Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Hver ætlar að bera Landsbókasafnið út? eftir Einar Braga Hinn 16. júní sl. skrifaði ég smá- grein í Morgunblaðið undir fyrir- sögninni: Látið Landsbókasafnið í friði! Með henni vildi ég vekja at- hygli á: 1) að grunnhugmyndin að baki svokallaðri Þjóðarbókhlöðu (sameining Lands- og Háskóla- bókasafns) hefði frá upphafi verið ónothæf og ylli því minna tjóni því fyrr sem horfið yrði frá framkvæmd hennar, 2) að skammarlegt væri að hrekja Landsbókasafn úr húsi sínu og engin afsökun til fyrir svo fáheyrðum helgispjöllum þar sem safnið væri alls ekki í neinu hús- næðishraki eftir að ákveðið var að í greinargerð þeirra þremenninga er rétti- lega bent á og mjög skilmerkilega rökstutt að Landsbókasafn ís- lands er helgur staður sem enginn hefur heim- ild til að spilla. flytja Þjóðslq'alasafn í annað hús, 3) að Háskólabókasafni myndi varla veita af rauða húsinu á Melavelli, en gæti safnið deilt því húsnæði með öðrum væri nær að Ámastofn- un yrði undir sama þaki (og þar við má bæta, íslenskri orðabók, Ömefnastofnun og íslenskri mál- stöð, sé talið fært að koma þeim þar fyrir). Eftir að ég skrifaði grein mína hef ég lesið tvær ritsmíðir um mál- ið í Morgunblaðinu: Framtíð safna- hússins eftir prófessor Véstein Óla- son (7. ágúst) og Um nýtingu Safnahússins eftir Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóra (18. ágúst). Þar gerir hann greih fyrir hugmyndum sínum, Gríms M. Helgasonar deildarstjóra handrita- deildar Landsbókasafns og Stefáns Benediktssonar arkitekts, en Sverr- ir Hermannsson þáv. menntamála- Einar Bragi ráðherra skipaði þá árið 1987 í nefnd til „að gera tillögur til menntamálaráðuneytisins um nýt- ingu Safnahússins við Hverfigötu þegar Landsbókasafn og Þjóð- skjalasafn hafa verið flutt þaðan í önnur húsakynni." Allt em þetta valinkunnir heið- ursmenn sem enginn efast um að viljað hafi veg Landsbókasafns og íslenskrar menningar yfírleitt sem allra mestan í hvívetna. Einmitt þess vegna skín svo sterklega í gegnum tillögur þeirra allur sá vandræðaskapur sem upp er kom- inn í kjölfar pólitískrar ákvörðunar sem allir fínna innst inni að er óhæfa: að gera Landsbókasafn út- rækt úr húsi sínu. Enginn botnar í hvað svona uppátæki á að þýða og þá svíður í hjartað, en samt taka þeir forsenduna gilda eins og um sé að ræða óviðráðanlegar náttúru- hamfarir, svo sem jarðskjálfta eða eldgos. I greinargerð þeirra þremenn- inga er réttilega bent á og mjög skilmerkilega rökstutt að Lands- bókasafn Islands er helgur staður sem enginn hefur heimild til að spilla. Það er sama eðlis og klukka landsins sem hvert íslenskt manns- bam vissi að mátti ekki bijóta. Húsið sjálft geislar frá sér ytri feg- urð og er umvafíð ljóma endurminn- inga um þá menn sem minntust mikilvægs áfangasigurs í sjálfstæð- isbaráttunni með því að reisa af litl- um efnum mikla gersemi yfír dýr- gripi þjóðarinnar. Andi hússins er helgaður af göfugu starfí margra bestu manna landsins á þessari öld sem hlúð hafa að auðlegð þess eða lagt þangað leið sína til að heyja sér efni í verk sem lifa munu mörg hver um aldir og verða óbomum kynslóðum ögmn til nýrra afreka. Ég get tekið undir hvert orð Vé- steins Ólasonar um andann sem þar svífur yfír vötnunum og er honum einnig að öðm leyti sammála um allt annað en það „að svo langt sé komið vinnu við að sameina Há- skólabókasafn og Landsbókasafn, að ekki sé auðvelt eða æskilegt að reyna áð snúa við“. Það er aldrei of seint að snúa frá villu síns vegar og aldrei æskilegt að halda áfram á leið sem liggur til glötunar með þeirri röksemd að menn séu komnir svo langt hvort eð er. Þótt ekki sé nema hársbreidd eftir að hengiflugi skilur þar með feigum og ófeigum hvort álpast er feti framareða num- ið staðar snögglega og snúið aftur til lífsins. Núverandi landsbókavörður er svo lánsamur að vera kominn á þann aldur að tíminn sá miskunn- sami riddari mun hlífa honum við að skófla út verki forvera sinna, þeirra á meðal föður síns. En hvaða eftirkomandi hans léti bjóða sér aðheíja embættisferil sinn á að bera Landsbókasafn út? Það væri viðlíka °g nývígðum biskupi væri skipað með ráðherravaldi að bera Krist út úr kirkjum landsins. Hræddur er ég um að komið hefði snúður á Meðallendinginn við að sjá slíka dagskipan á skrifborði sínu þegar hann mætti fyrst til biskupsstarfa, hann sem taldi sig (og efalaust með réttu) skorta umboð að ofan til að kristna eina einustu sál hve hart sem hún knúði á um að losna úr drottins hjörð. Kaffihlaðborð alla sunnudaga frá kl. 15:00 til 17:00 á snúningsgólfi 5. hæðar. Jólaskemmtun íþróttasambands fatlaðra sunnudaginn 13. des. Basar, leikritið Blóðbræður, jólasveinninn Stekkjastaur kemur í heimsókn, Papar frá Vestmannaeyjum. Gestir geta fengið sneið af heimsins stærstu brauðtertu. Ókeypis aðgangur. 23. des. íhádegi: Skötuhlaðborð - pantanir í síma 620200. 1. jan. Nýársfagnaður UPPSELT 4* cz/f'dfjínbati í <Lpz,ifjunnL tztaAljo’uíuí oízíz ax Fimm rétta Aðventumatseðill með eftirrétta hlaðborði. Á breytilegum matseðli er meðal ánnars að finna Rjúpu. Villigæs. Villiönd. Aligæs. Kalkúna "Souffle", Önd "Galantine". Heilsteiktan kalkún. Rjúpnakjötseyði. Reykta önd. Gæsa "Gradn". Fyllt andalæri. Kjúklingur í Calvados. Kalkúna í "Ragut". Sprengda (saltaða) önd. Villigæsa "Mousse". Verð kr. 2.990. Fjarri fer því að Dómkirkjan í Reykjavík sé hátimbruð eða til- komumikil á að líta, og leiða mætti að því frambærileg rök að Hall- grímskirkja gæti hæglega hýst söfnuð hennar auk síns eigin. En hefur nokkrum komið til hugar að vísa dómkirkjusöfnuðinum í Holtið, afvígja kirkju hans og gera hana að kirkjulistasafni, nema kórinn að biskupsskrifstofu og skrúðhúsið að kontór biskupsritara? Ég spyr vegna þess hve fráleit sú hugmynd er að gera Landsbókasafn að ein- hverskonar sýningarsal og kóróna fíniríið með því að troða forseta- embættinu inn í menningargalleríið. Mér er sem ég sjái Listasafn ís- lands, Listasafn Reykjavíkurborg- ar, Listasafn ASÍ, Listasafn Há- skólans, Listasafn Einars Jónsson- ar, Ásgríms Jónssonar, Ásmundar Sveinssonar, Siguijóns Ólafssonar, Þjóðminjasafn Islar.ds, Ijóðskjala- safn, Árnastofnun eða Landsbóka- safn ljá hvenær sem eftir væri leit- að dýrmætustu gripi sína til sýning- ar annars staðar en í stofnununum sjálfum. Er ekki nokkuð mikil til- ætlunarsemi að fara fram á slíkt? Og væri á það hættandi að vera á sífelldu flandri með slíka hluti? Um forsetaskrifstofumálið vil ég aðeins segja: Þótt svo gæfulega tækist til í eitt sinn að á forsetastól veldist einn af merkustu fræðimönnum landsins og þar á ofan ágætur rit- höfundur er allt eins hugsanlegt að þann sess skipi einhvem tíma mað- ur illa læs og óskrifandi sem aldrei hefði stigið fæti inn fyrir dyr Lands- bókasafns. Væri þá vandséð hvor- um væri meiri háðung ger honum eða virðulega húsinu við Hverfis- götu þegar hann yrði leiddur þar til sætis innan um menningarlegu sýningargullin. Nei, skrifstofur for- seta eru á prýðilegum stað í Stjórn- arráðshúsinu við Lækjartorg, þar á einkaskrifstofa forsætisráðherra einnig að vera og hæfilegt herbergi fyrir ríkisstjórnarfundi, annað ekki. Tökum svo það mál af dagskrá um tíma og eilífð. í greinargerð þeirra þremenn- inga segir: „Nútíminn er svo kröfu- harður um að allar aðstæður séu í samræmi við nýjustu tækni og vís- indalega aðstöðu, að vafasamt er að treysta á að menn sætti sig til framtíðar við að vinna í eldri hús- um, nema þeim sé breytt í nýtísku horf.“ Jújú, stór rass þarf víða brók, og vonandi að Þjóðarbókhlaðan verði ekki komin úr tísku þegar smíði hennar loksins lýkur. Ekki ætla ég að leggjast gegn því, að þeim tölvu- og tæknigikkjum sem geta ekki sinnt fræðum sínum í húsinu eins og það .er verði búin besta aðstaða sem hugsast getur. Nóg er rýmið neðanjarðar á svæð- inu milli Arnarhváls og Landsbóka- safns eins og ég benti á í fyrri grein minni og þeir félagar taka einnig fram. Ættu þá fjöllin að geta tekið jóðsótt og aðstæður til ljósmóður- starfa að vera hinar ákjósanlegustu jafnvel þótt eitthvað stærra fæddist en ofurlítil mús. Annars er þetta svo afstætt með stærðirnar. Fróð- legt væri að vita hve þeir menn tveir sem hvað stórvirkastir eru núlifandi hugvísindamanna á ís- landi þurftu marga rúmmetra undir aðföngin og tölvutonn til úrvinnsl- unnar. Ég á við Lúðvík Kristjánsson og Hörð Ágústssor.. Raunar þarf ég ekki að vera með nein ólíkinda- læti hvað Hörð varðar, svo vel sem mér er kunnugt að afreksverk sitt hefur hann að mestu leyti unnið í kjallarakytru sem varla er meira en tíu fermetrar að flatarmáli og lofthæðin kannski liðlega tveir metrar. Ég endurtek spurningu mína: Hver ætlar að bera Landsbókasafn- ið út? Fari svo sem ég fastlega vænti að enginn vilji vera viðriðinn slíkan verknað, væri þá ekki ráð að setjast nú á rökstóla og endur- skoða þetta Þjóðarbókhlöðuævin- týri allt frá grunni? Hér er þó um milljarða að tefla sem standa eins og steintröll vestur á Melum engum til gagns enn sem komið er, og nokkuð mun þurfa í viðbót til að ljúka verkinu, svo að ekki gildir éinu hvernig að því er staðið. Höfundur er rithöfundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.