Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 13
Se<U MUHMMciIiQ .21 MUDACIflAOlJAJ GIG/ul.Í/JIOMOM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUH 12. ÐESEMBER 1992 burðir landbúnaðar í Norður-Amer- íku eru slíkir að samkeppnisstaða Evrópu mun bíða mikla ímekki ef þeir gera það ekki fljótlega upp við sig hvort þeir ætli að mæta þeirri áskorun sem í honum flest eða ein- angra sig með því að loka sig af með sín vandkvæði. Mismunandi þróun stórmarkaðs- svæða, hvort sínu megin við Atl- antshafið, getur skapað mikla spennu. Úr þeirri spennu verður ekki dregið nema að gagnkvæm viðskipti verði örvuð með öllum hugsanlegum ráðum. íslendingar eiga að leggja sitt létta lóð á voga- skál gegn einangrun frá Ameríku. í því efni eiga þeir sérdeilis sam- eiginlega hagsmuni ásamt írum, Bretum, Norðmönnum, Spánveij- um, Portúgölum og fleirum, sem mega óttast togkraft til austurs innan Evrópubandalagsins. Þróun- in í Norður-Ameríku mun þrýsta á Evrópu að flýta samruna Vestur- Evrópu, sem aftur mun auka þrýst- ing og spennu innan álfunnar milli Vestur-Evrópu og Austur-Evrópu. íslendingar eru í miðju þessa spennusvæðis og þurfa að fylgjast vel með framvindu mála. Nú erum við að gera samning um EES. Það er nauðsynlegt af okkar hálfu að taka sem mestan þátt í fjölþjóðlegu samstarfí til þess að þjálfast og þroskast. En við eig- um ekki að ganga inn í EES eins og inn í eilífðina. Þvert á móti eig- um við að hafa í huga að sá samn- ingur er tímabundinn og uppsegj- anlegur. Við eigum að aðlaga okkur að stórmarkaði Evrópu eins mikið og við getum til að afla reynslu og þekkingar, en hafa jafnframt í huga að segja EES-samningunum upp ef það er hagkvæmt vegna þróunarinnar í Norður-Ameríku. Það hugsar enginn betur um okkar hagsmuni en við sjálfir. Höfundur er stjórnarformaður íslenska útvarpsfélagsins hf. Sendiherra Rússlands á íslandi Sendiráðið hefur breyst úr áróðurstæki í venju- lega utanríkismálastofnun HÉR fer á eftir grein, sem sendi- herra Rússlands á íslandi, Iouri A. Rechetov, skrifaði fyrir fréttabréf rúsnesku utanrík- isþjónustunnar um reynslu sína af því að taka við starfi sendi- herra hér á landi. Morgunblaðið birtir greinina með leyfi sendi- heirans: ísland er eitt fámennasta ríki vealdar miðað við íbúafjölda á hvern ferkílómetra. En ef við met- um orðstír landsins eftir eiginleik- um þess, getur ísland með sanni talist stórveldi. Árið 930 var á ís- landi stofnað fyrsta þjóðþing sið- menningarinnar. Öldum saman hefur þjóðin verið læs og á ísland flesta rithöfunda og stórmeistara í skák miðað við fjölda íbúa. Efnahagur landsins hefur náð miklum framförum og lífskjör al- mennings eru með þeim bestu í heiminum. Þess vegna er gaman að vinna á íslandi, en það þarf að læra að „skynja“ landið, en það er ekki auðvelt. Veðurfarið getur verið umhleyp- ingasamt og tungumálið erfitt, en það hefur haldist óbreytt í þúsund ár. Sem betur fer eru nú komnir til starfa í sendiráðinu ungirdipló- matar sem tala góða íslensku, en það náttúrlega opnar þeim leið að hjartarótum íslendinga. Ég er sannfærður um það að starf í smáu landi er mjög þroskandi fyr- ir ungan diplómat og gerir hann að fjölhæfum sérfræðingi. Með fullri virðingu sem ég ber fyrir þeim sem starfa í höfuðborgum stórveldanna eða í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, má segja að þeir geti starfað þar allt sitt llf í þeirri trú að þar sé nafli alheims- ins. Rithöfundurinn G. Fish hrós- aði einu sinni Svíum í bók sinni fyrir það að þeir framleiddu vöru- bíla með þriðja öxlinum sem hægt væri að lyfta upp. Hann þekkti nefnilega aðeins til Skandinavíu og gerði .sér ekki grein fýrir því að á hinn bóginn eru slíkri vörubíl- ar framleiddir allstaðar á Vestur- löndum. Diplómatar á íslandi þurfa ekki aðeins að átta sig á ástandinu í landinu, se er engan veginn ein- faldara í samanburði við það sem gerist í stærri löndum. Þeir þurfa líka að fýlgjast með atburðarás í fyrrverandi nýlenduríki, Dan- mörku, sem og á Norðurlöndum, en einnig hjá stórum nágranna- löndum eins og Bretlandi og vissu- lega í Bandaríkjunum. Starfsmenn í sendiráðinu eru mjög fáir og þeir hafa ekki efni á því að sérhæfa sig á aðeins einu sviði eins og t.d. utan- eða innan- ríkismálum. Hver og einn þeirra hlýtur til að mynda að sinna efna- hagsmálum ... Breytingarnar í okkar landi hafa stórlega breytt forsendum veru okkar erlendis. Sendiráð okkar sem hingað til hafa verið framverð- ir þess að koma á framfæri hug- myndafræðilegri kenningu, eru nú orðnar venjulegar utanríkismála- stofnanir. Pólitískt og diplómatískt starf sem slíkt er áfram efst á baugi hjá okkur í sendiráðinu, en undir núverandi kringumstæðum er megn áhersla lögð á aðstoð af hálfu móttökuríkisins við efna- hagsumbætur heima fyrir. í ára- raðir hefur okkar land verið einn helsti viðskiptaaðili íslands með því að selja hingað olíu, timbur og bifreiðar, en kaupa á móti fisk og ullarvörur. Nú gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að styrkja viðskipti milli landanna sem farið hafa minnkandi en þetta hafa sem sagt verið hefðbundnar viðskipta- leiðir milli landanna. Nú á dögum er stóri munurinn sá að til sögunnar eru komnir nýir aðilar, en það eru aðallega einka- fýrirtæki og sjálfstæðir athafna- menn. Við teljum það skyldu okkar að aðstoða þessa aðila. • Algjör nýjung er, að nú erum við farin að nýta okkur tækniþekk- ingu íslendinga. Það mun meðal annars leiða til þess að við getum nýtt heita hverf á Kamstjaka og leiða þaðan leiðslur til Petropavlovsk og heija þar ný- tískulega framleiðslu, fryst og fremst á sviði útgerðar og fisk- vinnslu ... Rússland hefur alltaf haft góð Iouri A. Rechetov. menningartengsl við íslendinga. Með hugsanlega erfíðleika fyrir augum, m.a. í viðskiptum milli landanna, reynum við eftir megni að gera stórátak á menningarsvið- inu og finna fjármögnunarleiðir til þess ... Þó svo að við séum sendiráð Rússlands þá aðstoðum við samt samtök og stofnanir frá fyrrver- andi Sovétlýðveldunum við að koma á tengslum við íslendinga og ennfremur veitum við ríkisborg- urum þeirra aðstoð og hjálp. Það var til dæmis ánægjulegt að heyra þakklætisorð í garð sendiráðs okk- ar, af hálfu sjómanna frá Eystra- saltslöndum, sem leituðu aðstoðar okkar er þeir lentu í vandræðum hér. Ef við lítum á heildina, miðað við erfiðar aðstæður og fjárskort, þá gerum við allt sem í okkar valdi stendur til að vernda og styrkja orðstír Rússneska sambandsríkis- ins. Þorgeir Ibsen Hreint og beint HREINT OG JSEItyT LJOÐ OG LJOÐLIKI Hér ýtir nýr Ijóðahöfundur úr vör með Ijóðabók, sem hann kallar Hreint og beint. Þar eru farnar troðnar slóðir í hefðbundnum stíl, en nýstárlegum þó um sumt. Höfundur á það til að víkja af alfaraleið í Ijóðum sínum, einkum í þeim Ijóðum sem hann nefnir ljóðlíki en ekki ljóð. En ljóðlíki hans eru þó allrar athygli verð og standa vel fyrir sínu. Þar ber kvæðið Minning greinilega hæst - ljóðlíki eins og höfundur nefnir það - um Stein Steinarr, um atvik úr lífi hans sem er á fárra vitorði, atvik sem aldrei hefur verið lýst áður eða frásögn um það á þrykk komist. UTLARSÖGUR áZíieSlSUSl. PdU Litlar sögur eru safn sextán sagna um fólk og fyrirbæri og óvenjulegar hliðar hversdagsleikans. Meðal annarra koma við sögu Þórunn Sveinsdóttir fyrir- myndarhúsmóðir, Herjólfur skósmiður, Jóhanna af Örk, unglingurinn Gunnar og ég. Farið er á tónleika á gulum Renault, í leikhús, fylgst með kosningadegi, hlýtt á söng fiskanna og horft á húsið málað svart. Höfundurinn Sverrir Páll hefur áður gefið út ljóðabókina Þú og heima og þýtt bækumar Kæri herra Guð, þetta er hún Anna og Önnubók. Litlarsögur em fyrstu frumsamdar sögur hans sem dregnar eru upp úr skúffu og koma fyrir augu manna. m VÍKINGS LÆiqiMnvi NIÐJATAL GUÐRÍOAR EYJÓLFSOOTTUfi OQ BJARNAHALLDÓRSSONAR HREPPSTJÓRA Á VlKINGSLÆK PÉTUR ZOPHONÍASSON VIKINGSLÆKJARÆTT VI Pétt4/i, fiofhUo+UciMo+t í þessu sjötta bindi Víkingslœkjarœttar er 2. hluti h-liðar ættarinnar, niðjar Stefáns Bjarnasonar. Þar sem ákveðið var að rekja niðja hans fram á þetta ár, en miða ekki eins og í fjómm fyrstu bindunum við þau mörk, er æviskeið Péturs Zophoníassonar setti verkinu, verður að skipta niðjum Stefáns Bjarnasonar í nokkur bindi, slíkur sem vöxtur ættar- innar hefur verið. Rúmur helmingur þessa bindis em myndir. Allsherjarnafnaskrá bíður lokabindis útgáfunnar. SKUGGSUÁ SKUGGSJÁ BÓKABÚO OLIVERS STEINS SF.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.