Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Efnagreining vegna olíuleitar í Öxarfírði Áhugavert að athuga áfram - segir Jón Signrðsson iðnaðarráðherra NBDURSTÖÐUR liggja fyrir úr rannsóknum á sýnum úr borholum í setlög við Skógalón í landi Ærlækjarsels í Öxarfirði sem gerðar voru fyrir tveim árum. Þar fundust vísbendingar um olíu í jarðlög- um þegar borað var eftir heitu vatni árið 1987 og jarðgas kom upp með vatninu. Sérfræðingar Orkustofnunar telja rétt að rann- sóknum verði haldið áfram á grundvelli þessara niðurstaðna og hefur iðnaðarráðherra verið send skýrsla um málið. Að sögn Jóns Sigurðssonar er hér um áhugavert mál að ræða sem hann segir þurfi að halda áfram en hann kveðst nú bíða eftir tillögum frá Orkustofnun um rannsóknaráætlun. Til stendur að kynna niðurstöðurnar erlendis. „Þetta er fyrst og fremst áhuga- vert vegna þess að það eru uppi kenningar um að myndun gass og olíu sé tengd jarðhita með einhveij- um hætti. Þó almennt sé talið ólik- legt að hér fínnist þessi verðmæti vegna þess hve landið er ungt jarð- sögulega séð, þá kann það að vera skynsamlegt og áhugavert að halda þessum athugunum áfram,“ sagði ráðherra. Veitt var fé á íjárlögum árið 1991 til að bora 450 metra djúpa holu við Skógalón og voru sýni úr borkjama send til rannsókna og efnagreiningar í Danmörku til að finna uppruna að olíugasinu. í kjölfar þeirra átti síðan að taka ákvörðun um hvort ástæða Morgunblaðið/RAX Uppsagnirnar fleiri en jólakortín Mikill fjöldi tilkynninga stéttarfélaga um uppsagnir kjarasamninga berast með jólapóstinum inn á skrifstofu ríkissáttasemjara á síðustu dögum og eru uppsagnarskeytin öllu fleiri en jólakortin eins og sjá má í höndum Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Uppsagnir streyma til sáttasemjara TILKYNNINGAR stéttarfélaga um uppsagnir kjarasamninga streyma þessa dagana inn til embættis ríkissáttasenýara að sögn Guðlaugs Þorvaldssonar ríkissáttasemjara. Segist hann fá allt að tíu sím- ingar um hversu mörg félög hefðu skeyti og ábyrgðarbréf á hveijum degi þar sem tilkynnt er um upp- sagnir samninga og hefur mun meira borist frá starfsmannafé- lögum ríkisins og sveitarfélaga en frá einstökum aðildarfélögum Alþýðusambandsins. Guðlaugur hafði ekki upplýs- sagt samningum sínum lausum en sagði að þau skiptu mörgum tugum. Uppsagnimar miðast allar við áramót þannig að samningar verði lausir frá og með 1. febr- úar, sem er mánuði fyrr en gild- andi samningar gera ráð fyrir. Bensm hækkað um 7,5% tíl að afla ríkinu tekna BENSÍNVERÐ hækkar ura 7-7,5% um áramótin vegna opinberra álaga, eða 4-5 krónur lítrinn. Þetta er meira en áður var gert ráð fyrir og stafar meðal annars af því að afla á ríkinu 200 milljóna króna viðbótartekna með sér- stöku bensíngjaldi, sem áður átti að innheimta með al- mennu vörugjaldi. Vatnsdalur Finimgrip- ir drápust ÁBÚENDUR á Forsæludal efst í Vatnsdal misstu 5 nautgripi í óveðri i vikunni. Er talið að þeir hafi hrakist undan veðrinu og hrapað niður gil í Vatnsdalsá og drukknað þar. Menn úr hjálp- arsveit skáta á Blönduósi, sem leit- uðu gripanna, horfðu á eftir árs- gamalli kvígu hrapa niður um vök á ísilagðri ánni. Sigríður Ragnarsdóttir húsfreyja í Forsæludal segir að sennilega hafi gripimir farist á þriðjudag en þeirra var ákaft leitað næstu tvo daga á eftir án árangurs. Vatnsdalsá rennur í gegnum gil rétt hjá bænum en nautgripimir höfðu aðgang að opnu útihúsi skammt frá gilinu. Þeim var hinsvegar gefið úr heyrúllum úti við. Er óveðrinu slotaði nokkuð á mið- vikudag reyndi heimilisfólkið á For- sæludal, sem ekki ertryggt fyrirtjóni sem þessu, að leita gripanna en þá voru miklar hengjur á gilbarminum við Vatnsdalsá og ekki hægt að kom- ast að ánni. Menn úr hjálparsveit skáta voru kallaðir til aðstoðar og komu þeir frá Blönduósi á snjóbíl og vélsleðum. Þeim tókst að komast niður í gilið og fundu þar eina kvígu. Hún var stygg og stökk undan þeim út á ísilagða ána og hrapaði þar nið- ur um vök og sást ekki meir. væri til að bora dýpra og gera jarð- eðlisfræðilegar mælingar á svæðinu. Niðurstöðumar liggja nú fyrir í skýrslu sem ekki hefur fengist opin- beruð. Þrátt fyrir að þar komi ekki fram ótvíræðar vísbendingar um að olíu sé að fínna í jarðlögum, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, gefa þær tilefni til frekari rann- sókn. Jón Sigurðsson sagði að jarðgas hefði fundist í litlu magni en menn þekktu ekki uppmna þess. Niður- stöðumar sem nú lægju fyrir væm einkum áhugaverðar frá jarðeðlis- fræðilegu sjónarmiði, um hvort hægt sé að varpa ljósi á hvemig gas mynd- ast í tengslum við jarðhitavirkni fremur en að um nýtingu í atvinnu- skyni verði að ræða. „Nú þarf að halda þessu máli áfram. Það er mikil- vægt að vekja ekki væntingar um hluti sem ekki eiga við rök að styðj- ast,“ sagði ráðherra. Gert er ráð fyrir að lagt verði á sérstakt 4,50 króna bensíngjald um áramótin til fjáröflunar fyrir ríkis- sjóð og einnig á bensíngjald til vegagerðar að hækka um 2%. Sam- kvæmt upplýsingum fjármálaráðu- neytisins þýðir þetta að bensínverð þarf að hækka um 7-7,5% um ára- mótin en hluti hækkunarinnar kom til framkvæmda í byijun desember. í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár var reiknað með að leggja almennt vörugjald á bensín, sem kæmi í stað tolla. Átti þetta vöru- gjald að afla ríkinu 300-350 millj- óna króna viðbótartekna, m.a. til að mæta niðurfellingu á jöfnunar- gjaldi. í efnahagsmálapakka ríkis- stjórnarinnar í nóvember var svo ákveðið að hækka bensíngjald sér- staklega um 1,50 krónur sem átti að skila 280 milljónum í ríkissjóð á næsta ári og átti að innheimta það gegnum vörugjaldið. Nú liggur fyr- ir að frumvarp um vörugjaldið verð- ur ekki að lögum fyrir áramót og því haldast tollarnir en ákveðið hef- ur verið að leggja á sérstakt bensín- gjald til að afla ríkissjóði þessara viðbótartekna. Á það að falla niður þegar lagafrumvarp um vörugjald af eldsneyti tekur gildi. í fjárlagafrumvarpinu var einnig gert ráð fyrir því að ná 200 millj- óna króna tekjum í ríkissjóð með hækkun á almennum vörugjöldum en nú hefur verið ákveðið að ná þessari upphæð í ríkissjóð með hækkun á sérstaka bensíngjaldinu. Samtals er því gert ráð fyrir að ná 780 milljónum króna í ríkissjóð með sérstöku bensíngjaldi og til þess að ná þeirri upphæð þarf það gjald að vera 4,50 krónur á hvem lítra. Að auki er í fjárlagafrumvarpinu gert ráð fyrir 2% hækkun á bensíngjaldi til vegagerðar. Hluti af þessari bensínhækkun kom til fram- kvæmda í byijun desember þegar bensíngjald var hækkað um 1,50. Járnblendiverksmiðjan Nær full afköst á næstunni JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir lítið vit í að reka Járnblendi- verksmiðjuna á Grundartanga á 75% afköstum, full afköst séu miklu hagstæðara rekstrarform og verði við lýði frá áramótum. Núgildandi samningar við Elkem gefa aðeins svigrúm til 75% af- kasta. Jón Sigurðsson á Grundartanga kveðst nú ekki búast við að botn fáist í vanda verksmiðjunnar fyrr en í mars, apríl. „Bæði ríkið og Elkem þurfa að taka óþægilegar ákvarðan- ir,“ segir hann. „Elkem lýkur ekki sínum áætlunum fyrir næsta ár fyrr en í upphafi þess og getur ekki tek- ið afstöðu áður. Við höldum á meðan áfram viðræðum við Landsvirkjun um orkuverð og nýtum báða ofnana frá fjórða janúar. Samningar við Elkem um markaðshlutdeild leiða til framleiðslu á 75% af heildargetu verksmiðjunnar. Reyndar munu ofn- arnir skiía nær 90% afköstum fram að sumarleyfum, en þá verður að óbreyttu dregið úr framleiðslu." Iðnaðarráðherra segir að horft hafi verið til tveggja næstu ára og hugleidd lokun verksmiðjunnar, notkun annars bræðsluofns hennar, notkun beggja ofna á 75% eða þá fullum afköstum. Hámarksafköst séu hagkvæmust en forsendurnar verði að fást: Samningar við Elkem um aukna markaðshlutdeild og við Landsvirkjun um betri orkukjör. Að undanförnu hafi gengið á birgðir verksmiðjunnar . Nú kostar 92 oktana bensín um 60,40 krónur og 95 oktana bensín kostar 63,40 og ef miðað er við að verðið hækki um 7,5% myndu þess- ar bensíntegundir hækka í um 65 krónur og 68,15 krónur. Bensínverð hefur farið lækkandi undanfarið á mörkuðum erlendis. Þegar Morgunblaðið spurði Kristin Björnsson forstjóra Skeljungs hvort þess mætti ekki vænta í bensín- verði hér sagði hann að svo gæti farið ef ljóst yrði að sú lækkun væri viðvarandi; bensín hefði raun- ar hækkað aftur í verði á fimmtu- dag. Hins vegar væri hlutur inn- kaupsverðs í bensínverði lítill, eða um 17%, og þegar opinberar álögur væru orðnar yfir 70%, eins og útlit væri fyrir, réðu olíufélögin orðið litlu um verðlagninguna. > > \ i i i i 5 milljón króna gjöf____________ Hjón um nírætt gáfu stórgjöf til byggingar barnaspítala 32 Kína vill meiri samskipti Sendifulltrúi Kína segir tímabært að efla samskiptin við ísland 35 Ófærðin_________________________ Erfiðlega gengur að ná í mjólk til bænda 40 Leiðari_________________________ Fjárhagsáætlun borgarinnar 36 RÆNINGJADÓTTIR Menning/Listir ► Ronja ræningjadóttir - Við erum böm í skilningi - Rjóm- inn af því besta - Myfair lady - Vandi karlmanna - Hann er gefinn fyrir drama þessidama Afslátt- armiðar skila sér Hagkaup, ásamt fleiri fyrirtækjum, gaf í gær lesendum Morgunblaðsins afsláttarmiða, sem fólk gat fram- vísað við kassana í öllum verslunum Hagkaups. Flestar vörumar, sem afsláttur var gefinn á, gætu komið mörgum til góða fyrir jólin, en meðal þess var konfekt, gos, síld og andarkjöt. Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, sagði að hann ætti von á því að mikið af afsláttarmiðunum myndi skila sér fyrir hátíðamar, en í gær höfðu margir þegar notfært sér afsláttinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.