Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992 41 Frumvarp um breytingar í skattamálum Lækkun persónuafsláttar ill- skárri en skerðing barnabóta VILHJÁLMUR Egilsson (S-Nv) formaður efnahags- og viðskipta- nefndar hafði í gær framsögu fyrir áliti og breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við frumvarp um breytingar í skattamálum. Vilhjálmur sagði ljóst að breytingar þær, sem hann legði til, væru litt til vinsælda fallnar, t.d. lækkun persónuafsláttar. En sú ráðstöf- un dreifði byrðum jafnar en skerðing á barnabótum hefði gert. Halldór Ásgrímsson (F-Al) framsögumaður minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd segir að gera verði breytingar í skattamálum með réttlátari hætti. Og ekki „hringlandahætti**. Formaður efnahags- og viðskipta- lækkun skattleysismarka. Ef menn nefndar, Vilhjálmur Egilsson hefðu viljað halda óbreyttum skatt- (S-Nv), benti á að grundvallaratriði í þeim breytingum sem verið væri að gera á skattlagningu væri niður- felling aðstöðugjaldsins. Sú niður- fellling þýddi að hækka yrði aðra skatta til mótvægis. Aðrar breyting- ar væru viðbrögð við þessari nauð- syn. I meginatriðum væri hægt að tala um tvær leiðir. Annars vegar væri tekjuskattur einstaklinga hækkaður og hins vegar undanþágur þrengdar í vsk. Það væri mat manna að niður- felling aðstöðugjaldsins réttlættu þessar óvinsælu ráðstafanir. Fram- sögumaður gerði nokkra grein fyrir ráðstöfunum frumvarpsins og breyt- ingartillögum meirihlutans. Erfitt mál Eins og frumvarpið var lagt fram var gert ráð fyrir að tekjuskattur einstaklinga hækkaði úr 32,8% í 34,3% en barnabætur skertust um 500 millj. kr. Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vildi dreifa þess- um álögum jafnar. Talsmaður meiri- hlutans sagði að sú leið hefði verið valin að hækka skattprósentuna um 1,5% og persónuafslátt um 400 kr. á mánuði. Hækkunin dreifðist til- tölulega jafnt, í prósentum,.þangað til komið væri upp í hærri tekjuþrep- in, en þá ykist hlutfallsleg byrði all- mjög vegna sérstaks hátekjuskatts sem á 200.000 kr. tekjur einstakl- inga og 400.000 kr. tekjur hjóna. I upphaflegu frumvarpi hefði ekki verið gert ráð fyrir lækkun persónu- afsláttar heldur að skerðingu barna- bóta. Þegar lækkun persónuafslátt- arins hefði verið ákvörðuð hefði ver- ið höfð hliðsjón af breytingum á meðlagsgreiðslum og mæðralaun- um. Reiknidæmi Vilhjálmur taldi það nokkurra vangaveltna virði hvort hægt hefði verið að flytja þessi skattbyrði til með réttlátari hætti, t.d. með því að hækka skattprósentuna? Þá hefði mátt reikna með 2-2,5% hækkun. Hann benti á að að hækkun með óbreyttum persónuafslætti þýddi leysismörkum; hækka persónuaf- slátt og ná öllu inn með prósentu- hækkun, þá hefði það orðið um 4,5% hækkun. Formaður efnahags- og viðskipta- nefndar gerði grein fyrir breyting- artilögum varðandi skattlagningu fyrirtækja. Meirihlutinn leggur til að á næsta ári verið frádráttarheim- ild vegna útgreidds arðs áfram 15% en ekki 10% eins og frumvarpið hafði upphaflega gert ráð fyrir. Á móti kæmi að lagt væri til að tekju- skattsprósentan yrði 39% en ekki 38% Ein er sú breyting gerð frá upp- haflega frumvarpinu að fjáröflun- aráform sem voru í frumvarpi um vörugjald á bensín og bíla eru nú flutt fram í þessu frumvarp. Einnig eru tekin inn í þetta frumvarp ákvæði úr frumvarpi um gjald af umboðsþóknun í gjaldeyrisviðskipt- um. Hann vitnaði til ályktana og nei- kvæðra athugsemda ýmissa félaga og félagasamtaka, t.d. frá Verka- mannafélaginu Dagsbrún, VSÍ og ASÍ. Ráðstafanir ríkisstjórnarinnar myndu leiða til minni umsvifa í sam- félaginu og atvinnuleysis að áliti Halldórs. Halldór sagði það hafa ein- kennt þessa ríkisstjóm að hún þætt- ist ekki vera að hækka skatta og hefði fjármálaráðherrann leitað leiða til að halda skattaprósentunni óbreyttri en þessi í stað lagt byrðar á barnafólk sem væri að reyna að koma yfír sig þaki. En nú væri svo komið að þessi feluleikur gengi ekki lengur. Honum myndi þó ekki koma það að óvörum að heyra fjármálaráð- herra halda því fram að lækkun persónuafsláttar væri ekki skatta- hækkun. Halldór Ásgrímsson fór í nokkru máli um ýmis atriði frumvarpsins, áhrif þess og álitamál í skattlagn: ingu einstaklinga og fyrirtækja. í spjalli sínu minntist hann t.d. á hinn „sérstaka skatt á verslunar- og skrif- stofuhúsnæði" sem nú í ár væri innifalinn í þessu frumvarpi. Minni- hlutinn styddi reyndar framlengingu þess skatts. En Halldór vildi benda á að þetta væri í fimmtánda skiptið sem hann væri settur á „til bráða- birgða“ og jafnoft hefði Sjálfstæðis- flokkurinn barist á móti honum. Þrátt fýrir 15 ára baráttu gegn þess- ari skattheimtu hefði Sjálfstæðis- flokkurinn ákveðið að framlengja hann um enn eitt ár. Undir lok sinnar ræðu sagði Hall- dór að vissulega værum við í erfið- leikum og þeim þyrftum við að mæta m.a. með breytingum á skattalögum en það yrði að gera það með réttlátari hætti en frumvarpið gerði ráð fyrir. Það hefði kallað á hörð viðbrögð í þjóðlífínu. Það væri óskynsamlegt að samþykkja þetta frumvarp m.a. vegna þess að nú væru kjarasamningar framundan og þar yrði þetta mál áreiðanlega efst á baugi. Minnihlutinn í efnahags- nefnd væri því þeirrar skoðunar að vísa bæri þessu máli til ríkisstjórnar- innar þar sem það yrði tekið til umfjöllunar í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins. Steingrímur J. Sigfússon (Ab- Ne) sagði stjómarandstöðuna hafa verið mjög samferða í viðbrögðum við þessum „skattormi". Hann gagn- rýndi harðlega ákvörðun um að leggja 14% vsk á flugfargjöld innan- lands sem hann sagði að þyrftu að í hækka um 8% hjá Flugleiðum. Sam- dráttur eða hrun blasti við í innan- landsflugi. Kom þingmaðurinn víða við í ræðu sinni sem stóð í rúmar tvær klukkustundir og beindi harðri gagnrýni að fjölmörgum skatta- ákvörðunum ríkisstjómarinnar. Sagði virðisaukaskatt á bækur koma sérstaklega illa niður á námsmönn- um. Vitnaði hann í „hvitbók“ ríkis- stjórnarinnar og loforð sjálfstæðis- manna um lækkun skatta sem væm nú þverbrotin. Kristín Ástgeirsdóttir(Kv-Rv) tók heilshugar undir ályktun mið- i stjómar ASI gegn fjárlagaaðgerðum ríkisstjórnarinnar sem legðu miklar álögur á almenning í landinu. Sagði hún að 7-8% rýrnun kaupmáttar sem spáð hefði verið að leiddi af þessum aðgerðum yrði ekki tekið með þögn- inni. Kristín fór yfir flesta þætti skattamálanna og sagði m.a. að hægt yrði að ná mun meiri árangri til spamaðar í heilbrigðiskerfinu með fyrirbyggjandi aðgerðum og endur- skipulagningu en þeim niðurskurði og hækkunum sem heilbrigðisráð- herra stæði að. Þá benti hún á að hátekjuskattur kæmi illa niður á sjó- mönnum þar sem hann yrði inn- heimtur frá hausti til jóla eða á sama tíma og sjómenn hefðu hvað minnst- ; ar tekjur. Umræðunni um skattamál var frestað laust fyrir kl. 19 til kl. 20.30 í gærkvöldi en þá stóð til að henni yrði haldið áfram á kvöld- og nætur- fundi samkvæmt samkomulagi sem gert var á milli flokkanna í gærdag. Heildarsýn skortir Ingi Björn Albertsson Talsmaður minnihluta efna- hags: og viðskiptanefndar, Hall- dór Ásgrímsson (F-Al), vildi í upp- hafi sinnar ræðu óska Vilhjálmi Ein- arssyni til hamingju með sinn fertug- asta afmælisdag en varð um leið að votta afmælisbarninu samúð með að verða að veija deginum í þetta óskemmtilega mál sem hann hefði orðið að taka við illa undirbúnu frá ríkisstjórninni. Halldór fann mjög að flýti og „hringlandahætti" við afgreiðslu þessa máls en það mátti þó skýrt skilja að þeim ásökunum var fremur beint til ríkisstjórnarinn- ar heldur en til samnefndarmanna í efnahags- og viðskiptanefnd. Halldór sagði ljóst að það hefði þurft að hækka skatta til að mæta niðurfellingu aðstöðugjalds. En ríkisstjórninni hefði ekki tekist að nýta sér þann góða samstarfsvilja sem hefði verið hjá aðilum vinnu- markaðar um málið. Hann sagði rík- isstjórnina skorta heildarsýn á sam- spili ríkisfjármála við hina ýmsu þætti þjóðlífsins sem leiddu til þess að margir eða flestir aðilar treystu sér ekki til að styðja þetta mál. Fólk stendur ekki undir skattahækkun stjómvalda Aðgerðir til að styrkja atvinnulífið segir fjármálaráðherra Ingp Björn Albertsson (S-Rv) sagði að með frumvarpinu um breyting- ar á skattalögum væri verið að leggja á slíkar byrðar að „litli maður- inn“ stæði ekki undir þeim. Þetta gæti hann ekki stutt. Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra bendir á að með styrkara atvinnulífi fækki at- vinnuleysingjum. „Við hinir" ættum að dreifa byrðunum okkar á milli. í gærkveldi var 2. umræðu um breytingar í skattamálum fram hald- ið. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir hærri tekjuskattsprósentu og lækkun persónuafsláttar. Sjálfstæðismaður- inn og stjórnarliðinn Ingi Bjöm Al- bertsson (S-Rv) var fyrstur á mæl- endaskrá. Ingi Bjöm spurði eftir fjar- stöddum þingmönnum og ræðu- mönnum. Hann taldi sig geta gert kröfu um að þeir sem væru að leggja slíkar byrðar á fólk að það stæði ekki undir þeim, svöruðu fyrir það. Ræðumaður sagði nú væri verið að leggja þær álögur á fólk að menn stæðu ekki undir þeim. Það væri stefna ríkisstjórnarinnar að færa skattbyrðina frá atvinnulífi yfir á einstaklinga. Það væri í lagi en það mætti ekki færa byrðarnar yfír á „litla manninn" svonefnda. Það væri ekki hægt að sækja pening í tóma vasa. Verið væri að rústa heimili svo hundruðum skipti. Ingi Björn sagðist ekki geta stutt þessar álögur. Nema fjármálaráðherra eða einhver annar gæti sannfært sig um að fólk gæti staðið undir þessum álögum. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að leitast væri við að láta þá sem hærri hefðu tekjurnar greiða meira en hina. Og efnahags- og viðskiptanefnd hefði leitast við , að hlífa frekar bamafólkinu. Hann 1 vildi og benda á að tilgangur þessara skattbreytinga væri að styrkja at- vinnulífið svo fleiri fengju vinnu. Atvinnuleysingar væm líka fólk með tilfinningar og börn. „Við hinir“ ætt- um að hugsa um það hvemig við gætum dreift byrðum milli okkar. Sambíóin Jólasaga Prúðu- leikaranna SAMBÍÓIN hafa tekið til sýninga myndina Jólasaga Prúðuleikar- anna eða „The Muppet Christmas Carol“. Framleiðendur eru Brian Henson og Martin G. Baker og leikstjóri er Brain Henson. Aðal- hlutverk eru í höndum Michael Caine og Prúðuleikaranna. Þessi mynd hlýtur að teljast ein frumlegasta útfærslan á hinni klass- ískri jólasögu eftir Charles Dickens. Söguþráðinn kannast allir við, en hann snýst í kringum fúlmennið Ebenezer Scrooge sem dýrkar Mammon af svo miklum móð að hann skeytir ekkert um velferð starfsfólk síns og skiptir engu hvort er venjulegur mánudagur eða að- fangadagur. En þegar vofurnar þrjár koma í heimsókn, breytist hugarfar hans og hinn rétti andi jólanna nær tökum á honum. (FréttatilkynninK) Eitt atriði úr myndinni Prúðuleikaranna. Sigfós aðstoðar iðnaðar- og viðskiptaráðherra GUÐMUNDUR Einarsson, aðstoð- armaður Jóns Sigurðssonar iðnað- ar- og viðskiptaráðhera, lætur af starfi 15. janúar og tekur við starfi á aðalskrifstofu EFTA í Genf. Sig- fús Jónsson tekur þá við stöðu aðstoðarmanns ráðherra. Sigfús er fæddur á Akureyri 1951 og lauk stúdentsprófí við MH 1971, stundaði nám í landafræði við Há- skóla íslands og lauk doktorsprófi i hagrænni landafræði við háskólann í Newcastle upon Tyne árið 1981. Hann er kvæntur Kristbjörgu Ant- onsdóttur og eiga þau 2 dætur. Á árunum 1978-1981 starfaði Sigfús við byggðadeild Fram- kvæmdastofnunar ríkisins og vann jafnframt við kennslu. Á árunum 1982-1983 bjó hann á Nýfundalandi og starfaði við rannsónir á sjávarút- vegi. Hann var sveitarstjóri á Skaga- strönd 1984-1986 og bæjarstjóri á Akureyri 1986-1990. Frá árinu 1990 hefur hann búið í Reykjavík og starfað við stjórnunar- og rekstr- arráðgjöf á vegum fyrirtækisins Nýs- is hf. Sigúfs hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum og hefur að undan- förnu m.a. verið formaður nefndar ' sem fjallar um breytta skiptingu landsins 4 sveitafélög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.