Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 51 gott til að vera satt. ... Ég ók til Texas sem tók heila tvo sólar- hringa. Á leiðinni velti ég þessu betur fyrir mér og ég gat ekki ímyndað mér annað en eitthvað hlyti að vera að þessum bát. Það gæti varla verið eðlilegt að svona lágu tilboði hefði verið tekið í skip sem hlaut að vera 2-3 milljóna dollara virði. Dottið í lukkupottinn Þegar ég kem til Texas er ég eiginlega búinn að telja sjálfum mér trú um að það sé nú bara hreinasta heimska að fara að skoða þetta skip því það hljóti eitthvað að vera að og í mesta lagi geti það verið hæft til brotajáms. En þegar ég kem þar sem skipið stendur uppi bregður mér heldur betur. Þetta var nýlegur bátur í mjög góðu ástandi og með glænýjar vél- ar. Skipt hefði verið um vélar árið áður og þær voru alveg ókeyrðar. Það var ógleymanleg stund sem ég átti aleinn uppi á þilfarinu eftir að ég var búinn að skoða skipið í krók og kring og áttaði mig á því að ég hafði dottið í lukkupottinn.“ Þremur vikum síðar var Sigurður búinn að leigja bandaríska hemum skipið til eins árs og á þremur fýrstu mánuðunum fékk hann sem svaraði andvirði kaupverðsins til baka — og gott betur. E.T., eins og Sigurður nefndi skipið, er með íbúðum fyrir um sjötíu vísinda- menn svo það er engin smásmíði. Það kom hingað til lands í haust vegna lagningar ljósleiðara milli Ameríku og Evrópu. í vopnabúri Austur-Þýskalands Með vinnu sinni fyrir flotann komst hann í ýmiss konar sambönd sem greiddu honum leið inn í vopnabúr austur-þýska hersins en Sigurður hafði aðallega augastað á innrásarprömmum: „Þeir vildu að ég færi til Berlínar og væri við- búinn þegar Austur-Þýskaland opnaðist. Mér fannst sjálfsagt að taka þetta að mér því ég ætlaði mér hvort eð var að finna út úr þessu með prammana og með stuðningi frá æðstu mönnum innan bandarísku stjórnarinnar kæmist ég á mun auðveldari hátt að þess- um tækjum. En ég fékk ekkert að vita hvaða hlut þeir ætluðu mér í þessu máli. Um leið og Austur-Þýskaland opnaðist var búið að greiða mér leið eftir einhveijum diplómatísk- um leiðum inn í héraðið þar sem vopnabúr landsins er, en það svæði hafði verið lokað alveg frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Þetta var gríðarlega stórt svæði þar sem var geysilegt magn her- gagna. Þama fann ég sex stóra innrásarpramma, 120 metra á lengd með risastórum vélum og lokuðu loftþéttu þilfari með plássi fyrir tíu risaskriðdreka og allan mannskap, um 250 manns ... Við vorum þama í nokkra daga, skoðuðum þetta feikilega vopnabúr en flugum svo aftur heim með teikningar og upplýsingar. Heima komst ég að því hvað þessir hátt- settu menn ætluðust fyrir með mig og minn hlut í þessari upplýsinga- söfnun." BÍLALEIGA Úrval 4x4 fólksbila og statlon bfla. Pajero jeppar o.fl. teg. Pickup-bllar meS einf. og tvöf. húsi. Minibussar og 12 sæta Van bilar. Farsímar, kerrur f. búslóSir og farangur og hestakerrur. Reykjavík 686915 interRent Europcar BÍLALEIGA AKUREYRAR Fáðu gott tilboð! Hvammstangi Ráðstefna um smáiðnað Hvammstanga. RÁÐSTEFNA um hand- og smáiðnað á landsbyggðinni var haldin á Hvammstanga í nóvember. Hún var haldinn að frumkvæði Stéttar- sambands bænda, Hagfélagið hf. í V-Húnavatnssýslu annaðist fram- kvæmd ráðstefnunnar og fjarstu Ráðstefnuna sóttu um 50 manns, Ráðstefnan var haldin í Grunn- skóla Hvammstanga og stóð í tvo daga. Fyrri daginn voru flutt fræðsluerindi og einnig sagt frá því starfi, sem nú þegar er unnið víða í verkefnishópum. Meðal frummæl- enda var Amaldur Bjarnason, at- vinnumálafulltrúi Stéttarsam- bandsins, Emil Karlsson, fulltrúi hjá Iðntæknistofnun, Jón Sigurðsson í Rammagerðinni og Vala Valtýs- dóttir frá ríkisskattstjóra. Síðari daginn var unnið í hóp- vinnu og fjallað um einstök mál og áherslur, sem varða þennan ný- græðing í atvinnulífi landsmanna. Hópvinnan skiptist í fjóra þætti; skattamál, markaðs- og sölumál, fræðslumál og samstarf og tengsl hópa. kom frá Framleiðmsjoði. hvarvetna af landinu. í skattamálum handverksfólks eru margir óvissuþættir, álagning virðisaukaskatts og álagning tekju- skatts getur farið eftir búsetu og aðalstarfi. Einnig þarf að skilgreina betur hugtökin „listaverk" og „nytjalist", en reglur þar um ráða, hvort virðisaukaskattur skuli lagður á söluverð vöru. Markaðshópurinn vill láta vinna upp skráningu handverksfólks og upplýsingar um sölumál hvers og eins hóps. Hannað verði merki fyrir íslenskt handverk, áhersla lögð á vandaða hönnun og umbúðir fyrir vöruna. Einnig skilgreiningu á vöm, hráefni og vinnsluaðferð, svo og upplýsingar um framleiðandann. Fræðslumálahópur áréttar nauð- Kvöldstund í Byggðasafninu. Morgunblaðið/Karl Sigurgeirsson syn fræðslustarfs um handverk, mikill fróðleikur sé til, sem komist ekki nógu vel til skila. Deildir við starfandi verkmenntaskóla gætu bætt þar úr. Líkar hugmyndir komu fram í hópi um samstarf og tengsl hópa. Þar var bent á, að kvenfélög og búnaðarfélög störfuðu í hverri sveit um allt land og í Heimilisiðnaðar- skólanum lægi mikil þekking og þar væri í boði fræðsla. Virkja þyrfti þessi samtök til samstarfs og koma fræðslu út til fólksins í sem flestum byggðum. I fundarlok var ákveðið, að halda aðra ráðstefnu, trúlega í júní 1993 og þá á Eyjafjarðarsvæðinu. Áð kvöldi fyrri dagsins bauð Hagfélagið hf. ráðstefnugestum í Byggðasafnið á Reykjatanga. Þar var dvalið um kvöldið, handverk lið- inna tíma skoðað, sögustund við hákarlaskipið Ófeig, notið þjóðlegra veitinga og sungið við harmonikku- spil. - Karl - æviminningar Svavars Gests, skráðar af honum sjálfum. Hvernig bregðast menn við þegar þeir sitja fyrir framan lækni og fá þann úrskurð að þeir séu haldnir ill- kynja sjúkdómi? Sjálfsagt misjafn- lega en ætli margir líti þá ekki í sjón- hendingu yfir ævi sína og jafnvel HUGSI UPPHÁTT. Svavar Gests er löngu landskunnur maður. Um ára- bil var hann einn vinsælasti skemmtikraftur landsins og hljóm- sveit hans naut fáheyrðra vinsælda. Einnig var hann og er mjög vinsæll útvarpsmaður. í bókinni HUGSAÐ UPPHÁTT tekur Svavar æviminn- ingar sínar. Hann segir frá ótrúlega erfiðum bernskuárum, hljómplötu- útgáfu sinni, rekur tónlistarferil sinn og segir einstaklega skemmtilega og opinskátt frá mönnum, sem hann hefur kynnst, og eftirminnilegum at- vikum. Góð bók frá Fróða IRODI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.