Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ LAyGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
31
Sameinaðir verktakar um atvlnnuuppbyggingu á Suðurnesjum
Samþykkja 300 millj. framlag ÍA
en gegn stofnun sérstaks sjóðs
STJÓRN Sameinaðra verktaka hefur ályktað að hún sé því samþykk
að íslenskir aðalverktakar hafi samstarf við aðila á Suðumesjum, til
atvinnuuppbyggingar á svæðinu, en stjórnin hafnar því að stofnaður
verði sérstakur sjóður eða fjárfestingafélag og telur eðlilegra að fs-
lenskir aðalverktakar komi að málinu með beinni þátttoku. Jafnframt
telur stjórnin að taka beri tillit til hagsmuna þeirra starfsmanna Aðal-
verktaka sem misst hafa atvinnu sína að undanförnu.
í ályktun stjómarinnar um þetta
efni segir m.a.: „Sameinaðir verktak-
ar hf. eru sem einn þriggja sameig-
enda íslenskra aðalverktaka fyrir
sitt leyti samþykkir því að íslenskir
aðalverktakar lýsi sig reiðubúna til
samstarfs við aðra aðila á Suðurnesj-
um, svo sem fyrirtæki, sveitarfélög
og stéttarfélög, og aðra hugsanlega
áhugaaðila, um skipulega úttekt á
þeim möguleikum sem fyrir hendi
kunna að vera til uppbyggingar arð-
bærs atvinnurekstrar á Suðurnesjum
er skapað geti þar nýt atvinnutæki-
færi, enda verði í þeim efnum m.a.
litið til atvinnuhagsmuna þeirra
starfsmanna íslenskra aðalverktaka
og undirverktaka þeirra sem nú hafa
misst atvinnu."
Síðan segir: „Ef athuganir benda
til þess að um geti verið að ræða
arðsama fjárfestingarkosti eru Sam-
einaðir verktakar hf. fyrir sitt leyti
reiðubúnir að standa að því að Is-
lenskir aðalverktakar leggi fram fé
í formi hlutafjár eða annars eigin
fjár í viðkomandi atvinnufyrirtækj-
um, samanlagt allt að kr.
300.000.000,00.“ Stjómin segir að
Sameinaðir verktakar hf. muni styðja
þær breytingar í sameignarfélags-
samningi fyrir íslenska aðalverktaka
sem taldar verða nauðsynlegar í
þessu skyni.
Loks segir: „Sameinaðir verktakar
hf. telja eðlilegra og affarasælla að
hugsanlega þátttaka íslenskra aðal-
verktaka í atvinnuuppbyggingu á
Suðurnesjum eigi sér stað með beinni
og milliliðalausri þátttöku íslenskra
aðalverktaka í viðkomandi fyrirtækj-
um, fremur en í gegnum sérstakan
sjóð eða fjárfestingarfélag."
AMERÍSK RÚM
VELDU
AÐEINS
ÞAÐ
BESTA
MEST SELDU RÚMDÝNURNAR í U.S.A.
_ _ Opið laugardag frá 10-18
]V /í ^ 08 sunnudag frá 13-17
iVX dl CU y húsgagnaverslun
Langholtsvegi 111. Sími 680 690
ru sumor tölur
betri en uörar ?
Tilviljun ræður öllu um hvaða tölur koma upp
í lottóútdrætti hverju sinni.
Fólk hefur misjafna trú ó einstökum tölum og eru margvíslegar
aðferðir notaðar við val talna.
Þa5 er gaman að skoða hve oft hver lottótala hefur komið upp
og hver veit nema einhver talnaspekingurinn geti fundið hinar
einu sönnu lukkutölur.
Taflan, hér a& neðan, sýnir hve oft hver tala hefur komiS upp frá 10. september 1988
- (þegar Bónustalan bættist í hópinn)- til 5. desember 1992.
HÉR ERU ÞÆR ALLAR MEÐTÖLU
M LOTTÓTÖLUR ■ BÓNUSTALA
j'JÚ í'á ‘ÍVÖFálDLlS
l.VRMjlGUti!