Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 13 Þorvaldur Finnbjörnsson „Allir þurfa að leggjast á eitt og vinna að sama marki. Því þarf að hefja strax þá vinnu að móta langtímastefnu um ný- sköpun.“ ákvörðun um lækkun skatta, stefna að því að veita hvatningu til fyrir- tækja sem stunda rannsókna- og þróunarstarf, samstilla aðgerðir rík- is og sveitarfélaga sem geta stuðlað að stofnun smáfyrirtækja, auka fé til rannsókna og þróunarmála, vinna að málefnum stóriðju, skoða hug- myndir um fríiðnaðarsvæði og stuðla að aukinni samvinnu við Evr- ópubúa á sviði menntunar, vísinda og tækni. Skattaívilnanir vegna stofnunar fyrirtækja og fjárfestinga í nýsköpunarfyrirtækjum hafa þó enn ekki komið til ákvörðunar stjórnvalda. Allar þessar aðgerðir eru bitlausar einar sér en gætu ver- ið góð byijun að markvissri stefnu- mótun í nýsköpunarmálum þar sem öllum þörfum er sinnt. Ekkert verð- ur þó úr viðleitni stjórnvalda nema atvinnulífið sjálft taki af alvöru þátt í þessari stefnumótun og fylgi ein- arðlega eftir í framkvæmd stefn- unnar. Stjórnvöld skapa forsendurn- ar — atvinnulífið nýtir tækifærin. Það er ekki fyrr en komin er mynd á þessi mál að við getum farið að hvetja erlenda fjárfesta til að taka þátt í atvinnurekstri á íslandi. Alltaf er hætta á að þegar gripið er til margskonar aðgerða sem miða eiga að sama marki, en án sambands á milli þeirra, að þær virki hver á móti annarri. Reynsluleysi og sundrung Þó Islendingar hafi litla reynslu af nýsköpun er ekki þar með sagt að skilyrði fyrir nýsköpun séu engin í landinu. Rannsóknastofnanir at- vinnuveganna, Háskóli íslands og aðrar stofnanir hafa á að skipa hæfu fólki sem ætti að fá að njóta sín betur. Tryggja þarf að sú rann- sóknarstarfsemi sem þar er stunduð skili sér út í atvinnulífið en til að svo geti orðið verða fyrirtækin að sýna frumkvæði enda þekkja þau best þau vandamál sem þarf að leysa og möguleika sem hægt væri að nýta. Koma þarf á skipulegu sam- starfi stofnana og atvinnulífs þannig að þekking og færni beggja nýtist hinum og þar með heildinni. Há- skóli íslands er aðili að COMETT- áætlun EB sem miðar að samstarfi menntastofnana og atvinnulífs. Að áætluninni standa fyrirtæki og menntastofnanir í öllum ríkjum EFTA og EB og virðist mikill áhugi ríkja um þetta starf. Á sviði vísinda og tækni gefst íslendingum kostur á að starfa að rannsóknaáætlunum EB, við gildistöku EES samningsins og mynda þannig ómetanleg tengsl við fyrirtæki og stofnanir í Evrópu. Nokkur íslensk fyrirtæki hafa þegar verið í samstarfi af þessu tagi innan EUREKA og vísindaáætlana EB og virðist sú samvinna lofa góðu um framtíðina. íslendingar hafa flutt inn erlenda tækni í stórum stíl og stuðlað þann- ig að því að styðja við erlenda rann- sókna- og þróunarstarfsemi. Þessi tækni hefur verið í formi fram- leiðslutækja, ýmissa tækja og bún- aðar og jafnvel neysluvara. Erlend tækni og hátækni er notuð f ís- lensku atvinnulífi til að bæta sam- keppnisstöðu og afkomu fyrirtækj- anna og er það vel. Vandinn er hins vegar að skort hefur á rannsóknir sem miða að aðlögun þessarar tækni að íslenskum aðstæðum. Þetta hefur í vissum tilfellum haft í för með sér að fjárfestingarnar hafa ekki leitt til þeirrar framleiðni sem til stóð. Lítil fyrirtæki hafa enga burði til að standa að rannsóknum í þessu skyni ein og sér og hafa ekki nýtt sér samvinnu innan atvinnugreina sem skyldi. Á þessu vandamáli þarf að finna lausn. Ekki bara hátækni í landinu er að finna nokkurn fjölda aðila sem geta komið við sögu framkvæmda nýsköpunar. Benda má á nýútkominn bækling frá iðnað- arráðuneytinu „Nýsköpun er nauð- synleg" en í honum er að fínna yfir- lit yfír þessa aðila og hvaða starf- semi þeir hafa með höndum í þágu nýsköpunar. Það leysir ekki allan vanda að stuðla eingöngu að há- tækniiðnaði til að auka hagsæld í landinu. Ýmis önnur tækifæri væri hægt að nýta bæði í framleiðslu og þjónustu. Hins vegar ætti sú at- vinnustarfsemi sem leggja ætti áherslu á að byggja á þekkingu með útgangspunkt þar sem íslendingar eru sterkir fyrir. Þekking sem bygg- ir á rannsóknum og þróun og notuð er við framleiðslu bætir samkeppnis- stöðu -fyrirtækja sem þannig hafa þróað hentugustu og ódýrustu leið- irnar við framleiðsluna. Það hefur enga þýðingu að halda áfram sem hingað til að fyrirtæki séu að vinna ein og sér að nýsköpun- armálum. Koma þarf á fijósömu umhverfi fyrir starfandi fyrirtæki og þá sem vilja stofna ný fyrirtæki. Við getum ekki sett allt okkar traust í framtíðinni eingöngu á stóriðju eða orkusölu sem lætur bíða eftir sér. Um mannauðinn sem þjóðin gumar nú sem mest af, gildir hið sama og um beislaða eða óbeislaða orku sem enginn kaupandi finnst að: Man- nauðurinn skilar engu fyrr en farið er að nýta þá þekkingu sem þjóðin hefur með æmum tilkostnaði íjár- fest í á undanförnum árum. Þar er ábyrgð sem stjómvöld og atvinnulíf deila, en þar em einnig tækifæri sem engin ástæða er til að láta renna úr greipum. Allt of stór hluti man- nauðs okkar starfar í opinberri þjón- ustu þar sem hann nýtist of tak- markað við verðmætasköpun. Fyrir dyrum stendur aukin samkeppni við erlend fyrirtæki. Þeir sem hafa við- skiptahugmyndir eru ragir við að hrinda þeim í framkvæmd því áhættan er of mikil og meiri en hún þarf að vera. Sérfræðingar OECD lögðu fram tillögu um að sett verði á stofn nýsköpunarráð sem mótaði heildarstefnu í nýsköpunarmálum. Hvort slíkt ráð er rétta leiðin læt ég ósagt en stefnuna verðum við að móta. Höfundur er rekstrarhagfræðingvr og starfar & skrifstofu Rannsóknaráðs ríkisins. Teg.: 5010 Stæpölr: 41-45 Sénhannaöin kuldaskór úr fóðraðip með íslenskri gæi Vatnsvarðir og níðsterkir þykkri nautshúö Teg.: 5011 Stærölr. 41-45 Teg.: 5006 Stærðip: 36-41 Utsölustaðir: Skóverslun Kópavogs, Hamraborg Steinar Waage, Krínglunni Sleinar Waage, Domus Medica Stepp skóverslun, Borgarkringlunni Sportvöruversl. Hákonar, Eskifirði Toppskórinn, Veltusundi Hvannbergsbræður, Laugavegi 71 Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstöðum Kaupfélag V-Húnvetn. Hvammstanga Kaupfélag Vopnfirðinga, Vopnafirði RR-skór, Kringlunni RR-skór, Laugavegi 60 Skóbúðin Keflavík Skóbúð Húsavíkur, Húsavík Skóhúsið, Akureyri Skóhöllin, Hafnarfirði Skómaikaðurínn, Hverfisg. 89 Skólínan, Laugavegi 20 Axel 0. Laugavegi 11 Axel Ó. Vestmannaeyjum Betri búðín, Akranesi Hagkaup, Skeifunni Hagkaup, Krínglunni Hagkaup, Akureyri Versl. Sparta, Sauðárkróki Við lælónn, Neskaupstað VömhúsK.Á, Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.