Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 28
28 MORGUNlíLAÐIÐ I^UQARDAGUR: 12. DBSEMBER 1992 Markaðs- og umhverfismál á ferðamálaráðstefnu 1992 eftirBirnu G. Bjarnleifsdóttur í flestum meiriháttar atvinnu- greinum eru reglulega haldnar ráð- stefnur eða þing til að ræða málin og brjóta þau til mergjar. Dagana 29.-30. október sl. var haldin ferða- málaráðstefna í Stykkishólmi. í stuttu ávarpi sagði Halldór Blön- dal, ferðamálaráðherra, að hinn sanni maður ferðaþjónustunnar tvinni saman markaðs- og umhverf- ismál. Hann sagði að stefna bæri að því að tvöfalda þann fjölda ferða- manna sem kemur til íslands fram til aldamóta. Það táknar að erlend- um ferðamönnum myndi fjölga úr 150.000 í 300.000. Áður hefur Kristín Halldórsdóttir, formaður Ferðamálaráðs, og.fleira frammá- fólki íslenskrar ferðaþjónustu lýst því yfir í fjölmiðlum að stefnt væri að þvi að ijölga störfum í ferðaþjón- ustunni hér á landi um 2000 næsta áratug. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, flutti fram- söguerindi um ferðaþjónustu og þjóðarbúskap. Það sem m.a. vakti athygli var að hann sagði að hér á landi væri 4.821 starf við ferðaþjón- ustu, ef miðað væri við handbók OECD um þjóðhagsreikningaupp- gjör í ferðaþjónustu. Þar virðist miðað við annan stuðul en tjóð- hagsstofnun notaði árið 1985 þegar þáverandi forstjóri stofnunarinnar, Jón Sigurðsson, flutti erindi á ferða- málaráðstefnu í Vestmannaeyjum. Þá voru ársverk í ferðaþjónustu talin vera um 3.500. Ráðstefnugestir voru ekki alls kostar ánægðir með þá útkomu sem Þjóðhagsstofnun hefur fengið, enda hafa forsvarsmenn ferðaþjónustu- fyrirtækja talað um að ársverkin væru 6.000. Þetta sýnir okkur að enn, á því herrans ári 1992, eru sérfræðingar ekki komnir að niður- stöðu um það hvemig skilgreina eigi ferðaþjónustu sem atvinnu- grein hér á landi. Til fróðleiks er hér gerður samanburður á útreikn- ingum Þjóðhagsstofnunar árið 1985 og 1992. Skilgreining Þjóðhagsstofnunar á ferðaþjónustu:xxx Störf: 1985 Gististaðir 100% Veitingastaðir 50% Flugsamgöngur 100% Ferðaskrifstofur 100% Langferðabílar og 50% strætisv. Önnur starfsemi 25% v/fólksflutn. Samgöngur á landi Samgöngur á sjó Menning og afþrey- ing Á ferðamálaráðstefnunni í Stykkishólmi voru kynntar tillögur að stefnumörkun Ferðamálaráðs í markaðsmálum annars vegar og í umhverfismálum hins vegar. Var áætlað að vinna í 6 starfshópum til að ræða þessi tvö meginmál ís- lenskrar ferðaþjónustu og var ætl- unin að 3 hópar ræddu hvorn mála- flokk. Þeir voru hins vegar miklu fleiri sem höfðu áhuga á að ræða markaðsmálin (landkynninguna) og fylltu þeir 4 hópa, en áhugafólk um umhverfismál fyllti aðeins 2 hópa. Halldór Blöndal, ferðamálaráð- herra, hafði í ávarpi sínu við upp- haf ráðstefnunnar sagt það skoðun sína að ekki ætti að keppa að meiri fjárfestingu í gisti- og veitingaað- stöðu heldur þyrfti að huga að meiri afþreyingu og nýtingu á því sem til er. I plaggi sem Ferðamála- ráð lagði fram um stefnumótun ráðsins í markaðsmálum til ársins 2000 er m.a. lögð áhersla á að auka framleiðni og arðsemi í ferða- þjónustu sérstaklega með betri nýt- ingu fjárfestinga á heilsársgrunni. Sem töluleg markmið var nefnt að fjölgun erlendra ferðamanna verði 6% á ári fram til aldamóta og gjald- eyristekjur aukist um 6% á ári til sama tíma. Fjölgun starfa til alda- móta verði 2200. Með því fengi fjórði hver nýr aðili á vinnumark- aðnum vinnu við ferðaþjónustu. í 1992 100% 30% 80% 100% 50% 2% 10% plagginu var ekki bent á leiðir til að ná þessu markmiði. Vinnuhópamir fjórir skiluðu einu sameiginlegu áliti þar sem lítið er komið inn á ofangreind markmið í stefnumótuninni. I viðræðum sín á milli voru ráðstefnugestir heldur vantrúaðir á að þessar tölur væru raunhæfar, en þær vom ekki rædd- ar í hópunum. Vinnuhópamir ræddu málin vítt og breitt og í áliti þeirra em ýmis gamalkunnug slag- orð eins og að auka skilning ríkis- valdsins á mikilvægi ferðaþjón- ustunnar, auka nýtingu utan há- annatíma, breyta myndavali í kynn- ingarbæklingum, auka starfsemi Ferðamálaráðs erlendis o.fl. í plaggi Ferðamálaráðs um markmið ráðsins í umhverfísmálum segir m.a. að við allt skipulag ferða- mála og rekstur ferðaþjónustu verði að líta á það sem grundvallaratriði að íslensk náttúra og umhverfí bíði ekki tjón af. Bent var á leiðir til að ná því markmiði. M.a. er mælt með svokallaðri grænni ferða- mennsku og að aðilar í ferðaþjón- ustu verði hvattir til að sveigja rekstur sinn til umhverfisvænni vegar. Einnig að landkynning og markaðssetning taki mið af því hvað landið þolir á áningarstöðum og umferðarleiðum á hverjum tíma. Með ferðamálalögunum árið 1876 var Ferðamálaráði í fýrsta sinn ætluð ákveðin fjárveiting, þ.e. ákveðinn hluti af skilum Fríhafnar- innar í Keflavík. Voru ráðinu falin ákveðin verkefni, s.s. landkynning og frumkvæði um fegrun umhverfís og snyrtilega umgengni á viðkomu- og dvalarstöðum ferðafólks. Eins og þeir vita sem fýlgst hafa með ferðamálum hefur Ferðamálaráð yfírleitt fengið tæplega helming af þeirri fjárveitingu sem því hefur borið skv. lögunum og allt niður í aðeins 20%. Þess vegna hefur það verið vandaverk að ákveða til hvaða verkefna ætti að verja þeim litlu peningum sem fengist hafa. Því er ekki að leyna að togstreita hefur verið milli þessara tveggja málaflokka innan ráðsins og hefur „Að ferðamálaráðstefn- unni lokinni er mála- flokkurinn sem kallast umhverfismál í starf- semi Ferðamálaráðs í sömu klípunni og áður, nema til komi stóraukin fjárveiting.“ aðeins litlum hluta verið varið til beinnar uppbyggingar á ferða- mannastöðum eða allt frá 2% upp í 16% af ráðstöfunarfé ráðsins á hveiju ári. Ferðamálaráð hefur einnig á allra síðustu árum aukið starfsemi sína með þátttöku í rekstri Upplýsingamiðstöðvar í Reykjavík, framlögum til ferða- málasamtaka f dreifbýlinu, sölu- skrifstofu í Japan og nú síðast stofnunar ráðstefnuskrifstofu. Það er því engin tilviljun að Ferðamálaráð skuli leggja fram stefnumótun til aldamóta í mark- aðsmálum annars vegar og um- hverfísmálum hins vegar, þeim tveim málaflokkum sem hafa togast á um þá peninga sem tíl skiptanna hafa verið. Það hefði því mátt halda að markaðssinnað ráðsfólk hefði gripið tækifærið og losað sig við þá ábyrgð sem ráðið hefur vegna fegrunar umhverfís á ferðamanna- stöðum og þann kostnað sem því fylgir. Ferðamálaráð hefur af veikum mætti sinnt þeim skyldum að hiúa að ferðamannastöðum. Auk þess að hafa til þess lítið fé er það verk geysilega erfitt og flókið í fram- kvæmd. Sífellt vaknar sú spuming: Hver ber ábyrgð á ferðamannastöð- unum? Hver á að borga kostnað við að leggja göngustfga sem ekkert gefa af sér? Eða salemi? Eða koma upp leiða- og staðarmerkingum? Er það landeigandinn sem þar ber ábyrgð? (Stundum býr hann tugi km í burtu og hefur engar tekjur af fossinum sínum eða gilinu.) Er það sveitarfélagið? (Það hefur í fæstum tílfellum tekjur af staðn- um.) Er það einhver stofnun í Reykjavík? Ef svo, er það þá Nátt- úruvemdarráð eða er það Ferða- málaráð? Eins og staðan er í dag sér Náttúruvemdarráð um þjóð- garðana tvo, Skaftafell og Jökuls- árgljúfur. En hver á að annast önn- ur friðuð svæði? Og hver á að ann- ast svæði sem ekki em friðuð? Það er ekki nóg að leggja göngu- stíg eða koma upp salemi, ruslaföt- um eða tjaldsvæði. Einhver þarf að sjá um rekstur, viðgerðir, reglulega sorphirðu og annað eftirlit. Það er heldur ekki sama hvemig göngu- stígar eru lagðir eða hvemig tjald- svæði er skipulagt. Til þess þarf kunnáttufólk sem gætir þess að allar framkvæmdir, smáar og stór- ar, falli að umhverfínu eða eyðilegg- ist ekki í næstu vetrarveðrum eða vorleysingum. Slíkt kunnáttufólk er ekki á hveiju strái og varast ber að koma upp skrautvirkjum sem em í hrópandi mótsögn við náttúr- una í kring. í plaggi Ferðamálaráðs sem lagt var fram á ferðamálaráðstefnunni í Stykkishólmi var stungið upp á að koma skipulagi á þessi mál og færa yfimmsjónina undir einn hatt, þ.e. umhverfisráðuneytið. Því til ráðgjafar yrði samráðsnefnd sem í sætu fulltrúar frá eftirtöldum aðil- um: Ferðam'álaráði, Náttúmvemd- arráði, Hollustuvemd ríkisins, Skipulagsstjóm ríkisins, Vegagerð ríkisins, Ferðamálasamtökum ís- lands og Sambandi ísl. sveitarfé- laga. Umhverfishópamir tveir skiluðu einnig einu sameiginlegu áliti. Þeir höfnuðu einfaldlega þessari samein- ingarhugmynd að flytja yfimmsjón- ina tíl umhverfísráðuneytis, en komu ekki með tillögur um hvemig ráða eigi þessum málum í framtíð- inni, þ.e. hver eigi að sjá um hina ýmsu ferðamannastaði. Einnig lagði hópurinn áherslu á að auknu fjármagni verði varið til umhverfís- mála, sérstaklega með tillití til þess að Ferðamálaráð setur sér það markmið fram til ársins 2000 að tvöfalda þann fjölda ferðamanna sem kemur til landsins. í þessari ályktun endurspeglast sú staðreynd að enda þótt markaðs- sinnar í Ferðamálaráði hafi ekki treyst sér til að mæla með meiri íjárveitingum til aðhlynningar á ferðamannastöðum en raun ber vitni undanfarin ár, vilja þeir ekki missa málið úr höndum Ferðamála- Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída Enginn kann öðrum mat að kjósa Margir íslendingar taka eftir því, þegar þeir koma til Ameríku, að hér er mikið af fólki, sem er í góðum holdum. Það er náttúr- lega kurteisislega sagt; því finnst eflasut sjálfu, að það sé í vondum holdum. í það minnsta er stað- reyndin sú, að alltof stór hluti þjóðarinnar étur of mikið, stofnar heilsunni í hættu með því að hlaða utan á sig of miklu spiki. Allar mögulegar skýringar eru gefnar á þessu fyrirbæri. Bent er á, að matföng séu ódýrari en í öðrum löndum og að hér sé mikið af góðum mat. Stór hluti hinna of þungu eru sagðir éta mat, sem sé raunverulega óhollur fyrir kroppinn og afskræmi hann þar að auki. Margt fólk er sagt borða mat til þess að vinna upp á móti einhveiju tómi eða angri í sálarlíf- inu, svo sem taugastrekkingi, ást- leysi, lífsleiða o.s.frv. Vegna offitufýrirbærisins er einatt stór hluti þjóðarinnar í megrun. Það er stór iðnaður hér að hjálpa fólkinu til að megra sig, og er það féflett rækilega af mörgum þeim fyrirtækjum, sem þá iðju stunda. Fjöldinn allur megrar sig á eigin vegum og not- ar til þess ýmsar aðferðir. Og Ameríkaninn er ekkert feiminn við að tala um megrunaráform sín við hvern sem er, jafnvel bráðókunnuga. Árangur næst all- oft við að losna við aukakílóin, en því miður virðast þau oft og tíðum fínna sér stað á skrokknum. Margir karlar léttast, þegar þeir hætta að fá sér neðan í því. Einhver gárunginn sagði, að það stafaði af því, að þeir væru svo leiðinlegir í sífelldu edrústandi, að þeir hefðu ekki matarlyst. Annar leyfði sér að efast um það, að bindindi framkallaði megrun. „Hvernig getur maður þyngst, þegar maður fær sér einn lauflétt- an?“ spurði hann. Þá er það blessað reykingafólk- ið, sem hefir það svo ósköp erfítt nú á dögum. Það er eitthvað ann- að en í gamla daga, þegar það var fínt að reykja, og enginn var maður með mönnum nema hann púaði grimmt. Margt af þessu fólki, sem er af veikum mætti að reyna að hætta að reykja, kvartar yfir því, að það bæti á sig pund- um, því nú hafí það betri matar- lyst. Þessa tylliástæðu notar það svo til þess að geta byijað aftur að púa, „bara vegna þess, að ég var farinn að þyngjast svo mikið“. „Sagt er, að ástin geti framkall- að megrun. Ég þekki mann einn hér, sem kominn er yfír fímm- tugt, og var búinn að safna sér myndarlegri ístru. hann fór í haust að hjaðna að framan, hægt og sígandi, og á tveimur mánuð- um var ístran ekki svipur hjá sjón og maðurinn leit miklu betur út en áður. Hvað olli þessu? Það kom í ljós, að maðurinn hafði orðið ástfangin af stúlku, sem auðveld- lega gæti verið dóttir hans, því hún er 25 árum yngri en hann. Ekki veit ég um það, hvort eigin- kona hans er búin að finna út, hvaða megrunaraðferð maður. hennar notar, og _ég veit ekki, hvernig þetta fer. Ég mun fylgj- ast með ístrunni. En burtséð frá öllu megrunar- fárinu, eru matarvenjur Banda- ríkjamanna oft og tíðum allfurðu- legar. Á íslenskan mælikvarða væru þeir upp til hópa taldir vera hinir verstu gikkir. Það er til dæmis orðið þannig, að varla er hægt að bjóða til sín fólki í mat, án þess að vita nokkum veginn fyrirfram, hvað það getur eða vill borða. Sama er svo að segja um drykkjarvenjumar. Drekki það áfengi eða vín, eru það bara viss- ar tegundir, sem það getur látið inn fyrir sínar varir. Og það er eins með gosdrykki og öl; hver einstaklingur neytir eingöngu vissrar tegundar, og þá líklega bæði kaffein- og sykurlausrar. Kaffí drekkur hér enginn að kveldi nema kaffeinlaust sé. í stað ijóma er auðvitað notuð soyaolía, sem kölluð er gerviijómi og gervisyk- ur, vitanlega. Sykurmolar hafa ekki sést í tíu ár. Þrátt fyrir alla matvendnina, hefur fólk, hér í henni Ameríku, talað þessi reiðinnar feikn um mat. Það talar um, hvað það hafi borðað eða hvað það ætli að borða. Ég hefí oft furðað mig á því, hve ungt fólk hér virðist hafa gaman af því að ræða um það, hvaða réttir freisti þess mest og hvað því þyki almennt gott að borða. Ég man ekki eftir mörgum slíkum umræðum á íslandi í dentíð. Fólk hér er með alls kyns dillur um það, hvaða réttir séu hollir eða óhollir. Fjölmiðlamir hafa verið í hávegum hafðir, og þá sér í lagi sjónvarp, lengur en í mörgum öðrum löndum. Læknar og vís- indamenn hafa látið ljós sitt skína í gegnum árin, og hrætt líftóruna úr mannfólkinu. Svo eru þeir líka sífellt að skipta um skoðun og eymingja neytendur era í sífelld- um vandræðum. Þeir vita ekki, hvort hafragrauturinn er hollur í ár eða kannske eitraður. Það sama gildir auðvitað um fjölda annarra fæðutegunda, sem vís- indaheimurinn hefur tekið að sér að rannsaka. En vissir hlutír blífa. Þannig trúa flestir Ameríkanar því, að þeyttur ijómi sé eins kon- ar eitur, sem stífla muni margar slagæðar líkamans á augabragði, ef þeir leggi slíkt sér tíl munns. Margir trúa einnig, að maður fái ekki bara harðlífí af því að borða súkkulaði, heldur höfuðverk líka. Islendingar sem koma f fyrsta sinn á veitingahús hér til þess að fá sér kvöldverð, verða oft hvumsa við, þegar gengilbeinan fer að yfirheyra þá í sambandi við mat- arvalið. Það er sko ekki nóg að velja matinn af matseðlinum, því þá fyrst byijar hún að romsa úr sér öllum möguleikunum, og ákvarðanir verður að taka á stundinni. Hvað með hrásalatið? Oft er boðið upp á tvær tíl þijár tegundir og svo verður að velja úr fimm til sex mismunandi dýfum til að hafa út á það. Og hvemig skal steikin matreidd? Hálfhrá, meðalsteikt eða gegnumsteikt? Bökuð kartafla, franskar eða pönnusteiktar ineð lauk? Hvaða grænmeti með steikinni? Baunir, snittubaunir, mafs eða spergil? Ég vona, að þið getið æft ykkur áður en þið komið í heimsókn hingað vestur. Karlar hér hringja oft heim til sín á eftirmiðdögum, og vilja þá reyna að hafa áhrif á matseldina, eða að minnsta kosti freista þess að finna út, hvað konutetrið hafí ákveðið að hafa í matinn. Um daginn sagðist innheimtustjórinn hjá okkur hafa hringt heim til þess að spyija, hvað yrði til matar það kveldið. „Við ætlum að borða kínverskan mat,“ svaraði konan, „og þú ætlar að renna við í Rauða hananum og kaupa hann á leið- inni heim!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.