Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 291. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 Prentsmiðja Morg’unblaðsins Friðar- gæsla NACC Brussel. Reuter. RÍKI Atlantshafsbandalagsins og mörg fyrrverandi aðildarríki Varsjárbandalagsins sömdu í gær um að standa saman að frið- argæslu í Evrópu. Akvörðun þessi var tekin á fundi utanríkisráðherra Norður-Atlants- hafssamvinnuráðsins (NACC) en aðild að því eiga NATO-ríki, Aust- ur-Evrópuríki og mörg fyrrverandi Sovétlýðveldi. Samþykkt var áætl- un um undirbúning friðargæslu. Ekki verður gripið til aðgerða nema beiðni komi frá Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu eða Sameinuðu þjóðunum. Rúmlega fjögur hundruð Palestínumenn í reiðileysi syðst í Líbanon •• Oryggisráð SÞ Nauðganir í fangabúðum fordæmdar Sameinuðu þjóðunum. Reuter. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna lýsti viðurstyggð sinni í gær vegna fregna um að bosnískum konum og unglingsstúlkum sé nauðgað með skipulögðum hætti í fangabúðum Serba. Fyrir- skipaði ráðið að friðar- gæsluliðar myndu aðstoða fulltrúa Evrópubandalags- ins við að kanna ástandið í búðum af þessu tagi. Öryggisráðið fordæmdi ein- um rómi ólýsanleg grimmdar- verk sem fregnir bærust af. Sögum færi af konum, einkum múslímakonum, sem væri safnað saman og þeim nauðg- að með skipulögðum hætti. Krafðist ráðið þess að öllum slíkum búðum yrði lokað nú þegar. Sjá „Serbar sakaðir...” á bls. 34 Reknir úr landi Reuter Palestínumennirnir hröktust í gær milli ísraelsku landamæranna og líbansks herliðs með alvæpni. Síðast þegar fréttist höfðu mennirnir búið sér næturstað á gróðurlausum melnum. Hörð viðbrögð við ákvörðun Israela Maij az-Zohour, New York, Brussel. Reuter. SÚ ákvörðun ísraelsku stjórnarinnar að reka 418 Palestínu- menn í útlegð á einskismannslandi í suðurhluta Líbanons var fordæmd víða um heim í gær, m.a. af Evrópubandalag- inu. Skoðanakönnun sýnir að 91% ísraelsku þjóðarinnar styður Yitzhak Rabin forsætisráðherra í þessu máli. ísraelar létu verða af brottrekstr- inum þrátt fyrir kröftug mótmæli á alþjóðavettvangi. Palestínumennirn- ir voru fluttir langleiðina að Maij az-Zohour varðstöðinni, sem er 9 km norður af ísraelsku landamæra- borginni Metulla, í fyrrakvöld. Þar voru þeir reknir út úr langferðabif- Borís Jeltsín segir nýtt afvopnunarsamkomulag tilbúið Bandaríkjastjóm hissa Pcking, Washington. Reuter. BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti lýsti því óvænt yfir á fundi með menntamönnum úr röðum kinverska kommúnistaflokksins að Rússar og Bandaríkja- menn hefðu náð samkomulagi um nýjan afvopnun- arsáttmála og yrði hann undirritaður á leiðtoga- fundi í næsta mánuði. „Eg get greint ykkur frá því að búið er að undirbúa START-2-samkomulag, sem gerir ráð fyrir að langdrægum kjarnorkuvopn- um verði fækkað um tvo þriðju,“ sagði Jeltsin. Yfirlýsing Rússlandsforseta kom bandarískum stjórnmála- og embættismönnum í opna skjöldu og virtust þeir ekki kannast við þetta nýja afvopn- unarsamkomulag. Jeltsín endurtók yfirlýsingu sina klukkustundu síðar á blaðamanna- fundi og sagði þá að enn ætti eftir að ákveða endanlega hvar og hve- Jeltsfn nær samkomulagið yrði undirritað. Til bráðabirgða hefði þó verið gert ráð fyrir að það yrði í Alaska í janúarbyijun. Rússlandsforseti, sem staddur er í opinberri heimsókn í Kína, kom einnig á óvart er hann sagði að kínverski leiðtoginn Deng Xiaoping væri sjúkur en óvenjulegt er að opinberir gestir í Kína tjái sig um heilsufar hans. Lawrence Eagleburger, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, sagðist vera hissa á ummælum Jeltsíns þar sem hann vissi ekki til að endan- legt samkomulag hefði náðst. Jelts- ín og George Bush, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hafa undanfarið unnið náið saman til að geta lokið vinnu við nýtt afvopnunarsam- komulag áður en Bush lætur af embætti þann 20. janúar nk. reiðum eftir að hafa hírst í þeim með bundið fyrir augu og hendur bundnar fyrir aftan bak í 18 klukku- stundir. Við Marj az-Zohour biðu líbansk- ar skriðdrekasveitir og voru Palest- ínumennirnir reknir upp á vörubíla og þeim ekið aftur að ísraelsku landamærunum. ísraelskir hermenn skutu af vélbyssum rétt yfir höfðum þeirra og stökktu þeim aftur norður á bóginn. Gengu Palestínumennimir í myrkri og kulda aftur að líbönsku varðstöðinni, settust þar niður og báðu um hjálp. Við bænagjörð í gær báðu þeir Rabin bölbænir. Viðbrögð Clintons Bill Clinton verðandi Bandaríkja- forseti sagðist í gær skilja gremju og reiði ísraela vegna ofbeldisgjörða harðlínusamtaka múslima. „A hinn bóginn hef ég áhyggjur af þvi að brottreksturinn geti orðið til þess að stofna friðarsamningum í hættu,“ sagði Clinton. Talsmenn ísraelsstjórnar sögðu Palestínumennina tilheyra samtök- unum Heilagt stríð (Jihad) og and- spymuhreyfíngunni Hamas. Ólíkt Frelsissamtökum Palestínu (PLO) lögðust bæði samtökin gegn því að arabaríki gengju til friðarsamninga við ísraela. Af hálfu PLO hefur ver- ið ákveðið að hætta þátttöku í samn- ingunum um stundarsakir eða þar til Palestínumennirnir útlægu fengju að snúa til baka. Kvpik.,-^ iJbanon Beirút SYRLAND Damaskus ISRAEL I R A K n '+j • Amman Rúmiega 400 Palestínuarabar voru reknir í útlegð á öryggissvæði ísraela í S-Líbanon Tyrei (Týrus) Hlutverk Hillary Washington. The Daily Teleg^aph. BILL Clinton, verðandi for- seti Bandaríkjanna, segir að Hillary kona hans muni sitja ríkisstjórnarfundi eftir að hann tekur við embætti. Kem- ur þetta fram í viðtali við Wa.ll Street Journal. Clinton segir það vilja sinn að Hillary leggi sitt af mörkum á ríkisstjómarfundum. ,,[H]ún veit meira um marga þessara hluta en flestir okkar,“ segir hann. Þess em dæmi að forseta- frúr í Bandarílqunum sitji ríkis- stjórnarfundi. Rosalynn Carter átti það til að koma á slíka fundi, svo nýlegt dæmi sé tekið, en ekki var um formlega, reglulega þátttöku af hennar hálfu að ræða. Talsmaður Clintons sagði í gær að Hillary myndi sjálf ákveða hvenær hún sæti fundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.