Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1992, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. .NÓVEMBER 1992 7 Morgunblaðið/Þorkell Arnar Richardsson (t.v.) og Jóhannes B. Jóhannesson, sem leika á Heimsmeistaramótinu á Möltu. Snóker Tveir spilarar fara á heimsmeistaramót TVEIR af fremstu snókerspilurum landsins taka þátt í Heimsmeist- aramóti áhugamanna í snóker sem hefst á Möltu sunnudaginn 15. nóvember, en þeir eru Arnar Richardsson og Jóhannes B. Jóhannes- son. Með þeim í för verður Orn Ingólfsson, forseti Billjard- og snó- kersambands Islands. íslendingar hafa tekið þátt í Heimsmeistaramóti áhugamanna í snóker allar götur frá þvi þeir gengu í Alþjóðabilljardsambandið 1984, en þetta er eitt af sterkustu mótum sem haldið er í íþróttinni. 78 spilarar frá 41 landi taka þátt í mótinu, en hvert land má mest senda tvo spilara. Á meðal þátttak- enda eru Robin Hull frá Finnlandi, sem er núverandi heimsmeistari U-21, Declan Hughes frá Norður- írlandi, sem er eitt mesta efni sem hefur komið fram á Bretlandseyjum á síðari árum, og Jim Watson frá írlandi, sem er raðaður númer 1 í mótið. Leikið verður í átta tíu manna riðlum og er Arnar m.a. í riðli méð Hughes og Wilson frá Englandi, sem er raðaður nr. 13. Jóhannes er í riðli með Chaithana- sokun frá Tælandi, en sá er raðað- ur nr. 2 í mótið. Aðeins tveir spilar- ar komast upp úr hverjum riðli og verður við ramman reip að draga hjá íslendingunum. En hverja'telja þeir möguleikana vera. Arnar, sem er 25 ára, byrjaði að spila 1984 og varð sama ár unglingameistari. „Möguleikamir til að ná langt eru meiri nú en oft áður,“ segir Arnar. „Það eru marg- ir orðnir atvinnumenn sem hafa verið að keppa á þessu móti, og verða því ekki með núna.“ Jóhannes, sem er 19 ára, varð í 2. sæti á Stigamóti BSSÍ í fyrra og í 16. sæti á Heimsmeistaramóti U-21 í Brunei sl. sumar. „Þetta er langsterkasta mót sem við höfum tekið þátt í, en við ætlum að gera okkar besta, enda mikið í húfi,“ sagði Jóhannes. Þeir segjast báðir vera í góðri æfingu, en þó má geta þess að keppnistímabilið hefst um einum mánuði selnna hér á landi en víð- ast annars staðar. Þeir æfa á hveij- um degi, Arnar í 4-5 tíma á dag en Jóhannes í 7-8 tíma á dag. Kostnaður við þátttöku í slíku móti er mikill og Billiardsambandið hef- ur enga fasta tekjustofna. Orn sagði að þátttaka í mótinu hefði ekki verið möguleg að þessu sinni nema með stuðningi Flugleiða. Arnar sagði að hann yrði sáttur við að komast í'sextán manna úr- slit. Slík frammistaða það yki veru- lega tækifæri til að komast í at- vinnumennsku, en báðir stefna þeir að því að leggja íþróttina fyrir sig sem lifibrauð. Jóhannes sagði að á svona stórum mótum væru útsend- arar frá hinum ýmsu fyrirtækjum sem hefðu atvinnusnókerspilara á sínum snærum. Tveir íslendingar eru atvinnumenn í íþróttinni, Fjöln- ir Þorgeirsson, Brynjar Valdimars- son og Eðvarð Matthíasson frá Vestmannaeyjum bætist að öllum líkindum í hópinn næsta sumar. Þeir Jóhannes og Amar standa svo við þröskuldinn og gangi þeim vel á Möltu gætu íslendingar átt fimm atvinnusnókerspilara á næsta ári. Islenskir dýralæknar miðla þekkingn til Eystrasaltsþjóðanna FÉLÖG dýralækna á Norðurlöndunum hafa tekið upp samstarf við félög dýralækna í Eystrasaltslöndunum sem miðar að því að miðla þeim fræðslu og þekkingu á sviði dýralækninga, en að sögn Rögnvalds Ingólfssonar, formanns Dýralæknafélags íslands, hafa Eystrasaltsþjóð- irnar dregist nokkuð aftur úr á þessu sviði undanfarna áratugi. Hann sagði að í þessu sambandi væri stefnt að því að Dýralæknafélag ís- lands tæki upp frekara samstarf við dýralækna frá Litháen, og í mars næstkomandi mun Sigurður Sigurðarson sérfræðingur Sauðfjárveiki- varna flytja fyrirlestur um sauðfjársjúkdóma á ráðstefnu dýralækna sem haldin verður í Lettlandi. Rögnvaldur sagði í samtali við Morgunblaðið að strax og Eystra- saltsþjóðimar hefðu öðlast sjálfstæði hefðu formenn dýralæknafélaga það- an byijað að taka þátt í starfi form- annafundar norrænu dýralæknafé- laganna og á slíkum fundi sem hald- inn var í október síðastliðnum hefði verið ákveðin verkaskipting milli Norðurlandanna um aðstoð við Eyst- rasaltsþjóðirnar. Þannig munu Finnar beina hjálp sinni að Eistum, Danir og Svíar munu beina hjálp sinni að Lettum og Norðmenn og íslendingar beina hjálp sinni að Lit- háum. „Það fyrsta sem Dýralæknafélag íslands er að gera í þessu er senda fyrirlesara á ráðstefnu sem haldin verður í Lettlandi í mars næstkom- andi, en beiðni um að yið fjölluðum þar um sauðfjársjúkdóma barst frá dýralæknafélaginu þar í landi. Að- stoð norrænu dýralæknafélaganna við dýralækna í Eystrasaltsþjóðunum hefur fyrst og fremst verið fólgin í fræðslu og kynningu, en formenn félaganna þarna hafa sagt að mikið vanti upp á að þeir hafi á valdi sínu nýjustu þekkingu hvað varðar sjúk- dóma og lækningaaðferðir, og hafa þeir beðið norrænu dýralæknafélögin um að aðstoða sig við að verða sér úti um þessa þekkingu," sagði Rögn- valdur. Fjárlagavinnan Tekjuhlið ófrágengin vegna umræðu í atvinnumálanefnd Búist er við niðurstöðu ríkisstjórnar um aðgerðir 20. nóvember að leggja útfærðar breytingar á í lok mánaðarins eða áður en önn- fjárlagafrumvarpinu fyrir Alþingi ur umræða hefst um frumvarpið. Sýknaður í undirrétti fímm árum eftir kæru í sýknudómi sem nýlega gekk í héraðsdómi Vesturlands í máli manns sem ákærður hafði verið fyrir minni háttar líkamsárás er þess getið sem einnar ástæðu fyrir sýknu að málsmeðferð hafi dreg- ist svo óeðlilega hjá lögreglu og fyrir dómi að vart teljist samrýmast 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu sem kveður á um réttláta málsmeðferð fyrir dómi innan hæfilegs tíma. Tæp fimm ár liðu frá því kært var til lögreglu þar til þessi undirréttardómur var upp kveðinn. í dóminum segir að málsmeðferð hafi tafist óhæfilega hjá lögreglu og fyrir dómi og hafi sú töf ekki verið réttlætt en ákærði eigi enga sök á henni. ÚTGJALDAHLIÐ fjárlaga- frumvarpsins fyrir næsta ár er nú til meðferðar í fjárlaganefnd Alþingis þar sem nefndarmenn hafa að undanförnu verið með viðtalstíma fyrir forsvarsmenn ríkisstofnana, sveitarfélaga og aðra einstaklinga um einstakar fjárveitingar á næsta ári. Frá- gangi tekjuhliðar frumvarpsins er hins vegar ólokið vegna þeirrar umræðu sem stendur yfir í atvinnumálanefnd ríkis- stjórnar, aðila vinnumarkaðar og sveitarfélaga en þar er m.a. verið að ræða um umfangsmikl- ar breytingar og tilfsérslur í skattkerfinu. Starfsmenn fjármálaráðuneyt- isins hafa að undanförnu verið að ganga frá óumdeildum þáttum á tekjuhlið frumvarpsins en fjár- lagavinnan er að öðru leyti í bið- stöðu á meðan beðið er eftir niður- stöðu atvinnumálanefndar og rík- isstjórnarinnar. A undanförnum árum hefur tekjuhlið fjárlagafrumvarps ekki komið til kasta Alþingis fyrr en í desember en stefnt er að því að ljúka afgreiðslu fjárlaga fyrir jól. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins er nú gert ráð fyrir að ef samkomulag næst um aðgerðir í atvinnumálum muni aðilar vinnu- markaðarins skila tillögum sínum strax upp úr helginni og að ríkis- stjórnin kynni síðan heildarniður- stöðuna föstudaginn 20. nóvem- ber. í framhaldi af því verði hægt Manninum, sem var dyravörður, var gefið að sök að hafa 27. desem- ber 1987 fyrirvaralaust slegið tenn- ur úr manni eftir dansleik í Ólafs- vík. Hann neitaði ásökununum, sem tvö vitni báru fram, og studdist neitun hans einnig við framburð tveggja annarra dyravarða. í dóm- inum segir að vegna alls þessa sé slík óvissa um atburði og sekt ákærða að lagaskilyrðum til sakfell- ingar sé ekki fullnægt. Maður sá sem fyrir högginu varð hafði lagt strax fram kæru til lög- reglu í Stykkishólmi í desember 1987. í dóminum kemur fram að rannsóknin hafi legið niðri þar til í mars 1989 þegar kærandinn lagði fram skaðabótakröfu en þá fyrst var ákærði kallaður til skýrslutöku hjá lögreglunni. í dóminum segir að sá dráttur sem orðið hafi á rann- sókninni hafi ekki verið skýrður. Manninum var boðið að ljúka máli sínu með dómsátt í desember 1989 en hafnaði því og var gefin út ákæra í málinu í maí 1990. „Um þrjú ár eru þá liðin frá því að háttsemi ákærða var kærð til lögreglu, þar til eiginleg dómsmeðferð hefst,“ segir í dóminum, sem er upp kveð- inn af Símoni Sigvaldasyni fulltrúa. Rannsókn málsins fyrir dómi stóð síðan með hléum þar til í apríl 1992 en ekki var aðhafst í málinu fyrr en nýr dómari fékk það til meðferð- ar 1. júlí síðastliðinn. I dómsorði er maðurinn sýknaður af öllum ákærum og ríkissjóði gert að greiða allan sakarkostnað, þar á meðal málsvarnarlaun veijand- ans, Gísla Gíslasonar, hdl. VTTAMÍNIÁGT LÝSI -nýr heilsugjafi í lýsisfjölskyldunni Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777 Haltu þér í góðu formi með lýsisfjölskyldunni. Lýsisfjölskyldan heilsar vetrinum með því að kynna nýjung sem margir hafa beðið eftir: Vítamínlágt lýsi sem er ætlað þeim sem af sérstökum ástæðum vilja bæta við daglegan skammt sinn af fjölómettuðum fitu- sýrum án þess að auka inntöku A og D vítamína. blóðtappamyndun og vinna gegn æða- kölkun. Þá hefur reynslan sýnt að neysla þessara fjölómettuðu fitusýra í lýsi dregur úr bólgu og sársauka í liðum. Lengi hefur verið vitað að lýsi er mjög auðugt að fjölómettuðum fitusýrum. Vísindarannsóknir síðustu ára hafa leitt í Ijós að tvær þessara fitusýra, EPA og DHA, minnka líkurnar á kransæða- sjúkdómum, draga úr hættunni á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.