Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 M EINAR Páll Tómasson, knatt- spymumaður, hefur skrifað undir nýjan leikmannasamning við Val. ■ HELGI Bragason, körfuknatt- leiksdómari, hefur fengið útnefn- ingu á tvo leiki í Evrópukeppni fé- lagsliða í körfuknattleik. Fyrri leik- urinn er milli Pitch Cholet Basket frá Frakklandi og Hapoel Galil Elyon frá Israel í undanúrslitariðli í Evrópukeppni bikarhafa sem fram fer 15. desember í Frakklandi og síðan daginn eftir leikur kvennalið- anna US Valenciennes frá Frakk- landi gegn CB Xerox Vigo frá Spáni í 16 liða úrslitum í Evrópu- keppni félagsliða. ■ STUTTGART vann stórsigur á Inter Mílanó, 5:0, í Stuttgart á fimmtudag. Leikurinn var kveðju- leikur Matthias Sammers, en hann fór frá Stuttgart til Inter sl. sum- ar. Eyjólfur Sverrisson lék ekki með Stuttgart. Guido Buchwald fór fram á miðjuna og skoraði hann tvö mörk með skalla í leiknum. M EOIN Jess, miðvallarspilari Aberdeen, var kallaður í landsliðs- hóp Skota í gær, eftir að tveir leik- menn í sextán manna landsliðshópi Skota, Stuart McCall og Ian Ferguson hjá Glasgow Rangers meiddust á æfingu. Skotar leika gegn Italíu í undankeppni HM á miðvikudaginn. ■ ÞAÐ verður Antwerpen sem leikur gegn Steaua Búkarest í Evrópukeppni bikarhafa. Kæru austurrisa félagsins Admira Wac- ker um að mörkin á velli Antwer- pen væru of lítil, var vísað frá á fundi hjá UEFA, Knattspymusam- bandi Evrópu, í gær. UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: Úrvalsdeild: Strandgata: Haukar - UMFT.......kl. 14 1. deild karla: Hagaskóli: UMFB-Höttur.......kl. 15.30 Akureyri: UMFAk.-ÍR..........kl. 16.00 1. deild kvenna: Hagaskóli: KR-ÍS................kl. 17 Sauðárkrókur: UMFT-UMFN........kl. 16 Sunnudagur Úrvalsdeild: Borgarnes: Skallagr. - UMFG....kl. 16 Njarðvtk: UMFN-IBK.............kl. 20 Seltjamames: KR - Valur kl. 20 1. deild karla: Hagaskóli: Höttur-UMFB.........kl. 14 Mánudagur 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS-ÍA..........kl. 20 Handknattleikur Sunnudagur Evrópukeppni bikarhafa: Höllin: Valur-Klaipeda.......kl. 20.30 Mánudagur 1. deild kvenna: Austurberg: Fylkir-FH..........kl. 20 Borðtennis Borðtennismót Víkings fer fram á morg- un f TBR-húsinu (stóra salnum). Mótið hefst kl. 11 með keppni í meistaraflokki karla og kvenna. Kl. 13. byijar 1. flokkur karla, 1. flokkur kvenna kl. 14, 2. flokkur karla og eldri flokkur karla kl. 15. Styrktaraðili mótsins er Ölgerð Egils Skallagrfmssonar. Knattspyrna Framhaldskólamót KSÍ: Úrslitaleikirnir verða leiknir á sandgrasvell- inum í Kópavogi í dag. íþróttarakennara- skóli íslands og Fjölbraut Vesturlands, Akranesi, leika til úrslita í kvennaflokki kl. 14.50. íþróttakennaraskólinn og Mennta- skólinn við Sund leika til úrslita í karla- flokki kl. 16.15. Sunnudagur: Fram og KR leika til úrslita í haustmóti KRR 1. flokkur (meistaraflokkur) kl. 17 á gervigrasinu- í Laugardal. ókeypis aðgang- ur. Keila Reykjavíkurmótið í tvímenningskeppni unglinga hefst f dag kl. 14 í Keiluhöliinni Öskjuhlíð og á morgun, sunnudag, verða úrslit kl. 14. Laugardalsmót Lærlinga og Keiluhallar- innar Oskjuhlfð verður í kvöld kl. 20. Skagakvöld Skagamenn, Stuðningsmannafélag ÍA, heldur Skagakvöld f Félagsheimili Kópa- vogs í kvöld kl. 21. Fjölbreytt skemmtiat- riði. Miðasala við innganginn. Golf Golfheimur heldur upp á eins árs afmæli sitt á sunnudaginn með púttmóti á sunnu- daginn kl. 8-20. KÖRFUKNATTLEIKUR/ÚRVALSDEILD Hursl farlnn til Svíþjóðar Joe Hurst, Bandaríkjamaður- inn, sem Blikar fengu ístaðin fyrir Lloyd Sergant, er farinn af landi brott eftir stutta við- dvöl og eina æfingu með Breiðablík. „Hann mætti á æfing og sagði að það væri gott að vera kominn og sig hlakkaði til leiksins gegn Val en tilkynnti sfðan á miðviku- daginn að hann hefði fengið tilboð frá Svíþjóð. Við reynd- um að halda honum með betra boði en sáum síðan ekki meira af honum," sagði Hannes Jónsson, stjórnar- maður í körfuknattieiksdeild Breiðabliks. „Þetta var nátt- úrulega áfall en erum byrjaðir að leita og höfum vonandi fengið einhvern góðan fyrlr leikinn gegn ÍBK á fimmtu- daginn. Okkur vantar tilfinn- anlega einhverja drifjöður.11 Spennuleikur í Ljónagryfjunni í Njarðvík: Borgnesingar fögnuðu sigri „Þetta var okkar besti leikur það sem af er og það er gott að vera kominn á sigurbraut aftur eftir fimm tapleiki í röð,“ sagði Birgir Mikaelsson þjáifari og leikmaður Skallagríms úr Borga- nesi eftir að lið hans hafði sigrað Njarðvíkinga með minnsta mun í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Leikurinn var lengstum jafn en hann varð þó aldrei spennandi fyrr en á síðustu mínútun- um þegar Borgnesingar náðu að síga framúr og sigra 95:94. Njarðvíkingar áttu þó síðasta skotið á lokasekúndunum en bolt- inn dansaði á körf uhringum án þess að fara niður og það voru því Skailagrímsmenn sem fögnuðu sigri. Langt er síðan Njarðvíkingar hafa bytjað mót jafn illa og ef þeim tekst ekki að taka sig á í mggggi næstu ieikjum er Biörn ljóst að þeir muni Blöndal tæplega blanda sér skrifar frá í baráttuna um ís- Njarövík landsmeistaratit- , ilinn að þessu sinni. Njarðvíkingar náðu sínum besta kafla í fyrri hálfleik og náðu þá 8 stiga forskoti 50:42. En Borgnes- ingar sýndu að þrátt fyrir 5 tap- leiki í röð þá eru þeir aðeins sýnd veiði en ekki gefín og það sýndu þeir Njarðvíkingum með mikilli bar- áttu og góðri liðsheild. Það sem réði þó baggamun var meiri breidd hjá Skallagrímsmönn- um og þeir þurftu ekki að leika af eins miklum kröftum og Njarðvík- ingar. Bestir í liði Borgnesinga voru þeir Elvar, Henning, Birgir, Alex- ander og Skúli sem skoraði þýð- ingamikil stig í lokin. Hjá Njarðvík- ingum voru þeir Teitur og Rondey bestir að vanda ásamt Jóhannes sem lék vel í fyrri hálfleik. Leikið í fyrsta gír Valsmönnum tókst að leggja Blikana, 74:83, í ákaflega slökum leik í Digranesi í gær- kvöldi. „Fyrri hálf- leikur var sá næstlé- ÍTefTnsson legasti sem ég hef skrifar seð þvi sá seinm slo hann út. En stigin telja. Við erum ekki með sneggsta lið í heimi og gott að þetta var ekki fegurðarsamkeppni í körfu- bolta," sagði Svali Björgvinsson þjálfari Valsmanna. Laust við allan æsing, með hæfi- legri alvöru og nokkuð af mistökum á báða bóga, léku liðin nokkurs konar göngu-körfubolta í fyrri hálf- leik og má segja að dómararnir hafí verið bestir á vellinum þegar Valsmönnum tókst að ná þægilegu 13 stiga forskoti. Með ellefu stiga syrpu Blika strax eftir eftir hlé tókst þeim að ná forskotinu niður í fímm stig en Valur svaraði með 12 stigum í röð. Með séiglu tókst Blikum aftur að ná forskoti Vals niður í fjögur stig en endasprettinn áttu Valsmenn. Breiðablik lék án útlendings og vantaði allt frumkvæði, sérstaklega þegar Pétur Guðmundsson hvíldi í nokkrar mínútur en hann bar höfuð og herðar yfir liðið. Björn Sig- tryggsson og Hjörtur Arnarsson voru ágætir. Guðni Hafsteinsson og Magnús Mattíasson voru einna skástir hjá Val. Henning Hennlngsson lék vel með Skallagrím í sigurleik í Njarðvík. ÚRSLIT Körfuknattleikur UMFN - Skallagrímur 94:95 íþróttahúsið í Njarðvík, Úrvalsdeildin í körfuknattleik, föstud. 13. nóvember 1992. Gangur leiksins: 0:5, 12:7, 20:14, 25:23, 32:33, 40:38, 50:42, 56:49, 56:55, 68:66, 79:79, 84:89, 90:91, 92:95, 94:95. Stig UMFN: Rondey Robinson 29, Teitur Örlygsson 27, Júhannes Kristbjömsson 16, Gunnar Örlygsson 8, Sturla Orlygsson 6, Rúnar Ámason 4, Ástþór Ingason 4. Stig Skallagríms: Elvar Þórólfsson 24, Birgir Mikaelsson 22, Henning Henningsson 17, Skúli Skúlason 12, Eggert Jónsson 8, Alexander Ermolinskij 7, Bjarki Þorsteins- son 3, Þórður Helgason 2. Dómarar: Helgi Bragson og Jón Bender. Áhorfendur: Um 250. UBK-Valur 74:83 íþróttahúsið Digranesi, Islandsmótið í körfuknattleik - Urvalsdeild, föstudagur 13. nóvember 1992. Gangur leiksins: 2:0, 6:6, 6:12, 17:18, 17:25, 21:32, 24:32, 24:37. 24:39, 35:39, 41:46, 41:57, 48:63, 54:63, 67:71, 69:79, 74:83. Stig UBK: Pétur Guðmundsson 33, Björn Sigtryggsson 16, Hjörtur Amarsson 10, ívar Webster 6, Egill Viðarsson 4. Björn Hjörleifsson 3, Eirfkur Guðmundsson 2. Stig Vals: Magnús Mattíasson 28, Franc Bóoker 22, Guðni Hafsteinsson 14, Símon Ólafsson 9, Jóhannes Sveinsson 4, Brynjar Harðarson 4, Mattías Mattíasson 2. Dómarar: Einar Skarphéðinsson og Víg- lundur Sverrisson, sem voru betri en flestir leikmanna. Áhorfendur: 120. 1. DEILD KARLA: Þór-ÍR........................93:79 NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: Detroit - Miami Heat......... 95: 88 New Jersey - Minnesota....... 84: 88 Orlando - Washington........127:100 San Antonio - Atlanta Hawks. 97:104 UtahJazz-Phoenix............ 91:102 Seattle LA Lakers...........114:102 Golden State - Cleveland....122:126 Knattspyrnu ÞÝSKALAND: Dortmund - Bremen...............2:2 Kaiserslauter - Schalke.........3:0 Dresden - Karlsruhe.............3:0 FRJALSIÞROTTIR Undir högg að sækja Morgunblaðinu hefur borist eft- irfarandi frá Jónasi Egilssyni, for- manni ftjálsíþróttadeildar ÍR: „Vegna ummæla Magnúsar Jakobssonar, formanns FRÍ, í Morgunblaðinu í dag, 12. nóvem- ber, og þess sem hann ekki gat, vil ég taka eftirfarandi fram: Fijálsíþróttahreyfingin f heild ogekki síst Frjálsíþróttasamband- ið eiga undir högg að sækja. Á það m.a. við um viðhorf almenn- ings og fjárhagslega stöðu þess. Magnús Jakobsson hefur ekki reynst sá maður sem líklegur er til að leiða hreyfínguna inn í nýja framtíð. Hann hefur heldur ekki staðið við yfíriýsingar sínar sem hann gaf eftir að hann var fyrst kosinn formaður fyrir þemur árum. Magnús Jakobsson er ekki að frétta í fyrsta sinn í Morgunblað- inu í gær að óánægja sé með störf hans sem foimanns FRÍ. Margir af hans dy&gustu stuðningsmönn- um hafa tjáð honum að undan- fömu að þeir séu óánægðir með störf hans og hafa sumir sagt beint við hann að þeir telji að hans tími sé liðinn. Afstaða mín til formanns FRÍ hefur mótast af kynnum mínum af störfum hans sem samstarfs- manns, bæði er ég var formaður landsliðsnefndar FRÍ í fyrra og sem formaður fijálsíþróttafélags hér í Reykjavík á undanfömum árum. Ég hef því miður ekki get- að reitt mig á að hans orð stand- ist og hygg ég að margir aðrir geti tekið undir þá reynslu. Gagnrýni miðast ekki bara við óánægju með framkomu hans gagnvart afreksíþróttamönnun- um, eins og Magnús lætur liggja að i viðtali við Morgunblaðið. Þessi gagnrýni á störf formanns og stjómar hans eiga sér dýpri og víðtækari rætur. Má þar neóia framkomu hans gagnvart frjáls- íþróttaráði Reykjavíkur, skipu- lagsleysi í störfum FRÍ, fundar- gerðir hafa borist út til hreyfing- arinnar með höppum og glöppum, eigin fjáraflanir hafa verið í lág- marki óg þá helst unnar af öðrum en þeim sem eiga að sinna þvi verki. Þegar Magnús tók við vom skuldir sambandsins um þijár milljónir króna en hafa rúmlega tvöfaldast síðan. Aðalástæðan fyrir því að ekki er farið út í beinan kosningaslag við Magnús og stjóm hans er sú að hreyfíngin er nýbúin að fara í gegnum slíka orrahríð og eins og staðan er í dag eru menn innan hennar ekki tilbúnir í annan slag. Einnig má benda á að Magnús á um 30 ára feril innan hreyfíngar- innar sem fólk metur við hann og er þess vegna ekki tilbúið að leggjast gegn honum persónu- lega. En það er ósanngjöm krafa að hreyfingunni sé fórnað fyrir velvild liðins tíma eða annarra persónulegra ástæðna. Vegna þess hve formaðurinn hefur starf- að lengi, og oftast farsællega, ætti honum að vera kunnugra en flestum okkar hinna mikilvægi þess að eðlileg endurnýjun eigi sér stað í forystu hreyfíngarinnar. Hér að ofan.hafa verið tekin fram aðeins örfá atriði til umfjöll- unar. ítarlegri umræða verður að koma á fijálsíþróttaþingi sem boð- að hefur verið til um aðra helgi. Ég vona að ofangreind atriði varpi einhverju (jósi á ummæli mín í Morgunblaðinu sl. miðviku- dag og svari ummælum formanns FRI eftir því sem ástæða er tfl. Reykjavik, 12. nóv. 1992 Jónas Egilsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.