Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
59
Minning
Jóhann Pálsson
Fæddur 29. ágúst 1904
Dáinn 11. desember 1992
Þegar ég kom í Skálavík í sumar
var orðið kafloðið í kringum Meiri-
Bakka svo ég ákvað að fara til Jóa
og fá lánað hjá honum orf og ljá.
Það var auðfengið og orfið bar þess
merki að hafa verið lengi í höndum
fagmanns. Nú var hins vegar kom-
ið að því að afhenda það manni sem
kunni ekkert og vissi ekkert um
leyndardóma þess að slá með orfi
og ljá. Jói reyndi að gefa mér ná-
kvæmar leiðbeiningar um eiginleika
verkfærisins og hvernig nauðsyn-
legt væri að beita því. Það var
greinilegt að honum stóð ekki alveg
á sama um orfið og það brá fyrir
óttaglampa í augunum þegar hann
horfði á mig taka nokkrar prufu-
sveiflur á grasfletinum við Traðar-
stíg. Vopnaður orfi, ljá og brýni fór
ég í Skálavík og réðst til atlögu við
kafgresið. Það fór eins og mig grun-
aði, það sem lítur út fyrir að vera
sáraeinfalt getur verið bæði flókið
og erfitt þegar handtökin eru ekki
rétt. Ég hamaðist í nokkra stund
án mikils árangurs og það var engu
líkara en orfinu þætti sér stórlega
misboðið. Ljárinn beit ekki vel og
grasflöturinn var eins og illa reytt
hæna.
Ég sagði Jóa frá raunum mínum
og hann taldi ráð að leggja ljáinn
á. Það væri hægt að gera niður í
íshúsi, þar væri bæði smergill og
hverfisteinn. Það sem meira var,
Jói bauðst til að leggja ljáinn á sjálf-
ur. Það var enginn bilbugur á hon-
um, 88 ára manninum, sem hafði
engu gleymt. Snemma daginn eftir
sótti ég Jóa og við fórum sem leið
lá niður í íshúsið þar sem hann
starfaði til margra ára og þekkti
hvern krók og kima. Spennan leyndi
sér ekki hjá gamla manninum og
það var greinilegt að honum þótti
hreint ævintýri að koma á gamla
vinnustaðinn. Hann var á heima-
velli. Allir tóku innilega vel á móti
honum og gáfu sér tíma til að heilsa
upp á hann. Við fórum inn á verk-
stæði til þeirra bræðra Braga og
Gísla. Ég vafði utan af ljánum og
rétti hann Jóa. Hann varð allt í einu
sorgmæddur á svipinn, þegar hann
handlék ljáinn. Það var greinilegt
að hann var ekki ánægður með
meðferðina sem ljárinn hafði þurft
að þola. Ljárinn var allur beyglaður
og skældur. Þeir bræður töldu að
bæta mætti úr þessu. Hins vegar
vildu þeir alls ekki að Jói færi sjálf-
ur með ljáinn á smergilinn enda
stórhættulegt verkfæri ungum og
hraustum mönnum. Gísli brá ljánum
á undir dyggri leiðsögn Jóa sem
virtist hafa fengið þrótt ungs manns
þegar bjarma sló á andlit hans í
neistafluginu frá ljánum. Næst var
komið að því að leggja ljáinn á
hverfístein. Jóhann kom sér fyrir
og steininn byrjaði að snúast. Hann
lagði ljáinn fagmannlega á og vissi
nákvæmlega hvað hann var að
gera. En því miður var sjónin ekki
eins og hún hafði verið og hand-
leggimir voru ekki eins hlýðnir og
áður. Hann sætti sig fullkomlega
við það að Gísli lyki verkinu. Hann
hafði sjálfur orð á því að þetta yrði
í síðasta sinn sem hann legði á og
skammt yrði þess að bíða að maður-
inn með ljáinn kæmi í heimsókn til
sím
Ég segi frá þessu vegna þess að
mér er þetta mjög minnisstætt frá
því í sumar og líka hve þessi heim-
sókn var Jóa mikilvæg. Hann gerði
sér grein fyrir því að hann gat ekki
lengur stundað þau verk sem hann
hafði verið snillingur í að leysa.
Samt var hann ekki sorgmæddur,
heldur glaður yfir því að fá tæki-
færi til að koma á gamla vinnustað-
inn og ekki síst að aka aðeins um
plássið til að sjá helstu breytingar
sem orðið höfðu síðustu mánuði.
Ég segi líka frá þessu vegna
þess að mér fannst Jói alltaf vera
gluggi að fortíðinni, gömlu dögun-
um sem eru svo ótrúlega nærri
okkur. Það var mjög gefandi að
hlusta á hann þegar hann lét hug-
ann reika aftur í tímann. Hann
mundi allt eins og það hefði gerst
í gær. Maður var alltaf jafn undr-
andi á því að það eru í raun ekki
nema örfá ár frá því að íslenskir
sjómenn börðust við máttarvöldin í
opnum bátum úti á ballarhafi og
bændur börðust áfram við afar
frumlegar aðstæður til að fæða sig
og sína. Hann fæddist á Höfða í
Grunnavík 1904 þar sem foreldrar
hans bjuggu. Hann var efnilegur
bóndi og stundaði sjóróðra af miklu
kappi um tíma. Hann tók við Höfða
1945, sama ár og hann kvæntist
Sigríði Pálsdóttur, ömmu minni.
Þau eignuðust fjóra syni; tvíburana
Páll og Gunnar, Steinar og Guð-
mund. Gunnar dó þegar hann var
þriggja ára, og Páll í fyrra. 1957
flutti fjölskyldan til Bolungarvíkur.
Jói starfaði lengst af sem sjálflærð-
ur iðnaðarmaður og þótti laghentur
múrari. Hann starafaði lengi í ís-
húsinu, og hætti þar fyrir fáeinum
árum. Það má segja að honum hafí
varla fallið verk úr hendi frá því
að hann byijaði að hlaupa um
heimatúnið á Höfða því þó að hann
væri hættur í íshúsinu hélt hann
áfram að vinna.
Því miður átti ég of fáar stundir
með Jóhanni. Ég kveð hann með
minningu um mann sem var heiðar-
legur, hlýr, hreinskilinn, duglegur,
hress og skemmtilegur.
Amar Páll.
Jóhann föðurbróðir minn lést í
Sjúkrahúsi ísafjarðar 10. desember
sl. Hann fæddist í Bæjum á Snæ-
fjallaströnd 29. ágúst 1904.
Foreldrar hans voru hjónin Páll
H. Halldórsson, bóndi þar, og Stein-
unn Jóhannsdóttir. Páll var sonur
Halldórs Hermannssonar, bónda á
Nauteyri, og konu hans, Maríu
Rebekku Kristjánsdóttur frá Reykj-
arfirði við Djúp. Foreldrar Stein-
unnar voru hjónin Jóhann Jónsson,
bóndi á Svanshóli í Bjarnarfírði,
Str., og Guðrún Stefánsdóttir frá
Hrófbergi í Steingrímsfirði.
Jóhann ólst upp með foreldrum
sínum og systkinum í Bæjum til sex
ára aldurs og síðan á Höfða í
Grunnavíkurhreppi, Norður-ísa-
fjarðarsýslu, en þangað fluttu for-
eldrar hans með börn sín 1910 og
bjuggu þar til æviloka.
Systkini Jóhanns eru: Guðmund-
ur, bóndi á Oddsflöt í Grunnavík,
síðar á ísafirði, kvæntur Elísu G.
Einarsdóttur frá Dynjanda, þau eru
bæði látin; Halldór, bóndi á Höfða,
síðar á Isafirði, hann er látinn; Sól-
veig Steinunn, húsfreyja á Sútara-
búðum, síðar í Bæjum og í Hnífs-
dal, nú á Hlíf á ísafirði, gift Frið-
bimi Helgasyni, hann er látinn;
Rebekka, húsfreyja á Dynjanda,
síðar í Bæjum, gift Jóhannesi Ein-
arssyni frá Dynjanda, þau eru bæði
látin; næstur var Jóhann; Kristín,
lést í frumbernsku; María Kristín,
húsfreyja í Reykjavík, nú á DAS í
Hafnarfírði, gift Maríusi Jónssyni
frá Eskifírði; Guðrún, húsfreyja á
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
,/IIV SKOR
Skóbúðin Keflavík hf., Hafnargötu 35, sími 92-11230.
Höfða, síðar í Reykjavík; Helga,
húsfreyja á Eskifirði, gift Leifí
Helgasyni, hann er látinn.
Eftir lát Páls á Höfða 4. júní
1937 bjuggu systkinin Halldór,
Guðrún og Jóhann með móður sinni
þar til hún lést 8. október 1942 og
til ársins 1944 að Jóhann tók við
jörðinni. Hann var síðasti ábúand-
inn á Höfða, en Grunnavíkurhrepp-
ur fór í eyði 1962.
Jóhann kvæntist 7. júlí 1944 Sig-
ríði Pálsdóttur frá Minni-Bakka í
Skálavík í Hólshreppi, fædd 21.
maí 1910, dáin 14. janúar 1982.
Þeim varð fímm barna auðið, þau
eru: Gunnar Hólm, fæddur 11. nóv-
ember 1944, hann lést af slysförum
á Höfða 21. mars 1947; Páll Hólm,
fæddur 11. nóvember 1944, dáinn
5. desember 1991, kvæntur Rögnu
Finnbogadóttur frá Látrum í Aðal-
vík, þau bjuggu í Reykjavík; næst
var stúlka, fædd og dáin 13. júní
1946; Steinar Arnar, fæddur 19.
nóvember 1947, kvæntur Ingi-
björgu Björgvinsdóttur, þau eiga
eina dóttur og búa í Reykjavík;
yngstur er Guðmundur, fæddur 15.
nóvember 1953, hann bjó með föður
sínum í Bolungarvík.
Jóhann fór ungur til sjós, fór á
vertíðir haust og vor, áður en hann
tók við búi á Höfða. Hann reri lengi
með Guðmundi bróður sínum og
fleirum frá Bolungarvík, Hnífsdal
og Grunnavík.
Hann var hagsýnn bóndi og lag-
tækur til allra verka, afbragðs sjó-
maður og sigldi oft góðan byr á
Höfðaskekktunni.
Þau hjónin, Sigríður og Jóhann,
fluttu frá Höfða eins og fyrr segir
1957 til Bolungarvíkur. þar stund-
aði Jóhann alla algenga vinnu en
lengst af hjá Einari Guðfínnssyni í
frystihúsinu, þar vann hann jöfnum
höndum í físki og við ýmar viðgerð-
ir og lagfæringar. Hann var trúr
og dyggur starfsmaður. Hann vann
fram á síðasta ár.
Hann var hraustur á líkama og
sál, sérlega glaður í sinni og tók
öllu sem að höndum bar með æðru-
leysi. Jóhann var vinmargur og tal-
aði oft um vinkonur sínar í Vík-
inni, sem réttu honum hjálparhönd
eftir að hann missti konuna. Þökk
sé þeim öllum.
Það var blómlegt félagslíf í
Grunnavíkurhreppi þegar Jóhann
var ungur maður. Hann var einn
af stofnendum UMF Glaðs um
1930, virkur félagi og einn af hvata-
mönnum að byggingu félagshúss í
Flæðareyri. Það var mikið átak að
byggja hús á þeim árum. Jóhann
og þau Höfðasystkini áttu mörg
handtökin í þeirri byggingu, sem
fleiri. Nú er þetta hús samkornu-
staður brottfluttra Grunnvíkinga og
niðja þeirra og er veglegur minnis-
varði þess stórhuga fólks, sem kom
því upp á krepputíma.
Höfðahúsið stendur ennþá þótt
orðið sé um 90 ára gamalt. Það
gladdi Jóhann mjög, þegar hafist
var handa sl. sumar að lagfæra
húsið. Hann hafði hugsað sér að
skreppa norður með vorinu, en hann
fór í aðra ferð.
Ég á frænda mínum Jóa á Höfða
gott að gjalda og öllum Höfðasystk-
inum.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.)
Steinunn M. Guðmundsdóttir.
JÓLAÚTSALA
Nei, nei, þetta er örugglega ekkert grín
Við hjá TÓNVERl vitum nefnilega að sumir eru svo skyns-
amir að bíða eftir janúarútsölunum sem eru alltaf hjá hin-
um. Við vitum líka hvað það er hundfúlt að þurfa kannski
að endurnýja sjónvarpið og myndbandstækið fyrir jólin
og missa af útsöluafslættinum. Nú, eða kaupa rándýr
hljómflutningstæki, sem hr
apa svo í verði strax eftir jólin.
Og eftir situr þú með sárt ennið og
tugþúsundum fátækari - en ekki lengur.
TÓNVER býður betra verð NÚNA!
Dæmi um janúarverð fyrir jólin:
20“ litsjónvarpstæki með fjarstýringu + myndbands-
tæki með fjarstýringu. Rétt verð kr. 62.000,-
Jólaútsöluverð kr. 49.900,- stgr.
Þú sparar kr. 12.100,- ekki í janúar, NÚNA!
21 “ litsjónvarpstæki með flötum skjá og fjarstýringu +
myndbandstæki með fjarstýringu. Rétt verð kr. 74.222,-
Jólaútsöluverð kr. 59.900,- stgr.
Þú sparar kr. 14.322,- ekki í janúar, NÚNA!
Hljómtækjastæða á ómótstæðilegu
verði: Geislaspilari, plötuspilari, tvö-
falt kassettutæki, útvarp, hátalarar.
Jóla jóla verð aðeins kr. 31.900,-
stgr. ekki í janúar, NÚNA!
Eða útvarpstæki handa ömmu frá kr. 1.400,-, vasadiskó
handa litlu systur frá kr. 1.500,-, útvarpsvekjari handa stóra
bróður frá kr. 1.500,- (fullkomin jólagjöf fyrir þá morgun-
lötu), ferðatæki í sumarbústaðinn frá kr. 2.900,-.
Það marg borgar sig að líta inn.
Jólaútgjöldin gætu orðið lægri en þig grunar.
TÓNVER,
Garðastræti 2, sími 627799 -
Ábyrgð • Munalán • Þýzk gæðamerki
betra verð NÚNA,
bílageymsla beint á móti.
• Sendum hvert á land sem er.