Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 47

Morgunblaðið - 12.12.1992, Page 47
 3t þjálfun eða áframhaldandi menntun. Greinilegur munur var á milli landa í Evrópu, hve mikill stuðningur er veittur til atvinnulausra og hve mik- il áhersla er lögð á menntun ungs fólks. Staða ungs fólks var talin vera afar veik á atvinnumarkaðin- um. Gerð var könnun á u.þ.b. 100 manns hvaðanæva úr heiminum í tengslum við skólagöngu og kom þá í ljós að aldur fólks sem hættir í skóla snemma er hærri í öðrum hlutum heimsins en Evrópu. Einnig var athyglisvert að vita að sum lönd borga alveg menntun fólks, en ann- ars staðar þarf fólk að borga sína menntun. Erfítt var að bera saman Evrópulönd og t.d. Afríkulönd, nógu erfítt reyndist að bera saman Aust- ur- og Vestur-Evrópu. Einum degi var varið í að þátttak- endur settu sig inn í rekstur fyrir: tækis sem hafði 250 starfsmenn. í fyrirtækinu sem var reiðhjólaverk- smiðja vann stór hópur innflytjenda. Verksmiðjan stóð í miklum tækni- breytingum sem jók framleiðsluna verulega. Bitnaði það á starfsfólkinu með uppsögnum, þar sem innflytj- endumir voru fyrstu fórnarlömbin. Raunveruleikinn var settur á svið Og sýndi fram á hvaða áhrif tæknin hefur á samfélag okkar. Tækni- breytingar þýða ekki það sama á mismunandi stöðum í Evrópu. Það var athyglisvert að heyra viðhorf fólks við tækninni. Tékknesku.full- trúarnir sögðu það vera nauðsynlegt að auka framleiðsluna þar, en skildu að það þýddi ógnun við fjölda starfa og^ vinnumynstur. í framhaldinu spunnust umræður um aðstæður minnihlutahópa á vinnumarkaðnum þar sem fólki fannst mikið vanta á að fólk hefði jafnan rétt til atvinnu og alltof mörg dæmi væru um að skilyrði væru slík að ekki nema útvaldir hefðu möguleika á mörgum störfum og réttindi manna væru illa varin. Niðurstöður námstefnunnar voru eftirtaldar: Á evrópskum grundvelli: - 'Hvetja öll lönd til að útbreiða menntun á jafnréttisgrundvelli og auðvelda ungu fólki aðgang að menntun á mismunandi stigum. - Stuðla að jöfnun aðgangi til starfs- menntunar, menntunar og at- vinnu óháð kyni, heilsufari og fjárhag. - Tryggja jafnan rétt kynjanna til atvinnu í öllum löndum. - Hvetja löndin til að tileinka sér lágmarksstaðla til að vemda ungt fólk á atvinnumarkaðnum og í starfsþjálfun. - Viðurkenna stöðu samtaka launa- fólks á vinnumarkaði, svo sem Verkalýðsfélög og heildarsamtök þeirra. - Sameina starfsþjálfun- og mennt- unarskilyrði í Evrópu. Á landsvisu er mælt með eftirfar- andi: - Fjárfesta í menntun og þjálfun og skynja mikilvægi þess að fjárfesta í æsku landsins. - Truggja jafnan rétt kynjanna til atvinnu, þá sérstaklega beggja kynja til að vera heimavinnandi og skapa við- unandi aðstæður í dagvist- unarmálum. - Dreifa raunverulegum upplýsing- um um atvinnuhorfur, fyrir fólk á öllum aldri til að hjálpa því að taka ákvörðun um framtíð sína. - Jafnrétti til náms. - Tryggja lágmarksréttindi laun- þega, fulltrúa launþega, lág- markslaun, hámarksfjölda vinnustunda í viku og rétt til að stofna samtök laun- þega. - Gera ráðstafanir í baráttunni gegn sívaxandi atvinnuleysi, t.d. með því að stytta vinnuvik- una og auka fjölda starfa með því að skipta þeim. - Atvinnuleysisbætur nái fram- færslukostnaði. Aldrei minnka hjálp til atvinnu- lausra einungis til að reyna að leysa fjárlagahalla landsins. - Hlutverk æslulýðssamtakanna er að hvetja og móta þátt- töku ungs fólks í þjóðfé- laginu. - Hlutverk æskulýðssamtaka er mikilvægt í þróuninni fýrir ungt fólk hvernig sem at- vinnu- eða menntamál þróast. Til að byggja sameiginlega upp Evrópu verður lykilorðið að vera atvinna fyrir alla. Georg Páll Skúlason. Forvarnar- starf í eitur- lyfjamálum Fyrstu dagarnir fóru í umræður og kynningu á ástandinu í hveiju landinu fyrir sig. Mesta undrunar- efnið var hve slæmt ástandið er orðið. íslendingur með þær upplýs- ingar sem voru fýrir hendi um ástandið hérlendis hvarf í skugga óendanlegra stórra talna um neyt- endur frá meginlandinu. Sviss virðist eiga í mikilli klemmu þessa dagana, sérstaklega vegna tog- streitu milli þeirra sem vinna að eiturlyfjamálum og síðan ríkis- stjómarinnar sem að þeirra sögn vill ekki horfast í augu við vanda- málið. Sterk hreyfing er fyrir frelsi á sölu eiturlyfja hjá öllum löndum Evrópu og spunnust miklar um- ræður um þann vanda sem skap- ast vegna þess að eiturlyfin eru bönnuð. En það var áhugavert að hlusta á fýrirlestur hollensks full- trúa sem var á móti því að leyfa frjálsa sölu á eiturlyfjum. Hann hafði unnið á götunni í fímmtán ár við að aðstoða eiturlyfjaneyt- endur. Hann sagði það ljóst að með því að leyfa fijálsa sölu þá stórfækkaði glæpum, en fómar- kostnaðinn taldi hann vera of stór- an, hann hafði séð of marga deyja í gegnum árin. Forvarnarhópurinn ræddi það sín á milli hvað ylli því að fólk færi í eiturlyf. Félagslegar aðstæður urðu einna efst á blaði. Fjölskyldan og- upplausn hennar er sterkur áhrifavaldur, þegar ungt fólk finnur fyrir öryggisleysi er því hættara til að falla í fang eiturlyfja. Þrýstingur umhverfís- ins, eins og vinahóps og þess hátt- ar, er líka stór þáttur. Forvitni ungs fólks gagnvart hinu forboðna og síðan svokallað skemmtanagildi og fáfræði gagnvart raunveruleg- um áhrifum. Forvamarstarf felst síðan í því að girða fýrir þessi vandamál, í þessari forgangsröð. Þó nokkur óánægja var í gangi gagnvart áróðursherferðum sem felast í því að segja: Eiturlyf, nei takk, o.s.frv., þar sem sumir vildu meina að þar væri ekki um for- varnarstarf að ræða. Forvarnar- starfíð fælist í því að bæta þjóðfé- lagsaðstæður. Margir vildu meina að ef ungu fólki væri gefið meira tækifæri til að vera áhrifavaldur í þjóðfélaginu myndi það skila sér í minnkandi eiturlyf aneyslu. Farið var djúpt í ferlið frá því að eiturlyf- in em búin til (mest í Suður-Amer- íku) og þar til það rennur inn í æðar ógæfusams unglings í Mið- Evrópu. Fýrirlestrar frá fólki sem starfaði í nánum tengslum við þessi vandamál í öðrum löndum voru mjög gagnlegar. Þannig komst maður í návígi við þau hryllilegu örlög sem bíða þúsunda ungmenna víðsegar um Evrópu. Þeirra skoðanir voru síðan oft í skemmtilegu mótvægi við skoðan- ir þeirra ráðamanna sem einnig héldu fyrirlestra og voru hrifnir af forvarnarstarfi í formi áróðurs- herferða. Ef þetta er þróunin verð- um við íslendingar að gera eitt- hvað hratt ef við ætlum að koma í veg fyrir að ástandið hjá okkur eftir tíu ár verði eins og það er í Evrópu núna. Þó nokkur deila var um málefni hópsins, en með virð- ingu fyrir sameinaðri Evrópu og sáttfýsi var komist að niðurstöðu um flest málefnin. Kynþátta- hatur Vikuna 12.-19. júlí tók ég þátt í æskulýðsráðstefnu Evrópuráðs- ins fyrir hönd EFIL í Tékkóslavak- íu og var ég ásamt 30 öðrum víðs- vegar úr Evrópu og Suður-Afríku í umræðuhópnum um kynþátta- hatur, umburðarleysi og útskúfun. Þetta eru ekki málefni sem eru ný af nálinni í Evrópu. Það hafa alltaf verið til minnihlutahópar til að ofsækja og krefjast yfírráða yfir en óneitanlega er þetta ört vaxandi vandamál sem verður að takast á við og fínna nýjar leiðir til að beijast á móti ef árangur á að nást. En frá hvaða rótum eru þessir fordómar sprottnir? Við þessu er ekkert eitt svar heldur margar ástæður. Kynslóðir ala á fordóm- um til næstu kynslóðar, vanþekk- ing og hræðsla við það óþekkta. Evrópubúum fínnst þeim ógnað af innflytjendum frá öðrum heims- álfum vegna fýrrverandi nýlendu- drottnunar ásamt efnahagslegum ástæðum þar sem margir keppa um sama starfíð og spumingin vaknar um hvað gerist í þjóðfélagi þar sem mismunandi menningar- og mannlífsstraumar mætast. Augljóst var að af mörgu var að taka. Við reyndum að ræða um flest það sem fellur undir þetta þema, kanna orsakir, hlusta á fyr- irlestra og ekki síst leita lausnar. Við voram svo heppin að fá fyrir- lestur frá Kingsley Abrams sem vinnur fyrir SCORE (the standing Conference for Racial Equalitiy in Europe). Hann ræddi um kyn- þáttahatur í Evrópu ásamt því að koma með skilgreiningar á ýmsum þekktum hugtökum sem oft era notuð í þessu sambandi eins og t.d. kynþætti, kynþáttahatri. Það að vera svartur, kynþátta- og þjóð- arminnihlutum, þjóðareinkennum og menningu. Við sóttum fyrirlest- ur Maitlands Stobart um fræðslu á mannréttindum, „human rights Education", en hann vinnur í Evr- ópuráðinu. Var hann mjög vel úr garði gerður og vakti okkur til umhugsunar um það að jafnvel í Evrópu era mannréttindabrot of oft framin og oft eru það réttindi sem okkur íslendingum fínsnt sjálfsögð. Einnig fengum við kynningu á ástandi minnihluta- hópa í Evrópu og voru sérstaklega tekin fyrir málefni sígauna í Evr- ópu, Ungveija í Rúmeníu og Svía í Finnlandi. Við sjálf ákváðum síð- an að skipta okkur í minni hópa og ræða um málefni sem okkur fannst vera efst á baugi en þau voru vakning nýnasista í Evrópu, flóttafólk, alþjóð menntun, inn- flytjendur og framtíð Evrópu. Niðurstöðumar vora samhljóða um að aðagerða er þörf og það strax! Aðallega í formi menntunar og fræðslu, bæðri langra og stuttra prógramma og með því að eyða og koma í veg fyrir fordóma. Spyrna verður gegn útbreiðslu nýnasista í Evrópu og finna sam- eiginlega lausn fyrir innflytjendur svo þeir geti byijað nýtt líf í fordó- malausu umhverfí. Græðingar er einnig þörf á gömlum sáram. Þetta er þó aðeins hægt ef yfírvöld sýna fullan skilning, vilja og ábyrgð með að byggja upp og sýna gott fordæmi í þessum málum. En það sem við getum gert og er raunar nauðsynlegt er að byija á okkur sjálfum, þróa jákvæð viðhorf í samböndum okkar við annað fólk og ekki síst bera virðingu fyrir öllu lífí. Sijja Guðmundsdóttir _____________Brids________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag byijenda Þriðjudaginn 1. desember sl. var spilaður Mitchell-tvímenningur að venju og til leiks mættu 24. pör. Úr- slit kvöldsins urðu: N/S riðill Daisy Karlsdóttir/Rapheiður Guðmundsdóttir 269 Þorgeirlngólfsson/HaraldurHaraldsson 268 Guðmundur Guðmundsson/Einar Hallsson 264 Karl Zóphaníasson/EiríkurÞorsteinsson 245 A/V riðill Þorleifur Þórarinsson/Gunnar Hámundarson 254 Amar Eyþórsson/Björk Und Óskarsdóttir 241 Siguijón H. Siguijónss./Sigurlína Gunnlaugsd. 239 Álfheiður Gisladóttir/Páimi Gunnarsson 237 Nk. þriðjudag, 15. desember, verður næsta spilakvöld og að venju er spilað í húsi Bridssambandsins í Sigtúni 9. Spilamennskan hefst kl. 19.30 og eru allir byijendur velkomnir. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag var spilaður eins kvölds tvímenningur með þátttöku 22 para. Urslit: N/S Freyja Sveinsdóttir/Sigríður Möller 327' KjartanJóhannesson/JónÞorketsson 303 RaparBjömsson/HaukurHannesson 302 A/V Guðni R. Ólafsson/Halldór Þorvaldsson 319 MagnúsAspelund/SteiiigrímurJónasson 313 Þröáur Ingimarsson/Rapar Jónsson 307 Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para varð þessi: A-riðill, 10 para GuðjónSipijónsson/Ingvarlngvarsson 126 HelgaGuðnadóttir/RúnarHauksson 122 FriðrikJónsson/RúnarHauksson 117 Eysteinn Einarsson/Jón Stefánsson 114 B-riðill, 8 para GuðbjömÞórðarson/JónHilmarsson 95 GuðbrandurGuðjohnsen/MagnúsÞorkelsson 89 Sigfús Skúlason/Bergur Ingimundarson 86 SigurðurÓliKolteinsson/TómasSigurðsson 86 Næsta þriðjudag fer fram verð- launaafhending fyrir aðalkeppnir haustsins. Einnig verður spiluð létt jólarúberta. Allir velkomnir. Bridsfélag Hafnarfjarðar . SI. mánudag, 7. desember, var hald- ið áfram með aðalsveitakeppni félags- ins og er staðan eftir annað kvöldið þannig: A-riðili: DröfnGuðmundsdóttir 94 KristóferMagnússon 79 VinirHafnarfjarðar 76 ErlaSipijónsdóttir 64 VinirKonna 61 B-riðill VinirRagnars 46 Bryndís Eysteinsdóttir 32 Margrét Pálsdóttir 31 Nk. mánudag verður spiluð ein umferð í sveitakeppni og kvöldið end- að með léttri jólaspilamennsku. Spila- mennskan hefst að venju kl. 19.30 og spilað er í íþróttahúsinu v/Strandgötu. Gullfiskamót Bridsfélags Nesjanianna ’92 Magnús Jónasson og Skeggi Ragnars- son sigruðu í Gullfiskamóti BN sem staðið hefir yfir síðustu þijú föstu- dagskvöld. Eokastaðan: Magnús Jónasson - Skeggi Ragnarsson 557 Þorsteinn Sipijónsson- Einar J./GesturH. 544 ÁmiStefánsson-JónSveinsson 537 RagnarSnjólfsson-BjamiÞórhalisson 529 VífillKarlsson-BjömJúlíusson 520 Meðalskor 504. Bridsfélag Hornafjarðar Lokastaðan í Vísismóti BH ’92. MapúsJónas-SkeggiR./BaldurKr. 730 Þorsteinn Sigjónsson - Gestur Halldórsson 710 BjömGíslason-SigfinnurG./KristjánR. 702 ÖmRaparsson-KolbeinnÞorgeirsson 683 JónNíelsson-ÁmiHannesson 674 BirgirBjömsson-ÓlafurJónsson 652 Meðalskor 630. Næstu kvöld verður spilaður Board- a-match sveitakeppni, svokallað Garð- eyjarmót. BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbíla og statlon bíla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar með einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bílar. Farsímar, kerrur f. búslóðir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Hentug jólagjöf Full búð af nýjum vörum Verslunin Conný Eiðistorgi 11,2. hæð PIZZA & TOAST UTLl SÆIKERAOFNINN FRÁ Splunkunýr sælkeraofn frá Dé Longhi. Þeir kalla hann "Pizza & Toast". Lítill og nettur borð- ofn sem getur alla skapaða hluti. Steikir og grillar, ristar brauð og bakar kokur. Og nú getur þu bakað pizzu á ninn eina sanna ítalska máta. Ofninum fylgir sérhönnuð leirplata (pizzasteinn) sem jafnar hita og dregur f sig raka. Pú eldar, án fitu, pizzu og kökur, kjöt, fisk o.fl. PIZZA & TOAST kostar aðeins kr. 9.480,- stgr. TILVALIN JÓLAGJÖF TIL SÆLKERA jpanix HÁTUNI4A SÍMI (91)24420 Nú er hagstætt verð á íslenskum æðardún. Hann er fáanlegur hjá framleiðendum, útflytjendum og sængurfataverslunum. Dúnsæng er vegleg jólagjöf - Veljum íslenskt. Æðarræktarfélag íslands.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.