Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 .Í.i f-!• -r- • • - ' 'i:'- - ’I <-,*■_ rB + Faðir okkar, ARI GÍSLASON, Ránargötu 2, lést í Landspítalanum að morgni 11. desember. Börnin. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN HELGADÓTTIR, lést í Landspítalanum 10. desember. Björg Hjálmarsdóttir, Reimar Charlesson, Helgi Hjálmarsson, María Hreinsdóttir, Vilhjálmur Hjálmarsson, Borghildur Óskarsdóttir, Lárus Hjálmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Stjúpfaðir minn, RAGNAR DAVÍÐSSON, Grund, Eyjafirði, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 10. desember. Aðalsteina Magnúsdóttir. Jóhann Y. Guð- mundsson - Minning Fæddur 13. júlí 1905 Dáinn 2. desember 1992 Jóhann fæddist í Öxney á Breiða- firði, einn fjögurra bama Guðmund- ar Jóhannssonar og Jónínu Sólveigar Guðmundsdóttur, en tvö þeirra barna dóu ung. Systir Jóhanns, Helga, og hann ólust upp með for- eldrunum um skeið. Árið 1914 dóu bæði foreldri þeirra og móðirin á undan, fóru systkinin þá vestur á Mýrar í fóstur. Jóhann hafði áhuga á búskap og 1928-1930 stundaði hann nám á Hvanneyri þaðan sem hann útskrif- aðist sem búfræðingur. Þar kynntist hann konu sinni, Guðbjörgu Lárus- dóttur Stiesen, og fljótlega fluttust þau í Grímsneshrepp þar sem hann stundaði búskap fram undir 1950. Átti hann um skeið jörðina Vatns- holt, og var sú sveit honum ævinlega kær. Kringum 1950 fluttust þau hjónin til Selfoss ásamt sínum yngri bömum en alls voru þau fimm. Þar vann Jóhann ýmis störf en seinast við bókband á eigin vegum. Guð- björg, eiginkona hans, dó 1974. Eft- ir það átti hann um skeið sambýlis- konu, Kristrúnu Kjartansdóttur. Seinustu árin dvaldi hann á hjúkr- unarheimilinu Ljósheimum á Sel- fossi. Var hann þakklátur því fólki sem þar vinnur fyrir þess góðu störf. Hann andaðist svo eftir fremur stutta legu 2. desember sl. Þessi maður sem hér er íjallað um í þriðju persónu var hann afi minn. Fyrir mér var hann maður sem hafði áhuga á lífinu. Hann var áhugasamur um ljósmyndun og átti ágætar myndavélar, svo var hann og með veiðibakteríu og fór lengst af sínar árlegu ferðir með stöngina. Hann var félagslyndur og hafði ánægju af spilamennsku, gott ef hann kunni ekki Lomber. Hann var höfuð sinnar fjölskyldu sem hefur haldið vel saman gegnum tíðina. Okkur verður öllum hugsað með ánægju til sumarsins 1991, en þá var haldið fjölskyldumót fyrir vestan og farið út í Öxney. Hann naut þeirrar ferðar og þótti gott að geta riíjað upp gamla daga með sínu fólki. Hann var minnugur og átti til að vanda um við mig og eflaust fleiri ef of langt leið á milli heimsókna. Mér þótti gaman að spjalla við hann því talið fór léttilega yfir í gaman- mál og honum sagðist oft vel frá. Seinast sá ég hann 19. október t Elskulegur faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN PÁLSSON, Traðarstíg 6, Bolungarvík, lést í Sjúkrahúsi ísafjarðar fimtudaginn 10. desember. Steinar Jóhannsson, Ingibjörg Björgvinsdóttir, GuðmundurJóhannsson, Ragna Finnbogadóttir, Arnfríður Aradóttir, Haukur Matthíasson > og barnabörn. + Faðir okkar og tengdafaðir, EIRÍKUR ÞORSTEINSSON . frá Bakkakoti, si'ðast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 6. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Ágúst Eiríksson, Sœbjörg Eiríksdóttir Benóný Eiríksson, Edda Agnarsdóttir, Ingibjörg Eiriksdóttir, Június Pálsson, Anna Eiríksdóttir, Ómar Jóhannesson. + Ástkaer eigínkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DORIS WALKER FINNSSON, Vesturbrún 38, Reykjavík, er lést 8. desember síðastliðinn, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánu- daginn 14. desember kl. 10.30. Hjálmar Finnsson, Edward H. Finnsson, Erna Norðdahl, Katherine Finnsson Smart, Ronald C. Smart, barnabörn og langömmubarn. Hjónaminning Magnús ogLára á Ketilsstöðum Ekki voru undirritaðir miklir fyr- ir sér þegar þeir stigu í fyrsta sinn út úr gamla jeppanum hans Magn- úsar á bæjarhlaðinu á Ketilsstöðum og gjóuðu augunum út undan sér varfæmislega yfír þetta framand- Iega svið. Ef til vill höfðum við ein- hvem beyg af hundinum og áttuð- um ókkur ekki á því að með sínu háværa gjammi og fyrirgangi var hann aðeins að bjóða okkur vel- komna. En svo var hann óðara lagstur fyrir aftur á sínum stað uppi á íjósþekjunni. Alla vega óraði okkur ekki fyrir því á þessari stundu að þetta væri inngangur að löngum kynnum og varanlegri vináttu okk- ar við þau Magnús og Lám á Ketils- stöðum. Nú er liðið á fjórða tug ára frá þessum atburði og fer ekki hjá því að hann hafi markað nokkur tíma- mót í lífí okkar bræðranna. Áður en við vissum af vomm við orðnir býsna hagvanir á nýja staðnum og Ketilsstaðir urðu okkar annað heim- ili í nokkur sumur upp frá þessu, heimili sem stóð okkur opið æ síð- an. Þau Lára og Magnús vom okk- ur á engan hátt vandabundin og að við skyldum lenda á þeirra veg- um var víst einber tilviljun - eða - við skulum kalla það lán. Bærinn á Ketilsstöðum stóð utan alfaraleiðar og mannlífíð vestur þar í flestu ólíkt því sem við áttum að venjast úr höfuðstaðnum. En við nutum hins besta atlætis hjá okkar nýju húsbændum. Lára gaf sér ætíð tíma til þess að spjalla við strákagemsana og bæði tóku þau mildilega á yfirsjónum sem vildu hljótast af óforbetranlegum ung- æðishætti. Þau Lára og Magnús áttu sjálf bamabörn sem heimsóttu ömmu og afa í sveitina og vom þama samtíða okkur um lengri eða skemmri tíma en aldrei hvarflaði það að okkur að þau hjónin gerðu hér nokkurn mannamun. Ekki er þó svo að skilja að það hafí verið um of stjanað við okkur. Við vomm frá fyrsta degi látnir taka þátt í bústörfum eins og við höfðum aldur og burði til. Við vorum vaktir til morgunverka eins og aðrir, fengum að embætta kýr og kálfa og reynd- um að hafa við furðanlega fótfráum og rásgjörnum rolluskjátum. En það liðu víst einhver ár áður en okkur var leyft að keyra dráttarvélina - og þó reyndar aldrei þar sem túninu hallaði niður frá bænum. Eins og vera ber skín sólin glatt á þessa daga og fyrir það ber að þakka nú þegar leiðir skilja. Hjónin á Ketilsstöðum höfðu frá mörgu að segja og margt var skraf- að í eldhúskróknum. Lára fór oft á kostum í frásagnargleði og þó að Magnús virtist nokkru kyrrlátari í fasi gátu orð hans engu síður hrif- ið. Um ættir þeirra og uppmna vit- um við samt næsta fátt enda þeirra eigin ævikjör ekki aðalatriðið í oft æði litríkum frásögnum. Bæði komu í heiminn við upphaf þessarar aldar og tilheyrðu því aldamótakyn- slóðinni sem skipar sinn sess í vit- und þjóðarinnar. Lára fæddist á Djúpavogi og ólst upp austur á Síðu „í fátækt en ekki manndómsleysi" svo notuð séu hennar eigin orð. Magnús fæddist í Magnússkógum + Faðir minn, tengdafaðir, afi, og langafi, KJARTAN ÓLAFSSON, Skipasundi 17, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu mánudaginn 14. desem ber kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á líknarstofnanir. Gunnsteinn E. Kjartansson, María Erna Sigurðardóttir, Sigurður Kjartan Gunnsteinsson, Laufey Guðmundsdóttir, Guðriður Gunnsteinsdóttir, Jóhannes Ólafsson og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, ANDRÉSAR PÉTURSSONAR, Smáraflöt 41, Garðabæ. Svanhvít Reynisdóttir, Magnús Andrésson, Þórdís Eiríksdóttir, Sverrir Andrésson, Kolbrún Gunnlaugsdóttir, Margrét Andrésdóttir, Sígurjón Leifsson, Pétur Andrésson, Bergþóra Hákonardóttir, Ingibjörg Andrésdóttir, Björn Björnsson, barnabörn og systkini hins látna. er hann kom ásamt fjölskyldunni til afmælisveislu eldri dóttur sinnar er haldin var að Seli í Grímsnesi. Þann dag fór hann út að Vatnsnesi þaðan sem hann átti sumar af sínum bestu endurminningum. Hann afí minn var skýr og hélt sinni andlegu reisn fram undir það síðasta. Ég er honum þakklátur fyrir margt gamalt og gott og kveð hann með söknuði en þar er ég viss um að ég mæli fyrir munn margra. Hlynur Þorsteinsson. í Dölum og sleit þar bamsskónum. hann fór að heiman ungur maður í kaupavinnu og’á vertíð eins og gengur en bjó annars alla tíð í Dölum vestur, var alla tíð rótgróinn sveitamaður - eða fyrst og fremst - Dalamaður. Búskapur þeirra hjóna stóð í fímm áratugi. Lífsbaráttan hefði líklega ekki verið svo mjög frá- brugðin því sem tíðkaðist til sveita á ámm áður ef ekki hefðu komið til meiriháttar áföll og mannraunir. Samt var langt í frá að búskapurinn yrði einhver raunasaga og var auð- fundið að Magnús hefði tæplega getað hugsað sér annað ævistarf. Hann var verklaginn og iðjumaður með afbrigðum, naut þess að um- gangast skepnur og hafði á þeim einstakt lag. Hann kunni einnig að blanda geði við sveitunga sína og gleðjast með glöðum við réttarvegg á hausti. Magnúsi var þó orðið full- ljóst upp á síðkastið hvert stefndi með sveitabúskap á íslandi og hefði farið út í eitthvað annað „væri ég ungur maður í dag“, eins og hann orðaði það sjálfur. Síðustu árin á Ketilsstöðum voru þau yfírleitt tvö ein. En svo varð snöggur endi á dvöl þeirra þar þeg- ar brann ofan af þeim í annað sinn. Þá voru þau komin á áttræðisaldur og ekki margra kosta völ. Nú lá leiðin í blokkaríbúð í Breiðholtinu en síðustu misserin dvöldu þau meira og minna aðskilin á stofnun- um þar sem þau nutu að vísu góðr- ar umönnunar eins og kostur var. Meðan Magnúsi entist þrek lét hann sig ekki vanta í réttimar eða slátur- hússvinnuna í Búðardal á haustin en undir lokin gerðist ellin honum þungbær. Var hann þó ætíð innilega þakklátur fyrir góða aðhlynningu og lágu hlý orð til allra manna. Lára var söm við sig fram í andlát- ið, hafði enn gaman af að spjalla og slá á létta strengi. Sjónin var reyndar farin að bila og undir lokin var það rétt að hún náði að greina mun dags og nætur þegar best lét. Það gegndi því furðu hvað hún var vel vakandi og fylgdist vel með, rétt eins og hún væri alltaf á ferð og flugi en ekki bundin við rúmið og algjörlega upp á aðra komin. Þegar Láru var vitjað að sjúkrabeði var það iðulega hún sem sagði tíð- indin og átti gjarnan frumkvæðið í samræðum. Hún var þakklát og lét þess aldrei ógetið hve vel væri að henni búið. Að þessu leyti var þeim Láru og Magnúsi líkt farið - en þau áttu líka allt það besta skilið. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Hvíli okkar gömlu, góðu vin- ir í friði. Helgi og Sverrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.