Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 35
gQUÍ HMtfMHBau :St 5ÍUDAUHAÚUAJ UiUAJáHUÚHOM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12: DKSEMBER 1992
35
Ráðherrafundur Fríverslunarbandalags Evrópu
Viðbótarbókun verði
lögð fyrir þjóðþingin
Genf. Frá Önnu Bjamadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
RAÐHERRAR Fríverslunar-
bandalags Evrópu (EFTA) sam-
þykktu á fundi sínum í Genf í
gær að leggja það til við Evrópu-
bandalagið (EB) á embættis-
mannafundi á þríðjudag að
tæknilegum atriðum EES-samn-
ingsins verði breytt vegna þess
að Sviss verður ekki aðili en eng-
ar efnisbreytingar verði gerðar
á honum. Tillaga að viðbótarbók-
un við samninginn sem innihaldi
þessar breytingar verði tilbúin
snemma í janúar 1993, þannig
að unnt vérði að samþykkja hana
á ráðstefnu stjórnarerindreka
EB og EFTA sem haldin verði
strax á eftir.
í fréttatilkynningu íslenska utan-
ríkisráðuneytisins segir að lagasér-
fræðingar EFTA-ríkjanna hafí
komist að þeirri niðurstöðu að ein-
ungis þurfi að gera fáeinar tækni-
legar breytingar á EES-samningn-
um með viðbótarbókun sem verði
staðfest sérstaklega af þjóðþingum
samningsaðila. Sá kostur er talinn
fólginn í því að strika ekki nafn
Sviss út úr samningnum sjálfum
að þá geti Svisslendingar síðar
meir gengið í EES án mikils um-
stangs.
Ráðherramir leggja einnig til að
þróunarsjóðurinn sem EFTA-ríkin
greiða í til stuðnings fátækum ríkj-
um Evrópubandalagsins verði skor-
inn niður um þá upphæð sem Sviss
átti að leggja af mörkum, en það
var rúmur fjórðungur sjóðsins.
Framkvæmdastjóm EB hefur
lýst því yfír að hún sé samþykk
þessari skipan mála en Spánveijar
hafa sett sig upp á móti henni. Auk
þeirra stendur til að Portúgalir og
Grikkir njóti framlaga úr sjóðnum.
Hannes Hafstein, aðalsamninga-
maður íslands í EES-viðræðunum,
segir að enn eigi eftir að fínna lausn
á þessu, en deilur um sjóðinn eru
helst taldar geta tafíð fyrir gildis-
töku EES-samningsins.
Ráðherrarnir samþykktu enn-
fremur að eftirlitsstofnun EFTA
með EES yrði í Brussel en EES-
dómstóllinn yrði í Genf. „Það þykir
ekki taka því að breyta ákvörðun-
inni um hann,“ sagði Kjartan Jó-
hannsson, sendiherra og fastafull-
trúi íslands hjá EFTA. „Öll EFTA-
ríkin í EES nema ísland munu
ganga í EB innan fárra ára og
dómstóllinn mún að sjálfsögðu
'breytast við það,“ sagði Kjartan.
Glaðir ráðherrar
Pertti Salolainen, utanrík:"-viðskiptaráðherra Finnlands, og Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráði. -a slá á létta strengi á ráðherrafundi ríkja
Fríverslunarbandalags Evrópu í Genf í gær. Á fundinum var ákveðið að
leggja það til við Evrópubandalagið að gera engar breytingar á EES-samn-
ingnum, þótt Svisslendingar verði ekki aðilar að honum. í staðinn verði
tæknilegum atriðum samningsins breytt með viðbótarbókun.
Yfirlýsing EFTA-ráðherranna
Mikilvægt að stað-
festa EES án tafar
Í yfírlýsingu ráðherra EFTA-ríkjanna segir að áfram skuii stefnt
að því að samningurinn um hið Evrópska efnahagssvæði taki gildi
eins skjótt og unnt er á fyrri hluta ársins 1993. Það sé þess vegna
afar mikilvægt að ljúka án tafar staðfestingu samningsins.
Kafli sá í yfírlýsingunni sem fjall-
ar um EES-samninginn hljóðar svo:
„Á fundinum gaf svissneski ráð-
herrann Jean-Pascal Delamuraz
yfirlýsingu um úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar í Sviss hinn 6.
desember sl. Þar voru greidd at-
kvæði um samninginn um Evrópska
efnahagssvæðið og var samningn-
um hafnað. Mun Sviss því ekki taka
þátt í EES-samstarfínu.
Hinir ráðherrarnir kváðust
harma þessi úrslit, þótt þeir virtu
þá ákvörðun sem svissneska þjóðin
og kantónurnar hefðu tekið á lýð-
ræðislegan hátt. Þeir ítrekuðu þann
einarða ásetning að samningurinn
taki gildi eins skjótt og unnt er á
fyrri hluta ársins 1993. Það sé þess
vegna afar mikilvægt að ljúka án
tafar staðfestingu samningsins.
Þeir óskuðu eftir að athugun
hæfist þegar í stað á því hvaða
tæknilegar breytingar þurfi að gera
á samningnum. Tillaga að viðbótar-
bókun við samninginn, sem inni-
haldi þessar breytingar verði tilbúin
snemma í janúar 1993, þannig að-
unnt verði að samþykkja hana á
ráðstefnu stjómarerindreka sem
haldin verði strax á eftir.
Ráðherrarnir lýstu einnig ánægju
sinni með hversu undirbúningi hefði
miðað við að koma á fót ásamt með
Evrópubandalaginu hinum sameig-
inlegu EES-stofnunum þar meðal
hinni sameiginlegu þingmanna-
nefnd EES og sameiginlegu ráð-
gjafarnefndinni og staðfestu að
einnig þessar stofnanir myndu vera
tilbúnar til þess að takast á við
verkefni sín.
Þeir áréttuðu þá skoðun sína að
útvíkkuðu efnahagssamstarfi yrðu
að fylgja framfarir í samstarfi á
sviði félagsmála. Slíkt samstarf
yrði að efla og ráðherrarnir lögðu
áherslu á að aðilar vinnumarkaðar-
ins í EB og EFTA-ríkjum hefðu þar
miklu hlutverki að gegna."
Liechtenstein
Forðast smáríkið
vandræði Sviss?
Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
NEIKVÆÐ viðbrögð *við úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar í
Sviss um aðild að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) gætu stuðlað
að því að íbúar Liechtenstein samþykki aðild að EES um helg-
ina. Algjört ráðaleysi virðist ríkja í Sviss og íbúar Liechtenstein,
sem eru 29.386 talsins, gætu viljað forðast það.
Leiðtogar smáríkisins reiknuðu
með að Svisslendingar myndu
samþykkja aðild að EES og
hvöttu þjóð sína til að fara að
ráði þeirra fyrir síðustu helgi.
Þeir hafa nú breytt um tón og
segja að Liechtenstein sé best
borgið í EES með eða án Sviss.
Þeir benda á ráðþrot Svisslend-
inga og spár um svarta framtíð
þeirra orðum sínum til stuðnings.
Hans-Adam II fursti hefur lát-
ið liggja að því að Liechtenstein
sæki fyrr eða seinna um aðild að
EB. Margir álíta að EES sé bara
biðstofa fyrir bandalagið og eru
því á móti.
Lúxus á lágmarksverbi
Herbergi meö baöi, síma, útvarpi, sjónvarpi
og smábar. Upphituö útisundlaug —
jarögufubaö — heitir pottar —
nuddstofa — hárgreiöslu og
snyrtistofa — ljósalampar.
Fjölskyldufólk
— einstaklingar
Látiö okkur um amstriö og uppvaskiö.
Njótiö samveru meö fjölskyldu og vinum.
Samfelld skemmti- og hátíbardagskrá
alla dagana frá 22 .des. - 3. jan.
Gestgjafi hinn landskunni Siguröur Guömundsson
Upplýsingar og pantanir í
síma 98-34700 - fax 98-34775
HÓTEL CSX
HVERAGERÐI
* Pr. mann á dag í tvíbýli. Aukagjald fyrir einbýli kr. 1.000 á dag.
**■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*
PIERROT
Hönnun Afro e Tobio Scorpa
ARIETTA
Hönnun: Tobio Scorpo
MISS SISSI
Hönnun Philippe Strock
PAO COROLLE
Hönnun: M. Thun Hönnun: E. Didone
WALL
Honnun Kmg, Mirondo, Arnoldi
FRISBI
Hðnnun AvhJle (ovliglioni
Mikið úrval af rúmteppum og púðum frá
Pantanir óskast sóttar
Verslun okkar
ALESSI
í Kringlunni
opin um helgirva
Borgartúni 29, simi 620640.
V
OPIÐ í DAG KL. 11.00 - 18.00