Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 FLUGVÉLAR OG SKIP Fjarstýrð flugmódel í miklu úrvali Vinsælu verkfæraboxin fyrir módelflugmanninn. Nú geta allir smíðað skipslikön. Bútar, skip og skútur úr tré. Tilvaldar jólagjafir. Opið fró kl. 13—18 alla daga til jóla, nema Þorlóksmessu kl. 10—22. R/C Módel Dugguvogi 23, sími 91-681037. Höföar til -fólks 1 öllum starfsgreinum! Landnám Ingólfs friðað fyrir lausabeit eftirHerdísi Þorvaldsdóttur Tillaga þess efnis var flutt á Al- þingi 16. nóvember. Flutningsmaður var Rannveig Guðmundsdóttir, með- flutningsmenn voru 9 þingmerin úr öllum flokkum. Eftir nokkrar um- ræður var tillögunni vísað til land- búnaðamefndar Alþingis og bíður þar afgreiðslu. Á undanfömum ámm höfurh við í Lífi og landi og fleiri umhverfís- vemdarmenn ítrekað bent almenn- ingi og stjórnmálamönnum á að brýna nauðsyn beri til að hefta hina geigvænlegu gróðureyðingu sem orðið hefur, og allt of víða viðgengst enn, hundruð ef ekki þúsund hekt- ara á ári. Landnám Ingólfs er víða mjög illa farið, sem gerir þetta þétt- býlissvæði stöðugt rýrara að land- gæðum og minna aðlaðandi sem útivistarsvæði. í Landnámi Ingólfs em aðeins 20 bændur sem hafa aðal- atvinnu af sauðfjárrækt, en aðrir íbúar svæðisins em um 170 þúsund. Landnám Ingólfs takmarkast af línu sem dregin er úr Hvalfjarðar- botni í þjóðgarð á Þingvöllum og þaðan suður til Þingvallavatns, Úlf- ljótsvatns, Sog og Ölfusár til sjávar. Hugmyndin er að hægt væri að gera þetta svæði að náttúruverndar- og útivistarsvæði, þar sem margar hendur væm tilbúnar að hjálpa til við að græða upp og fegra, ef sauðk- indin væri í girðingu, en ekki fólkið! Þetta gæti verið áhugaverð og hagkvæm tilraun og ódýrast að friða svæðið í einu lagi, þar sem aðeins þyrfti að lagfæra girðingu sem þeg- ar er til staðar, milli Hvalfjarðar- botns og vesturhluta Þingvallavatns. Með því yrði allur girðingakostnaður um gróðurreiti og sumarbústaðar- lönd, bæjarlönd og meðfram vegum, úr sögunni. Kostnaður við girðingar utan um hluta bújarða sem vildu áfram hafa sauðfé er hverfandi á móts við það. Fækkun sauðfjár þýð- ir minnkaða offramleiðslu og hefur í för með sér mikinn sparnað fyrir ríkið og landsmenn. Efling gróðurs eykur verðmæti jarðeigna og getur orðið undirstaða nýrra atvinnu- greina í framtíðinni. Semja þyrfti við bændur sem vildu hætta sauðfjárrækt um önnur störf, t.d. landgræðslu, skógrækt, gæslu- störf o.fl. Við sækjum ekki bara lík- amlega næringu okkar til náttúmnn- ar, heldur einnig andlega næringu. Það tilheyrir mannréttindum að hafa eitthvað af óspilltri og fallegri nátt- úm í kringum sig, þar sem hægt er að njóta hvíldar og unaðar. Frá því landið var numið hafa 4 milljarðar hektara gróðurlendis eyðst og enn höfum við hvergi und- an þrátt fyrir dýmstu landgræðslu í heimi (sáning fræs og dreifing áburðar úr flugvélum og endalausar rándýrar girðingar utan um öll upp- græðslusvæði). Það er orðið löngu tímabært að tengja betur saman rétt til landnotkunar og ábyrgð. í þjóðfélagi nútímans verður að vera hægt að ætlast til þess að landlaus- ir sauðijáreigendur útvegi land fyrir búfé sitt og girði það af sjálfir með fullri ábyrgð. Það er ekki réttlátt að þessir menn eigi meira tilkall til sameiginlegra auðlinda en þeir sem eiga hross sér til yndis og heilsubót- Lipstick Lovers leika á Púlsinum HLJÓMSVEITIN Lipstick Lovers heldur tónleika á Púlsinum sunnu- daginn 20. desember nk. Sveitin hefur eytt síðustu mánuðum í að spila í skólum og félagsmiðstöðvum. í janúar fer sveitin í hljóðver til plötu- gerðar. Liðsskipan hljómsveitarinnar er Tónleikamir hefjast kl. 22.30. þessi: Ragnar Ingi, trommur, Toni, Upphitunarsveit verður Pzychadelic gítar, Sævar Þór, bassi, Bjarki Kaik- Zund Machine. umo, söngur og gítar. Herdís Þorvaldsdóttir „Hugrnyndin er að hægt væri að gera þetta svæði að náttúruvernd- ar- og útivistarsvæði þar sem margar hendur væru tilbúnar að hjálpa til við að græða upp og fegra, ef sauðkindin væri í girðingu, en ekki fólkið!“ ar. Það þarf að vega og meta marg- vísleg sjónarmið þegar hagsmuna- árekstrar koma upp, og þar verða hagsmunir heildarinnar að ráða. Það er t.d. ekki sjálfgefið að réttur örf- árra einstaklinga til sauðfjárbeitar í sameiginlega eign á offramleiðslu- tímum sé rétthærri en þarfir þéttbýl- isbúa fyrir útivist í aðlaðandi um- hverfí. Reykjanesskaga er hægt að klæða aðlaðandi gróðri að nýju. Það eina sem vantar er skipulag og skiln- ingur. Þessi tillaga um friðun Landnáms- ins fyrir lausagöngu búfjár er til orðin vegna umhyggju okkar fyrir komandi kynslóðum í þessu landi. Hún er eindregið studd af 15 gróð- ur- og skógræktarfélögum ásamt Landgræðslunni ogNáttúruverndar- ráði. Nú er bara að vera bjartsýn og sjá hvaða afgreiðslu þessi tillaga fær í landbúnaðamefnd og á Ál- þingi. Munu þessir landsfeður okkar bera gæfu til að sjá að nýir tímar krefjast nýrra áherslna. Höfundur er formaður gróðurnefndnr Lífs og lands. Hraósudukanna sem leysir gamla gufuketilirm afhólmi meö útsláttarrofa og sýður mest 1,75 1 í einu. Verð kr. 5300. Mínútugril! fyrir steikina, samlokuna og annað góðgæti. Vöffluplötw fylgfa með. Namm, namm. Verð kr. 10.400. Eggjaseyöar fyrir 3 eða 6 egg Handþeytari sem er fljótur svo að eggin þín fái nú loksins að hræra, þeyta og hnoða. rétta suöu. 3 hraöastillingar. 160 W. Verð frá kr. 2650 Verð kr. 2750 Heiinilistækin frá SIEMENS eru heimsþekkt fyrir hönnun, gæði og góða endingu. Gefðu vandaða jólagjöf- 11 1 ' SMITH & NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 28300
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.