Morgunblaðið - 12.12.1992, Blaðsíða 74
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1992
ÚRSLIT
Skíði
Va 1 Gardena, Ítalíu:
Brun karla
1. William Besse (Sviss)......1:59.49
2. Jan Einar Thorsen (Noregi)...2:00.06
3. Patrick Ortlieb (Austurríki).2:00.10
4. Urs Lehmann (Sviss)..........2:00.23
4. Leonahard Stock (Austurríki).2:00.23
6. Franz Heinzer (Sviss).......2:0041
7. Atle Skaardal (Noregi).......2:00.48
8. Helmut Höflehner (Austurríki) ....2:0060
9. Marc Girardelli (Lúxemborg)..2:00.74
10. Hannes Trinkl (Austurríki).2:00.77
Staðan í heildarstígakeppninni:
1. Jan Einar Thorsen (Noregi)......180
2. Franz Heinzer (Sviss)...........120
2. Hubert Strolz (Austurriki)......120
4. AlbertoTomba (Italíu)...........116
5. Kjetil-Andre Aamodt (Noregi)....113
Körfuknattleikur
NBA-deildin: Leikir á fimmtudag:
New York - Charlotte...........103:110
■Eftir framlengingu.
New Jersey - LA Clippers.......111:105
Dallas - Minnesota............. 88:111
Miami - San Antonio............ 91:101
UtahJazz-Washington............112: 96
Golden State - Milwaukee.......114:102
Sacramento - Indiana........... 99:106
■ GEIR Sveinsson, handknatt-
leiksmaður ársins, varð fyrir því ól-
áni í fyrrakvöld, eftir að hafa tekið
við viðurkenningu sinni í húsakynn-
um ÍSÍ í Laugardal, að ekið var á
bifreið hans. Geir bað Morgunblaðið
að koma þeim skilaboðum á fram-
færi að sá sem skemmdunum olli
hefði samband við hann.
H MARK Robins, miðherji
Norwich, sem hefur skorað . tólf
mörk, leikur á nýju á Old Trafford
í dag, en Manchester United seldi
hann á 800 þús. pund fyrir þetta
keppnistímabil.
■ EFTIR að Robins var seldur
hefur Man. Utd. notað yfir tvær
millj. punda til að kaupa leikmenn
til að skora fyrir liðið. Leikmenn eins
og Eric Cantona og Dion Dublin.
■ KENNY Daglish, fyrrum fram-
kvæmdastjóri Liverpool, mun
stjóma liði sínu Blackburn gegn
sínu gamla félagi á Anfieid Road.
H ARSENAL og Glasgow Ran-
gers hafa hug á að kaupa Warren
Barton, vamarleikmann hjá
Wimbledon, sem er metinn á tvær
millj. punda.
H DON Howe, þjálfari Chelsea,
var fluttur á sjúkrahús í gær, eftir
að hann fékk verk fyrir bijóstið.
Þess má geta að hann fór í hjartaað-
Serð 1988.
I LIVERPOOL hefur mikinn hug
á að kaupa Les Ferdinand, mið-
heija QPR, sem er 26 ára og hefur
skorað níu mörk í vetur.
H NIGEL Winterburn mun leika
á ný með Arsenal gegn Tottenham,
eftir að hafa misst sjö leiki vegna
meiðsla á hné.
H DENNIS Bergkamp, miðheiji
Ajax, getur ekki leikið með hol-
lenska landsliðinu gegn Tyrkjum í
Istanbúl á miðvikudaginn kemur.
Hann er meiddur á fæti.
H BAYERN Miinchen hefur sýnt
áhuga á að kaupa Anthony Yeboah,
miðheija Frankfurt.
H THOMAS Berthold, sem hefur
fengið fá tækifæri hjá Bayern, hefur
hug á a'ð ganga til liðs við Stuttgart.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Tíkln Sýr tók á móti leikmönnum Vals er þeir komu á æfingu. Sævar Jóns-
son klappar henni.
Valsmenn fara snemma
á fætur á föstudögum
Morgunstund gefur gull í mund
Meistaraflokkur Vals í knattspymu hefur
tekið upp þá nýbreytni að æfa einu sinni
í viku klukkan hálf sjö að morgni. Föstudagam-
ir urðu fyrir valinu og í gærmorgun voru um
tuttugu manns mættir á æfingu; þar af tveir
gestir — Magni Blöndal Pétursson, sem lék með
Val um árabil en þjálfar nú og leikur með Ægi
í Þorlákshöfn og Amór Guðjohnsen, atvinnumað-
ur, sem er á milli vita, en æfir með Valsmönnum
á meðan. Það vom fáir á ferli í borginni er blaða-
maður renndi að Hlíðarenda upp úr kl. sex í
gærmorgun, til að komast að því hvort þetta
væri virkilega satt, og alls enginn á íþrótta-
svæði Vals. Fljótlega renndi þó bifreið í hlað og
út stukku Kristinn Bjömsson þjálfari og tíkin
hans, Sýr. Fljótlega komu þeir svo einn af öðr-
um, knattspymukappamir, mis syfjulegir, en kl.
hálf sjö voru þeir tilbúnir, og hlupu af stað út
í myrkrið. Eftir góðan hring var farið inn á
stranga lyftingaæfingu og einnig spiluð knatt-
spyma. Síðan drifu menn sig í bað og snæddu
saman morgunverð uppúr kl. átta, áður en hald-
ið var út í daginn — í vinnu, skóla, heim í rúm
að lesa fyrir próf, eins og einn sagði, eða hvað
sem lá fyrir mönnum. „Við höfum þetta svona
að minnsta kosti eitthvað fram í febrúar, einu
sinni í viku,“ sagði Bjarni Sigurðsson, markvörð-
ur og aðstoðarþjálfari liðsins, við Morgunblaðið
í gærmorgun, en hann átti hugmyndina. Hann
segir menn ánægða með tilbreytinguna, gott sé
að vakna snemma og taka vel á, og menn eigi
einu fríkvöldi meira á viku en ella. Sundmenn
hafa haft þennan háttinn á um árabil; æft jafn-
vel í 2-3 klukkutíma fyrir vinnu eða skóla á
hveijum degi, við góðan orðstír, og aldrei er að
vita nema fleiri eigi eftir að taka þetta upp.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Sævar Jónsson, Jóh S. Helgason og Arnór
Guðjohnsen fá sér morgunmat (mynd fyrir ofan) eftir
æfmguna í gærmorgun. A myndinni til hliðar má m.a.
sjá Magna Blöndal Pétursson, Bjama Sigurðsson og Berg-
þór Magnússon á æfingu.
GETRAUNASPA MORGUNBLAÐSINS
SKOTFIMI
50. /7= vika VJT" ^0=
1 X 2
Aston Villa - Nott. Forest 1 2
Ipswích - Man. City 1
Leeds - Sheff. Wedn. 1 2
Man. Utd. - Norwich 1 X 2
QPR - C. Palace 1
Sheff. Utd. - Everton 1 2
Southampton - Coventry 1
Tottenham - Arsenal 1 X 2
Wimbledon - Oldham 1
Notts County - Cambridge 1
Peterborough - Portsmouth 1
Sunderiand - Brentford 1
Swindon - Tranmere 1 2
Niu fyrstu leikiroir á
seölinum eru úr ensku
úrvalsdeildinni og þrír
síðustu úr 1. deild.
Giskað er á 144 raða
opin seðil, sem kostar
1.440 krónur. Tveir
leikir eru þrítryggðir,
fjórir tvítryggðir og sjö
þar af leiðandi fastir-
með einu merki.
Ríkissjónvarpið verður
með beina útsendingu
í dag frá viðureign
Manchester United og
Norwich á Old Trafford
í Manchester.
Forréttindi Skotfélags Kópavogs
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi bréf frá Carli J. Eiríkssyni,
skotmanni, vegna íslandsmótsins í
riffílskotfimi.
„Ég vissi ekkert um þetta ís-
landsmót í riffílskotfími 7. nóvem-
ber fyrr en það var auglýst 27.
október, þ.e. með aðeins ellefu daga
fyrirvara. í mörg ár hafa íslands-
mót í skotfimi ætíð verið auglýst
með minnst tveggja mánaða fyrir-
vara eins og skylt er að gera skv.
mótareglum ÍSI. Ég hafði ekkert
æft síðan í júlí og var alveg kominn
úr þjálfun og 11 dagar eru alltof
stuttur tími til að þjálfa sig upp.
Skotfélag Kópavogs hafði fengið
að vita um þetta felumót löngu
áður. Sú vitneskja var ekki látin
spyijast út, hvorki til skotíþróttafé-
laga né til einsatklinga. Ekki einu
sinni til félags míns, UMFA, sem
hafði þó skráð mig til keppni síðast-
liðið vor á íslandsmóti í þessari
grein!
Ef það verður framtíðin hjá Skot-
sambandi íslands að íslandsmót séu
felld niður að vori eins og nú er
orðið að venju og þau síðan haldin
nærri fyrirvaralaust mörgum mán-
uðum seinna, þá er ekki hægt að
keppa á jafnréttisgrundvelli. Sér-
staklega þegar aðeins útvaldir
menn fá að vita löngu áður hvenær
mótin verða haldin.
Eins og flestir vita gekk mér ilia
í Barcelona í 33 stiga hitanum, en
sú stigatala sem ég náði þar hefði
þó nægt mér til sigurs á íslandsmót-
inu 7. nóvember. Vonandi eru nú
Skotmenn Arsins ánægðir sem
kepptu á íslandsmótinu og gátu
æft sig fyrir þetta felumót í marga
mánuði."
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
Besseskaut
Heinzer ref
fyrirrass
WILLIAM Bessefrá Sviss
skaut landa sínum, Franz
Heinzer, ref fyrir rass á fyrsta
brunmóti vetrarins sem fram
fór í Val Gardena á Ítalíu i
gær. Norðmaðurinn Jan Einar
Thorsen varð annar og ólymp-
íumeistarinn, Patrick Ortlieb
frá Austurríki, þriðji.
Besse, sem er 24 ára, var rúm-
lega hálfri sekúndu á undan
Thorsen, sem nú er í efsta sæti
stigakeppninnar. Ortlieb var aðeins
0.04 sek. á eftir Thorsen en heims-
bikarhafinn í bruni, Franz Heinzer,
sem hefur unnið brunið í Val Gard-
ena síðustu tvö árin, var rúmlega
sekúndu á eftir Besse.
„Ég get ekki útskýrt hvers vegna
mér gekk svona vel. Að vinna með
svona miklum yfírburðum þýðir að
ég hef hreinlega flogið niður braut-
ina,“ sagði Besse, sem setti nýtt
brautarmet í Saslonch-brunbraut-
inni. „Að vinna keppni sem þessa
er eins og draumur,“ sagði sigur-
vegarinn.
„Ég var mun meira taugaóstyrk-
ur en ég hefði kosið. Ég gerði smá
mistök á „camel-pallinum“ í miðri
brautinni og það kostaði mig sigur-
inn,“ sagði Norðmaðurinn Thorsen
og bætti við að hann væri í mjög
góðri æfingu og þessi árangur
hjálpaði sér til að vinna bug á
taugaspennunni.
Keppt verður aftur í bruni karla
á sama stað í dag.