Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
Opið bréf til alþingismanna
frá Ögmundi Jónassyni
formanni BSRB
Ágæti alþingismaður.
Innan BSRB hefur að undanfömu
farið fram víðtæk umræða um efna-
hagsráðstafanir ríkisstjómarinnar og
þau ijárlög sem nú hafa verið lögð
fram. Það væri of vægt til orða tek-
ið að tala um óánægju fólks vegna
þeirra ráðstafana sem boðaðar eru.
Sannast sagna veldur stefna ríkis-
stjómarinnar fólki miklum áhyggj-
um. Almennt þykir sú grundvallar-
hugsun sem býr að baki stefnu
stjómvalda vera röng í veigamiklum
atriðum en einnig hljóti margt að
vera vanhugsað. Þess vegna hefur
verið ákveðið að senda þingmönnum
þetta bréf og skýra í hvaða sam-
hengi við sjáum málin.
Miiyarðar til fyrirtækja
í lok nóvember birti ríkisstjómin
yfírlýsingu um markmið og leiðir í
efnahagsmálum. Meginmarkmiðið
var að hennar sögn „að styrkja stöðu
íslensks atvinnulífs og spoma gegn
auknu atvinnuleysi". Sú leið sem
valin var byggðist fyrst og fremst á
skattatilfærslum frá fyrirtækjum og
yfír á almenning. Frekari útfærsla
beið fjárlagafrumvarps og fylgifrum-
varpa þess. Þær ráðstafanir sem þar
em nú boðaðar verða því aðeins skilj-
anlegar að þær séu skoðaðar í þessu
ljósi.
Það gefur augaleið að til að vega
upp á móti 5 til 6 milljarða tekjutapi
ríkisins við lækkun á tekjuskatti fyr-
irtækja úr 45% í 33% og afnámi
aðstöðugjalds, — ríkið hefur skuld-
bundið sig til að bæta sveitarfélögun-
um að miklum hluta upp missi að-
stöðugjaldsins með hlutdeild í telqum
ríkisins — þá þarf að koma til vem-
leg tekjuöflun annars staðar frá.
Milljarðar frá barnafólki,
húsnæðiskaupendum,
sjúklingum, ellilífeyrisþegum
og öryrkjum
Einmitt þess vegna er nú boðuð
telq'uskattshækkun hjá einstakling-
um, virðisaukaskattstofninn breikk-
aður þannig að hann tekur m.a. til
húshitunar, bensíngjald hækkað og
ráðgert að skerða vaxtabætur hjá
fólki sem er að afla húsnæðis. Þá
er ráðgert að skerða bamabætur um
hálfan milljarð, en á síðasta íjárlaga-
ári vom bamabætur einnig skertar
um 500 milljónir. Mæðra- og feðra-
laun lækka og til stendur að láta
öryrkja og ellilífeyrisþega borga
stærri hlut í tannlæknakostnaði.
Hlutur bama og unglinga í slíkum
kostnaði er einnig aukinn. Nú sem
fyrr era hin breiðu bök fundin á
meðal sjúklinga og stendur til að
láta þá borga hærra hlutfall lyfja-
kostnaðar en áður og tekjur af að-
gangseyri heilsugæslustöðva auknar.
Þá er boðað að lögð verði á skóla-
gjöld.
Með þessum hætti er fjármagnað-
ur sá tekjumissir sem samneyslan
verður fyrir þegar sköttum er létt
af fyrirtækjum. Við höfum reiknað
út hvað þessar ráðstafanir, auk
gengisfellingar upp á 6%, þýða í tekj-
utap fyrir launafólk, en að sjálfsögðu
verður það dæmi gert betur upp að
lokinni íjárlagagerð og fyrir næstu
samningalotu. Fólk mun eðlilega vilja
vita hver fjárhagsleg staða þess verð-
ur vegna þeirra ráðstafana sem ríkis-
stjómin grípur til áður en sest er að
samningaborði.
220 þúsund króna álögnr á
venjulega fjölskyldu
í grófum dráttum lítur kaupmátt-
ardæmið þannig út núna: Gengisfell-
ing um 6% mun valda því að verðlag
hækkar meira það sem eftir er árs
og á næsta ári en gert hafði verið
ráð fyrir. f þjóðhagsáætlun var gert
ráð fyrir því að verðbólga á næsta
ári yrði um 2%, en vegna gengisfell-
ingarinnar er gert ráð fyrir að hún
verði 4,5%. Þetta þýðir kaupmáttarr-
ýmun frá nóvember 1992 til desem-
ber 1993 upp á 5,3%. Auk þess rýr-
ir 1,5% skattahækkunin kaupmátt
um það sem henni nemur. Einnig er
ljóst að húsnæðiskaupendur verða
fyrir kaupmáttarrýmun vegna skerð-
ingar vaxtabóta. Bamafólk verður
fyrir mismikilli skerðingu háð tekjum
og fjölskyldustærð vegna skerðingar
á bamabótum. Hjón með tvö böm
(annað yngra en 7 ára) og meðaltekj-
ur verða af þessu einu fyrir 0,7%
kaupmáttarskerðingu. Þá á enn eftir
að koma í ljós hver breyting verður
á læknis- og lyfjakostnaði en slíkt
hefur að sjálfsögðu áhrif á ráðstöfun-
artekjur sjúklinga. Fyrirsjáanleg
kaupmáttarskerðing fyrir meðalfjöl-
skyldu með tvö böm nemur þegar
7,5-8%. Þetta jafngildir 220 þúsund
krónum á ári. Það munar um minna.
Arviss ótti við fjárlög
Vitanlega er kaupmáttarskerðing-
in breytileg og ræðst af því hver
staða heimila og einstaklinga er,
hversu mörg böm em á framfæri
og hvemig fólk er til heilsunnar. Við
höfum orðið vör við að einstaklingar
sem em bágbomir til heilsunnar hafí
kviðið þessum fjárlögum ríkisstjóm-
arinnar reynslunni ríkari frá í fyrra.
Hið sama á við um bamafólk og
húsnæðiskaupendur þótt í þeim hópi
hafí almennt verið talið að ríkis-
stjóminni hlyti að þykja nóg að gert
í fjárlögum yfírstandandi árs. Nú
hefur hins vegar komið fram að svo
var ekki. Kaupmáttur meðaltelqu-
Ögmundur Jónasson
fjölskyldu með tvö börn mun hafa
skerst með þessu fjárlagafrumvarpi
og fjárlögum yfírstandandi árs um
3,5% vegna tekjuskattsbreytinganna
og breytinga á bamabótum. Á tveim-
ur ámm hafa bamabætur þessarar
ijölskyldu verið skertar um 45%.
Tilfærsla en ekki sparnaður
Ríkisstjómin hefur iðulega reynt
að réttlæta niðurskurðaráform sín
með skírskotun til erfíðra ytri að-
stæðna. Þjóðin sjái fram á samdrátt
og þess vegna verði hún að spara.
Þetta er rétt svo langt sem það
nær. Hitt er annað mál að ekki má
mgla saman spamaði og tilfærslu á
útgjöldum. Um slíkt hefur t.d. verið
að ræða vegna niðurskurðar í heil-
brigðisþjónustu. Fólk hættir ekki að
verða veikt þótt gjöld séu tekin fyrir
aðhlynningu, og fólk reynir af
fremsta megni að leita sér lækninga
hvort sem hana er að finna innan
samneyslunnar eða hjá einkaaðilum.
Það sem við höfum orðið vitni að
innan heilbrigðiskerfísins á undan-
förnum missemm em tilraunir til að
flytja tilkostnað frá samneyslunni
yfír á sjúklinga. Þannig vom svo
dæmi sé tekið settar nýjar álögur á
stomasjúklinga í fyrra, reyndar þvert
ofan í gefin loforð. Þar með sparaði
íslenska ríkið en íslenska þjóðin ekki.
Hinn sjúki þjóðfélagsþegn var látinn
borga brúsann. Auk þess að vera
ranglátar em tilfærslur af þessu tagi
gervilausnir á þeim vanda sem þjóð-
in stendur frammi fyrir vegna fyrir-
sjáanlegs aflasamdráttar og annarra
ytri aðstæðna.
Hvað gera Norðmenn?
Þá er rétt að minna á að ástæðan
fyrir því að hér hefur verið komið
upp samfélagslegu húsnæðiskerfí og
velferðarþjónustu er ekki einvörð-
ungu sú að þjóðin hafí viljað stuðla
að félagslegum jöfnuði í landinu. Hér
er einnig um hrein hagkvæmnisjón-
armið að ræða. Í stað þess að greiða
fólki laun í samræmi við það að hver
og einn sé með böm á framfæri allt
sitt líf, standi stöðugt í húsnæðis-
kaupum og búi alltaf við sjúkdóma
sem krefjast kostnaðarsamra lækn-
inga hefur þótt hagkvæmara og
kostnaðarminna fyrir atvinnulífíð í
landinu að sjá fyrir samfélagslegum
lausnum. Þetta er hugsunin á bak
við barnabætur sem fólk fær á með-
an það hefur böm á framfæri, vaxta-
bætur á meðan það er að koma sér
upp húsnæði, stuðning vegna íæknis-
kostnaðar þegar fólk verður veikt
og svo framvegis. Þegar norska
stjómin íhugar nú að greiða niður
matvæli og hækka bamabætur til
að bæta launafólki upp gengisfelling-
una er hún að skoða málin í slíku
samhengi. Þar á bæ er það einfald-
lega talið ódýrara fyrir samfélagið
allt en láta þetta koma fram í kaup-
hækkunum til allra. Á þessu virðast
íslenskir ráðamenn ekki átta sig, nú
þegar þeir hafa ráðist til atlögu gegn
velferðarkerfínu og millifærslum á
borð við bamabætur og vaxtabætur.
Misskiptingarkreppa -
ójöfnuður veikir atvinnulíf -
jöfnuður stuðlar að hagvexti
Hér á landi hefur mismunum auk-
ist á undanfömum ámm. Sú hefur
Opið alla daga frá kl. 9-22. Sími 689070
reyndar orðið raunin í mörgum þeim
ríkjum sem við iðulega bemm okkur
saman við. Sú kenning skýtur nú æ
víðar upp kollinum að til vaxandi
misskiptingar megi rekja þá kreppu
sem einkennir flest iðnaðarríki.
Tekjulágu fólki fjölgar, hvort sem
það er í vinnu eða án vinnu. Slíkt
fólk verður smám saman aukin byrði
á samneyslunni sem aftur kallar á
auknar skattbyrðar eða aukinn út-
gjaldahalla (kostnaður af atvinnu-
leysi í Bretlandi er 7,4% af lands-
framleiðslu og í Danmörku 4,5% eða
samsvarandi hlutfall og íslendingar
veija til menntamála). Hlutur tekju-
lágs fólks í neyslu verður rýr. Þess
vegna veldur misskiptingin því að
hjól framleiðslu og viðskipta snúast
hægar. Þetta á ekki síður við — jafn-
vel fremur — í litlu efnahagskerfí
eins og okkar en í stómm samfélög-
um. Ríkt fólk kaupir dýrar munaðar-
vömr sem framleiddar em erlendis
á meðan meðaltekjumaðurinn kaupir
almenna innlenda neysluvöm og nýt-
ir sér almenna þjónustu, kaupir blöð
og bækur, fer í leikhús og bíó og
ferðast um landið og nýtur þess sem
þar er boðið uppá. Þá má benda á
að innlendur iðnvarningur og innlend
þjónusta er að mestu leyti til al-
mennrar neyslu og hagur íslensku
fyrirtækjanna því háður kaupgetu
almennings. Markaður þeirra er fyrst
og fremst hér á landi. Þess vegna
skiptir kaupgeta fjöldans þau öllu
máli. Og þess vegna er jöfnuður for-
senda hagvaxtar. Ójöfnuður dregur
hins vegar úr hagvexti og grefur
undan atvinnutækifæmm.
Sumt sambærilegra en annað
Þær skattabreytingar sem hér
hafa verið kynntar munu ekki skila
sér í eflingu atvinnulífs. Þegar fram
líða stundir mun niðurskurðarstefn-
an hins vegar draga úr möguleikum
hins opinbera til að starfrækja öflugt
þjónustu- og velferðarkerfí sem er
forsenda heilbrigðs efnahagslífs.
Ríkisstjórnin segist vera að laga
skattakjör íslenskra fyrirtækja „að
aðstæðum í öðram ríkjum Evrópska
efnahagssvæðisins" svo vitnað sé til
yfírlýsingar ríkisstjómarinnar frá 23.
nóvember sl. Það er rétt að aðstöðu-
gjald mun hafa verið séríslenskt fyr-
irbæri. Hitt er annað mál að skattar
á fyrirtæki hafa verið mun lægri á
íslandi en í Evrópubandalagsríkjun-
um. Heildarskattar á íslensk fyrir-
tæki em aðeins 6,4% (lífeyrissjóðs-
framlag meðtalið) af þjóðarfram-
leiðslu en meðaltal Evrópuþjóða
9,2%. Það mun vera sammerkt með
mörgum ráðandi stjómmálamönnum
hér og í ýmsum öðrum ríkjum sem
em með EES á dagskrá að þeir rétt-
læti niðurskurðaráform sín í ljósi
þess að einhvers staðar í Evrópu sé
goldið lægra. Við þurfum að vera
sambærilegir til að vera samkeppnis-
færir segja þeir. En það er athyglis-
vert í þessu sambandi að sömu menn
tala ekki um nauðsyn þess að sam-
ræma lengd skóladags og skatta á
fjármagnstekjur.
Hvað er til ráða?
Látum hina efnameiri borga með
hærri þjónustugjöldum, segja menn,
í því felst lausnin. Sumir tala jafnvel
um þetta sem réttláta jöfnunar-
aðgerð. Tekjutengdir sjúkraskattar
em hins vegar harla undarleg jöfn-
unaraðgerð. Hér ber að hafa í huga
að nákvæmlega sömu upplýsingar,
nákvæmlega sömu kvarðar, sem
lagðir yrðu til gmndvallar tekju-
tengdum sjúkrasköttum em notaðir
nú við álagningu tekjuskatta al-
mennt. Það eina sem breyttist væri
að í stað þess að skattleggja ríka
einstaklinga yrði nú beðið þangað til
þeir yrðu veikir. Hið rétta hlýtur að
vera að skattleggja aflögufært fólk
en ekki sjúklinga sérstaklega.
Ef byggja á velferðarkerfí á var-
anlegum gmnni þá þarf réttlát skatt-
lagning að liggja til grundvallar. Nú
stendur hins vegar til að færa marga
milljarða af stórfyrirtækjum sem em
aflögufær og geta borgað af hagnaði
sínum. Einnig hefur verið tekin um
það ákvörðun að veita fjármagnseig-
endum áfram skattaafslátt.
Til að standa straum af kostnaðin-
um við þetta er leitað til almenns
launafólks og sérstaklega þess sem
býr við ómegð og sjúkdóma.
Þeir alþingismenn, hvar í flokki
sem þeir standa, sem innst inni efast
um að þetta sé í raun farsæl leið,
þurfa að hafa manndóm í sér til að
hafna þessum ráðstöfunum.