Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1992 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Uppstokkun lífeyrís sjóðakerfisins Breska ráðgjafarfyrirtækið En- skilda skilaði fyrir skömmu skýrslu um eftirspurn eftir hluta- bréfum hér á landi þar sem fjallað er um helstu aðila á hlutabréfa- markaði eins og lífeyrissjóði, verð- bréfasjóði, vátryggingafélög, ein- staklinga og erlenda fjárfesta. Þetta er síðari hluti skýrsiu En- skilda um hlutabréfamarkaðinn en í fyrri hlutanum, sem var kynntur sl. sumar, var fjallað um viðskipta- kerfí verðbréfa og skipulag Verð- bréfaþings íslands. Þar lagði fyrir- tækið m.a. fram tillögur um breytta stjóm Verðbréfaþingsins og að átak þyrfti að gera til að skrá fleiri hlutafélög á þinginu. Jafnframt þyrfti að gera viðskipti með hlutabréf sýnilegri þannig að upplýsingar um raunverulegt verð og umfang viðskipta væm að- gengilegar öllum. Tekið var tillit til þessara tillagna Enskilda við uppbyggingu viðskiptakerfis fyrir hlutabréf og skipulagningu Verð- bréfaþingsins og hafa þær reynst ákaflega mikilvægt framlag til þróunar hlutabréfamarkaðarins. Það em fyrst og fremst tillögur Enskilda um uppstokkun í lífeyris- sjóðakerfínu sem vekja athygli í nýju skýrslunni. Enskilda kemst að þeirri niðurstöðu að núverandi skipulag lífeyrissjóðanna samiým- ist ekki opnun fjármagnsmarkað- arins hér á landi. Telur fýrirtækið eðlilegt, að hér séu starfandi 10—15 lífeyrissjóðir í stað 86 sjóða. í skýrslunni er gerður samanburð- ur á kostnaði við rekstur sjóðanna og kemur þar fram að meðalkostn- aður þeirra er hár á alþjóðlegan mælikvarða. Niðurstaðan er sú að með sameiningu megi ná fram spamaði þannig að sjóðimir geti mætt skuldbindingum sínum betur í framtíðinni. Fækkun sjóðanna muni almennt leiða af sér faglegri stjórnun þeirra og auka möguleika á hærri ávöxtun eignanna. Enskilda telur að sammni líf- eyrissjóðanna geti ýmist átt sér stað með því að stærri sjóðir taki við þeim smærri eða samruna sjóða af svipaðri stærð. Þá geti komið til greina að verðbréfafyrir- tæki taki að sér umsýslu smærri sjóða ef það reynist hagkvæmt. Til að hvetja til sameiningar lífeyr- issjóða er bent á þá leið að draga úr tengslum lífeyrissjóða og verka- lýðsfélaga þannig að launþegar og atvinnurekendur hafí fijálst val um hvaða lífeyrissjóð þeir kjósa að greiða til. Með auknu fijáls- ræði megi auka samkeppni og hvetja til faglegri vinnubragða í lífeyrissjóðakerfínu. Þær hugmyndir sem Enskilda setur fram í skýrslu sinni um ís- lenska lífeyrissjóði eru ekki nýjar af nálinni. Umræður um nauðsyn á hagræðingu í lífeyrissjóðakerf- inu hafa staðið yfír um árabil og lagafrumvarp um starfsemi þeirra legið fyrir um langt skeið. Einnig hefur þróunin að einhveiju marki verið í þá átt, að sjóðir hafa verið að sameinast og er það raunar viðurkennt í skýrslunni. Má þar benda á sameiningu Lífeyrissjóðs byggingamanna og Lífeyrissjóðs málm- og skipasmiða um mitt þetta ár. Þá hefur sameining sjö lífeyrissjóða á Norðurlandi verið ákveðin um næstu áramót. Lífeyr- issjóður verslunarmanna tók við Lífeyrissjóði apótekara og lyfja- fræðinga árið 1990 og mun vænt- anlega taka við Eftirlaunasjóði Skeljungs hf. um næstu áramót. Frekari samruni mun ennfremur vera á döfínni. Á hinn bóginn má benda á að Enskilda setur skipulag lífeyris- sjóðanna í samhengi við þróunina á fjármagnsmarkaðnum. Jóhannes Nordal seðlabankastjóri sagði orð- rétt um þetta efni í viðskiptablaði Morgunblaðsins fyrir skömmu: „Lífeyrissjóðirnir eru orðnir hryggurinn í lánakerfí okkar að því er varðar langtímalán, verð- bréfakaup, hlutabréfakaup o.þ.h. Það er ákaflega mikilvægt að þeirra starfsemi sé sem best skipu- lögð og ég er sammála þeim með það að mikilvægt sé að draga þá saman í stærri heildir svo þeir geti rekið markvissan og betur unna íjárfestingarstefnu. Jafn- framt er einnig mikilvægt að hafa samkeppni á þessum markaði.“ Við þetta má svo bæta, að þegar takmarkanir á fjárfestingum ís- lendinga í erlendum verðbréfum verða afnumdar um næstu áramót hljóta smærri lífeyrissjóðir að eiga litla möguleika. Stórir og öflugir lífeyrissjóðir með mikið ráðstöfun- arfé og nauðsynlega sérþekkingu munu standa mun betur að vígi enda þótt búast megi við að farið verði hægt af stað í þessum efnum. Það má því vera Ijóst, að skýrsla Enskilda er afar mikilvægt innlegg í umræðuna um stöðu lífeyrissjóð- anna. Fram hefur komið hjá sum- um forráðamönnum verðbréfafyr- irtækja að skýrsla Enskilda sé yfirborðsleg og að ekki sé fjallað nægilega ítarlega um ýmsa þætti. Aðrir benda á að ekki hafi verið ijallað um lífeyrissjóðakerfið með sama hætti áður og skýrslan sé ekki síðra framlag til þróunar markaðarins en hinar fyrri hafi verið. Það er ástæða til að taka undir síðarnefnda sjónarmiðið. Til- lögur Enskilda ber að taka til gaumgæfilegrar athugunar. Hvar- vetna í atvinnulífinu er að eiga sér stað endurskipulagning með það fyrir augum að draga úr kostnaði og vanda betur til verka. Á tímum örra breytinga á fjármagnsmark- aði er mikilvægt, að slík hagræð- ingarbylgja gangi einnig yfir líf- eyrissjóðakerfið. AF INNLENDUM VETTVANGI MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR Bæjarstjóramálið í Ólafsfirði Röð misklíðarefm að hatrammrí deil DEILUR hafa staðið yfir í bæjar- sljórn Ólafsfjarðar um alllangt skeið og hefur hvað eftir annað verið leitað lausna til að setja þær niður, en nú um síðustu helgi var höggvið á hnútinn þegar meiri- hluti bæjarstjónar samþykkti á lokuðum fundi í bæjarstjórn að víkja bæjarstjóranu rn, Bjarna Kr. Grímssyni frá störfum. Jafnframt tilkynnti Sigurður Björnsson for- maður bæjarráðs að hann myndi hætta störfum í bæjarstjórn á næsta fundi sem verður í desem- ber. Mikið hefur gengið á síðustu misseri. í júní á síðasta ári Iögðu þrír aðalfulltrúar Sjálfstæðis- flokks í bæjarstjórn til að bæjar- stjóra yrði sagt upp störfum en klofningur varð í meirihiutanum því forseti bæjarstjómar greiddi tillögunni ekki atkvæði. í kjölfar- ið tóku þremenningarnir sér Ieyfi frá störfum í bæjarstjórn til ára- móta, en komu síðan aftur í byij- un þessa árs. Sættir höfðu þó ekki tekist milli manna og þróuð- ust mál á þann veg að bæði Bjami og Sigurður víkja. Ósætti hefur verið milli þeirra Sigurðar og Bjama og hefur komið til nokk- urra alvarlegra árekstra milli þeirra, m.a. í svokölluðu frysti- húsmáii, Fiskmarsmáii og varð- andi framboðsmál. Bjarni Kr. Grímsson var ráðinn bæjarstjóri í Ólafsfírði í júlí árið 1988 en áður hafði Valtýr Sigur- bjamarson gegnt starfinu. Sjálf- stæðisflokkurinn fékk meirihluta f sveitarstjómarkosningum árið 1986, vann með 7 atkvæða mun, en síð- ustu 12 ár þar á undan höfðu vinstri menn verið í meirihluta í Ólafsfírði. Pólitískt ástand er viðkvæmt í Ólafs- fírði og skiptast menn nokkuð jafnt niður á listana tvo, Sjálfstæðisflokk og Vinstri menn og Oháða. Áður en vinstri menn komust til valda höfðu sjálfstæðismenn stjómað bænum í tvo áratugi Eftir að sjálfstæðismenn höfðu að nýju náð meirihluta í bæjarstjórn í kosningunum 1986 kom fram vilji til að skipta um bæjarstjóra, þeir vildu fá sjnn mann í stólinn. Bjami, sem er Ólafsfirðingur, var flokks- bundinn framsóknarmaður er hann var ráðinn bæjarstjóri, en gekk í Sjálfstæðisflokkinn síðar. Var það mál margra sjálfstæðismanna að óþarfi hefði verið að skipta á Valtý, sem öllum þótti hinn vænsti maður og fá í hans stað annan framsóknar- mann. Þá má einnig nefna að innan Sjálfstæðisflokksins í Ólafsfírði er ekki gleymt meðhvaða hætti Sigurð- ur og Þorsteinn Ásgeirsson komu inn á lista flokksins fyrir kosningamar 1986. Þeir gerðu nokkurs konar hallarbyltingu og boluðu burtu mönnum sem áður höfðu verið á list- anum. Frystihúsmálið Tvö fiystihús voru rekin í Ólafs- fírði, Hraðfrystihús Ólafsfjarðar, sem bærinn átti meirihluta í og frystihús Magnúsar Gamalíelssonar. Bæði frystihúsin áttu í rekstrarvand- ræðum sem leiddi til þess að ákveð- ið var að sameina þau í eitt og hafði bærinn forgöngu í því máli. Var Fjölmargir Ólafsfirðingar fylgdust með umræðum um bæjarstjóramáli sjónvarpað beint um kapalkerfi um bæinn. Bjama falið umboð bæjarins, en með honum störfuðu Gunnar Þór Magn- ússon útgerðarmaður og formaður Sjálfstæðisfélaganna í Ólafsfirði og Þorsteinn Ásgeirsson sem þá var formaður bæjarráðs og fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Ólafs- íjarðar (HÓ). Sameining frystihús- anna varð með þeim hætti að HÓ keypti landeignir Magnúsar Gamalí- elssonar. Sameiningarmálið varð til þess að togstreita fór að myndast milli manna. Tveir aðilar höfðu áhuga á að eignast frystihúsið og togarann Ólaf Bekk, annars vegar Gunnar Þór Magnússpn útgerðar- maður og hins vegar útgerðarfélagið Sæberg. Sæberg er í eigu Sigvalda Þorleifssonar og fjölskyldu Lámsar Jónssonar fyrrverandi alþingis- manns, en Láms og Bjami em systk- inaböm. Þorsteini Ásgeirssyni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóra HO og tók Sigurður Björnsson upp hanskann fyrir hann, en hann og eiginkona Þorsteins em systkina- böm. Segja fylgismenn Sigurðar og Þorsteins að Bjarni hafi notað um- boð sitt frá bænum til að reka Þor- stein frá fyrirtækinu, en þetta varð til þess að samkomulagið í bæjar- stjórn varð ekki sem best. Aðrir benda á að það hafí ætíð staðið til að skipta um framkvæmdastjóra, fyrirtækið hafi verið komið í þrot, endurskipulagning stóð yfir og sjálf- ur hafi Þorsteinn bókað á fundi stjómar HÓ að hann myndi víkja sæti. Mikil átök urðu í bæjarstjórn eftir að stjóm HÓ hafði gerði að tillögu sinni að Hlutafjársjóður og Ólafs- fjarðarbær afskrifuðu megnið af hlutafé sínu í félaginu og þá var einnig lagt til að tilboði Sæbergs í frystihúsið og togarann Ólaf Bekk yrði tekið. Vinstri menn og hluti sjálfstæðismanna í bæjarstjóm vom mótfallnir þessari ráðstöfun í fyrstu, en svo fór að tillagan var sam- þykkt. Synir Magnúsar Gamalíels- sonar, sem og Gunnar Þór Magn- ússon, urðu gramir þessari niður- stöðu og töldu að hægt hefði verið að fá mun hærra verð fyrir eignim- ar á frjálsum markaði. í frystihúsmálinu komu ættar- Bjami Kr. Sigurður Grímsson. Bjömsson. tengslin glögglega í ijós, Sigurður Björnsson tengist inn í fjölskyldu Magnúsar Gamalíelssonqr, sem taldi sig verða uridir í baráttunni, en Bjami Kr. Grímsson tilheyrir fjöl- skyldu Sæbergsmanna. Fiskmarsmálið Sigurður Bjömsson var fram- kvæmdastjóri Fiskmars hf., þróun- arfyrirtækis sem ætlað var að fram- leiða útflutningsvöru úr afskurði sem fellur til við snyrtingu fiskflaka. Bæjarábyrgðir, sem sótt var um í nafni fyrirtækisins, hafa mikið verið til umræðu í tengslum við bæjar- stjóramálið og telur Bjarni að í því máli hafi fyrst brostið trúnaður milli þeirra Sigurðar, en þeim ber ekki saman í þessu máli. Bjami segir að í sínum huga hafí legið ljóst fyrir að Sigurður hafi lof- að bænum fyrsta veðrétti í vélum fyrirtækisins, en síðar hafi komið í ljós að Sparisjóður Ólafsfjarðar hafði fyrsta veðrétt og bæjarsjóður annan. Sigurður segir að vilyrði hafi fengist fyrir lán hjá Iðnþróunarsjóði gegn fyrsta veðrétti í tækjum, en það hafi síðan ekki gengið eftir. Sparisjóður Ólafsfjarðar hafi fallist á að veita lánið í stað Iðnþróunar- sjóðs og því fengið veðréttinn. Bæj- arsjóði hafi aldrei verið lofað neinu í þessu efni, enda hafi verið beðið um ábyrgð bæjarins af því fyrirtæk- ið átti engin veð. Hann segir það hlutverk þeirra sem veita ábyrgðir að meta veð sem í boði eru og hann bendir á að endurskoðendur Ólafs- íjarðarbæjar hafi kannað málið ítar- lega og ekkert komið fram sem benti til þess að svik hefðu verið í tafli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.