Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 55
IIÚHgapahölIin BÍJLDSHÖFÐA 20-112 REYKJAVÍK - SÍMI91-681199 til að hleypa bráðabrókarsótt í konur Með þessum staí ur Galdrabókinni má „...stilla reiði, vekja ast og vinattu og eyða illum hug.‘ (Sjá nanar í bókinni Galdrara Islandi. bls. 284-286). 4.500,- Margar gerðir til af skrifborðsstólum í ýmsum verðflokkum. ;eei naaMagaa .ei siioa<ihao ja.í cnciajhz'johom MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Gunnar Þorsteinsson En helsti veikleiki sem svona bók hefur er líklega staða höfundarins í hugarheimi lesandans. Nú er Gunnar í augum íslendinga hirðir „sértrúarsafnaðar“ sem menn álíta öfgatrú. Þannig menn hafa varla málfrelsi vegna fordóma almenn- ings sem hættir til að líta á bókina sem einn stríðsreksturinn í viðbót við greinamar gegn kirkju og bisk- upi. En Gunnari gengur gott eitt til og það er að bæta aðbúnað þeirra sem vilja verja biblíulega kristna trú. Höfundur er safnaðarhirðir Hvitasunnusafnaðarins í Vestmannaeyjum. Skemmtileg bók eftir Sigvrð Kristinsson Nýlega kom út bamabók með öðm svipmóti en þær, sem við eigum að venjast. Þessi bók er Skoðum landið • eftir Björn Hróarsson (útg. Mál og menning), leiðarvísir í þeirri list að skoða ísland og njóta þess sem fyrir augu ber á ferð um það. Letur bókarinnar er prýðilega ; skýrt, myndir glöggar og teknar víða I á landinu, textamir skrifaðir á góðu j máli, frásögnin einföld og auðskilin, fellur vel að myndum bókarinnar og nær því tilgangi sínum. Vera kann að einhveijum finnist að textamir hefðu mátt vera lengri en börn sem fullorðnir lifa nú í heimi hraða og una ekki við langar lýsingar. Þeirra gerist ekki heldur þörf, því myndirn- ar em svo skýrar. Höfuðkostir bókarinnar em: I fyrsta lagi glöggar skilgreiningar á ýmsum landfræðilegum og jarð- fræðilegum hugtökum, sem em fjarri hugarheimi borgarbama. Dæmi: Gljúfur bls. 28, foss bls. 29, eyðibýli — tóftir bls. 45, fjara bls. 33. Mynd- irnar styrkja skilgreiningarnar og textinn orkar á lesandann hvetjandi til skoðunar á landinu og náttúm þess. í öðru lagi er letur bókarinnar skýrt og gerir textana aðgengilegri svo að börn í níu og tíu ára bekkjum ÖTunnskólanna eiga auðvelt með að tileinka sér þá. Því er forráðamönn- um skóla og bókasafna svo og kenn- j urum bent á að nýta bókina Skoðum j iandið sem lesflokk í samfélagsfræði og landafræði. Til þess er bókin mjög vel fallin. I þriðja lagi ber bókin þess vitni að höfundur hefur ferðast víða um Björn Hróarsson landið og notið þess í samfýlgd ann- arra og ekki síst fjölskyldu sinnar. Það auðveldar honum að tjá sig um fjölbreytni náttúmnnar með glögg- um og einföldum lýsingum. Mál bók- arinnar er líka vandað. Helst má finna lítilsháttar að orðaskipan á ein- stöku stað. Húsdýrin fá of lítinn skerf af bók- inni. Þau em hluti af náttúm lands- ins á sumrin. Hver húsdýrategund hefði þurft að fá eina blaðsíðu. En ef til vill má vænta annarrar bókar um þau, villt spendýr og fuglana, sem em eitt það skemmtilegasta í ís- lenskri náttúm, einkum spörfuglar og vaðfuglar. Til þess hefði bókin þurft að vera einni örk lengri. Bókin Skoðum landið er útgáfu og höfundi til sóma. Höfundur er kennari. EFTIR MATTHÍAS VlÐAR Sæmundsson Kynngimögnuð bók! é> ALMENNA BÓKAFÉLAG IÐ HF - aót) bók uni jólin! „FRELSA OSS FRÁ ILLU“ i eftirSnorra Oskarsson Bókin „Frelsa oss frá illu“ er komin út hjá Ax forlagi. Höfundur er Gunnar Þorsteinsson, safnaðar- hirðir í Krossinum, Kópavogi. Gunn- ar er orðinn þjóðþekktur fyrir ádeil- ur á þjóðkirkjuna og fremsetningu hennar á kristindómnum og beinir kröftum sínum í þessari bók að vott- um Jehóva og mormónum. Þetta er önnur bók höfundarins, hin kom út fyrir jólin í fyrra og fjallaði um spá- dóma ritningarinnar. Bókin er 227 blaðsíður og skipt- ist nokkurn veginn til helminga í umfjölluninnni um þessi trúfélög og tekur í stómm dráttum á aðalþátt- um kenningakerfís þessara trúar- hópa. Hún er aðgengileg og góð handbók öllum þeim sem vilja geta varið sína kristnu trú, en eru ekki þjálfaðir í að nota Biblíuna. Fyrst kynnir höfundur upphafs- menn þessara hreyfínga, æviferil og veikleika, síðan gerir hann hinum ýmsu sérkenningum skil, s.s. um Jehóva, guðdóm Jesú, eilífðina, heil- agan _ anda og friðþægingarverk Jesú. í þessum köflum fer höfundur troðnar slóðir þar sem hann styðst að mestu við umsagnir þekktra manna eins og Sigurbjöms Einars- sonar biskups svo og erlendra fræði- manna. Margir þessara manna vom innan safnaða votta Jehóva og geta því greint frá mismun á orðum Bibl- íunnar og boðskap Jehóva vottanna. Hins vegar kveður við svolítið mildari tón í lokakafla um votta Jehóva varðandi viðbrögð við þeim þegar Jehóva-vottur knýr dyra hjá þér. Þar vill höfundur veita þeim „rétt á kurteisi og kærleika þeirra kristinna manna sem verða á vegi þeirra“. Allmargir aðrir vilja senda þetta fólk í hin ystu myrkur, kannski einvörðungu af því að hér er „trúað fólk“ sem býður uppá umræður um trúmál. Fyrir allan almenning sem vill geta staðið á kenningargrandvelli „evangelískrar kristni" er einfaldast að vita að Jesús Kristur reis upp líkamlega þar sem Tómas postuli fékk að snerta á honum. Þessu geta vottar Jehóva ekki trúað og boða því annan Jesúm en guðspjalla- mennimir gera. Höfundurinn, Gunnar, gerir mormónum einnig góð skil. Trúlega reynist sá hluti bókarinnar forvitni- legri lesning en kaflinn um votta Jehóva þar sem mormónamir eru ver þekktir hér á landi. En höfundur lýsir mormónatrúnni frá æviferli upphafsmanna svo og hvernig hún hóf göngu sína sem andmæli á Nikeu-játningu kirkjunnar. Síðan emm við frædd um leyndardóma og dulspeki mormóna eins og til dæmis íjölkvæni, skírn fyrir hina dánu, blóðsáttmálann og musterin sem hafa líkan leyndarhjúp yfir sér og hallir frímúrara. Enda dregur höfundur enga dul á gömul tengsl Josephs Smiths við frímúrararegl- una. Jósef Smith, spámaður morm- óna, gat miklast af því framyfir aðra, s.s. Jesúm, Pál eða Pétur „að halda saman kirkjudeild án klofn- ings allar götur frá Adam í ár- daga“. Mormónatrúin er skilin eftir í umsögn Eiríks á Brúnum þar sem Adamsdýrkun mormóna er kjami trúarinnar. Bókinni lýkur svo á sögu morm- óna á íslandi sem hófst á síðustu öld og varð til þess að ritverk Lax- ness, Paradísarheimt, varð til. Hann gerir stuttlega grein fyrir trúar- göngu Eiríks í mormónatrúnni og uppgjöri hans við hana er hann hverfur frá Utha og kemur aftur til íslands. Saga mormóna tengist að stóram hluta sögu Vestmanna- eyja því ekkert annað byggðarlag á íslandi missti eins stóran hóp af gerfílegu fólki eða á annað hundrað manns. Lokakafli bókarinnar er föðurleg- ar ráðleggingar til lesenda um að forðast rifrildi og þrætur um trúar- leg efni sem skila aðeins fjandskap milli manna en upplýsa engan um það hvað telst sannleikur eða skáld- skapur. Eg fagna þessari bók því að hún er ágæt handbók sem hvert heimili ætti að hafa til að menn láti ekki hvern kenningarvind næða um kot sálarinnar. En forsenda þess að menn geti staðist hin ýmsu annar- legu sjónarmið í trúmálunum er haldgóð þekking á Biblíunni og kristinni trú eins og ritningarnar greina frá, meira þurfum við í raun ekki því Biblían hefur staðið allt af sér fram að þessu. Og til að menn geti áttað sig á heiti bókarinnar þá er greinilegt að höfundurinn gengur út frá því að villutrú sé blekking Satans til að véla menn frá friðþæg- ingarverki Jesú Krists. Vildi fá fiið! Sigurður Einarsson, útgerðarmaður. „Pess ma geta að hluta aflaunum sínum í bœjarstjórninni notaði Sigurður ekki alls fyrir löngu, til að gefa Vestmannaeyingum vatns- rennibraut í sundlaugina. Voru gárungarnir fljótir að sjá út til- ganginn með gjöfinni og segja, að Sigurður hafi keypt rennibrautina til að fá næði til sundiðkunar frá ungum og tápmiklum sonum sinum Bokin Islenskir auomenn segir á vandaðan og umfram allt skemmti- legan hátt frá alls konar fólki með ólíkan bakgrunn og úr margvíslegum atvinnugreinum. Bókin er f senn lærdómsrík fyrir bjartsýnt fólk og skemmtileg aflestrar fyrir alla þá sem vilja fræðast um það hvernig í ósköpunum er hægt að verða ríkur á íslandi! — Islenskir auðmenn - verulega auðug bók! - goö bok um jólin! 7. GALDUR: HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.