Morgunblaðið - 19.12.1992, Blaðsíða 72
^ MICROSOFT. einar ).
WINDOWSl skúlasonhf
MORGUNBLAÐIÐ, AÐALSTRÆTI 6, 101 KEYKJAVÍK
SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85
LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Landsmenn hafa ekki komist á skíði í um tvær vikur vegna ótíðar og norðanáhlaupsins
Skíðasvæði
nú lokuð
í 12 daga
SKÍÐASVÆÐIN í Bláfjöll-
um og Skálafelli voru enn
lokuð í gær vegna veðurs
og höfðu þá verið það í 12
daga. Nægur snjór og næg-
ur kuldi er á skíðasvæðun-
um, en allt of mikill vindur
og skafrenningur, að sögn
Þorsteins Hjaltasonar, fólk-
vangsvarðar.
Að sögn Þorsteins er óvenjulegt
að svona lengi sé lokað í einu í
. desember, en venjulega væri þó
ekki mikil ásókn í skíðalöndin á
þessum tíma. „Ég á þó von á að
það yrði töluverð aðsókn ef opnað-
ist um helgina, því nú eru skólar
flestir að verða búnir.“
Þorsteinn sagði það sárgrætilegt
að ekki skuli vera hægt að nýta
það góða skíðafæri sem þrátt fyrir
allt væri í skíðalöndum höfuðborg-
arsvæðisins.
Sjá ennfremur bls. 4.
í erfiðleikum á Hellisheiðinni
Morgunblaðið/RAX
Vegfarendur hafa átt í miklum erfiðleikum með að komast
milli staða í veðurofsanum undanfarið og Veðurstofan spáir
suðvestan hvassviðri í nótt svo eitthvert framhald ætlar
verða á ótíðinni.
að
DAGAR
TIL JÓLA
Gísli Örn Lárusson yfirtekur eignarhluta Skandia í tryggingafyrirtækinu
Skandia hættir trygg-
ingastarfsemi á Islandi
Gert ráð fyrir 100 milljóna kr. tapi á fyrirtækinu
SKANDIA Svíþjóð seldi í gær Gísla Erni Lárussyni eignarhlut sinn
í tryggingafyrirtækinu Skandia Island. Gísli Om er forstjóri fyrir-
tækisins og átti fyrir rúman þriðjung hlutafjár á móti sænska fyrir-
tækinu. Skandia hefur þar með hætt þátttöku í tryggingastarfsemi
hér á landi en á áfram Fjárfestingarfélagið Skandia. Tryggingafyrir-
tækið verður rekið áfram en undir öðru nafni. Öðrum íslenskum
tryggingafyrirtækjum var í gær boðin þátttaka í endurfjármögnun
Scandia ísland en þau gengu ekki til samninga.
Gísli Örn Lárusson staðfestir að
gert sé ráð fyrir 100 milljóna króna
tapi af rekstri fyrirtækisins á árinu.
Það sé hins vegar í samræmi við
áætlanir. Rekstrarhalli fyrstu ár
fyrirtækisins sé fómarkostnaður
vegna kostnaðar sem félli til við
upphaf fimm ára markaðssóknar
íshúsfélag ísfirðinga vill
ganga inn í kaupin á Gylli
Stefnt að því að breyta íshúsfélaginu í almenningshlutafélag
ÁSGEIR Guðbjartsson, skipstjóri Guðbjargarinnar á ísafirði og stór hlut-
hafi Hrannar hf., sem á 62% í íshúsfélagi ísfirðinga, segir Ishúsfélagið
vilja ganga inn I kaupsamning Hjálms hf. á Flateyri og Birtings hf. í Nes-
kaupstað, um sölu á Gylli frá Flateyri til Neskaupstaðar. Þorleifur Páls-
son, framkvæmdastjóri Hrannar hf., sem jafnframt er stjórnarformaður
íshúsfélags ísfirðinga, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að
unnið hefði verið að því að undanförnu að undirbúa breytingu á íshúsfé-
lagi ísfirðinga í þá veru að breyta félaginu í almenningshlutafélag.
Morgunblaðið náði símasambandi við Ás-
geir í gærkveldi þar sem hann stýrði Guð-
björginni á Halamiðum í afar tregu fiskeríi,
að hans sögn. „Við erum að kanna það hvort
við getum ekki gengið inn í þennan kaup-
samning Hjálms við Austfirðingana, í sam-
vinnu við heimamenn á Flateyri. Þannig fengi
íshúsfélagið hráefni, áhöfnin héldi vinnu sinni
og kvótýGyllis héldist í kjördæminu,“ sagði
Ásgeir. Ásgeir sagði að ekki væri enn hægt
að segja til um það hvort þessar þreifíngar
þeirra hjá íshúsfélaginu gengju upp, en hann
kvaðst telja að ef niðurstaðan yrði sú að íshús-
félagið keypti Gylli, yrði það til mikilla hags-
bóta fyrir fyrirtækið og fólkið sem hjá því
starfar.
Þorlejfur Pálsson stjómarformaður íshúss-
félags ísfirðinga sagði m.a.: „Það er verið
að vinna að opnun á íshúsfélagi ísfírðinga
hf. fyrst og fremst til þess að hafa bolmagn
til þess að kaupa skip. Þannig væri hægt að
auka hráefnisöflun Ishússfélagsins og þar
með sjálfstæði fyrirtækisins. Ef það getur
orðið til þess að ekki verði seld burt skip og
kvóti af svæðinu, þá er það bara af hinu góða.“
Þorleifur sagði jafnframt að enn lægi ekki
ljóst fyrir hvort íshúsfélagið gæti gengið inn
í þann samning sem Hjálmur og Birtingur
hafa gert með sér. „Tíminn mun leiða það í
ljós,“ sagði Þorleifur.
Sjá ennfremur Af innlendum vettvangi:
„Sægreifi vill sejja, en banki hlýtur að
ráða“ í miðopnu.
fyrirtækisins á íslenska trygginga-
markaðnum.
Erlendur Lárusson, forstöðumað-
ur Tryggingaeftirlits, sagði að
stofnuninni hefði engin tilkynning
borist um gjörbreytta afkomu eða
stöðu Skandia frá síðasta árssreikn-
ingi, svo sem lögskylt sé ef um slíkt
er að ræða. Málið verði kannað en
séu fréttir sem Ríkisútvarpið
greindi frá í gærkvöldi, um að eigin-
fjárstaða fyrirtækisins sé orðin nei-
kvæð skv. 10 mánaða uppgjöri,
réttar verði þess krafíst að úr verði
bætt en ella sé t.d. unnt að banna
sölu nýrra trygginga eða stöðva
rekstur að ákvörðun trygginga-
málaráðherra.
Rætt við tryggingafélög
Áður en gengið var frá yfirtöku
Gísla Amar á Scandia ísland síð-
degis í gær var rætt við önnur ís-
lensk fyrirtæki. Forsvarsmenn Sjó-
vár-Almennra og VÍS staðfestu í
gær að forsvarsmenn Skandia
hefðu boðið þeim þátttöku í end-
urfjármögnun fyrirtækisins. Sjóvá
hefði hafnað en Axel Gíslason, for-
stjóri VÍS, sagði ekkert hafa komið
fram sem gert hefði þátttöku í fyrir-
tækinu áhugaverða fyrir VÍS.
í yfírlýsingu sem Gísli Öm og
Leif Victorin, forstjóri Skandia
Norden, undirrituðu í gær kemur
fram að í tengslum við kaupsamn-
inginn hafí Skandia Svíþjóð veitt
Gísla Erni fjárhagslegan stuðning
en öllu sambandi félaganna sé nú
lokið.
Ekki náðist í Leif Victorin eða
aðra þá talsmenn Skandia Norden
sem staddir vom hérlendis í gær-
kvöldi.
Sjá fréttir á bls. 32.