Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 39
38
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Arvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.x
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Konungdæmi og
breyttir tímar
Samruni við Islands-
banka samþykktur
- á hluthafafundi Eignarhaldsfélags
Iðnaðarbankans sem haldinn var í gær
HLUTHAFAFUNDUR Eignarhaldsfélagsins Iðnaðarbankans samþykkti
í gær samrunasamning við Islandsbanka hf. I fyrradag samþykkti hlut-
hafafundur Eignarhaldsfélag Verslunarbankans samruna við bankann.
Við samrunann fá hluthafar i Eignarhaldsfélaginu Iðnaðarbankanum
hlutabréf í íslandsbanka sem greiðslu fyrir hlutabréf sín þannig að fyr-
ir hverja krónu að nafnverði í hlutabréfum seip þeir láta af hendi fá
þeir afhenta 1,55751 krónu að nafnverði af hlutabréfum í bankanum.
*
Akvörðun Karls Bretaprins og
Díönu prinsessu, um skilnað
að borði og sæng, kom fáum í
opna skjöldu eftir umfjöllun blaða
í Bretlandi undanfarna mánuði.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
mál af þessu tagi kemur upp inn-
an bresku konungsfjölskyldunn-
ar. Frægasta dæmi sögunnar er
eflaust af Hinrik áttunda er
kvæntist mörgum sinnum og sleit
sambandi við kaþólsku kirkjuna
og Vatikanið í Róm, til að fá fram
skilnað, og stofnaði þess í stað
ensku biskupakirkjuna. Georg
Jjórði, sem komst til valda árið
1821, hafði slitið samvistum við
eiginkonu sína, Karólínu af
Brúnsvík, áður en hann varð kon-
ungur. Forfaðir hans, GeOrg
fyrsti, lét sér ekki nægja að skilja
við konu sína að borði og sæng;
hann fékk fram lögskilnað og lét
fangelsa hana, áður en hann var
krýndur árið 1714. Játvarður átt-
undi afabróðir Karls Bretaprins,
afsalaði sér konungdómi árið
1936 til að geta gengið að eiga
Wallis Simpson, sem var fráskilin,
og við tók bróðir hans Georg
sjötti, faðir Elísabetar Breta-
drottningar.
Játvarði bar í raun engin laga-
leg skylda til að afsala sér kon-
ungdómi en gerði það samt sem
áður vegna þrýstings frá þáver-
andi erkibiskupi af Kantaraborg,
Cosmo Lang, og Stanley Baldwin
forsætisráðherra.
Bretakonungur er yfirmaður
ensku biskupakirkjunnar og krýn-
ingin trúarleg athöfn og á þeim
tíma þótti ekki við hæfi að kon-
ungur gengi að eiga fráskilda
konu. Hin sögulegu dæmi sýna
hins vegar að sambúðarslit og
jafnvel skilnaður eru ekki óyfir-
stíganleg fyrirstaða, heldur ráð-
ast málalyktir af aðstæðum og
anda hvers tíma.
Stjómskipun Bretlands er að
því leyti til frábrugðin stjómskip-
un flestra annarra lýðræðisríkja
að ekki er til staðar rituð stjórnar-
skrá. Stjómarskrá Bretlands
byggist á lögum og hefðum, er
þróast hafa í tímanna rás, og er
það eitt helsta einkenni stjóm-
skipunarinnar að hún á auðvelt
með að aðlaga sig breyttum að-
stæðum.
John Major, forsætisráðherra
Bretlands, sagði í ræðu sinni í
þinginu á þriðjudag, þegar hann
tilkynnti um ákvörðun prinsins
og prinsessunnar af Wales, að
hún hefði engin áhrif á tilkall til
krúnunnar og ekki væri ástæða
til að ætla annað en Karl og Díana
yrðu krýnd konungur og drottn-
ing í fyllingu tímans. Helstu sér-
fræðinga Bretlands í þessum efn-
um greinir hins vegar á um, hvort
þetta sé raunhæfur möguleiki.
Bent á að nú séu breyttir tímar.
Af hveiju ættu aðrar reglur að
gilda um prinsinn og prinsessuna
af Wales en þegna þeirra? Tals-
menn þessara sjónarmiða segja
að konungdæmið verði að laga
sig að þeim þjóðfélagsaðstæðum
sem nú ríkja.
Hins vegar eru margir sem
benda á að kóngafólk er ekki
venjulegt fólk og konungleg
hjónabönd ekki venjuleg hjóna-
bönd. Gott dæmi um þetta sjónar-
mið eru þau orð sem hertoganum
af Jórvík og lafði Elísabetu
Bowes-Lyon vom gefín í vegar-
nesti er þau gengu í hjónaband
árið 1923: „Þið getið ekki tryggt
að hjónaband ykkar verði ham-
ingjusamt; en þið getið og skuluð
tryggja að það verði göfugt."
Framhjá því verður ekki litið,
að stærstur hluti bresku þjóðar-
innar lítur á konungsfjölskylduna
sem fyrirmynd og persónu-
gervingu allra hefðbundinna
gilda. Samkvæmt skoðanakönn-
un, sem gerð var fyrir nokkrum
árum, á sú virðing og ást, sem
Bretar bera til konungdæmisins,
rætur að rekja til þess að fólk
telur, að í konungsfjölskyldunni
sé að að fínna „frábært fordæmi
fyrir alla um farsælt fyölskyldulíf"
og hefur þessi afstaða komið fram
hjá 80% aðspurðra
Walter Bagehot, helsti stjóm-
skipunarfræðingur Breta á sinni
tíð, sagði þegar á síðustu öld að
ein af helstu forsendum konung-
dæmis á Bretlandi væri að við-
halda þeirri dulúð og þeim töfrum
sem umlykju konungsfjölskyld-
una. Til þessa hefur konungsfjöl-
skyldunni tekist vel að halda við
þeirri ímynd á sjónvarpsöld. Eru
silfurbrúðkaup drottningar árið
1977 og brúðkaup ríkisarfans og
Díönu prinsessu 1981 nefnd sem
dæmi þar um. Hin óvægna og oft
á tíðum tillitslausa umfjöllun Um
einkalíf konungsfjölskyldunnar
hefur hins vegar á síðustu misser-
um ruglað þessa ímynd.
Engin leið er að spá fyrir um
hveijar lyktir verða varðandi arf-
taka Elísabetar Bretadrottningar
enda nægur tími til stefnu. Ekki
er ástæða til að ætla annað en
breska konungdæmið muni
standa af sér þennan storm líkt
og aðra áður. Konungdæmið er
ekki eingöngu konungsíjölskylda
hvers tíma heldur rótgróin stofn-
un sem á sér aldagamla hefð á
Bretlandi og hefur verið helsta
sameiningartákn þeirra þjóða sem
það ríki byggja. Það geta fáir
hugsað sér Bretland án konung-
dæmis, allra síst Bretar sjálfir.
í samrunaefnahagsreikningi nem-
ur eigið fé Eignarhaldsfélagsins Iðn-
aðarbankans 1.739 milljónum króna,
en reikningurinn byggir á milliupjp-
gjöri eignarhaldsfélaganna og Is-
landsbanka frá 31. ágúst sl. Olafur
Nilsson, löggiltur endurskoðandi,
skýrði frá þeirri ákvörðun sem tekin
var í ljósi samrunans að félögin tækju
þátt í að styrkja afskriftarreikning
bankans með 123,3 milljóna framlagi
hvert eða samtals 369,9 milljónum.
Ólafur sagði að versnandi afkoma
fyrirtækja samfara auknu atvinnu-
leysi endurspeglaðist í lækkun á verð-
mæti þeirra trygginga sem stæðu að
baki útlána. Aukið útlánatap vegna
þessa hefðu komið niður á afkomu
bankans og því hefði þessi ákvörðun
verið tekin.
„Dómurinn er að mínu áliti merki-
legur í skaðabótarétti og í honum er
slegið fastri reglu um sönnunarbyrði
þannig að það er byggt á því að ef
sannað er að mistök hafi átt sér stað
við læknisverk eða á spítala og mis-
tökin hefðu hugsanlega getað haft í
för með sér þær afleiðingar sem verða
en afleiðingarnar gætu hugsanlega
átt sér aðrar orsakir þá er lögð á
spítalann, lækninn eða sjúkrastofnun-
ina sönnunarbyrðin fyrir því að tjónið
hefði orðið þótt engin sök hefði verið
til staðar. Þetta er auðvitað mjög
merkileg niðurstaða og dómurinn er
vonandi til þess fallinn að veita heil-
brigðisþjónustufólki aðhald í störfum
sínum og hvetja það til þess að vanda
sig,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson.
Hann kvaðst ekki vita til þess að
„Það er langt um liðið og það eru
allt aðrar aðstæður í dag en voru
þá. Það er búið að lagfæra alla þá
galla sem menn hafa getað ímyndað
sér að hafi þama komið upp og slík
endurskoðun er sífellt í gangi, ekki
bara þegar eitthvað kemur uppá.“
Ingi sagði að eftir væri að ræða
hvort þær bætur sem sjúkrahúsið
Brynjólfur Bjamason, formaður
stjómar Eignarhaldsfélags Verslun-
arbankans, sagði í ræðu sinni á hlut-
hafafundinum að margar ástæður
lægju að baki ákvörðuninni um sam-
mna. Augljóst væri að starfsemi eign-
arhaldsfélaganna hefði í för með sér
kostnað sem losna mætti við með
þessum hætti. Þá mætti færa skatta-
leg rök fyrir sameiningu eignarhalds-
félaganna við bankann þar sem yfir-
færanlegt tap þeirra nýtist íslands-
banka betur en eignarhaldsfélögun-
um sjálfum. Þá sagði Brynjólfur að
núverandi fyrirkomulag leiddi til þess
að þessi stóru hlutafélög yrðu að
starfa utan Verðbéfaþings. Það kynni
að valda því að smám saman drægi
út áhuga hluthafa að halda sínum
hlut í þessum félögum.
meðferð annarra mála svipaðs eðlis
hefði verið látin bíða úrslita þessa
máls.
Jón Steinar kvaðst aðspurður ekki
hafa reiknað bætur þær sem dæmdar
voru með vöxtum til núvirðis en sagði
mikilvægt við skoðun fjárhæða í dóm-
inum að átta sig á því að örorkubæt-
ur til drengsins miðuðust við að hon-
um væru ákvarðaðar 6 ára gömlum
atvinnutekjur sem ekki hefðu byijað
að falla til fyrr en eftir allt að 20 ár.
„Bætur sem hann getur fengið í dag
út af slíku getur hann ávaxtað og
það er búið að reikna það inn í til
frádráttar og þar að auki er búið að
lækka hana vegna bóta frá almanna-
tryggingum og vegna þess að svona
bætur eru skattfijálsar,“ sagði Jón
Steinar Gunnlaugsson. N
var dæmt til að greiða verði greidd-
ar af rekstrarfé sjúkrahússins eða
með sérstöku framlagi úr ríkissjóði,
sem kostar rekstur þess. „Komi þetta
beint niður á rekstrarframlaginu eins
og það er núna þá þýðir þetta mik-
inn skell fyrir okkur og við munum
leita eftir því að þetta verði bætt
sérstaklega,“ sagði hann.
Lögmaður foreldranna
Dómur Hæstarétt-
ar mikið fordæmi
„ÉG fagna dóminum og vona að bæturnar sem drengurinn fær geti
orðið honum til styrktar í þeirri erfiðu lífsbaráttu sem hann á fyrir
höndum,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl, lögmaður foreldra
drengsins sem Hæstiréttur dæmdi 8 milljóna skaðabætur vegna mistaka
á Fjórðungssjúkrahúsi Norðurlands við fæðingu hans. Jón Steinar kvaðst
telja dóminn hafa mikla þýðingu og mikið fordæmisgildi en sú sú regla
sem Hæstiréttur hefði þarna sett væri í samræmi við norræna dómvenju.
Framkvæmdastjóri FSA
Allt aðrar aðstæð-
ur nú en árið 1986
INGI Björnsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri, sagði i samtali við Morgunblaðið í gær að dómur sá sem féll á
sjúkrahúsið í Hæstarétti og gerir því skylt að greiða foreldrum drengs
sem varð fyrir heilaskaða við fæðingu skaðabætur upp á 8 milljónir
króna auk vaxta að stærstum hluta frá 1986, hafi ekki verið ræddur
við stjórnarmenn sjúkrahússins né heilbrigðisráðuneytið. Um það hvort
aðfinnslur dómsins og Læknaráðs á starfsreglur sjúkrahússins og það
hvernig að var staðið í sambandi við fæðinguna sagði hann að atvikið
hefði átt sér stað árið 1986. „Það er heilmikil breyting orðin á allri
þessari þjónustu frá þeim tíma, bæði hvað varðar tækni og skipulag
starfseminnar,“ sagði hann.
1LJ39
ÍD.LAÚGÁÉbÍGUR 12..DÉSEMEER 1992.
Nýja orgelið í Hallgrímskirkju vígt við hátíðarmessu
Vígslu-
tónleikar
haldnir á
morgun
NÝJA orgelið í Hallgrímskirkju
verður vígt við hátíðarmessu á
morgun, sunnudaginn 13. desem-
ber, kl. 11. Séra Jónas Gíslason
vígslubiskup vígir orgelið, séra
Ragnar Fjalar Lárusson þjónar
fyrir altari og séra Karl Sigur-
björnsson prédikar. Sama dag
kl. 17 verða svo haldnir vígslu-
tónleikar í kirkjunni. Þar leikur
Hörður Áskelsson, organisti
Hallgrímskirkju, á nýja orgelið.
í vígslumessunni leikur Hörður
Áskelsson á nýja orgelið, en Mar-
teinn H. Friðriksson leikur með á
kórorgel kirkjunnar. Þá syngur
Bamakór Hallgrímskirkju undir
stjórn Kristínar Sigfúsdóttur og
Mótettukór Hallgrímskirkju syngur
undir stjóm Bemharðs Wilkinsons.
Félagar í Félagi íslenskra orgel-
leikara gangast fyrir orgeltónleik-
um tvisvar á dag alla næstu viku,
frá 15. desember til 19. desember,
kl. 12 á hádegi og kl. 18, en félag-
ið hefur aðstoðað við fjármögnun
orgelsins. Á þessum tónleikum spila
þéir Reynir Jónasson, Glúmur
Gylfason, Guðni Þ. Guðmundsson,
Ragnar Björnsson, Lenka Mateova,
Hilmar Om Agnarsson, Kjartan
Siguijónsson, Kári Þormar, Úlrik
Ólason og Marteinn H. Friðriksson.
I kirkjunni eru gjafabréf fyrir
pípum í orgelinu seld, en enn vant-
ar nokkuð upp á að náist að fjár-
magna kaupin.
Á vígslutónleikunum á morgun leikur Hörður Áskelsson verk
eftir Pedro de Araujo, Francois Couperin, J.S. Bach, Cesar Franck
og Pál ísólfsson. Þá frumflytur hann verk eftir Þorkel Sigur-
björnsson, sem nefnist Snertur. Var það sérstaklega samið fyrir
Hörð og nýja orgelið. Uppselt er á tónleikana. Aðrir vígslutónleik-
ar verða haldnir á mánudag kl. 20.30. Þar leikur prófessor Hans-
Dieter Mölíer, kennari og orgelráðgjafí frá Dusseldorf, jólatón-
list, m.a. eftir J.S. Bach, Saint-Saens og Messiaen.
Ársfundur ríkisspítalanna
Rætt um nánara samstarf
Borgar- og Landspítala
SIGHVATUR Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, sagði að nauðsynlegt
væri að marka framtíðarstefnumótun í sjúkrahúsmálum á landinu í
ávarpi sínu á ársfundi ríkisspítalanna í gær. Hann greindi frá því að
óformlegar umræður um nánara samstarf Landspítala og Borgarspít-
ala hefðu staðið yfir frá því í haust og sagði að ekki yrði langt að
bíða niðurstaðna umræðnanna. Að sögn Sighvats er ljóst að sjúkrahús-
in spara samtals ekki undir 700 milljónum króna á þessu ári.
Sighvatur sagði að þegar bomar
væru frám spumingar varðandi upp-
byggingu sjúkrahúsþjónustunnar
yrði fátt um svör. Sjúkrahúsin gætu
sennilega svarað spurningum sem
beint væri til þeirra hvert fyrir sig.
Öðm máli gegndi þegar tæpt væri
á heildarstefnumótun. Ráðuneytið
hefði ekki svar á reiðum höndum
einfaldlega vegna þess að framtíðar-
sýn hefði ekki verið mótuð. Brýnt
vasri að ráða bót á þessu.
í beinu framhaldi sagði hann að
horfast yrði í augu við að ýmislegt
í uppbyggingu sjúkrahúsþjónustunn-
ar undanfarin ár væri ekki í takt við
þróun þjónustunnar og þær breyting-
ar sem átt hefðu sér stað í tengslum
við hana. Hann sagði að ef til vill
yrðu erfíðleikamir nú til þess að tek-
ið yrði tillit til þessara breytinga.
Ráðherra greindi ennfremur frá
því að frá því í haust hefðu staðið
yfír óformlegar viðræður við fulltrúa
Landspítala og Borgarspítala um
verkaskiptingu spítalanna með það
í huga að minnka kostnað og auka
skilvirkni þjónustunnar. Hann sagði
að m.a. hefði verið rætt um skiptingu
bráðamóttöku milli spítalanna en
ákvörðun þess efnis hefði enn ekki
verið tekin. Sighvatur tók hins vegar
fram að stefnt væri að sem jafnastri
Ný skýrsla frá KPMG Management Consulting
Stofnun alþjóðlegs fjár-
málafrísvæðis ekki fýsileg
ALÞJÓÐLEGA ráðgjafarfyrirtækið KPMG Management Consulting
kemst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni um möguleika á stofnun
alþjóðlegs fjármálafrísvæðis á Islandi að slíkt sé ekki fýsilegur kost-
ur að sinni. í niðurstöðum skýrslunnar er á það bent að möguleikar
fyrir ný svæði á þessu sviði hafi versnað á alþjóðlegum vettvangi.
Þá skorti vilja á íslandi til að mynda nægilega sterk samkeppnisskil-
yrði á þessum markaði og stjórntæki séu ekki til staðar til að koma
á stofn fjármálafrísvæði. Jafnframt telur fyrirtækið að stofnun slíks
svæðis sé ótímabær, það muni væntanlega ekki hafa góð áhrif á ís-
lenskan fjármagnsmarkað og ekki skila miklum efnahagslegum ávinn-
ingi.
Úttekt KPMG Management Con-
sulting var unnin að frumkvæði
nefndar sem forsætisráðherra skip-
aði 13. mars sl. til að meta mögu-
leika íslands til að vera þjónustuað-
ili á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði.
Nefndin skilaði áfangaskýrslu þann
1. júni og lagði til að erlenda ráðgjaf-
arfyrirtækið yrði fengið til að kanna
möguleika íslands í þessu efni. Auk
þess skyldu kannaðir möguleikar á
sviðum annarrar umsýsluþjónustu,
einkum alþjóðlegrar flugvélaskrán-
ingar og skipaskráningar. Sam-
þykkti ríkisstjórnin á fundi sínum í
júní að ráða ráðgjafarfyrirtækið til
þessa verkefnis en það vann úttekt
sína í samvinnu við KPMG Endur-
skoðun hf.
Ráðgjafarfyrirtækið kannaði
stöðu alþjóðlegra fjármálafrísvæða
og bendir á í skýrslu sinni að ríkis-
stjórnir og eftirlitsstofnanir í mörg-
um OECD-ríkjum hafi litið með vax-
andi áhyggjum á möguleika einstak-
linga og fyrirtækja til að kofnast hjá
skattlagningu með því að skipta við
alþjóðleg fjármálafrísvæði. Nýleg
dæmi um fjársvik sem tengist fjár-
málafrisvæðum hafi einnig átt þátt
í þessari þróun, t.d. BCCI-málið og
Maxwell-málið.
Vilja og ákveðni skortir
hér á landi
Athugun skýrsluhöfunda leiddi í
ljós að stjórnvöld og ráðamenn í fjár-
mála- og viðskiptalífí skortir vilja og
ákveðni til að móta og hrinda í fram-
kvæmd stefnu sem fæli í sér hagstæð
samkeppnisskilyrði fyrir fjármálafrí-
svæði. Sérstök athugun meðal
starfsmanna erlendra fjármálafyrir-
tækja gaf til kynha að orðstír Is-
lands er almennt jákvæður en samt
nokkuð óljós. Ljóst er að landið
skortir orðspor á sviði viðskipta og
fjármála þótt alþjóðlegir bankamenn
þekki ísland sem skilvísan lántak-
anda. Vinna þarf mikið starf til að
kynna landið sem fjármálafrísvæði,
að mati skýrsluhöfunda.
Alþjóðlegar reglur á sviði banka-
leyndar hafa nú auðveldað rannsókn-
ir og uppljóstrun á flutningi fjár-
magns í glæpsamlegum tilgangi.
Engu að síður er Ijóst að bankaleynd
skiptir mjög miklu máli varðandi al-
þjóðleg fjármálafrísvæði. Skýrslu-
höfundar komust að því að leynd af
slíku tagi á ekki upp á pallborðið
hjá íslendingum, jafnvel þótt útlend-
ingar eigi í hlut.
Þá telja skýrsluhöfundar að
bankaeftirlit á Islandi sé ekki að
fullu viðbúið að taka við þeim flóknu
eftirlitsverkefnum sem starfsemi al-
þjóðlegra fjármálafrísvæða krefjist.
Island sé ennfremur dýrt land, eink-
um samanborið við Miðjarðarhaf-
slöndin og írland. Almenn laun séu
há á íslandi, en á móti sé ekki til
staðar sú almenna þjálfun og þekk-
ing sem starf á alþjóðlegum fjármál-
afrísvæðum krefst. Engin hefðbund-
in markaðstengsl í verslun og við-
skiptum séu til hér fyrir utan rót-
gróna markaði fyrir físk og fískaf-
urðir. Að auki séu samgöngur við
ísland strjálar og t.d. sé ómögulegt
að fara fram og til baka frá London
á einum degi þótt flugið taki einung-
is þijár klukkustundir.
Skattakerfi íslands
tiltölulega flókið
Þá komust skýrsluhöfundar að
þeirri niðurstöðu að núverandi
skattakerfí íslands sé tiltölulega
flókið og skattstigar séu ekki aðlað-
andi fyrir starfsemi á alþjóðlegu fjár-
málafrísvæði. Á íslandi sé sterk and-
staða gegn því að bjóða erlendum
fyrirtækjum eða einstaklingum hag-
stæðari skattameðferð en almennt
gildir í landinu.
Skýrsluhöfundar telja að í vissum
geirum stjórnkerfisins og viðskipta
sé sterk andstaða gegn þessum hug-
myndum. Þau sjónarmið heyrðust
hjá sumum fjármálastofnunum að
ekki væri sérstakur áhugi á þessu
þar. Æskilegt væri að einbeita sér
að því að þróa íslenskan fjármagns-
markað betur. Þá benda þeir á að
stofnun fjármálafrísvæðis feli í sér
að beita þurfi ýmsum aðgerðum til
að laða að erlend fyrirtæki sem
myndu vilja starfa á slíku svæði.
Þetta geta t.d. verið beinar fjárveit-
ingar eða styrkir, ókeypis eða mikið
niðurgreitt húsnæði, undanþágur frá
ýmsum sköttum og reglugerðarkvöð-
um.
Stofnun og þróun fjármálafrí-
svæðis er einnig talin þarfnast sér-
stakrar markaðsskrifstofu, sem ann-
aðhvort helgar sig eingöngu fjármál-
afrísvæðinu eða er tengd stofnun
sem vinnur að erlendum fjárfesting-
um almennt í íslensku atvinnulífi.
Loks er bent á að stofnun ljármál-
afrísvæðis væri ótímabær. ísland sé
nú að tengjast Vestur-Evrópu nánari
efnahagsböndum með aðildinni að
EES. Sú aðild hafí ýmsa kosti fyrir
íslendinga. Jafnframt sé Ijóst að á
ýmsum sviðum í viðskiptalífinu horfí
Islendingar fram á aukna sam-
keppni, íslensk fjármálafyrirtæki
þurfi mjög að einbeita sér í þeirri
samkeppni og því ekki ólíklegt að
stofnun alþjóðlegs fjármálafrísvæðis
myndi hafa truflandi áhrif á það
starf. Skýrsluhöfundar telja enn-
fremur að skammtímaáhrif á íslenskt
efnahagslíf gætu verið neikvæð og
langtíma ávinningur sé líklegur til
þess að verða tiltölulega lítill.
Skýrsluhöfundar könnuðu einnig
hvort viðbótarverkefni gætu verið
fólgin í því að skrá hér skip og flug-
vélar og varð niðurstaða þeirra sú
að á þessum sviðum fælust engin
meiriháttar tækifæri fyrir ísland.
skiptingu bráðavakta milli Reykja-
víkursjúkrahúsanna tveggja. Hann
lét þess getið að hægt yrði að greina
frá einhveijum niðurstöðum vinnu-
hópsins eftir aðeins nokkra daga.
Að lokum vék Sighvatur að
árangri sparnaðarráðstafana ríkis-
stjómarinnar og vitnaði í skýrslu rík-
isendurskoðunar fyrir fyrstu 9 mán-
uði ársins. Hann sagði að á þeim
tíma hefðu sjúkrahúsin í Reykjavík
sparað 470 milljónir, sjúkrahúsin úti
á landi 140 milljónir og heilsugæslu-
stöðvamar víðsvegar um landið 113
milljónir. Samtals sagði hann að
spamaður sjúkrahúsanna á árinu
yrði ekki undir 700 milljónum. Hann
sagði að menn hefðu tekið höndum
saman og þessi árangur væri geysi-
mikill. Hann þakkaði viðstöddum
starfsmönnum og sagðist gera sér
fullkomlega grein fyrir því að þeir
hefðu þurft að taka á sig meiri vinnu
vegna spamaðarins.
70 millj. sparast
vegna fjölgunar
hjartaaðgerða
Hjartaaðgerðir á Landspítalanum stefna í að verða 70 fleiri á þessu
ári en í fyrra. Ef sjúklingarnir 70 hefðu verð skomir upp erlendis
hefði kostnaður vegna aðgerðanna, ferða, gistingar og uppihalds þeirra
numið nærri eitt hundrað milljónum króna. Tryggingastofnun ríkisins
greiðir Ríkisspítölunum hins vegar aðeins þrjátiu milljónir fyrir þessar
aðgerðir. Þessar upplýsingar komu fram í setningarávarpi Davíðs Á
Gunnarssonar, forstjóra Ríkisspítalanna, á ársfundi Ríkisspítalanna á
föstudag.
Davíð vék í máli sínu að árangri
Landspítalans við glasafijóvgun og
sagði að í því sambandi bæra menn
gjarnan saman eggheimtu og klín-
íska þungun. „Þar sem þetta hlut-
fall er best erlendis er það um 30
af hundraði og algengt meðaltal era
15 til 20 af hundraði. Hjá okkur er
hlutfallið 50 af hundraði. Sé egg-
heimtan borin saman við þann fjölda
kvenna sem taka bam heim með sér
er algengt að erlent meðaltal reynist
12 til 14 af hundraði. Frá allra bestu
stöðu sjást tölur sem nálgast 25 af
hundraði. Hér er þetta hlutfall nærri
40 af hundraði og Iíklegt er að í það
stefni að um þriðjungur allra kvenna,
sem fara í eggheimtu hér, taki end-
anlega heim með sér barn,“ sagði
Davíð.
Hann minnti á að auk hjartaað-
gerða hefði aðgerðum til að víkka
kransæðar flölgað veralega, þ.e. úr
105 á árinu 1991 í um 160 það sem
af væri árinu. Skipti spamaður við
hveija aðgerð hundraðum þúsunda
króna miðað við að áður hefði þurft
að senda sjúklinga til annarra landa.
Davíð minnti ennfremur á að ung-
bamadauði hér á landi væri með þvi
lægsta sem gerðist í heiminum.
Vökudeild Landsspítalans ætti þar
veralegan hlut að máli og með notk-
un á nýju lyfí á deildinni hefði árang-
ur enn verið bættur.
Hann sagðist hafa fundið fyrir því
hversu miklu erfiðara væri að stýra
starfsemi í vöm en ekki sókn. Á slík-
um tímum væri það mikið lán áð
starfa með fólki sem ynni sigra á
borð við þá sem hann hefði getið um.
„Þó okkar þjóð virðist býsna
óheppin með nýsköpun í atvinnulífí,
hefír mikil gæfa ávallt fylgt Ríkisspí-
tölunum. Þjóðin veit hversu lánsöm
hún er að eiga þessa stofnun. Von-
andi ber þjóðinni einnig gæfa til
þess að láta hana njóta þess sem vel
er gert,“ sagði Davíð og setti fund-
inn sem haldinn var í K-byggingu
Landspítalans.
Verðsamanburður milli landa
Hamborgarmn nær
tvöfalt stæni hér
„Samanburðurinn, sem kom fram í verðkönnuninni, var rangur, því
það var alls ekki verið að bera saman hamborgara af sömu stærð.
Heildarþyngd Big Mac á MacDonald’s stöðunum, sem er tekinn sem
dæmi í útlöndum, er 207 grömm, en tvöfaldur borgari þjá okkur er
325 grömm, með brauði og öðru meðlæti. Kjötið í hverjum hamborg-
ara er 45 grömm þjá MacDonald’s, en 85 grömm hjá okkur,“ sagði
Ragnar Tómasson, eigandi skyndibitastaðarins Jarlsins í Reykjavík í
samtali við Morgunblaðið.
Ragnar vísar til verðkönnunar,
sem birtist í Morgunblaðinu. Hún var
gerð í 13 löndum, þar á meðal á
hamborguram. „Það er víst nægur
bölmóðurinn í sambandi við okkar
kjör og annarra, þó ekki sé farið
með rangt mál,“ sagði Ragnar. „Ég
hef upplýsingar um stærð Big Mac
hamborgarans úr bók, sem hefur að
geyma tölulegar upplýsingar um
skyndibitastaði. Ef á að bera okkar
hamborgara saman við MacDonald’s,
þá verður að taka með í reikninginn
að í tvöföldum hamborgara hjá okk-
ur era 170 grömm af kjöti, en hjá
þeim 90 grömm og kjötið er auðvitað
dýrasti hlutinn.“
Ragnar sagði að 36% af verði
hvers hamborgara færi í hráefnis-
kaup, fyrir utan virðisaukaskatt. „Þá
eigum við eftir að greiða allan kostn-
að, til dæmis laun. Ég fékk upplýs-
ingar hjá yfírmanni Wendy’s í
Bandaríkjunum um að samsvarandi
tala hjá þeim er 28% og það munar
um minna."