Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
71
Um helgina
Körfuknattleikur
Hið svokallaða Nike-Iiðs í körfubolta,
sem skipað er erlendum leikmönnum
sem leika hér á landi, mætir Keflvík-
ingum í dag kl. 14 og úrvalsiiði KKl
að Hlíðarenda kl. 20 á sunnudaginn.
■Kvennalið ÍBK mun reyna að kom-
ast til Sauðárkróks til að leika þar
gegn Tindastðli i bikarkeppninni.
Leikurinn átti upphaflega að vera
sl. sunnudag en hefur verið margfre-
stað vegna veðurs, síðast í gærkvöldi.
Frjálsíþróttir
Hið árlega Miðbæjarhlaup KR verður
í dag og hefst kl. 14 við Miðbæjar-
markaðinn í Aðalstræti. Hlaupið
verður upp Suðurgötu og síðan um
Hringbraut, Sóleyjargötu, Príkirkju-
veg, Lækjargötu og endað á Austur-
velli. Vegalengdin er um 2 km og
er búist við að flestir okkar fremstu
langhlaupara verði meðal þátttak-
enda.
Fimleikar
Jólasýning fimleikadeildar Ármanns
verður f Laugardalshöllinni á morg-
un, sunnudag, og hefst kl. 14. Að-
gangseyrir kr. 400 fyrir fullorðna
en enginn fyrir böm.
David
Þorlákur
■ ALÞINGI samþykkti í gær
frumvarp um veitingu ríkisborgara-
réttar til handa 46 manns. Þar á
meðal er David Grissom, leikmað-
ur með úrvalsdeildarliði UBK í
körfuknattleik.
■ ÞORLÁKUR Árnason, sem
hefur verið markakóngur Leifturs
undanfarin þijú ár, leikur ekki með
liðinu næsta knattspymutímabil.
Grindvíkingar hafa rætt við hann
að undanfömu og er sennilegt að
samningar takist.
■ STEAUA Búkarest ætlar að
leggja um 250 millj. ÍSK í endur-
bætur á knattspymuvelli sínum.
Félagið seldi níu leikmenn árið 1990
fyrir meira en helmingi hærri upp-
hæð.
M ROMARIO var mjög ósáttur
við að vera ekki í byijunarliði Bras-
ilíu, sem lék gegn Þýskalandi í
vikunni og óttast talsmenn PSV
Eindhoven að það komi niður á
leik hans gegn Vitesse í hollensku
deildinni í dag.
■ ALBERTO Tomba á 26 ára
afmæli í dag og segist ætla að halda
upp á daginn með sigri í svigi á
heimsbikarmótinu, sem fer fram í
Slóveníu.
■ PAUL Accola frá Sviss er
sannfærður um að vera ekki í efstu
sætum. „90% árangurs í alpagrein-
um byggist á skýrri hugsun en 10%
er háð því hvemig maður skíðar
og höfuðið á mér er ekki í lagi
þessa dagana," sagði kappinn.
HANDKNATTLEIKUR / BIKARKEPPNI HSI
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Samherjarnir til margra ára í landsliðinu, Alfreð Gíslason til vinstri og Páll Ólafsson í harðri baráttu í gærkvöldi.
Alfreðlét
sigl licifa það
og KA sigraði Hauka íframlengdum leik
ALFREÐ Gíslason var deyfður fyrir bikarleik KA og Hauka á
Akureyri í gærkvöldi, sat á bekknum ífyrstu sókn, en sá að
við svo búið mátti ekki standa, gerði fjögur fyrstu mörk KA og
beitti sér sem hann gat inná vellinum þar til yfir lauk. KA vann
27:26 eftir framlengdan leik og sagði Alfreð að sigurinn hefði
getað lent hvoru megin sem var. Ekki fór á milli mála að hann
lék meiddur en um ökklann sagði hann: „Ég erfínn, finn ekk-
erttil, enda vel deyfður og nú vil ég helst fá Víking norður í
undanúrslitum."
Tómas
Hermannsson
skrifar
Sóknarleikur liðanna var frekar
bágborinn í fyrri hálfleik og
hafði þar mikið að segja að Haukar
tóku Oskar Elvar
Óskarsson úr um-
ferð, en KA-menn
beittu sama bragði
og fylgdu Petr
Baumruk eftir. Markvarslan var
engin hjá KA, en góð hjá Magnúsi
Haukamarkverði í hálfleiknum.
Jafnræði var með liðunum fram
i miðjan seinni hálfleik, en þá náðu
KA-menn þriggja marka forystu.
Haukar gáfust ekki upp, söxuðu á
forskotið og þegar íjórar mínútur
voru eftir var staðan jöfn, 22:22.
Skömmu áður hafði Erlingur Krist-
jánsson tekið vítakast og skotið
beint í andlit Leifs Dagfinnssonar.
Haukamenn heimtuðu rautt spjald,
en dómararnir dæmdu ekki neitt.
Síðustu mínútumar var tauga-
spennan allsráðandi og ekkert
gekk. Hauar voru með boltann,
þegar ein mínúta og 15 sekúndur
voru til leiksloka og héldu honum,
en þegar 17 sekúndur vom eftir,
voru dæmd skref á Halldór Ingólfs-
son, Alfreð brunaði upp og skaut
í varnarvegginn, boltinn barst til
Gunnars Gíslasonar, sem fiskaði
víti, en Magnús varði frá Pétri
Bjarnasyni eftir að leiktíminn var
úti. Áður höfðu Erlingur og Óskar
Elvar tekið víti en ekki skorað.
KA lék mjög yfirvegað í fram-
lengingunni og náði þriggja marka
forystu, en Haukar gerðu tvö síð-
ustu mörkin. í framlengingunni
gerðist það að KA fékk vítakast,
en liðið hafði ekki skorað úr þrem-
ur síðustu vítum. Kallað var á Leó
Öm Þorleifsson, sem hafði setið á
bekknum allan timann, og honum
brást ekki bogalistin.
Alfreð Gíslason, Jóhann G. Jó-
hannsson og Erlingur Kristjánsson
voru bestir hjá KA, en Magnús
Ámason, Páll Ólafsson, Petr
Baumruk og Siguijón Sigurðsson
hjá Haukum.
ÚRSLIT
KA - Haukar
27:26 (22:22)
íþróttahús KA á Akureyri, átta liða úrslit
karla í bikarkeppni HSI, föstudaginn 18.
desember 1992.
Gangur leiksins: 1:1, 3:3, 4:7, 8:9, 10:10,
12:12, 14:14, 19:16, 21:19, 22:20, 22:22,
24:22, 24:23, 27:24, 27:26.
Mörk KA: Alfreð Gislason 9, Jóhann G.
Jóhannsson 7, Erlingur Kristjánsson 6/4,
Óskar Elvar Öskarsson 1, Þorvaldur Þor-
valdsson 1, Pétur Bjarnason 1, Gunnar
Gíslason 1, Leó Öm Þorleifsson 1.
Varin skot: Iztok Race 7 (þar af 2 til
mótheija), Bjöm Bjömsson 2/1 (eitt skot
til mótheija).
VJtan vallar: 6 minútur.
Mörk Hauka: Petr Baumruk 8/5, Páll
Ólafsson 8/3, Siguijón Sigurðsson 6, Óskar
Sigurðsson 3, Halldór Ingólfsson 1.
Varin skot: Magnús Ámason 9/2 (þijú til
mótheija), Leifur Dagfínnsson 3/2.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Láms Lárusson og Jóhannes
Felixson vom slakir.
Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið.
Knattspyrna
Frakkland
PSG-Marseille...................0:1
-Alen Boksic 22.
England
1. deild
Cambridge - Bristol Rovers......0:1
Belgía
Anderlecht - Charleroi..........2:0
NBA-deildin
Leikið í fyrrinótt:
Orlando - Sacramento.......112: 91
Washington - Chicago....... 99:107
Houston - San Antonio.......121:109
Milwaukee - New Jersey......101:102
Íshokkí
NHL-deildin
Leikir á miðvikudagskvöld:
Hartford - Washington...........6:3
Quebec - Montreal...............5:1
Edmonton - Vancouver............4:2
Tampa Bay - San Jose............5:4
■ eftir framlengingu
Leikir á fimmtudagskvöld:
NY Islanders - Ottawa...........9:3
Pittsburgh - Philadelphia.......5:4
Montreal - Quebec Nordiques.....8:3
Chicago - Winnipeg..............5:1
NY Rangers - St Louis...........4:3
GETRAUNASPÁ MORGUNBLAÐSINS
51- (7= vika vJ7“ —— Átta fyrstu leikirnir á
=?yw= 1 X 2 seðlinum eru úr ensku úrvalsdeildinni og fimm síðustu úr 1. deild. Giskað erá 144 raða opin seðil, sem kostar
Arsenal - Middlesbro 1
Blackbum - Sheffield Utd. 1
Chelsea - Manchester Utd. 1 X 2
Coventry City - Liverpool X 1.440 krónur. Tveir
Everton - Southampton 1 leikir eru þrítryggðir,
Machester City - Aston Vilia 1 X 2 fjórir tvítryggðir og sjö þar af leiðandi fastir - með einu merki. Ríkissjónvarpið verður með beina útsendingu
Oldham - Tottenham 1 2
Sheffield Wed. - Q.P.R. 1 X
Birmingham - Watford 1 2
Bristol City - Peterboro 1 í dag frá viðureign
Luton Town - Sunderland 1 Sheffield Wednesday
Southend - Bamsley X 2 og Q.P.R, á
Tranmere - Wolves 1 Hillsborough.
HANDKNATTLEIKUR
Hópferð á heimsmeist-
arakeppnina í Svíþjóð
Samvinnuverðir-Landsýn og A-
klúbburinn, stuðningsmanna-
klúbbur landsliðsins í handknatt-
leik, hafa gert með sér samning
um hópferð á heimsmeistarakeppn-
ina í handknattleik sem fram fer í
Svíþjóð í mars.
Farið verður til Gautaborgar 8.
mars og gist þar á góðu hóteli rétt
við íþróttahöllina en þar leika ís-
lendingar opnunarleikinn við Svía,
heimsmeistarana og gestagjafana,
daginn eftir. Þann 21. mars verður
flogið heim frá Stokkhólmi. Ferðin
kostar 73.900 í tveggja manna
herbergi með morgunverði og er
allur akstur erlendis og íslensk
fararstjórn innifalið. Við þetta má
bæta flugvallaskatti og aðgöngum-
iða á alla leiki íslands, eða rúmum
17.000 krónum. Fararstjóri verður
Willum Þór Þórsson.
FOLK
■ LIVERPOOL hefur verið boðið
til Malasíu í næsta mánuði til að
leika við landslið þjóðarinnar, en
enska liðið tekur sennilega ekki
boðinu, þó því fylgi um 10 millj.
ÍSK. Ástæðan er sú að ísraels-
mönnum er ekki hleypt inní landið
og með Liverpool leikur Ronny
Rosenthal frá Israel.
■ TAKI Liverpool ekki boðinu
verður Arsenal boðið í staðinn.
■ BOBBY Gould, stjóri Co-
ventry, hefur skrifað John Major,
forsætisráðherra Bretlands, þar
sem hann kvartar yfir framkomu
lögregluyfirvalda, sem sögðu hon-
um að halda sig heima í stað þess
að mæta á heimavöll WBA og lýsa
leik gegn Wycombe Wanderes í
bikarkeppninni s.l. þriðjudag.
■ GOULD er fyrrum stjóri hjá
WBA og voru stuðningsmenn liðs-
ins óánægðir með hann, en lögregl-
an óttaðist að til átaka kæmi ef
hann léti sjá sig.
■ GOULD sagði að freklega hefði
verið brotið á rétti sínum og lögregl-
an viðurkenndi eftir á að of langt
hefði verið gengið.
■ GEORGE Graham, stjóri Ars-
enal, er allt annað en ánægður með
stjömumar í liðinu og er tilbúinn
að láta þær víkja fyrir yngri og
óreyndari mönnum.
■ RAY Parlour og Mark Flatts
verða í liðinu, sem mætir Middles-
borough í dag og Graham segir
að þetta sé aðeins fyrsta skrefið.
„Ég hef aldrei verið hræddur við
að setja unga stráka í liðið og geri
það sem ég tel best fyrir félagið."
■ GRAHAM sagðist hafa tekið
við stjörnum á sínum tima, sem
hefðu ekki lagt sig fram og hann
léti slíkt ekki endurtaka sig. „Þá
gerði ég breytingar og ég er tilbú-
inn að gera þær aftur.“
■ KEITH GiUespie, sem er 17
ára, fær sennilega fyrsta leik sinn
með Manchester United, þegar lið-
ið sækir Chelsea heim. Hann tekur
þá stöðu Ryans Giggs, sem er
meiddur, en að öðm leyti verður
liðið eins og í 1:0 sigrinum gegn
Norwich í síðustu viku.
■ PATRIK Andersson frá
Mahnö í Svíþjóð gekk að tilboði
Blackburn, sem greiddi um 75
millj. ÍSK fyrir Sviann. Vonast er
til að hann fái atvinnuleyfi í næsta
mánuði.
■ NORSKI vamarmaðurinn
Henning Berg er einnig undri
smásjánni hjá Kenny Dalglish sem
og Robbie Earle, miðjumaður hjá
Wimbledon, sem er metinn á um
150 millj. ÍSK.
■ DALGLISH))a.rt ekki að spyija
hvað mennirnir kosta — Jack Wal-
ker, eigandi Blakburn, er talinn
áttundi ríkasti maður Bretlands.
■ KEVIV Keegan samþykkti í
gær að greiða um 70 millj. ÍSK
fyrir hollenska landsliðsmiðheij-
ann Eric Viscaal hjá belgíska fé-
laginu Ghent.
■ FÉLÖGIN í ensku úrvalsdeild-
inni hafa ákveðið að gera auglýs-
ingasamninga við nokkur fyrirtæki.
í vikunni var gengið frá samningi
við heilsudrykkj aframleiðanda að
verðmæti um 300 millj. ÍSK til
þriggja ára og fær hvert félag um
17,5 millj. ÍSK 1. janúar.
■ GIANLUCA Vialli, miðheiji
Juventus, tekur stöðu Robertos
Baggios, sem er meiddur, í ítalska
landsliðinu, sem mætir Möltu í
undankeppni HM í dag.
■ VLALLI er ætlað að leiða liðið
til sigurs eftir tvö jafntefli, gegn
Skotlandi og Sviss. „Hann á að
vera í fremstu víglínu, en ekki koma
aftur,“ sagði Sacchi, landsliðsþjálf-
ari.
■ STEFAN Sultana, miðheiji
Möltu, verður hins vegar fjarri góðu
gamni og missir af leiknum, þar
sem hann gengur í hjónaband á
sama tíma.