dagur að ekki væri haft samband, ekki vom alltaf miklar fréttir að færa, kannski bara spjallað um veðrið, eða eins og hann sagði gjaman „mig langaði bara að heyra röddina þína“. Þessar minningar lifa og ylja manni um ókomin ár. Já, myndir liðinna ára líða hjá, myndir af lágvöxnum manni, léttum í spori, glaðlegt yfírbragð, oft dálítið strákslegt, sem hélst fram á síðasta dag og alltaf tilbúinn að rétta hjálp- arhönd, þar sem hennar var þörf. Mummi lést á sjúkrahúsinu í Nes- kaupstað 8. þ.m., eftir stutta legu. Þar dvaldist Stína einnig, þannig að þau gátu verið saman síðustu dag- ana. Innilegar þakkir til starfsfólks og lækna þar fyrir góða umönnun. Elsku Stína mín, ég bið algóðan Guð að gefa þér styrk á þessum erfiðu tímum. Ég kveð elskulegan tengdaföður minn með söknuði og trega og þakka fyrir samfylgdina. Eftir standa allar góðu minningarnar. Blessuð sé minning hans. Margrét Aronsdóttir. Kveðja frá barnabörnum Með þessum fátæklegu orðum viljum við kveðja afa okkar, sem lést eftir skamma legu á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Neskaupstað. Margs er að minnast þegar litið er til baka til þess tíma er við vor- um krakkar heima á Breiðdalsvík. Óteljandi voru ferðirnar sem farnar voru upp í Þverhamar að hitta ömmu og afa, alltaf þótti okkur jafn notalegt að vera í návist þeirra. Afí bjó alla tíð á Þverhamri þar sem hann tók ungur við búi eftir andlát föður síns. Kær er minningin um afa er alla tíð var sístarfandi og þótti honum sjálfsagt að hafa okkur með við vinnuna þó álitamál hafi verið hve hjálpleg við vorum. Aldrei fundum við þó annað en við værum til mikils gagns. Þó árin hafí liðið og við flest orðin búsett á höfuðborgarsvæðinu þá missti afí ekki sjónar á okkur, því hann var duglegur að hringja og spyija frétta af okkur og fjöl- skyldum okkar, jafnframt fengum við fréttir af búskapnum og lífínu í Breiðdal. Þrátt fyrir háan aldur afa þá kom andlát hans okkur mjög á óvart. Það er ei lengra en mánuður síðan hann var á kafí í bústörfum á Þver- hamri, af sama áhuganum og alltaf hafði einkennt störf hans að bú- skapnum. Með trega í bijósti horfum við á eftir afa okkar fara yfir móðuna miklu. Hans verður sárt saknað en minningin um hann mun ávallt lifa í hjörtum okkar. Megi góður Guð styrkja ömmu á þessari erfíðu stundu. Blessuð sé minning hans. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Afmælistónleikar Kórs Breiðholtskirkju TÓNLEIKAR kórs kírkjunnar verða í Breiðholtskirlqu í Mjódd sunnudaginn 15. nóvember kl. 16 í tilefni af því að í haust eru liðin 20 ár frá stofnun kórsins. í tilefni þessa afmælis hefur kór- inn fengið til liðs við sig hóp af fyrrverandi félögum. Má því segja að stofnaður hafí verið sérstakur afmæliskór vegna þessara tónleika og rennur allur ágóði þeirra í orgel- sjóð kirkjunnar. Boðið verður upp á fjölbreytta efnisskrá. Einsöng og tvísöng syngja Inga Backman, Dúfa Sylvía Einarsdóttir, Svanhildur Sveinbjömsdóttir, Ámý Alberts- dóttir og Anna Birgitta Bóasdóttir, en þær hafa allar starfað með kóm- um. Undirleikari kórsins er Ámi Arinbjamarson. Stjórnandi kórsins hefur frá upphafi verið Daníel Jón- asson, organisti Breiðholtskirkju. Vil ég hvetja sóknarbúa og aðra velunnara Breiðholtskirkju til að fjölmenna á þessa tónleika og sýna þannig kór kirkjunnar í verki þakk- ir fyrir gott og fómfúst starf í tutt- ugu ár. Sr. Gfsli Jónasson. GÓLFEFNI ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR SÝNING á MARMOLEUM gólfefnum í verslun okkar aó Síöumúla 14 frá mánudegi til laugardags í tilefni nýrrar litalínu. KJARAN Gólf búnaður SÍÐUMÚLA 14 • SÍMI (91) 813022 • MARMOLEUM er unnió úr náttúrulegum efnum og er því fullkomlega vistvænt. • MARMOLEUM fæst í 68 litum. • MARMOLEUM býður heildarlausn í gólfefnum meó óteljandi samsetningar- möguleikum. Olöf Flygenring arkitekt og Júlía P. Andersen innanhússarkitekt verða í versluninni frá klukkan 16-18 alla sýningardagana og veita viðskiptavinum ókeypis ráðleggingar um val á MARMOLEUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.