Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 72
72 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992 Þú áttar þig á því, Didda mín, að milli okkar er öllu Iokið... HÖGNI HREKKVtSI „ BKKI ÞlTT BESTA VEBlc.' BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Hugar þú nægilega vel að eignum þínum? Frá Amþórí Ingólfssyni: SEM vonlegt er snýst umræða manna, um þessar mundir, um ástandið í þjóðfélaginu. Það út af fyrir sig er ekkert merkilegt, sú umræða er alltaf í gangi enda það umræðuefni sígilt og nútíminn á hveijum tíma alltaf verstur. 0g ef nútíminn er verstur, hvaða afleiðingar getur ástandið, sem ríkir hveiju sinni, haft í för með sér? Umræðan í dag snýst um þreng- ingar, skort á atvinnu, skort á peningum, jafnvel örvæntingu vegna afkomumöguleika. Sé ástandið með þessum hætti fer ekki hjá því að það hafi afleiðing- ar í för með sér. Þær eru, eða geta verið, margvíslegar og því miður er ekki fráleitt að tengja aukningu afbrota þeim afleiðing- um. Nú er svartasta skammdegið yfirstandandi og í skjóli þess myrkurs er e.t.v. ýmislegt aðhafst sem ekki gerist í eins miklu mæli um bjarta sumarnóttina. Innbrot og þjófnaðir ýmiskonar eru því miður algengt fyrirbæri í öllum þjóðfélögum, slíkt verður aldrei hægt að uppræta. Lögregla reynir að koma í veg fyrir afbrot og koma lögum yfír þá sem slíka iðju stunda. Ekki er nokkur von til þess að lögregla nái að koma hönd- um yfír öll slík tilvik og að sjálf- sögðu aukast ekki líkur á því þar sem niðurskurði er ótæpilega beitt þegar um er að ræða fjárveitingar til löggæslumála. Það hlýtur svo að vera að löggæsla breytist og beri keim af því íjármagni sem hún hefur handa á milli. Eins og áður segir reynir lög- regla að koma í veg fyrir afbrot og einnig að upplýsa þau sem framin hafa verið. Það er sjálf- sagður hlutur, enda á borgarinn heimtingu á því. Einn er þó sá þáttur í þessum málum sem ekki má gleymast en gleymist því miður of oft en það er geta hins almenna borgara til að hafa áhrif á þróun þessara mála, a.m.k. að einhverju leyti. Hugar hinn almenni borgari nægilega vel vakandi fyrir því sem er að gerast hjá nágrannan- um? Er hugsanlegt að óvandaðir menn geti farið inn á mannlaus heimili án þess að nágranninn 'athugi hvað er að gerast. Sam- vinna nágranna í þessum efnum er afar mikilvæg og eykur örygg- ið stórlega. Jólamánuðurinn er mikill versl- unarmánuður hjá öllum en því miður er það svo að hann er mörgum dýrari en vera þyrfti. Fólk fer í verslanir gerir innkaup, losar sig við varninginn í bílinn sinn, sem lagt hefur verið á góðan stað, en það gleymir að læsa bíln- um og veitir þar með óvönduðum mönnum greiðan aðgang að því sem í bílnum er og tapar þar með verðmætum. Það getur því verið afdrifaríkt að gleyma að læsa bílnum en að læsa honum, þegar hann er yfirgefinn, ætti að vera jafnsjálfsagt og að opna dyr hans áður en farið er úr honum. ARNÞÓR INGÓLFSSON, yfirlögregluþjónn Reykjavík. HEILRÆÐI Umjól ogára- mót eru fjölsklyldu- tengslin meiri og sterkari en jafnan á öðr- um árstíma. Því er það gott ráð að fjölskyldan öll gefi sér tima til að fara saman yfir það, sem helst þarf að varast og hvernig bregðast skuli við hinu óvænta. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Víkverji skrifar Alllengi hefur fjármálaráðu- neytið auglýst í sjónvarpi verðtryggð ríkisskuldabréf. Ein tegund auglýsingarinnar er þann- ig orðuð að Víkveiji hefur lengi velt fyrir sér, hvað vaki fyrir ráðu- neytinu. Það hvetur fólk, sem vill spara til þess að „eyða“ í sparnað. Nú er það væntanlega svo, að í vitund fólks eru þessar tvær sagnir „að eyða“ og „að spara“ með gagnstæða merkingu. í orða- bók Menningarsjóðs segir að sögn- in að eyða þýði að koma í lóg, gera að engu, nota illa á meðan orðabókin skýrir sögnina að spara með því „eyða litlu“. Með öðrum orðum það virðist ákaflega erfítt að nota þessar sagnir í sömu andrá. Engu að síður gerir ríkissjóður þetta í áðumefndri auglýsingu. Hann hvetur fólk til þess að kaupa spariskírteini ríkissjóðs með orðunum „eyddu í spamað“. Kannski læðist það að áhorfandan- um með notkun slíks orðalags, að kaup á spariskírteinum ríkissjóðs jafngildi eyðslu eða eins og orða- bókin þýðir sögnina „koma í lóg, gera að engu, sóa“. Væntanlega er þetta ekki það, sem auglýsandinn vill að áhorf- andinn trúi. Því er hér um mis- notkun á sögninni að eyða að ræða, sem getur leitt til þess að hún verði eyðilögð í munni fólks, rétt eins og sögnin að græða var á sínum tíma gerð ákaflegá nei- kvæð, svo að ekki sé meira sagt. xxx Nú má búast við því að jólainn- kaup fólks fari af stað af fullum krafti, því að nýtt korta- tímabil er hafíð hjá flestum fyrir- tækjum. Þannig var vinkona Vík- veija stödd í Hagkaupi á fímmtu- dagskvöld og þar var örtröð af fólki. Annað slagið kom rödd v hljómkerfí verzlunarinnar sem til- kynnti að fæm innkaup umfram ákveðna upphæð, myndi verzlunin gefa fólki kost á raðgreiðslum til þriggja eða fjögurra mánaða. Bar- áttan um hylli fólks virðist sem sagt hafín og gylliboðin þegar komin á loft. Vonandi sér fólk þó í gegnum þetta, því að ávallt kem- ur að skuldadögunum og fyrstu mánuðir næsta árs, sem nú er skammt undan, eru jafnframt gjalddagar fasteignaskatta, svo að menn verða að gá að sér. xxx * Alitlu línuriti, sem daglega birt- ist í Morgunblaðinu, og birt er í „Peningamarkaðinum" má sjá hreyfíngar á verði eldsneytis af ýmsum tegundum. Þar kemur m.a. fram að frá því um miðjan október- mánuð hefur bensínverð verið á stöðugri niðurleið og þá einkum blýlaust bensín. Verð á blýlausu bensíni hefur lækkað mest frá miðjum nóvember eða úr rúmum 200 dollurum tonnið í um 180 dollara nú 9. desember. Nú er að fylgjast með hvenær þessi verð- breyting fer að hafa áhrif á ís- landi. Vonandi verður þess ekki langt að bíða, en eins og kunnugt er hækkaði bensín nýlega bæði vegna gengisbreytingarinnar á dögunum og eins vegna aukinna skatta á bensínsölu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.