Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
23
Fossvogskirkjugarður og byggingar kirkjugarðanna; séð frá Kópa-
vogi.
„Markmið kirkjugarð-
anna er það eitt að veita
þá þjónustu sem að-
standendur þurfa —
með sem ódýrustum
hætti, þar sem fullrar
hagkvæmni er gætt.
Aðstandendur hinna
látnu og aðstandendur
kirkjugarðanna eru
sama fólkið — íbúar
Reykjavíkur, Selljarn-
arness og Kópavogs.“
og kapellum hennar.
3. Full afnot af líkhúsinu í Foss-
vogi til geymslu og kistulagningar.
4. Aðstoð af sérstökum líksnyrti
ef óskað er.
5. Grafartökur og lokun grafa.
6. Líkbrennsla.
7. Aðstoð söngmálafulltrúa við
val á sálmum og útvegun söng-
og tónlistarfólks.
8. Aðstoð við dyravörslu og ann-
að í Fossvogskirkju.
9. Leiga líkbíls, akstur hans og
aðstoð ökumanna.
Alla þessa þjónustu, nema lið
9, hafa aðrar útfararþjónustur
ávallt fengið, eins og aðrir, án
endurgjalds. Þar er því ekki um
mismunun að ræða.
Verðlagsstofnun beindi því þeim
tilmælum til kirkjugarðanna að
jafna mismuninn hvað varðar leigu
og akstur líkbíls. Að sjálfsögðu
hefur verið orðið við þeim tilmæl-
um. Meðaltalskostnaður við bíl og
akstur og aðstoðarmenn á hveija
útför er 22.500 krónur. Því hefur
stjórn kirkjugarðanna samþykkt
að hækka verð útfararþjónustunn-
ar sem því nemur.
Allur útfararkostnaður er
niðurgreiddur af almannafé
Það er ekkert vafamál að útf-
ararkostnaður, hvort sem kirkju-
garðar Reykjavíkur eða aðrar útf-
ararþjónustur eiga í h!ut, er niður-
greiddur af almannafé. Þannig er
það víða um land, hefur þótt sjálf-
sagt um áratuga skeið og væri
hægt að nefna mörg dæmi. Með í
þeirri upptalningu myndu flestir
ef ekki allir kirkjugarðar landsins
vera. Ef farið yrði að ítrustu óskum
talsmanna Verslunarráðs og ann-
arra þeirra sem harðast hafa gagn-
rýnt þessar niðurgreiðslur er ljóst
að útlagður kostnaður einstaklinga
við hveija jarðarför mun hækka
mjög verulega. Við efum stórlega
að slíkt sé ofarlega á óskalista al-
mennings.
n.
Fjárveitingar til
kirkjubyggingasjóðs
Um allt land er fjárhagur kirkna
og kirkjugarða nátengdur. Kirkju-
garðar Reykjavíkur kostuðu t.d.
byggingu Fossvogskirkju 1945-
1948 að öllu leyti, undir forystu
Knuds Ziemsens, fyrrum borgar-
stjóra, sem var formaður bygging-
arnefndar. Þar var í raun stuðst
við enn eldri venju, sem er óslitin,
að víðast hvar á landsbyggðinni
hafa sjóðir kirkjugarða greitt fyrir
viðhald og endurbætur kirkna. Lög
um kirkjugarða gilda að sjálfsögðu
fyrir allt landið, en ekki aðeins
fyrir Reykjavíkurprófastsdæmi.
í Reykjavík hafa Reykjavíkur-
borg og söfnuðirnir sameinast um
sjóð, kirkjubyggingarsjóð, en úr
honum er veitt fé til kirkjubygg-
inga í prófastsdæmunum. í stað
þess að meta þörf einstakra kirkna
hafa kirkjugarðarnir um árabil lagt
fé í þann sjóð, sem stjórn sjóðsins
ráðstafar. Þessi venja er svo rík að
í skipulagsskrá kirkjubygginga-
sjóðsins, sem staðfest var af for-
seta íslands árið 1954, er gert ráð
fyrir því að meðal tekna sjóðsins
séu — framlög til kirkjubygginga
frá kirkjugörðum Reykjavíkur.
Álit biskupa
Kirkjugarðar Reykjavíkurpróf-
astsdæma heyra undir biskup ís-
lands. Um fjárveitingar til kirkju-
byggingasjóðs hefur margoft verið
fjallað og biskup verið spurður
álits. Hér verður vitnað í þrjú bréf
um málið frá jafnmörgum biskup-
um til stjórnar kirkjugarða Reykja-
víkurprófastsdæma.
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup
segir í bréfi dagsettu 19. mars
1981: — að sjálfsagt sé, að kirkju-
garðar taki beinan þátt í byggingu
kirkju í viðkomandi sókn og í meiri-
háttar viðgerðarkostnaði einnig.
Herra Pétur Sigurgeirsson bisk-
up segir í bréfi dagsettu 7. desem-
ber 1981: — Hér með vil ég að
gefnu tilefni láta í ljós þá skoðun
mína, að kirkjugarðasjóðir veiti
kirkjubyggingum fjárhagslegan
stuðning í viðkomandi sóknum, svo
sem efni og ástæður leyfa á við-
komandi stað.
Og herra Ólafur Skúlason bisk-
up yfir íslandi segir í bréfi dag-
settu 10. maí 1991: — Tel ég því
að leyfi fjárhagur kirkjugarða
Reykjavíkurprófastsdæmis stuðn-
ing við kirkjubyggingar í prófasts-
dæmunum, þá beri að leggja þeim
fé.
Er þegnunum mismunað?
Undan fjárveitingum kirkju-
garða Reykjavíkur til kirkjubygg-
ingasjóðs hefur verið kvartað til
umboðsmanns Alþingis á þeirri
forsendu að um mismunun sé að
ræða — að kirkjugarðsgjöld séu
almannafé og því beri ekki að ráð-
stafa til þjóðkirkjunnar, vegna þess
að þá njóti ekki þeir sem standa
utan þjóðkirkju.
Því er til að svara að kirkju-
garðsstjórnin telur ekki að hún
hafí mismunað mönnum eftir því
hvort þeir teljast til þjóðkirkjunnar
eða safnaða utan hennar, því
skipulagsskrá kirkjubygginga-
sjóðsins, sem féð er veitt til, gerir
ráð fyrir því að utanþjóðkirkjusöfn-
uðir njóti framlaga úr sjóðnum.
Um afdráttarlausar lagaheim-
ildir til þess að veija fjármunum
kirkjugarðanna til kirkjubygginga
er ekki að ræða. Þar hefur margra
áratuga hefð ráðið ferðinni, hefð
sem byggist á hinu nána samspili
kirkju, kirkjugarðs og safnaðar.
Líklega er hvergi jafn vel greint á
milli þessara þátta á landinu og
hér í Reykjavík, þótt gagnrýnin
hafi einkum beinst að rekstri
kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma.
Hvert liggur leiðin?
Stjórn kirkjugarða Reykjavíkur-
prófastsdæma telur mikilvægt að
um starfsemi kirkjugarðanna ríki
sátt meðal almennings. Þjónusta á
þessu sviði gerir miklar kröfur til
þeirra sem hana veita. Hún þarf
að vera traust og kyrrlát, virðuleg
og fumlaus. Markmið kirkjugarð-
anna er það eitt að veita þá þjón-
ustu sem aðstandendur þurfa —
með sem ódýrustum hætti, þar sem
fullrar hagkvæmni 'er gætt. Að-
standendur hinna látnu og að-
standendur kirkjugarðanna eru
sama fólkið — íbúar Reykjavíkur,
Seltjarnarness og Kópavogs.
Stjórn kirkjugarðanna hefur
engan hag af því að standa í illdeil-
um við einstaklinga eða stofnanir
um vafaatriði í rekstri kirkjugarð-
anna, hvað þá að bijóta lög. Við
lifum á breytingatímum og breytt-
ir tímar kalla á ný viðhorf. Kirkju-
garðar Reykjavíkurprófastsdæma
munu hér eftir sem hingað til leit-
ast við að svara kalli tímans og
haga starfseminni í samræmi við
það sem réttast er á hveijum tíma.
Og það eru yfírvöld ríkis og kirkju,
að tilstuðlan almennings, sem
ákveða hvert leiðin liggur.
Höfundur er formaður stjórnar
kirkjugarða Reykja-
víkurprófastsdæma
HAGKAUR